Dagur - 28.04.1932, Blaðsíða 3

Dagur - 28.04.1932, Blaðsíða 3
DAGUR 67 17., tbl. Framsóknar sé rétt á enda runninn og að íhaldið taki þá við völdun- um. Út frá þessu er það Ijóst, að blað Ihaldsins er að tilkynna les- endum sínum, að væntanlegt íhalds- ráðuneyti verði >ósvífin ríkisstjórn«, sem muni hagnýta sér æðsta dóm- stól Iandsins í >pólitískum tilgangic. En eigi þetta nú samt sem áður ekki að skiljast á þann veg, úg að með >ósvífinni ríkisstjórn* hafi fhaldsblaðið átt við Framsóknar- stjórn, þá er það sönnun þess, að fhaldsmenn hafa enga trú á þvf, að þjóðin feli þeim stjórn rikisins, og er þá allt hjal þeirra um, að þeir taki nú bráðlega við völdunum, ekkert annað en mikilmennskuórar þeirra vesælu manna, sem vita sig gersigraða, og að þeir eigi sér enga uppreisnarvon framar. Hvor skilningurinn, sem f þetta er lagður, er hann jafnhraklegur fyrir íhaldið. Játning Morgunblaðsins. Mbl. játar það 13. þ. m., að ef tillögur þeirra jóns Porl. og Péturs Magn. i stjórnarskrármálinu næðu fram að ganga, yrði afleiðingin sú, til þess að fá rétt hlutföll milli flokka, >að i einhverju kjördæmi hlyti kosningu þingmaður af öðrum flokki en þeim, er flest hefði feng- ið atkvæðic. Blaðið játar það og, að sú tilhögun væri >óheppileg sem almenn regla<, en þar sem þetta verði fremur undantekning en aðalregla, þá stafi ekki af því nein >þjóðarhætta<. Pessi játning Mbl. er dágóð sönn- un fyrir þvf, hvílíkt afskræmi till. íhaldsmanna eru f stjórnarskrármál- inu. Eða hvernig mundu kjósend- ur þess þingmannsefnis, er flest fengi atkvæði, una því að sagt væri við þá: Ykkar frambjóðandi verður nú að sitja heima, þó að atkvæða- magn hans væri mikið, en hinn frambjóðandinn, sem færri atkvæði fékk, og þið viljið ekki að fari á þing, hann skal nú samt verða þing- maður ykkar kjördæmis, þvi að Jón Porláksson hefir fyrirskipað það f sfnum háfleygu kosninga- reglum. Pað er svona lagað kosninga- fyrirkomulag, sem forvígismenn Ihaldsflokksins hafa narrað ijölda af kjósendum til að biðja um með undirskriftum. En vissu þeir allir, hvað þeir vóru að biðja um, þegar þeir voru að skrifa nöfn sin undir bænarskjaiið? Leiddi þar kannske blindur blindan? Bótin er, segir Mbl., að þetta hneyksli verður ekki algild reglal Eitt ofaníátið enn. Mbl. birtir 15. þ. m. leiðréttingu frá Aðaisteini Kristinssyni, framkv.- stjóra S. í. S., þar sem“ rekin eru ofan f blaðið atvinnnurógsskrif þess um Sambandið; er þetta gert með tveimur vottorðum, öóru frá bygg- ingarmeistara þeim, er tók að sér að reisa vörugeymsluhús S. I. S., hinu frá formanni Byggingarfélags verkamanna f Reykjavfk. Mbl. gerir enga tilraun til að af- saka sig, eða réttlæta gagnvart vott- orðum þessum, og rennir þannig þegjandi niður ósannindum sínum um Samband isl. samvinnufélaga. ASTMA Lungnasjúkdömar, lungnakvef, nasa-.háls- og slimhimnubólga, í hálsi, svefnleysi, taugasién. DR. HOSSENGAMPS »MEDICAIUS«. Leiðarvísir og meðpæli eru send ókeypis og burðargjaldsfrítt. — VERÐ kr. 25.00. — ALEXDNDER D. JÚNSSON, Reykjavík. Gagnfræðaskóla Akureyrar verður sagt upp iaugardaginn, 30. apríl, ld. 8 síðdegis. Skölastjöri. Matjurtagarðarnirí Búðargili verða leigðir út í smáspildum í sumar til matjurtaræktar. Umsóknum sé skilað á skrifstofu mína fyrir 6. mal n. k. Bæjarstjórinn á Akureyri, 25. apríl 1932. Jón Sveinsson. Ferjubóndinn. Á bakka, nærri striðum straum, er stöðvast rétt um sinn, sem viðsjáll hylur, við þinn bæ, eg veit þig, karlinn minn. Par bjóst þú lengi, býr þar enn tií bjargar snót og hal, sem þurfa far um fljótið strangt á ferð um Vesturdal. Svo dagar ei, né dregur að nótt að dökkblá augu þfn ei skygnist yfir fljótsins flaum að ferðamanna sýn. Pú sefur, eins og sðngfugl, létt hver sveifla, er hljóðið ber að þinni hlust á nóttu nær — ef nafn þitt kallað er. Á fæturl Pótt ei gangi greitt við gigtarsting að fást. Á fæturl Pótt að svefnlaus sért. — Pað sjaldan gestum brást þar eftir fyrsta ferjukall með fögnuði að sjá þinn opinn bæ, þinn greiða gang að grænni hrikalá. I náttkyrð gellur grjótið við, er greitt þú ýtir fram úr grunnri vlk við gretta klöpp þeim gamla ferjupramm. Hvert áratak er eins og Ijóð, sem utan að þú manst; þér skilar drjúgt - þótt skylli flóð tii skjálfta ei þú fannst. í lending fyrst þú lítur við; — sem Ijósið kviknar von, þá fóikið þreytt f ferju sér einn fjalldals konungsson, með fagurt enni, fagra brún og fannhvítt skegg á brjóst. Að engu er hætt und árum hans er öllum þegar ijóst. * * * I litinn bæ þú leiddir inn með likn um hálfa öld, jafnt einkavin sem óvin þinn. Hver eru nú þín gjöld? Pau mestu og beztu er maður fær: að mega fagna þvf er æfi lýkur, allt er kvitt og ekkert skuldablý. Hulda. Messað 4 Möðruvöllum í Hörgárdal sunnudaginn 1. mat og á Hvítasunnudag (ferming og altarisganga); í Glassibæ I Uppstigningardag, Stór dós .... Kr. i.xo MiÓlungs stær'S Kr. 0.60 Lítill pakki . . Kr. 0.25 Málning getur altaf litiö út sem ný ef bvegið er úr Vim. Dreyfið Vim á deyga ríu og þar sem henni er svo stroKiO um verðnr allt bjart og glansandi, sem nvmilað væri. og önnur óhreimndi hverfa úr hrókum og kymum. J afnframt bví sem Vim heldur máluðum hlutum ávalt sem nýjum, fegrar j?að flötinn og f ægir allar rispur, J>ar sem óhreinindi gætu annars leynst í. Notið Vim og látiö allt sem málað er. altaf líta út sem nýmálað vten. HREINSAR OG FÁCAR LEVER BROTHERS LlMlTED, PORT 9UNLIGHT, ENGLAND M-V 1 36*50 !C E.s. „Brúarfoss" kemur hingað fyrstu daga maf-mánaðar f stað aprílferðar e.s. „Goðafoss“ sem feliur niður. — Skipið fer héðan beint til Reykjavíkur vestur um iand. Akureyri 26. aprfl 1932. Afgreiðsla H. f. Eimskipafélags Islands. Skr á yfir niðurjöfnun aukaútsvara f Akureyrarkaupstað, fyrir árið 1932, liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu bæjargjaldkerans, dagana 1. til 14. mai n. k., að báðum dögum meðtöldum* Kærum yfir niðurjöfnuninni sé skilað til formanns niðurjöfnunarnefnd- ar innan Ioka framlagningarfrestsins. Bæjarstjörinn á Akureyri, 25. aprll 1932. Jón Sveinsson. Heinrich Erkes apríi s.i. pessa mæta manns vérður bókavörður ( Kölu andaðist 1. nánar getið i næsta blaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.