Dagur - 01.09.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 01.09.1932, Blaðsíða 4
140 DXGUR 35. tbl, Páll amtmaður Briem mælti aftur eindregið með heimavistun- um. Sýnir það menning og — mér liggur við að segja — vísindaleg vinnubrögð amtmanns, að hann leitar vitnisburðar erlendrar reynslu um uppeldisgildi þeirra, eftir því sem slíks var kostur á Akureyri. Kvaðst hann ætla þau réttan dóm um slíkt, þessi orð í Brockhaus Konversations-lexicon 1898: »Heimavistar-uppeldið hefir sína yfirburði, einkanlega að því er snertir einfalda lífernishætti og reglusemi, jafnleika og strang- leika, aga og venju á skipulegt samlíf. Aftur á móti vantar það hin fjörgandi, siðbætandi og lag- andi áhrif familíulífsins, auk þess sem það leggur tálmanir ívegfyrir heppilegan þroska á sérkenniseðli jiemendanna«. Kvað amtmaður ó- kostanna einkum gæta, þar sem nemendur ælust upp í slíkum skóla frá barnæsku. Hér kæmi nemendur gamlir í skóla, hjá því sem erlendis gerðist, og skólaárið væri stutt. í>ví virtist sér kostir þeirra ókostunum yfirsterkari. í heimavistarskóla, sem nú væri á döfinni á Akureyri, gæti »eigi verið að tala um reglulegt uppeldi (o: eins og í samskonar skólum utan- lands), en nemendur verða að stunda nám sitt á ákveðnum tíma, koma á ákveðnum tíma til mál- tíða, hafa reglulegan svefntíma, forðast ólæti, skarkala, nautn á- fengra drykkja, tóbaksreykingar o. s. frv. — Fyrir það virðist ein- ungis geta verið gott fyrir ung- linga að komast undir dálítinn aga, svo að þeir læri að hlýða, vera reglusamir og taka nauðsyn- legt tillit til annarrac.1) Þennan þátt heimavista í uppeldi skól- anna láðist skólamanniúum Hjaltalín að gagnrýna og gaum- gæfa. Fiamh. Sigurður Guðmundsson. ■ — * •. . - . i Fr éttir. Siglufjarðarkirkja hin nýja var vígð síðastl. sunnudag af biskupi landsins, dr. Jóni Helgasyni. Nokkrir prestar voru viðstaddir vígsluathöfnina og mik- ill mannfjöldi annar, sem kirkjan ekki rúmaði allany pó stór sé. í vígsluræð- unni lét biskup þess getið, að Siglu- fjarðarkirkja hin nýja væri veglegasta. guðshús á landi hér. Jarðarför Guðmundar Skarphéðins- sonar skólastjóra fór fram á Siglufirði á mánudaginn var að viðstöddu miklu fjölmenni. Er það fyrsta jarðarför, er fer fram frá hinni nýju kirkju þar. Itæður yfir hinum látna fluttu sóknar- presturinn, síra Bjarni Þorsteinsson, og síra Sigurður Einarsson úr Reykja- vík. Ennfremur einn leikmaður, Héðinn Valdimarsson, alþm. Taugaveilci hefir að nýju komið upp á bænum Skriðu í Hörgárdal i) Alþt. 1903 CT, bls. 261, Söngskemmtun. Gunnar Pálsson frá Staðarhóli hér í bænum söng í Nýja-Bíó í gærkveldi við góða aðsókn, eftir því sem gerist nú á tímum, og þó enn betri orðstír. Gunnar hefir fallega rödd og mikla og beitir henni vel. Var söng hans tekið með dynjandi lófaklappi, og mikl- um fögnuði, og varð hann að end- urtaka mörg lögin. Einkum þótti mikið til koma meðferðar hans á »Consider and hear me«, éftir Wpoler, »Vesti la giubba«, eftir Leoncavallo, »Questa o quella«, eftir Verdi, og »Eg gleymi því aldrei«, eftir Kaldalóns; öll þessi lög varð söngmaðurinn að endur- taka og enn fleiri. Af þekktum lögum, eftir íslenzka tónsmiði, söng hann: »Eyjafjörður«, eftir H. Helgason, »Kveldriður«, eftir Kaldalóns, »Gígjan«, eftir Sigfús Einarsson og »Kveðja«, eftir Þór- arin Guðmundsson. Frú Else Pálsson, kona söngvar- ans, aðstoðaði hann við hljóð- færið. Gunnar Pálsson er fyrir skömmu heim kominn frá Ameríku eftir langa dvöl þar. Vonandi á hann eftir að skemmta bæjarbúum mörgum sinnum með söng sínum, ef hann ílendist hér. 70 ára afmxlis Akureyr.akaupstaðar var minnzt með samkomu í ráðhúsi bæjarins að kvöldi 29. f. m. Voru þar samankomnir eldri og yngri bæjarfull- trúar og nokkrir aðrir bæjarbúar, alls um 40 manns. Fór þar frarn tedrykkja og voru margar ræður fluttar. Heilla- óskaskeyti bárust bænum frá Siglu- fjarðarkaupstað, Vestmannaeyjum og Húsavík. i 100 ára öldungur. Hinn 7. þ. m. (á miðvikudaginn kemur) á Kristján Ás- mundsson í Víðigerði í Hrafnagils- hreppi 100 ára afmæli. Þrátt fyrir þenna háa aldur hefir hann enn ferli- vist, en sjón hans og heyrn er nokkuð tekin að daprast. Kristján hefir ætíð verið vinsæll maður og vel latinn. Hann var elztur sinna systkina og er nú einn þeira á lífi. Bróðir hans var Ásmundur »fótalausi«, er fór til Ameríku. Kristján Ásmundsson hefir lengi dvalið í Víðigerði á vegum dóttur sinnar og dóttursonar, Hannesar Kristj anssonar bónda þar. Allir hinir mörgu kunningjar og vin- ir Kristjáns í Víðigerði munu óska þess, að honum megi hlotnast friðsamt og rólegt æfikvöld. Slysfarir. Átta ára gamall drengur í Reykjavík beið bana af bílslysi í síð- ustu viku. Maður í Vestmannaeyjum, Einar Magnússon að nafni, beið bana af sprengingu í vélaverkstæði þar í síðustu viku. Klofnaði höfuðið á manninum og þakið tók af verksmiðjunni, er spreng- ingin varð. Átbræður varð 26. f. m. Árni Krist- jánsson, faðir Kristján's kaupmanns hér í bæ og Guðmundar bæjarpósts. Þrátt fyrir aldurinn er Árni enn «rn yel og léttur í spori. Gainfræðaskóli Akureyrar verður settur laugardaginn 15. október. Umsóknir til beggja deilda, gagnfræða- og iðndeildar, verða að vera komnar undirrituðum í hendur fyrir 1. október. frá Hiuni skólastjóri. Oddeyrargötu 38, Akureyri. • ___________________ Lögtak. Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri, verða ógreidd gjðld til bæjar- og hafnarsjóðs Akureyrarkaupstaðar tekin lögtaki á kostnað skuldara, ef þau verða ekki greidd innan 8 daga frá birtingu þessarar auglýsingar. — Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar 19. ágúst 1932. Guðbrandur \ Isberg. settur. TILBOÐ óskast um flutning á mjólk og mjólkurvörum til kaupenda okkar í Akureyrarbæ, frá 4 október n. k. og til jafnlengdar næsta ár. Tilboðin má gera á tvennan hátt; bæðí um allan fiutninginn í bæinn, eða einungis »/3 hiuta hans. Allar nánari upplýsingar þessu viðkomandi gefum við þeim, er tilboð vilja gera. Tilboðunum sé skilað á skrifstofu okkar fyrir þann 20. þ. m. Kaupfélag Eyfirðinga. Mjólkursamlagið. Sakamálsrannsókn fyrirskipaði fyrv. dómsmálaráðherra út af gjaldþroti Gísla Johnsen kaupmanns í Vestmanna- eyjum. Dómur er fallinn í undirrétti og er Gísli Johnsen sekur fundinn um rangt bókhald og ívilnanir til handa einum lánardrottni sínum. Var hann dæmdur í 45 daga venjulega fangelsis- vist. Endurskoðandi bókhaldsins, Man- cher, var einnig dæmdur í 15 daga fangelsi, en sá dómur er skilorðsbund- inn. Gísli Johnsen áfrýjar dómnum til hæstaréttar. Til Noregs fóru um 20. f. m. þeir Jón Árnason framkvæmdastjóri og Ólafur Thors alþm., til þess að halda áfram samningagerð við fulltrúa norsku stjómarinnai'. Dánardægwr. Ung stúlka hér í bæn- um, Kristín Valdimarsdóttir, andaðist, að afstöðnum bamsburði, síðastl. sunnudagsnótt. Barnið fæddist and- vana. Hin látna var unnusta Jakobs Þorsteinssonar bóksala, Jónssonar. Er þungur harmur kveðinn að þessum unga manni. Skólastjóri barnaskólans á Siglufirði er settur til eins árs Friðrik Hjartar skólastjóri á Suðureyri. Er Friðrik einn af fremri skólamönnum hér á landi á því sviði, er hann starfar, áhugasaraUr og vel að sér. ... TT* t^tt\ óskast til leigu T BTJt) 1. október. Jón Friðriksson, Þingvallastræti 6. i Va, 'A og Vt líteri baukum. Skóverzlun Péturs H. Lárussonar. vantar á sveita- heimili. Upplýs- ingar hjáÁrnaJóhannssyni K.E.A. »fi Allt með islenskum skipum! Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 5. Prentsraiðja ödds Bjömssohar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.