Dagur - 04.05.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 04.05.1932, Blaðsíða 2
70 / DAGUR 18. tbl. BfHfiwiffiwfiifyiffii i eimkol a W M1 W kosta aðeitis kr. 38.00 smálestin. Hi w *m 5« Kaupfélag Eyfirðinga. W NB wiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia Og til vara: Davíð Jónsson, Kroppi. Jón Melstað, Hallgilsstöðum. Árni Jóhannsson, Akureyri. Bergsteinn Kolbeinsson, Leifsst. ....-O" - ■■ Peir sem hafa hlustað á útvarpið munu hafa heyrt læknana próf. Ouðm. Hannesson, dr. Ounnlaug Claessen og dósent Niels Dungal flytja hvert erindið öðru fróðlegra um hin afar þýðingarmiklu fjörefni eða vitaminefni fæðunnar. Til við- bótar þeirri fræðslu er menn þar hafa fengið, meðal annars um hlut- deild mataræðisins í upptökum tann- átu og beinkramar skai eg skýra frá merkilegum nýjungum um þessi efni. Las eg þetta f ensku iækna- tímariti sem eg fékk með siðustu skipum (Brit. med. Journal 1Q. marz 1932). Frú Mellanby (kona læknis sem er nafnkenndur fyrir vitaminrann- sóknir) hefir siðustu 10 ár athugað áhrif mataræðis á tennur og þroska þeirra f dýrum og mönnum. Tilraunir er hún gerði á hvolp- um leiddu í Ijós að tennur þeirra þroskuðust illa og óreglulega ef fjörefni það sem kallast vitamin 0. vantaði i fæðuna. Ennfremur olli það einnig vanþroska tannanna og tilhneigingu til ígerða í gómnum. Frú Mellanby og læknirinn Lee Pattison reyndu nú með svipuðum tilraunum á börnum að koma í veg fyrir tannskemmdir með þvi að sjá þeim fyrir nógum A. og D. vitamin- efnum daglega og það gátu þau hæglega með þvi að gefa börnun- um ákveðinn skamt af þorskalýsi, þvi i þvi eru bæði þessi vitamin- efni. Varð reyndin brátt sú að lýs- ið hafði greinileg áhrif til að tefja fyrir og stöðva tannátu barnanna ekki siður en hvolpanna. Jafnframt þessu tóku þau eftir þvi að tannátan ágjörðist á ný ef hafra- mjöli var aukið við venjulegt fæði. Aðrir læknar höfðu áður veitt þvi eptirtekt, að tannáta á börnum stöðvaðist ef þau fengu sykurveikra- fæði, sem er aðallega kjöt, fiskur, feitmeti og egg en svo að segja brauðlaust og sykurlaust. Petta kom frú Mellanby og Patti- lon til að reyna á börnunum fæði, sem var sneytt kornméti en i stað- inn gáfu þau þeim nóg af kartöfl- um, margskonar grænmeti, nóga mjólk og nokkuð af sykri, en eink- um rfflegan skamt af ávöxtum. Með þessu fæði fengu þau í ofanálag skeið af góðu þorskalýsi daglega. Börnin sem þetta fæði fengu voru alls 22 og öll á aldrinum 5 — 6 ára, og bjuggu þau við þennan kost eingöngu í 6 mánuði. Við iðulega, vandlega rannsókn kom í Ijós að allar tannskemmdir, sem voru fyrir hættu algjörlega, engar nýjar skemmdir komu fram og ðll tannpína hætti. Athuguð voru einnig börn á svipuðu reki jafnlangan tima. Pau fengu hinsvegar fæði eins og geng- ur og gjörist á Englandi en með nokkuð stærri skamti af haframjðls- réttum. Hjá þeim fundust að jafn- aði 5 tennur skemmdar i hverju barni og þær skemmdir héldu áfram. Úr annari átt og nokkuð óvænt, bárust nýlega fréttir af athugunum, sem komu algjðrlega heim við of- annefndar skýringar á orsök tann- pinunnar og tannveiki mannanna. Langt úti i Atlantshafi, suður af St. Helena eða vestur af Kap-ný- lendunni er ey ein lítil, sem heitir Tristan da Cunha. Parna er brim- ótt mjðg og koma þangað sjaldan skip, eða varla oftar en einu sinni á ári. Eyjarskeggjar eru um 160 og allir afkomendur brezkra og hollenzkra sjómanna. — Peir hafa aldrei notað tannbursta, en tennur þeirra mega heita algjörlega ó- skemmdar. Skipslæknir á ensku her- skipi og tannlæknir frá Kap ný- lendunni fóru þangað og athuguðu vandlega alla ibúana og aðgættu sérstaklega hverja tönn í skoltum þeirra. Peir sannfærðust um, að hvergi i veröldu mundi finnast hóp- ur hvítra manna i nokkru byggðar- lagi, jafn tannheill. Auk þess var ekki í neinu barni þar að finna nein beinkramareinkenni. ÖII helztu sérkenni í lífi Tristans- búa er nú það, að þeir eru af náttúruskilyrðum neyddir til að lifa kornmetislausir. Arið 1885 komst rottan þar á land og hafa þær síð- an algjörlega meinað íbúunum alla kornyrkju. Eyjarskeggjar lifa sfðan nær eingðngu á jarðeplum, fiski, mjólk og eggjum. Peir líða engan skort og þrífast vel á þessu fæði og vissulega hafa þeir komist hjá tannskemmdura. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum nær og fjær, að maður- inn minn, Jón Sigurðsson smiður, lézt á sjúkrahúsinu á Akureyri, 25; april s.l. — Jarðarförin er ákveðin mánudaginn 9. þ. m., og hefst kl. 1 e. h., með húskveðju á heimili okkar, Hafnarstræti 106. Akureyri 3. maí 1932. Guðný Jóhannsdóttir. ÞVOIÐ SILKINÆRFÖTIN úrLUX Sje LUX ávalt hand- bært, hefur maður endalausan for'Sa af nýjum nærfötum. J'ví ein dýfa 1 hi'S hreina LUX-lö'Sur endur- nýjar og hreinsar silkiflíkumar sem j?jer klæddust í dag og á morgun getiÖ J>jer aftur fari'S í pær sem spánýjar væm. LUX heldur flíkunum enn lengur nýjum Litlir pakkar 0.30 Stórir pakkar 0.60 M-LX 372-047A IC LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SONLIGHT, ENGLAND Hér er þvi að ræða um náttúr- lega mataræðistilhögun býsna við- tæka, en á takmörkuðu og einangr- uðu svæði, og kemur reynslan þar merkilega vel heim við árangur til- raunanna, sem að ofan er getið um. Pessi tiðindi koma okkur íslend- ingum til að lita á okkar eigin tann- pinusðgu. Hún er i rauninni ekki mikið eldri en það sem nær minni okkar elztu manna. Og þegar eg lit í skýrslur eins af fyrirrennurum mínum f læknisembætti Akureyrar- héraðs þ. e. Jóns Finsens, sem var hér læknir á tímabilinu 1856 — 1867, þá sá hann ólíkt minna af tannveiki en nú tiðkast. — Hérað hans náði þá yfir bæði Eyjafjarðar- og Ping- eyjarsýslur og þar að aukivarhann settur i Múlasýslum (1860 — 1866). Hann skráði alla sjúklinga sem leituðu hans og segir hann að alls hafi leitað sin 152 sjúklingar með tannveiki, meðan hann var hér og þætti það ekki mikjð nú á tfmum. Honum þótti þetta þó vera furðu mikið, þvi i ungdómi hans og eldri manna þekktist veikin varla. Hann kennir kaffinu um og að menn bryðji kandfs með heitu kaffinu. En hann getur þess ekki, sem lík- lega var þýðingarmeira, en það var að kornraetisneyzla v«r óðum að færast i vöxt, frá þvf sem áður hafði verið. Öldum saman höfðu landsbúar i raun réttri lifað við mjög svipaða fæðu og íbúarnir á Tristan da Cunha, nema þeir átu lítið eða ekkert af kartöflum. Og öllum læknum kemur nú saman um að harðfiskurinn hafi verið allri fæðu hollari til styrktar og stæling- ar tönnum auk þess sem hann var helzti undirstöðumaturinn og ein- hver hollasti sem völ var á. — Af því sem nú er ritað, skal eng- inn halda að nauðsynlegt sé að hafna ðllum kornmat vegna tann- anna og hætta t. d. alveg að eta hafragraut, sem er orðinn þjóðrétt- ur. Pað gildir annað um börn senl eru að vaxa og taka tennur, en fullorðna, sem eru vel tenntir. En til þess að allir geti orðið það, er nauðsynlegt að hafa hemil á brauð- áti barna, sérstaklega þó sætabrauðs- áti. Hinsvegar er vist, að hollast væri okkur, að auka að mun jarð- eplarækt t landi voru, svo að allir nytu þeirra hlunninda á degihverj- um. Ennfremur eigum vér sem allra fyrst að stefna að þvf að nota vorn mikla jarðhita til að rækta við ÖIl þau aldini og allar þær tegundir grænmetis, sem við nú kaupura dýrura dómum frá útiöndura. -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.