Dagur - 07.07.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 07.07.1932, Blaðsíða 2
106 DAGUR 27. tbl. | 3* Bflillffflflillfffffiflf Hreinlætistæki. Baðker fl. tegundir. Verð frá 50 kr. stk. Vatnssalerni, Handlaugar, Eldhúsvaskar, Gólf- svelgir, Vatnsrör, Skólprör, Kranar, Steypibaðsá- höld, Vatnslásar og allar tegundir tengistykkja. Leitið verðtilboða hjá okkur, áður en þið festið kaup annarstaðar. Kaupfélag Eyftrðinga. Byggingavörudeiid. ■HMMMMHMHiMIMHB Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að Sigurður Sig- urðsson frá Öxnhóli andaðist 3. þ. m. — Jarðarförln er ákveð- in fimmtudaginn 14. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hins Iátna kl. 10 f. h. 5. júlí 1932. Aðstandendurnir. Hérmeð tilkynnist, að mín ástkæra eiginkona Nanna Margrét Júlíusdóttir, sem andaðist á Kristneshæli þ. 28. s. I. verður jarð- sett á Möðruvöllum í Hörgárdal Iþriðjudaginn þ. 12. n. k. kl. 1 e. hád. Akureyri, 7< júlí 1932. Júlíus Jónsson. t Arngrimur Árnason. Nú rétti eg þér hönd yfir hafið djúpa og dökkva, og dánarkveðju sendi frá strönd um hljóðan mar, þar sem vonirnar og draumar þinnar Ksku eiga að sökkva, - okkar beztu vonir eru flestar geymdar þar. Eg minnist þín sem geisla inn um gluggann minn á vori, eða glitrandi blómknapps í vorsins daggarslóð. Pú boðaðir mér vorið með blóm I hverju spori, þitt bros var söngur hjartans, þín gleði — vorsins ljóð. % Þln minning, dáni vinur, er viiltum góð að eiga, sem vitar út við hafsbrún, sem gegnum myrkrið skina, — Eg var að leita rósum til að vefja þér f sveiga, það verða aðeins dánarblóm að leggja á kistu þína. Karl Isfeld. ,Hinn_mesti.‘ Orein hr. LÁskeis Snorrasonar, >Önnur athugasemd<, er ekki að þvf skapi auðug af röksemdum, sem hún er lðngi Aðal vígi hans gegn staðhæfingum minum, á auð- sjáaniega að vera úrklippuhaugurinn. En hvernig í dauðanum koma um- mæli frá árunum 1916 — 1917, þótt lofsamleg séu, því við, hvernig hr. Eggert Stefánsson söng hér á Akureyri 5. júni 1932? Ummæli frá 1929 sanna einu sinni heldur ekk- ert um það. Meira að segja: Pótt E. St. kæmi á morgun hingað, og það kraftaverk gerðizt, að bann syngi eins óg engill, þá væri lof hr. A. S. um söng hans 5. júni, ei að sfður jafn afkáralaga fjarstætt. Eða hvernig kemur það við tónremb- ingi E. St., að hr. &. S. heldur þvi fram, að eo rembist, er eg syng en ekki bann ? Pað er engin sönnun á máli hr. Á. S. Pað er aðeins utan- veltu hjal, sem ber vott um að hann hafi reiðit yfir sig. Pví ber fleira f f grein hans vitni. T. d. telur hann grein mína >Iúalega árás< á E; St. Petta er tvöföld vitleysa, í fyrsta lagi var greinin ádeila gegn fávit- legri lofsuðu um söng E. St.. sem eg hefði látið afskiftalausan, þótt illur væri, hefði hr. Ái S. eigi orðið til þess að vegsama ósköpin, í öðru lagi er grein mín eigi iúaleg. Par er hvert orð skrifað af fullri sann- færingu. Pá er og eigi drengilegt, að færa orð mín á verri veg, svo sem hr. Á. S. gerir, er hann segir: » — — — gefur hann i skyn að aðrar verri hvatir (en fáfræðin) muni einnig hafa ráðið hjá listdóm- urum blaðanna — - - vísa eg öllum slfkum dylgjum heim til föð- urhúsanna*. Orð mfn voru þessi: >Pó verða eigi allir þessir dómar (um bókm. og listir) ættfærðir til algjörðrar fáfræði, heldur lfka til kunningsskapar, eða þess sem enn verra er — misskilinnar góðgirni.< Fyrst er nú það, að fáfræðin verður tæpast talin ein af hvötum hr. Á. S., fremur en annara. Og góðgirni, þótt misskilin sé, er eigi ill hvöt. En hún er verri — hefir skaðlegri áhrif — en. fáfræði og kunningjalof, er hún veldur hugsanaskekkju, eða blindar þá sem betur ættu að vita. Pessi ummæli mín eru hrein og bein. í þeim felst hvorki aðdróttun né >dylgjur<. Mér þykirleitt, aðhr. Á. S. leggur sig niður við slíkan rithátt. Hann er ósæmiiegur og ó- viturlegur, þótt tíður sé hér á landi. En því gildari ástæða er tilþessað berja þann sel niður, í hvert skifti sem hann stingur upp höfðinu. Nálega öll vörn hr. Á. S. — að undanteknum úrklippunum — eru mótmæli gegn því að E. St. hafi sungið falskt. M. a. langt baðstofu- bjal um að allra beztu söngvarar geti sungið falskt, og um það, af hverj- um orsökum slfkt geti stafað. AUt gjörsamlega óþarft, að þvf leyti, að ailir hér vita þetta vel, er nokkuð þekkja til söngs. Jafn vel og hitt, að enginn góður, hvað þá afbragðs söngvari, getur nokkurntfma sungið jafn meiniega og þindarlaust falskt og E. St. gerði 5. júní. Hitt er annað mál, að hr. A. S. skynjaði aðeins ofurlitla >siekju< í einu eða tveimur lögum. En ekki er það mfn sök, ef eyru hans eða tónvissa voru f svo >dularfullu ástandi< það kvöld. En hve hörmulegt það ástand hefir verið, sést bezt á þvf, að hann heldur að eg bafi átt við »Máninn líður«, er eg sagði, að sum Iögin, er hann hefði hælt hvað mest, hefðu verið hvað falskast sungin. Eg átti alls ekki við það lag, heldur Caro mio ben, er var nærri því jafn iii- yrmislega falskt sungið og >Pur di- cesti<, þar sem þó jafnvel hr. A. S. tókst að finna >slekjuna<. — Mér þykir eigi laust við að sjálf- birgingsskapar og heimalningshátt- ar gæti f ummælum og ályktunum hr. Á. S. um Pétur Jónsson f þess- um meginkafla máls hans. Hann feitletrar það, að P. J. hafi jafnvel verið talinn með beztu söngvurum Pýzkalands, og segir svo m. a.: >Ef það, að telja einn söngmann medal beztu söngvara f einu af hinum fremstu Iöndum hljónilistar- innar, er eigi sama sem að telja hann með beztu söngvurum heims- ins, þá veit eg ekki hvað það er<. Eg hefi engar sannanir þess fengið, og hr. Á. S. eðlilega enn síður, að P. J. hafi, af þeim er bezt máttu vita, nokkurntíma verið talinn i flokki beztu söngmanna í Pýzkalandi. Eg er/ sæmil. sannfærð- ur um það, að hann mun hafa verið með betri >óperutenórum< þar um nokkurn tfma. En það er tölu- verður munur á betri og beztur. Og því fer mjög fjarri, að beztu óperu- söngvarar séu endilega beztu söngv- arar í hverju landi. Pá er það held- ur engin sönnun þess, að Pjóð- verjar hafi á öllum timum, eða nokkurn tíma, haft á að skipa beztu söngmönnum heimsins, að þeir hafa flesta tónskáldjötna framleitt. Enn fremur, og þess vegna, er Ifka sitt hvaö, að vera meðal beztu söng- manna Pýzkalands og beztu sonfl- manna heimsins. og það er víst, hvort sem hr. A. S. skilur það og trúir þvi, eða eigi, að það stendur ó- haggað, sera eg sagði, að vér ísl. eigum engan söngmann, er heilvita manni f þeim efnum hafi dottið i hug að skipa á bekk beztu söng- •manna heimsins, engan, er með tærnar bafi komizt, þar sem Mess- cbaert, Heinemann, Lindberg, Cha- liapine, Forsell, Battistini, og slíkir menn hafa hælana, og er þó langt um lengra til jafnað en pyrfti. Hr. Á. S. vill gera mig ómerkan sem söngdómara, með þvi að vitna í þau ummæli mfn, >að mjög fáir bæir — eða þórp - hvar i ver- öldinni sem leitað er, eiga jafn góðum karlakór á að skipa, sem Oeysi, hvað þá betri<, Og hann er á þvi, að Parfs, Milano, o, s. frv. hafi jalnvel enn betri karlakórum á að skipa. Eg er hjartanlega sammála. Okkur greinir víst aðeins á um hverja merkingu skuli leggja f orð- ið >bæir<, því >þorp< getur tæplega misskilist. Eg notaði þetta ágrein- ingsorð f merkingunni smábæir, en skal fúslega játa þá ávirðingu, að hafa eigi tekið þetta nægilega skýrt fram. En eg hygg að mjög fáir hafi í þessu sambandi skilið það á annan veg. Mér befir aldrei dottið f hug að telja Oeysi jafn snjallan þvi likum karlakórum sem >Orphei Drangar<, eða >Kennarakórinu<, o. m. fl. sem eru þó frá minni borg- um en hr. A. S. telur. Ekki einu sinni bezta kórið hér á Islandi, enda hygg eg að Oeysismönnum sjálfum sé það fullkunnugt. Um framburð, túlkun, látbragð og raddleikni hr. E. St. segir hr. Á. S. aðeins, að dómur minn sé >algerður sleggjudómur<. Um þessa staðhæfingu get eg það eitt sagt, að til hennar geta aðeins hugsast tvær orsakir: Annaðhvort alfljörð van- pekking á einföldustu atriðum söng- iþróttarinnar, ásamt álitlegum skerf aí smekkleysi, eða hrein og bein ó- svifni reiðs manns, sem á móti betri vitund ver hraklegan málstað, i þvf eina trausti, að fá varpað ryki í augu almennings hér, sem eðli- lega hefir lftil skilyrði haft til þess að geta verið söngfróður. En eg vil taka það fram tvímælalaust, að eg ætla orsökina vera hina fyrri, en ei hina síðari, því eg tel vist, að hr. Á. S. sé svo vandur að virðingu sinni, að hann vilji eigi vitandi vits fólskuverk vinna, og sé þvi fáfræð- inni efani til að dreifa; fáfræðin er afsakanleg, en fólskan ekki, Enda veit eg, að hefði hr. Á. S. vitað betur, þá myndi hann, áður en hann ritaði, hafa gert sér i hugar- lund, það sem nú er framkomið, að hann gerði sig að athlægi i augum þeirra er bezt vita, með gyllingu sinni á því endemi, er frara fór i Samkomuhúsinu 5. júnf. * * * Og þá kemur nú að úrklippun- um, er eg átti algjðrt að kafna i, Pá segir hr. Á, S.: >En hversu lé- legur söngvari Eggert er talinn er- lendis, má sjá á eftirfarandi blaða- ummælum um hann . . < Pá koma þau, og sfðan tekur hr. Á. S. aftur til máls: >Læt eg þetta nægja til að sýna, að það er ekki neitt sér- staklega hlægilegt, þó að sagt sé að E. St. hafi gert fslandi mikinn sóma«. Svo er nú það, Eg þarf ekki að

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.