Dagur - 04.05.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 04.05.1932, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr.. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 4, maí 1932, Vegna hins afarmikla verðfalls á afurðum hafa skuldir félags- manna hækkað mjög á árinu og voru þær um síðustu áramót rösk ein miljón króna, þegar skuldir útibúsins á Dalvík eru meðtaldar. En innieign félagsmanna í reikn- ingum, Stofnsjóði og Innlánsdeild vbru á sama tíma 1352 þús. kr. eða að miklum mun hærri en skuldirnar. Þrátt fyrir hina miklu aukningu á útistandandi skuldum, hefir hagur félagsins út á viö batnað á árinu, þar sem skuldir þess hafa minnkað um 54 þús. kr. Sýnir ekkert betur, hve félagið er fjárhagslega sterkt, en þetta, að á sama tíma sem skuldir félags- manna við félagið aukast að stór- um mun, þá grynnir það á sínum eigin skuldum. Þetta kann ein- hverjum að þykja torskilið, en skýringin liggur í því, að vöru- þirgðir félagsins voru miklu minni við síðustu áramót en í árs- lok 1930 og minni peningar í sjóði, svo og í hinni miklu aukn- ingu sjóða á árinu, sem nemur um }/4 úr miljón kr. í þessu sambandi er vert að geta þess, að eftir verðhrunið mikla 1920 skulduðu félagsmenn við félagið um 700 þús. kr., þegar útbúið á Dalvík er talið með. Eft- ir verðfall síðustu tíma eru skuld- irnar um 300 þús. kr. hærri. En siðan 1922 hefir tala félagsmanna tvöfaldast. Tvöfalt fleiri menn standa nú undir nálega þriðjungi hærri skuldum. í fyrra skiftið voru innstæður manna í Stofn- sjóði 40% af skuldaupphæðinni, nú 60%. Fyrri skuldirnar voru nálega eingöngu eyðsluskuldir, ekkert varanlegt verðmæti kom á móti þeim. Að baki nýju skuldun- um er mikið af ræktuðu landi og varanlegum byggingum. Þó að skuldir þær, sem hér um ræðir, séu mikið og óviðráðanlegt böl, þá má ekki líta þær dekkri augum en vera ber. Þrátt fyrir það, sem hér er fram talið um skuldirnar, var fundurinn einhuga um að gera þyrfti sem öruggastar ráðstafanir þeirra vegna, til þess að félagið biði sem minnstan hnekki af þeim. Árið 1922 gerði aðalfundur félagsins sérstakar ráðstafanir um innheimtu þeirra skulda, er þá höfðu myndast. Voru þær teknar út úr hinni árlegu reikn- ingsveltu einstaklinganna og fé- lagsstjórninni falið að sjá um innheimtu þeirra á þann hátt, er hún teldi hagfeldastan. Sömu leið fór aðalfundurinn nú. Árið 1922 ákvað aðalfundur félagsins að leggja varasjóð þann, er þá var til, til hliðar og nefna hann Tryggingarsjóð. Skyldi hann mæta þeim áföllum, er félagið kynni að verða fyrir af tapi þeirra skulda, sem þá voru mynd- aðar. Innheimta þessara »gömlu skulda« hefir nú farið á þann veg, að eftir stóðu um síðustu áramót um 19 þús. kr. af hinni upphaf- legu 700 þús. kr. skuldaupphæð, og hafði upphæðin minnkað um 5 þús. kr. á síðasta ári. En Trygg- ingarsjóðurinn hafði á þessu 10 ára skeiði hækkað að verulegum mun. Aðalfundurinn í ár samþykkti, að Tryggingarsjóðurinn skyldi ekki aðeins vera til tryggingar gömlu skuldunum, heldur skyldi hann einnig mæta því tapi, er verða kynni af nýju skuldunum. Jafnframt samþykkti fundurinn, að allt að 50% af gjaldi af við- skiftaveltu, sem ber að færa til Varasjóðs eða í aðra óskiftilega Árið 1931. sjóði, skyldi færa í Tryggingar- sjóð, þangað til öðruvísi yrði á- kveðið. Á þenna hátt var sjóðnum séð fyrir auknum tekjum árlega. Tillaga stjórnarinnar um að út- hluta skyldi til félagsmanna 10% af ágóðaskyldri vöruúttekt þeirra yfir árið var samþykkt. Jafn- framt samþykkt að yfirfæra eftir- stöðvarnar til næsta árs. Alls hafði félagið selt vörur inn- anlands árið 1931 fyrir 3882 þús. kr. Var það um 400 þús. kr. minna en næsta ár á undan. í sölu þessari er ekki meðtalin innan- landssala sláturfjárafurða frá sláturhúsi félagsins, né sala frystisíldar frá frystihúsinu. Innlendar vörur teknar til sölu- meðferðar tvö sl. ár voru sem hér segir: Árið 1930. Kaupfélag Eyfirðinga. Aðalfundur félagsins var hald- inn í Samkomuhúsinu á Akur- eyri dagana 29. og 30. apríl síð- astl. Fundarstjóri var kosinn Björn Jóhannsson bóndi á Lauga- landi, en varafundarstjóra til- nefndi hann Hólmgeir Þorsteins- son bónda á Hrafnagili. Ritarar fundarins voru þeir Ármann Sig- urðsson bóndi á Urðum og Pálmi Þórðarson bóndi á Núpufelli. Á fundinum voru mættir 99 fulltrú- ar, stjórn félagsins, framkvæmda- stjóri og endurskoðendur og auk þess margir aðrir félags- menn. Framkvæmdastjóri lagði fram endurskoðaða reikninga félagsins fyrir síðasta ár og gerði jafn- framt ítarlega grein fyrir rekstri þess á árinu og hag þess við síð- ustu áramót. Innstæður í eftirtöldum sjóðum félagsins voru sem hér segir, taldar í heilum þúsundum: f árslok 1930 1931 Vöxtur á árinu Stofnsjóður 703 þús. kr. 820 þús. kr. 117 þús. kr. Innlánsdeild 400 — — 402 — — 2 — — Varasjóður 237 — — 301 — — 64 — — Tryggingars j óður 50 — — 62 — — 12 — — Fyrningarsjóður 116 — — 140 — — 24 — — Byggingarsjóður 118 — — 125 — — 7 — — Sambandsstof nsj. 126 — — 133 — — 7 — — Skuldtryggingarsj. 8 — — 10 — — 2 — — 1758 þús. kr. 1993 þús. kr. 235 þús. kr. Kg. Krónur. Kg. Krónur. Fiskur 681,272 964,647 Kjöt 325401 164,612 380037 343,502 Gærur 78837 31,534 95916 62,345 Ull 16621 18,461 27680 34,419 Prjónles 13,252 4,245 Mjólk 1491401 284,439 1312681 297,480 Dúnn 1,060 1,422 Innlendar afurðir, að frádregn- »Fundurinn felur stjórn um vörum, sem kjötbúðin hefir keypt, hafa verið teknar til sölu- meðferðar fyrir alls: Árið 1931 kr. 1,194,633. Árið 1930 kr. 1,708,060 kr. Mismunurinn er rúmlega hálf miljón. Fasteignir félagsins á Akur- eyri eru bókfærðar rúmlega 1 miljón kr., en fasteignir á Dalvík, Grenivik, ólafsfirði, Litla-Ár- skógssandi og Hrísey eru bók- færðar fyrir rúm 120 þús. kr. Meðal þeirra ályktana, er fund- ins að gangast fyrir undirbúningi stofnunar fiskiræktarfélaga í Eyj afj arðarsýslu«. Þá ákvað fundurinn eftir til- lögu frá framkvæmdastjóra, að meðan brauðgerð félagsins er rek- in í núverandi leiguhúsi, skuli arði þeim, sem verða kann af sölu brauðgerðarvara til félagsmanna, að helmingi úthlutað til þeirra í hlutfalli við kaup hvers og eins, en helmingurinn leggist í brauð- gerðarhússbyggingarsj óð. í þetta sinn gekk úr stjórn fé- urinn samþykkti um framtíðar- .lagsins (Bernharð Stefánsson, og starfsemi félagsins, voru þær, er hér fara á eftir: »Fundurinn telur þörf á að skipulögð sé sala á garðávöxtum félagsmanna og að eitt aðalskil- yrði þess sé að komið sé upp full- komnu húsi til geymslu garðá- vaxta. Jafnframt ályktar fundur- inn að skipa þriggja manna nefnd til að rannsaka málið í samráði við stjórn félagsins og felur henni framkvæmdir, ef tiltækilegt þyk- ir«. í nefndina voru kosnir Aðal- steinn Halldórsson, Kristján Sig- urðsson kennari og Pálmi Þórðar- son. Ennfremur var samþykkt: var hann endurkosinn. Þá var Eiður Guðmundsson endurkosinn í varastjórn. Ennfremur var Stefán á Varðgjá endurkosinn 1. endurskoðandi og 2. varaendur- skoðandi, Þórarinn Eldjárn, einn- ig endurkosinn. Kosnir voru 7 fulltrúar til að mæta á næsta aðalfundi Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga. Þessir hlutu kosningu: Vilhjálmur Þór, framkv.stjóri. Sigtryggur Þorsteinsson, Ak. Snorri Sigfússon, skólastjóri. Hólmg. Þorsteinsson, Hrafnag. Valdimar Pálsson, Möðruv. Baldvin Jóhannsson, Dalvík. Karl Amgrímsson, Veisu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.