Dagur - 01.09.1932, Blaðsíða 2
138
PXGUR
35. tbl.
... .i-i
.
fifffflffflfffiflllflSSII
11'I_!_ _1__ i
Hvít og mislit léreft
Tvisttau, fjölbreytt úrval
Flónel, hvít og mislit
Fóðurtau allskonar
Þurkur og þurkudreglar
Nærfatnaður, kvenna og karla
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vefnaðarvðrudeiidin.
fiiiiiiiiiÍiiiiiiiiiiliiS
tíðindwwm, til að sanna, að hann
hafi farið rétt með orð J. J., er alls
ekki eftir J. J.. Ummælin, ef þau
væru rétt höfð eftir, hlytu þá að
vera prentuð í ræðu J. J. í þingtíð-
indunum. En ræðan, sem MT. J.
vitnar í, er eftir ólaf Thors!
En það er svo sem ekkert und-
arlegt, þó að hann falsi ummæli
úr Alþingistíðindunum, maðurinn,
sem skrifaði »Reykjavíkurbréfið«
um ve;kindi Tryggva Þórhallsson-
ar, sem birt var í Morgunblað-
inu.
»Tíminn«.
----o——
1G. og ijutæktarlogii.
»íslendingur« þakkar Magnúsi
Guðmundssyni sérstaklega jarð-
ræktarlögin og þá blessun, sem af
þeim hafi' flotið. Rétt er það, að
stjóm Búnaðarfélags íslands, sem
hafði forgöngu í málinu, naut að-
stoðar M. G. sem lögfræðilegs
ráðunauts við samningu frum-
varpsins, en lítið lagði hann til af
efni frv., en þó ofurlitla ögn.
Hann kom því sem sé inn í frv.,
sem nefnt hefir verið »dagsverka-
frádráttur« og var í því innifalið,
að enginn fengi styrk á fyrstu 10
dagsverkin, er hann léti vinna á
ári hverju, fyrir hvem verkfæran
karlmann. Varð þetta ákvæði M.
G. brátt óvinsælt eins og kunnugt
er og lauk með því, að það var
fellt úr lögunum. Menn hafa því
látið sér þau orð um munn fara,
að það, sem Magnús Guðmunds-
son hafi lagt til í jarðræktarlögin,
hafi verið bæði illt og lítið.
Þegar til kasta þingsins kom að
veita fé til framkvæmda lögunum,
var Tryggvi Þórhallsson kominn á
þing og beitti sér fyrir því, að lög-
in kæmu til framkvæmda, en það
var því aðeins hægt að fé væri
veitt til þess í fjárlögum. Jón
Þorláksson var þá fjármálaráð-
herra, og taldi hann »óforsvaran-
legt að taka upp fjárveitingu í
þessu skyni, nema samþykktir
væru um leið nýir skattar. Sagði
J. Þ., »að þessari nýjung í fjár-
veitingum ætti að fylgja sú at-
hugasemd, að hún kæmi því að-
eins til framkvæmda, að nægilegt
U væri til í ríkissjóði«. En fyrir
ötula framgöngu Tryggva Þór-
hallssonar náði þó fjárveitingin
fram að ganga.
íslendingur bendir réttilega á
það, að þeir Þórarinn á Hjalta-
bakka og Jón ólafsson hafi báðir
sýnt sig velviljaða landbúnaðin-
um, og tilheyri þeir þó báðir flokki
Magn. Guðm og Jóns Þorl. Fyrr
mættu nú vera ósköpin, en að eng-
inn íhaldsmaður væri velviljaður
landbúnaðinum. En þó að velvilji
þessara tveggja manna kunni að
vera mikill, þá er hann ekki næg-
ur til að bregða ljóma yfir flokk-
inn í heild sinni, þegar um afstöðu
hans til landbúnaðarmálanna er
að ræða. Þórarinn Jónsson sagði
til dæmis, þegar jarðræktarlögin
voru til umræðu á þingi, að brot-
in væru lög á bændum, ef ekki
væri veitt fé til að framkvæma
lög, sem gengin væru í gildi. Var
það eftirminnileg ofanígjöf til
flokksmanna hans.
----o----
Tvær lántokur
Magnús Guðmundsson tók ríkis-
lán 1921, sællar minningar, og
skýrði Jak. Möller það »óskapa-
lánið«. Þetta Magnúsar-lán var að
upphæð á 12. miljón kr. og varði
hann því sem hér segir:
Af því fór til að greiða ýmsar
eyðsluskuldir ríkissjóðs hátt upp í
3 miljónir. Til Landsbankans fóru
nærri tvær miljónir, en í íslands-
banka nokkuð á sjöundu miljón.
Að svo miklu leyti sem lánið fór
ekki í eyðsluskuldir, veitti M. G.
því í bankana, einkum íslands-
banka, en hafði þó enga heimild
til þess frá þinginu. En þá var ís-
landsbanki að þrotum kominn
vegna stórtapa, sem( hann hafði
orðið fyrir af völdum útgerðar- og
verzlunarmanna.
Á Alþingi 1929 bar fjárhags-
nefnd efri deildar fram frv. til
laga um lánsheimild fyrir ríkis-
stjórnina, og var það á þessa leið:
1. gr. Ríkisstjórninni er heimilt
að taka handa ríkissjóði allt að
12,000,000 — tólf miljón króna —
lán.
2. gr. Láni því, er 1. gr. getur,
er stjórninni heimilt að verja eftir
því, sem með þarf, samkv. ákvörð-
unum eftirtaldra laga:
Laga nr. 10, 15. apr. 1928, um
Landsbanka íslands.
Laga nr. 31, 7. maí 1928, um
heimild handa ríkisstjóminni til
ríki'srekstrar á útvarpi.
Laga nr. 35, 7. maí 1928, um
Byggingar- og landnámssjóð.
Laga nr. 49, 7. maí 1928, um
stofnun síldarbræðslustöðvar.
Laga nr. 66, 7. maí 1928, um
smíði og rekstur strandferðaskips.
Laga nr. 60, 7. maí 1928, um
heimild fyrir Landsbanka Islands
til að gefa út nýja flokka banka-
vaxtabréfa.
Fjárlaga 1929, 23. gr. XIII. (til
Þingvallavegar).
Laga nr. 62, 28. nóv. 1919, um
brúargerðir.
Laga nr. 74, 28. nóv. 1919, um
húsagerð ríkisins.
Svo og laga þei'rra, sem sam-
þykkt eru á Alþingi 1929, að því
leyti sem þau fela í sér heimildir
til lántöku.
3. gr. Lög þessi öðlast þegar
gildi.
Frv. þetta var samþykkt með
samhljóða atkvæðum í báðum
deildum þingsi'ns.
Lán þetta var síðan tekið hjá
Hambros Bank í London á árinu
1930 og því skift samkv. ofan-
greindum lagaheimildum eins og
frá var skýrt í þessu blaði 18. síð-
asta mán. ,
Geta menn nú borið saman með-
ferð þeirra tveggja ríkislána, sem
hér hefir verið getið. Magnúsar-
láninu 1921 var varið til þess að
greiða eyðsluskuldir og í heimild-
arleysi frá þingsins hálfu. Ham-
brosbanka-láninu 1930 var varið
samkvæmt lagaheimildum Alþing-
is, »til þess að bæta landið og lífs-
skilyrði þjóðarinnar«, eins og
stendur í íslendingi, síðasta tölu-
blaði.
------o-----
Lýsing á Akureyri
fyrir 80 árum.
Þar eru nú heimilisfastir 230
manna; þar af 40 heimilisráðend-
ur, þeirra á meðal fjórðungslækn-
irinn, apótekarinn, 3 kaupmanna-
fulltrúar, 1 borgari, 1 borgarainna,
1 veitingakona sem selur kaffi m.
fl. og nokkrir sem þjóna að verzl-
un, 1 prentari, 1 bókbindari, 4
gull- og silfursmiðir, 4 járnsmiðir,
5 tré- og húsasmiðir, 1 söðlasmið-
ur, 1 múrari, 1 skóari, og enn
nokkrir, sem með fram leggja
stund á járn- og trésmíði, og hér
um bil 60 börn ófermd. I bænum
eru 33 timburhús og nokkur af
timbri með torfþaki, auk annara,
sem eru með veggjum og þaki af
terfi, 1 prentsmiðja, en kirkja
engin, bamaskóli enginn, gest-
gjafahús ekkert. Næstliðið sumar
öfluðu bæjarmenn 686 tunnur og
4 skeppur af jarðeplum og hér um
bil 1800 hesta af heyi. Þar eru og
40 kýr, fátt eitt af sauðfé og
hrossum. Þar eru 32 för, mest
tveggja-manna og fáein stærri,
Helztu atvinnuvegir bæjarmanna
eru: verzlun, smíðar, heyskapur,
jarðeplarækt, selaveiði, fiskiafli og
síldarveiði. Meginbærinn liggur á
sléttri sandeyri, sem er »Akur-
eyri«, innst við Eyjafjörð vestan-
verðan, hér um bil 18 fet yfir
sjávarmál, þar sem hún er hæst.
Fyrir ofan bæinn er brött brekka,
eða hár bakki, — að meiri hlutan-
um melur, en grasi vaxin, í hverj-
um jarðeplagarðarnir liggja, — er
skerst á einum stað sundur af gili
miklu, rétt upp undan téðri eyri.
Gil þetta er kallað búðargil, og
nokkrir jarðeplagarðar eru þar
líka, en út og fram undan bænum
liggur Pollurinn, áður nefndur
Hafsbót; hann líkist mest af öllu
hringskornu, miklu stöðuvatni. Að
norðanverðu takmarkast Pollurinn
af svo nefndri Oddeyri, sem þeim
megin, er að Pollinum veit, er 450
faðmar á lengd; þaðan, yfir álinn
í austurlandið, sem er vestari hlið
Vöðluheiðar, er hér um 500
faðma, og hver fjallshlíð liggur
með Pollinum að austan; en að
sunnanverðu: af mörgum gras-
hólmum, sem hlutaðir eru í sund-
ur af árkvíslum þeim, er Eyja-
fjarðará skerst í, þar sem hún
rennur til sjávar. Sunnanvert við
Pollinn eru útgrynningar miklar,
þegar lágsjávað er, og er svæði
þetta kallað leira; en þar sem
mætist Pollurinn og leiran, er hár
og að kalla má þverhnýptur mar-
bakki, helzt þá vestur eftir dreg-
ur. Leirunni er einlægt að þoka út
eftir. Þegar hásjávað er, er leiran
öll í kafi. Lengdin á Pollinum, frá
Oddeyri og inn að marbakka, er
hér um 1000 faðma, en breiddin
960 faðma; en kauptúnið sjálft er
hér um 600 faðmar að lengd, en
breiddin sumstaðar svo lítil, að
ekki verður höfð nema einsett
húsaröð. Það liggur 65 mælistig-
um og 40 mínútum fyrir norðan
miðjarðarlínu, en 30 mælistigum
og 44 mínútum fyrir vestan Kaup-
mannahöfn.
Eins og að ofan er ávikið, vant-
ar bæinn kirkju, barnaskóla,
spítala, gestgjafahús og ennfrem-
ur byggingar- og túnstæði, bygg-
ingarnefnd, vökumann, lögreglu-
stjórn og kaupstaðarréttindi; en
þó af öllu þessu er kirkjuvöntunin
tilfinnanlegust, og því heldur, sem
bæjarmenn þrem sinnum knúið
hafa á náðar- og hjálpardyr hixm-
ar dönsku stjómar, um gjöf eða
lán, til viðbótar því, er sjálfir þeir
af eigin efnum — margir meir af
vilja en mætti — hafa viljað
leggja í sölurnar, en jafnan fengið
afsvar. Þess munu þó — því betur
— færri dæmin, að þar, sem 230
manneskjur eru heimilisfastar og
þar af 60 börn innan fermingar,
fólksfjölgunin ár frá ári að fara í
vöxt, auk hinna sem eru á næstu
bæjum og annarstaðar að koma
erinda sinna til bæjarins, skuli
engin kirkja vera, og hvar þó
jafnlangt er til kirkju sem frá Ak-
ureyri að Hrafnagili.
Norðri, febrúarblað, 1853.
----—o------