Dagur - 07.07.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 07.07.1932, Blaðsíða 4
im DAGUR 21. tW, Vasklega gert. Pegar Lagarfoss var staddur á Norðfirði i siðustu ferð sinni hing- að, féll einn af þjónum skipsins fyrir borð á næturþeli; með hvaða atburðum það hefir skeð, veit eng- inn. í sömu svipan kom einn af hásetum skipsins, Jakob Porsteins- son, bóksala Jónssonar, hér i bæ, fram á bryggju þá, er skipið lá við, og heyrir þá hrópað af annari bryggju, að raaður sé i sjónum. Vindur jakob sér þegar upp á skipið og gérir einhverjum af yfir- mönnum viðvart um, hvað fyrir hafi komið. Siðan hleypur Jakob aftur eftir þilfari skipsins og sér þá á mann i sjónum náiægt 60 metr- um frá landi; kastar þá Jakob af • sér yfirkiæðum og steypir sér fyrir borð i sjóinn og syndir þar að, sem maðurinn er. Sá hann aðeins á treyjulaf hans upp úr, Tók sund- maðurinn þá að bjarga sundmann- inum nær meðvitundarlausum i Iand. í sömu andránni hrundu tveir menn í landi báti á flot, til þess að hjálpa til við bjðrgunina. En þá tókst svo slysalega til, að báturinn renndi á bjðrgunarmanninn og árarblað slóst f öxl honum, svo að hann hlaut nokkur meiðsl af. Lá þá bátnum við hvolfi, en jakob hjálpaði til að rétta hann við. Bátsmenn reru sið- an i land með manninn i eftirdragi, en Jakob synti til lands. Lifgunar- tilraunir voru gerðar við manninn er í sjóinn féll, og raknaði hann við eftir 15 minútur og hresstist fljótlega. Hefði hann efalaust drukkn- að þarna, ef snarræði og sundkunn- áttu Jakobs Porsteinssonar hefði ekki notið við. Jakob hafði verið nokkuð kvef- aður að undanförnu og versnaði honum svo við sjóvolkið, að hann varð að ganga af skipinu og er nú við rúmið hér heima hjá foreldrum sinum. Fyrir þessa björgunarþrekraun sina ætti Jakob það skilið að fá verðlaun úr þar til ætluðum sjóði eða einhversstaðar að, og það ekki sfður þegar þess er gætt, að hann hefir nú um sinn orðið að iáta af atvinnu sinni fyrir vasklega og drengilega framgöngu i að bjarga mannslífi. Jakob Porsteinsson er aðeins 20 ára gamall. Hann hefir lært sund i Laugaskóla, ----o---- Maður hverfur. Miðvikudaginn 29. f. m. gekk Ouðmundur Skarphéðinsson, skóla- stjóri á Siglufirði og formaður verkamannafélagsins þar, frá heimili sfnu um 10-leytið árdegis. Sást hann siðast f bænum að afliðandi hádegi sama dag, en sfðan hefir ekkert til hans spurzt. Hefir hans verið ieitað daga og nætur af hundruðum manna, bæði á sjó og landi, en engan árangur borið. Munu nú flestir vera úrkula vonar um, að Quðmundur sé á lifi. En hvernig dauða hans hefir að hönd- um borið, er enginn til frásagnar um' Skoðun bifreiða. Skoðun bifreiða skrásettra í Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar- kaupstað, fer fram dagana 12., 13., 14. og 15. júlí n. k. Hinn 12. mæti A 1 til A 40 13. — A 41 - A 80 14. — A 81 - A 125 15. — E 1 - E 40 Ber öllum bifreiðaeigendum eða umráðamönnum þeirra, að mæta með bifreiðar sínar þessa tilteknu daga á grasfleti norð- austan Glerárgötu á Oddeyri frá kl. 9 til 12 f. h. og 1 til 6 e. h; Við skoðunina ber bifreiðaeigendum ennfremur að færa sönnur á að bifreiðar þeirra séu í lögboðinni vátryggingu, og greiða bifreiðaskatt lögum samkvæmt, eða semja um greiðslu hans. Þeir bifreiðaeigendur, sem eigi mæta til skoðunar með bifreið- ar sínar á tilsettum tíma, eða tilkynna gild forföll, sæta sektum samkv. ákvæðum 8. gr. reglugerðar 1. febrúar 1928 um skoð- un bifreiða. Skrifstofu Eyjafj.s. og Akureyrarkaupst., 6. júlí 1932. Bœjarfógetinn. Ouðmundur var hjartabilaður mað- ur og mun þvi hafa þolað illa sterk- ar geðshræringar. Jafnvel er sagt að komið hafi fyrir, er hann var að vinnu i barnaskólanum, að hann hafi tilefnislaust hnigið niður og þurft að bera hann heim. Að morgni þess dags, er Quð- mundur hvarf, átti hann simtal við mann f Reykjavík; voru honumþá, eftir beiðni hans, lesnir kaflar úr afar svæsinni skammagrein, er Sveinn Benediktsson, stjórnarnefnd- armaður rikisverksmiðjunnar, hafði um hann ritað i Morgunblaðið. Ouðmundur Skarphéðinsson var prúðmenni í framgöngu, velkynnt- ur almenningi og góðum hæfileik- um gæddur. Hann tók mikinn þátt i bæjarlífinu á Siglufirði, var í bæj- arstjórn þar, og einnig var hann i kjöri við síðustu Alþingiskosningar i Eyjafirði af hendi Alþýðuflokksins. ■ o ■ —i 'n' . ... . —4 ... i-JJj Davið Porvaldsson, skdld, andaðist á Landsspitalanum i Rvik á sunnudaginn var. Ekki varð hon- um aldurinn að meini, þvi að hann var aðeins 31 árs, nálega jafngam- ail Baldvin Einarssyni, er dó fyrir hartnær 100 árum. Davíð var sonur Porvalds sál. Daviðssonar, kaupm. og bankastjóra hér i bæ, og konu hans, Jóhönnu Jónasdóttur frá Prast- arhóli, sem látin er fyrir nokkrum árum. Davið gekk skólaveginn, og eftir að hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum i Reykjavik, stund- aði hann jarðfræðinám i Parísarborg. En vegna heilsubilunar, og ef til vifl fjárskorts, varð hann að hætta námi. og snerist þá hugur hans tii skáldskapan Hann ritaði >Björn formaður og fleiri sögur<, og ann- að skáldsagnasafn hefir komið út eftir hann, er nefnist >KaIviðir<. Enn fleiri smásögur hafa komið út eftir hann. Bera sögur hans þess ljósan vott, að hann hefir átt við- kvæmt hjarta og verið fullur sam- úðar með þeim, sem hart urðu úti í lifinu, jafnt mönnum sem málleys- ingjum, enda fékk hann sjálfur að kenna á hörkutökum lífsins. Á bernsku- og æskualdri var Davíð fjðrmikill og lífsglaður, en gieðin og lifsfjörið dvinaði með þroska- aldrinum fyrir sigð heilsuleysis og annara örðugleika. í öllu sínu dag- fari var hann yfirlætislaust prúð- menni og má um hann segja hið sama og kveðið var fyrir iöngu um annan gáfumann látinn: >Sem um haga sólarfjós gekkstu saklaus, hægur, hljóður, hýr og skemmtinn, öllum góður, smáðir gort og glys og hrós« o ' Fr éttir. - Eggert Stclánsson söngvari, kemur hing- að með Gullfossi í dag og ætiar að syngja hér aðeins í eitt skifti, Dánardægur.t Látinn er á öxnhóu \ Hörgárdai bændaöidungurinn Sigurður Slgurðsson, kominn á níræðisaidur. Hann var orðlagður dugnaðar- og kraftamaður. Nýlega er látin i Kristneihæii unginí Nikoiina Jónsdóttir kennara Kristjánssonar; hún var tvítug að aldri, gáfuð efnisstúlka. Pá er og nýlátin á sama hæli frú Nanna Margrét Júliusdóttir, kona Júliusar Jóns- sonar frá Borgarhóli. Fyrir skömmu andaðist Ólafur Gisiason í Viðey. Hann var kvæntur Jakobínu Davíðsdóttur Ketílssonar héðan úr Eyjafirði. Litin er að heimili sínu, Oddeyrargötu 23 hér í bæ, Sigurbjörg Jónasdóttir, há- öldruð kona, sem verið hefir á vegum Elísabetar Eiriksdóttur kennslukonu og þeirra systkina. Austan- og norðanátt með stórrigningum annan spretttinn er nú á degi hverjum. Víða er búið að slá mikið á túnum og liggja töður manna undir 3tórskemmdum vegna stöðugra óþurka. Valtýr Stefánsson ritstjóri, frú hans og tvær dætur, dvelja hér í bænum þessa dagana í sumarfríi. Grænlandsleiðangur. Tvö dönsk skip, »Gustav Holnu og »Godthaab«, hafa leg- ið hér á höfninni að undanförnu. Eru þau á leið til Grænlands og flytja þangað vísindaleiðangursflokk undir forystu Lauge Kochs Iandkönnuðs. Tvær flugvélar eru með í förinni. Leiðangursmennirnir ætla að mæla og kortleggja svæði á Austur- Grænlandi, sem er meira en tvöfalt að stærð við ísland, Enskir vísindamenn, 6 að tölu, lögðu fyrir skömmu á stað úr Hornafirði upp á Vatnajökul. Ætla þeir að dvelja þar nokkrar vikur við rannsóknir. Iveir fpróttaflokkar, undir stjórn Her- manns Stetánssonar, fóru fyrir nokkru til Reykjavíkur, til þess að keppa við íþrótta- félögln þar, Var það knattleikaflokkurinn úr K. A. og iþróttaflokkur kvenna. Úrslit kappleikanna urðu þessi: K. A. vann »Fram« með 2 :0 og »Víking« með 3:0, en tapaði fyrir »VaI« með 1:0 og K. R. með 4:1,— í handknattleik kvenna úr K. A. og K. R. unnu Akureyrarstúlkurnar með 13:1. Konráð Kristjánsson, cand. theoi. frá Litlu-Tjörnum, andaðist fyrir nokkru austur i Fljótsdalshéraöi. Með afburða dugnaði hafði hann brotizt gegnuw mikla örðug- Fægidui ,Dyngja' (kraftskúripúlver) er ómissandi í hverju eldhúsi og baðherbergi, til að hreinsa með: potta, pönnur, eldavélar, eldhús- borð, vaska, baðker, flísar, gamla málningu, óhreinar hendur o. fl. o. fl. »DYNGJA« er ódýrasta og bezta efnið til þesskonar hreins- unar. »DYNGJA« fæst hjá öll- um sem verzla með hreinlætis- vörur. »D Y N G J A« er íslenzk framleiðsla. Styðjið íslenzkan iðnað, með pvi að kaups — ætíó það íslenzka. — „I Ð J A" Akureyri. ^ á aðeins kr. 1.00 pr. kg. B Kjötbúðin.| HBk.e.a.hhbS iióð sneuiiær kýr ~ Upplýsingar gefur Árni Júiiannss. K.E.fi. leika á námsbraut sinni. Hann var maður ágætlega vel látinn af öllum, er honum kynntust, og þeir, sem þekktu hann bezt, gerðu sér glæsilegar vonir um framtiðar- starf hans. En þegar að því kom, að hinn eiginlegi starfsdagur skyldi hefjast, hvarf hann skyndilega út yfir landamæri jarð- lifsins. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 5. Prentsmiöja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.