Dagur - 04.05.1932, Síða 4

Dagur - 04.05.1932, Síða 4
72 DAGT7R 18. tbl. Guðrún SigurðardóUir frd Skeiði. Hún dó fyrir röskum þremur ár- um síðan. Pað mun ef tii vill þykja að eigi sé alisnemma til verks geng- ið, að fara nú fyrst að minnast hennar. En eg hafði iengi hugsað að hennar yrði að nokkru minnst af málvinum hennar eða góðkunn- ingjum. Nú þykir mér sýnt, að svo muni eigi verða. Ouðrún sál. Sigurðardóttir var alin upp hjá foreldrum sinum i Kollugerði i Glæsibæjarhreppi. Voru þau hjón fátæk. En bæði voru þau vel viti borin og af góðu fólki kom- in. Enda vönd að ráði sínu og vel metin. Bróðir Ouðrúnar var Sigtrygg- ur lyfsalaþjónn í Reykjavik. Og er nafnkenndastur sona hans Sigurður skólakennari i Danmðrku, velþekktur lærdómsmaður. Annar bróðir Quð- rúnar var Kristján, fyr bóndi á Skeiði i Svarfaðardal. Börn Kristjáns eru þau Sigurður kaupmaður á Siglufirði, frú Ouðriður kona Jónasar, er oft er við Flatey kenndur, og Stefán, sem eg hygg að sé ókvæntur á Siglufirði. Fyrst þegar eg man eftir Ouð- rúnu, var hún komin að Skeiði. Dvaldi hún þá með Kristjáni bróð- ur sínum þar. Var hún þá orðin ekkja og fylgdi henni þá Sigtryggur sonur hennar allungur. Var eg þá enn i æsku og um fátt athugull. Hvarf Guðrún þá aftur burt héðan og dvaldi allmðrg ár utan þessarar sveitan Kom svo aftur og dvaldi hér á ýmsum stöðum i sveitinni það sem eftir var æfinnar. Á þessum siðasta kafla æfi hennar kynntist eg Ouðrúnu mest. Átti hún heima um skeið á næstu bæj- um við heimili mitt. Um það leyti hitti eg hana oft að raáli. Var hún þá gömul orðin, lotin og gigtveik, en ung í anda, viðsýn, fróð og stálminnug. Oerði eg mér þá svo titt um að finna Guðrúnu, að eg sleppti ekki tækifæri til þess að ná fundi hennar. Þótti mér hún girni- iegur sáiufélagi og miklu frekar en margar þær konur, er yngri voru og blómlegri á brá. Var það þá margan daginn að eg sat viðfætur hennar, þar sem hún sat ogprjón- aði eða spann, og hlýddi á viturleg orð hennar, frásagnir og skýringar á mörgu þvi, er mér þótti miklu skifta að skilja að nokkru. Ouðrún veitti. Eg þáði. Dagarnir liðu þá oft fljótar en mig varði. Og stund- um varð eg síðbúinn heim að kveldi. Quðrún var óvenjulega víðlesin, vitur og djúphugul. Hún var vel fær i dönsku og hafði allmikið ies- ið á þvi máli. Pá hafði hún ágætt vit á skáldskap og kunni um að dæma hvernig þar var að orði kom- ist og um búið. Pótti henni á því sviði ekki mikið til alls koma. Ouð- rún hafði aldrei notið neinnar menntunar i æsku, heldur en svo margir aðrir, er ólust upp á henn- ar tíð. Samt þori eg hiklaust að fullyrða, að hún var i flestu betur mennt en margar þær konur, er nú alast upp og skóla sækja. Hóf- semi hennar á flestum sviðum mannlegra tilfinninga benti til þess. pqrmqrlf unð'rr'faðs er: stýft ndíuidn hæsra> fíðður framan 1 vinstra. Illugi Jónsson, Reykjahlíð. Mývatnssveit. S. Þing. frá 14. mai n. k. fyrir litla fjölskyldu, 2 herbergi, eldhús og geymslu. Uppl. gefur Tryggvi jónsson Kjötbúðinni. Hún var ekki steingjörfingur Urðar, ekki eitur Verðandi eða vospá Skuldar. Eg hefi mikið að þakka þér Guð- rún. Pú tókst ætíð þátt i kjörum mínum. Pað var eins og þú skildir allt og alla. Pegar eg náði fundi þinum, þreyttur og kviðvænn, þá bjóstu mér hægindi við arineld kær- leikans og samúðarinnar. Og þó að stundum væri þá við þungt að etja, þá tókst þér oft að lyfta anda mfnum tii flugs um lendur friðar- ins og spekinnar; hvattir mig til starfs og sjálfbjargar og treystir samband mitt við almáttugan guð með rökum og ráðum. Fyrir allar þær ómetanlegu vel- gjörðir sértu æfinlega sæl og bless- uð. Varpa eg nú þeim kveðjuorðum að moldum þinum og minningu, Má og vera að hljóðnæmt eyra þitt nemi þau orð min á sumarlandinu sólarmegin. Rúnóllr í Dal. <b Vinnuhraðu Pað er nú mikil tizka að setja nýtt »met« f ýmsum greinum, t,d. hraða, úthaldi o. fl, Eitt slíkt >met< var sett við ullarverksmiðju eina i Braddford á Englandi s.l. sumar og var innifalið í því, á hvað stuttum tfma hægt væri að búa til alfatnað úr ull, frá því að byrjað var á að klippa ullina af fénu óg þangað til fötin voru altilbúin að fara í þau. Pvi er þannig lýst i ensku tímariti: 12 menn tóku sina kindina hver, gráa að lit, og lögðu þær á rún- ingarborðið, og við gefið merki byrjuðu þeir að klippa féð og jafn- framt voru aðrir, sem völdu það bezta úr ullinni. Svo var ullin þvegin og helmingurinn litaður i uppistöðu, ívafið var ólitað; sfðan gekk ullin 1 gegnum allar þær vélar, sem með þurfti, og svo farið með fataefnið á bil á saumastofu og saumað þar eftir máli, á velþekktan enskan stjórnmáiamann. Að sjálfsögðu unnu að þessu eins margar æfðar hendur og hægt var að koma að, enda tók þetta alltsaman ekki lengri tima en 2 kl.tíma og 10 minútur. Er þetta heimsmet og þótti hið frægasta verk á þvi sviði. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. Um bökunardropa Svofelld auglýsing hefir æðioft birzt á prenti upp á síðkastið: »LILLU-B0KUNARDROPAR Mynd i þessum umbúðum eru þeir beztu. Ábyrgð tekin á þvi, að þeir eru ekki útþyntir með spíritus, sem rýrir gæði allra bðkunardropa. af Pvi meiri spíritus, sem bökunardroparnir innihalda, því lélegri eru þeir.’ Notið pví aðeins Lillu-dropana glasi. frá H. F. EFNAQERÐ REYKJAVlKUR, kemisk verksmiðja<. Út af auglýsingu þessari höfum vér snúið oss til Efnarannsóknar- stofu rfkisins, og beðið hana að framkvæma rannsókn á bökunardrop- um þeim, sem vér framleiðum og bökunardropum h/f Efnagerð Reykja- vikur, kémisk verksmiðja. Leyfum vér oss að birta eftirfarandi bréf Efnarannsóknarstofunnar um þetta mál. EFNARANNSÓKNASTOFA RÍKISINS. Áfengisverzlun rikisins, Reykjavfk. Reykjavfk, 1. febrúar 1932. Samkvæmt beiðni yðar hafa verið rannsakaðir bökunardropar frá Efnagerð Reykjavikur og Áfengisverzlun rfkisins. Voru hvorutveggju droparnir keyptir af oss sjálfum hjá herra kaupmanni Ingvari Pálssyni, Hverfisgötu 49. Niðurstaðan af rannsóknunum var þessi: Vaniljudropar frá Efnagerðinni: Vanillin0.7 gr. í 100 cm3 — — Afengisverzl.: Vanillin 1.8 gr. i 100 cm3 Möndludropar frá Efnagerðinni: Benzaldehyd 3.3 gr. f 100 cm3 — — Áfengisverzl.: Benzaldehyd 4.8 gr. i 100 cm3 Citrondropar frá Efnagerðinni: Citral 0.86 gr. i 100 cm3 — — Áfengisverzl.: Citral 1.2 gr. í 100 cm3 Oss er ekki kunnugt um, að notagildi bökunardropa ákvarðist af öðr- um efnum en þeim, sem hér eru tilgreind og eiga þvi ofangreindar töl- ur að sýna hlutfailið á milli styrkleika dropanna. Pað mun tæplega hafa nokkur áhrif á gæði dropanna, hverju þessi efni eru leyst i eða blönduð, svo framarlega sem ekki eru notuð efni, er skaðleg geti talizt eða valda óbragði. Samkvæmt ósk yðar skal þvi ennfremur lýst yfir sem skoðun Rann- sóknarstofunnar, að spiritus sé sizt lakari til uppleysingar á efnum þeim, sem notuð eru i bökunardropa, heldur en ðnnur efni svo sem olíur, glycerin eða jafnvel vatn. Efnarannsóknarstofa ríkisins. Traustl ólafsson. Hér fer á eftir sýnishorn af einkennismiðum á bökunardropum Á. V. R. ITR0ftí)R0P/\P ÍFENGI5VKZLUN SIKISIN5 Afengisverzlun Rikisins. Bökunardropar frá Afengisverzlun ríkisins fást i Kaupfélagi Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.