Dagur - 07.07.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 07.07.1932, Blaðsíða 1
I D AGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlf. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirftinga. Afgreiðslan er hjá Jðni Þ. Þ&r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin vift ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 7, júlí 1032. 27. tbl. Lík sonar okkar og bróður, Konráðs Kristjánssonar cand. theol., kemur með »Súðinni« og verður jarðsett að Hálsi í Fnjóskadal þriðjudaginn 12. þ. m. kl. 1 e. h. Kristján Halldórsson, Liney Kristjánsdóttir, Kristín Kristjánsdóttir, Doróthea Kristjánsdóttir, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Gerða Kristjdnsdóttir, Jrá Litlu-Tjörnum. Sonur okkar og bróðir, Arngrímur Árnason, andaðist í Reykja- vík 30. júní s.l. — Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, laugardaginn 9. júlí, kl. 2 e: h. Foreldrar og systkini. Jarðarför Sigurbjargar Jónasdóttur, sem andaðist 1. júlí síðastl., fer fram mánudaginn 11. júlí næstkomandi og hefst frá heimili okkar, Oddeyiargötu 23 hér í bæ, kl. 1 e. h. Eggert Ól. Eiriksson, Ingunn Eiríksdóttir, Ingibjörg Eirlksdóttir, Margréi Eiriksdóttir, Elisabet Eiriksdóttir. Hér með tilkynnist að Nikólína Jónsdóttir frá Lynghóli í Gler- árþorpi, andaðist í Kristneshæli ' miðvikudaginn 29. júní s.l. — Jarðarförin er ákveðin á Grund þann 12. þ. m. kl. 12 á hádegi. Faðir og systkini. Skiiting tekjuafgangs. Eftir tillögu stjórnar S. í. S. sam- þykkti aðalfundurinn með samhljóða atkvæðum að ráðstafa arði þeim, kr. 64.631.87, sem varðá rekstri Samb. síðastl. ár, þannig: a. Til garnastððvar. kr. 25.635.41 b. Til gæruverksm. kr. 10.661.00 c. Til klæðav. Oefjun kr. 4.669.05 d. Yfirfærist til næsta árs 23.666.40 Skýrsla framkvæmdastjóra innllutningsdeildar. Framkv.stjóri innflutningsd., Að- alsteinn Kristinsson, gerði grein fyrir innflutningi erlendra vara 1931. Hafði vörusala Samb. á þvíáriorð- ið 1,7 milj. kr. lægri en 1930. Vör- ur böfðu verið keyptar frá 12 lönd- um, og gerði framkvæmdastjórinn grein fyrir þvi, hvaða vörutegundir voru keyptar frá hverju landi. — Við umræðurnar gat Vilhjálmur Þór þess, að venjulega hefði Samband- ið geta boðið Kaupfél. Eyfirðinga betri kaup á erlendurn vörura en ðnnur firmu. T. d. hefði Samb. undantekningarlaust boðið kaupfé- laginu hagkvæmust kaup á kolum, salti og timbri undanfarin ár. f*á lýsti hann ánægju sinni yfir hinni nýju kaffibætis verksmiðju Sambands- ins og taldi nauðsynlegt að það færi að framleiða fleira af >efna- gerðar«-vörum, t. d. sápu og saft, strax þegar ^ástæður leyfa. Svo- hljóðandi tillaga frá V. P. var sam- þykkt í einu hljóði: »Jafnframt því að lýsa ánægju sinni yfir þvi að Sambandið hefir nú byrjað á kaffibætisgerð, væntir fundurinn þess, að það -komi á framleiðslu á fleiri iðnaðargreinum<. Skýrsla Iramkvæmdastjóra útfiutningsdeiidar. Jón Árnason framkvæmdastjóri gaf ítarlegaskýrslu um sölu islenzkra vara hjá Sambandinu siðastliðið ár. Alls hafði söluverð innlendra vara numið ca. 6,9 miij. kr. Oaf fram- kvæmdastjórinnyfirlitumsöluhverrar einstakrar vörutegundar og verð hennar. Ennfremur gaf hann skýrslu um rekstur gæruverksmiðjunnar og garnahreinsunarstöðvarinnar. Fór framkvæmdastjórinn siðan nokkrum orðum um þá miklu örðugleika, sem nú eru i viðskiftalífinu. Toll- múrar og innilokun þjóðanna gerir viðskiftin mjög erfið, og virðist sú styrjöld áframhaldandi. Pótt allmikið sé rættum eftirgjöf stríðsskuldanna og fleira, sem orðið gæti til að draga úr erfiðleikunum, eru fram- kvæmdir I þá átt alls engar. í Mið- jarðarhafslöndunum hefir tollur á fiski verið hækkaður og í Englandi hefir verið lagður 10% tollur á fisk, en þar eru nú háværar kröfur ýmsra um hærri toll á þá vöru. Einnig hefir verið nokkurt umtal um að tolla kjöt, flesk og hveiti þar i landi. í Noregi skellur kjöttollurinn á 1. júli þ. á. Prátt fyrir hina margháttuðu erf- iðleika kvaðst framkvæmdastjórinn vænta þess, að úr þessum málum rættist betur en nú á horfist. — Pá tók framkvæmdastjórinn það fram, að nauðsynlegt væri að nota frysti- húsin sem ailra mest, og að félögin, sem hafa frysthús, sendi ekki salt- kjöt á innanlandsmarkaðinn, svo að önnur félög, sem þurfa að salta allt sitt kjöt, geti notið hans, þar sem bætta er nú á því, að markaðurinn f Noregi lokist að miklu ieyti. Klæðaverksmiðjan Gefjun. Jón Árnason framkvæmdastjóri gaf skýrslu um framleiðslu verk- smiðjunnar 1925—1931, og um starf- semi hennar síðan hún var keypt. Snemma á yfirstandandi ári voru dúkar verksmiðjunnar iækkaðir i verði um 10—20%, og hefir fram- leiðslan aukizt til muna síðan. í mai 1931 var sett á stofn út- sala frá verksmiðjunni i Reykjavík. Var nokkur halli á rekstri hennar s. l. ár, en þá fékk útsalan aðeins 15% umboðslaun af seldum vörum. í sambandi við útsöluna er rekin saumastofa. Náðusthagkvæmirsamn- ingar við klæðskera, sem veitir henni forstöðu. Hefir rekstur sauma- stofunnar gengið vel, og vinnur nú 9 manns á saumastofunni. Á Akur- eyri hefir verksmiðjan einnig sauma- stofu, sem var sett á stofn i sept- ember siðastl. Vilhjálmur Pór kaupfélagsstjóri las upp reikninga verksmiðjunnar fyrir s. I. ár. og skýrði þá. Á árinu fékk verksmiðjan greiddar 108 þús. kr. f vinnulaun og 62 þús. kr. fyrir seldar framleiðsluvörur. Tekjuaf- gangur verksmiðjunnar nam kr. 4.669.00, Ræðumaður taldi, að bjá mörgum kaupfélögum væri ekki nægilega mikill áhugi fyrir hags- munum verksmiðjunnar. Æskilegt væri, að félögin hefðu fyrirliggjandi ýmsar af vörum verksmiðjunnar, sem þau gætu afhent viðskiftamönn- um gegn ull og greiðslu vinnulauna. Hvatti ræðumaður ménn til að standa saman um verksmiðjuna og skifta við hana. Taldi heppilegt að kaup- félagsstjórarnir söfnuðu pöntunum á kembingu og létu verksmiðjunni í té áætlanir um hve mikið fétögin þyrftu af lopa og öðrum vörum verksmiðjunnar. Var samþ. tillaga þessu viðvikjandi. Ennfremur var samþykkt: »Fundurinn skorar á stjórn Sam- bandsins að vinna að því, að stjórn heilbrigðismála og menntamála rík- isins beiti áhrifum sínum í þá átt, að sjúklingar á heilsuhælum og spítðlum landsins og nemendur í skólum þess klæðist sem mest inn- lendum ullarfötum<j Samvinnuskólinn og »Samvinnan«. Jónas Jónsson skólastjóri gaf skýrslu um kennsluna f Samvinnu- skóianum og kennaralið skólans og gerði grein fyrir f járhagsaf komu hans. Síðasta vetur var nemendafjðldi skólans svo mikill, sem húsnæði frekast Ieyfði. Pá gaf J. J. einnnig skýrslu um útgáfu ti'maritsins »Samvinnan<, Urðu töluverðar umræður, og kora fram almennur áhugi fyrir því, að timaritið yrði gert fjölbreyttara að efni og ötullega unnið að útbreiðslu þess. finnur mál. Svohljóðandi tiltögur samþykktar; »Fundurinn felur stjórn S. í. S, að reyna að komast í samband við Kaupfélag Eyfirðinga um áfram- haldsrannsóknir á frystingu skyrs og heimilar litilsháttar fjárframlag i þessu skyni, ef með þarf<. >Fundurinn heimilar stjórn S.Í.S. að leggja fram nokkurt lánsfé til að koma upp dúnhreinsunarstðð f Stykkishólmi<. Kosningar. a. Tveir stjórnarnefndarmenn til 3ja ára: Einar Árnason Eyrarlandi með 42 atkv. og sr. Sigfús Jónsson Sauð- árkróki með 28 atkv. — Jón í Stóra- dal hlaut 18 atkv. b. Varamaður til eins árs: Sigurð- ur Jónsson á Arnarvatni með 30 atkv. — Jón f Stóradal hlaut 9 atkv. c. Tveir varastjórnarmenn tileins árs: Vilhjálmur Pór og Jón ívars- son kfstj. Höfn, með30atkv. hvor. d. Endurskúðandi til 2ja ára: Tryggvi Ólafsson Reykjavík með 26 atkvæðum. e. Varaendurskoðandi til eins árs: Ouðbrandur Magnússon forstj. Rvík, með 25 atkv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.