Dagur - 01.09.1932, Blaðsíða 3
35. tbl.
D'AGUR
139 r
Trjágarðurinn i tiriið. Gagnfræðaskólamal
---- Norðlendinga fyrir 30 árum.
Rétt við steinlagt stræti
stofnar háir rísa.
Bera blöð og greinar
blómguð tré, sem anga.
Þögull þróast gróður
þrunginn kraíti og lífi,
mælir sinu máli,
menn sem þó ei heyra.
Benda hátt og heilla
huga vegfaranda.
Skynja yl og unna
einkum sólarljósi.
Klæðast skrúði í skini,
skugga enga hræðast.
Andinn formið fagra
fyllir. Lífið glæðist.
Hátt á jfrænum greinum
glaður þröstur syngur.
Nýtur þarna næðis,
náttúruna lofar.
Sínu lífi sinnir
sálin efni háða.
Flýgur, finnur hreiður
fuglinn jörðu bundinn.
Ljúfur blærinn blöðin
bærir, reyniviðar.
Björk af beinum reyni
blíðu atlot þiggur.
Ljósálfar sér leika
ljúfir millum trjánna,
fagna fegurð yfir,
frjálsir lífsins njóta.
Hausti hrímið fylgir.
Hnignar jarðar gróðri.
Allt má lúta lögum
lífs og náttúrunnar.
Blöðin blómin fella,
burtu feykir vindur.
Veittu áður angan
yfir torg og stræti.
Leynist líf í stofni,
liljur þó að falli
fyrir frosti og hríðum.
Fannir rótum skýla.
Standa birkistofnar,
stríð við vinda heyja.
Minnast, sumars sakna,
sólar-yls og blíðu.
Sumarfuglar syngja
sárum, klökkum rómi.
Feigur fótum treður
fölnað lauf í dauða.
Andi úr læðing leysist,
líf þótt bindist dróma.
Flytur óm og angan
yfir landamærin.
í ágústmánuði 1932.
Sigfús Elíasson.
■■■_) "*|‘ ~ ~~
Helztu vandamál íslands
hafa sfðan á landnámstfð verið þessi:
Fólksfæð landsins,
fjárkreppa og óstjórn.
Hverjar eru helztu orsakir þeirra,
fyr og nú, og hvaða vegir, ef
nokkrir, eru landsmönnum fserir
og enn opnir til að ráða við-
unanlega fram úr þeim, af sjálfs-
dáðum, innan fárra ára? spurull.
Framh.
Enn mælti Stefán kennari ein-
dregið með, að skólinn yrði sam-
skóli (d: að þar mættu nema saman
konur og karlar). Hann sá á því
enga meinbugi. Hann komst, meðal
annars, svo að orði: »Ein mótbáran
gegn því (d: að meyjar og sveinar
sæki sama skóla) er sú, að örðugt
mundi verða að gæta góðs siðferðis
í skólanura. Það sýnir sig, að þessir
menn látast ekki þekkja manneðlið
né taka tillit til reynslunnar. Vér
vitum, að til sveita lifa og vinna
karlar og konur saman og sofa f
sama herberginu; en fyrir sliku geri
eg ekki ráð i skólanum, þótt eg
annars sjái ekkert á móti þvf, að
svo væri. Vér vitum það og, að
það er langt frá því, að siðferði sé
lakara f sveitum en f kaupstöðum,
þar sem karlar og konur eru meir
aðgreind. Reynslan er fyrir þvf, að
sundurstfunin gerir siðferðið verra,
en bætir það ekki. — Eg játa, að
það þarf góða stjórn á samskóla,
en hennar þarf með f hvaða skóla
sem er.«>) Talar Stefán hér frjáls-
mannlega og djarfmannlega, hispurs-
laust og teprulaust.
Magnúsi landshöfðingja Stephen-
sen leizt ekki eins vel á þetta sam-
býli námsvéina og námsmeyja,
enda var hann nú nokkuð við ald-
ur. Hann svaraði þannig, méðal
annarra orða, hinum frjálslynda
kenniföður frá Norðurlandi: »Eg
geri ráðfyrir, að konum muni ekki
verða synjað um heimavist f skól-
anum. — — Eg er að vfsu sjálf-
sagt ekki eins kunnugur manneðl-
inu eins og h. 2. þm. Skagf. (St.
St.); en þó er eg hræddur um, að
ef piltar og stúlkur eiga að lesa
saman f undirbúningstfmum í sömu
herbergjum, þá muni fara svo, að
piltarnir muni horfa fullt svo mikið
á stúlkurnar sem í bækurnar. Aftur
á móti er eg ekki svo hræddur um,
að lausaleiksbörn muni verða fleiri
eftir en áður; vér tslendingar erum
nú einu sinni kunnir að þvf, að
eiga þau tiltölulega fleiri en flestar
aðrar þjóðir.*2)
Tíllagan var öll samþykkt og af-
greidd til landshöfðingja sem þings-
ályktun frá neðri deild.
Stefán skólameistari hreyfði ekki á
þessu þingi sambandi hins fyrir-
hugaða Akureyrarskóla við Iatínu-
skólann; Hann minntist ekki heldur
á að stofna þar til framhaldsnáms
fyrir stúdentaefni og vék ekki að
þvf einu orði, að þar mætti braut-
skrá stúdenta, eins og hann hélt
fram i ,NorðurIands‘greinum sfnum
(sjá 34. tbl. »Dags«). Fyrst varð að
koma skólanum undir húsþak. Þá
er viðunandi húsnæði var fengið,
var timabært að ræða um réttindi
hans og kennslugréinir. En á þessu
þingi var þó óbeinlínis búið í hag-
inn fyrir slíkt samband, t. d. með
þeirri samþykkt þingsályktunartillögu
neðri deiidar, að skólinn yrði þriggja
ára skóli. Enn fremur var á þessu
þingi samþykkt í báðum deildum
tillaga frá flokksbræðrum Stefáns
■) Alþt. 1902, B. d. 471.
2) Alþt, 1902, B. d, 475t
Við þökkum innilega öllum þeim, nær og fjær, sem auðsýndu
okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför móður okkar
og tengdamóður, frú Steinunnar Jónsdóttur frá Mælifelli.
Akureyri, 30. ágúst 1932.
Börnin.
skólameistara, þeim séra Sigurði
Jenssyni'og Kristjáni Jónssyni, þar
sem skorað var á stjórnina að breyta
reglugerð lærða skólans og afnema
þar grisku-kennslu með öilu, minnka
latínukennslu og auka í þess stað
kennslu i nýju málunum (einkum
ensku og dðnsku) og eðlisfræði.
Er með þessu svipað samþykkt og
í Iagafrumvarpinu 1897 og þings-
ályktunartillögu alþingis 1899. En
hér er ekkert minnst á sambandið
milli skólanna. Þá er báðar þessar
tillögur voru komnar i framkvæmd,
var ogleikur einn fyrir stjórnina að
tengja skólana saman, eins og bar-
izt var fyrir á undanförnum árum.
Það er stundum góð stjórnmálaiist,
eigi síður en það er góð Ijóðlist,
að láta ekki stefnumið sitt berlega
i ljós.
II.
Möðruvallaskóli var nú fluttur
til Akureyrar haustið 1902, ekki
lögum samkvæmt, heldur braut
nauðsyn hér lög. Var kennt í
barnaskólanum frá kl. 3—8 síð-
degis. Hefir slíkt á ýmsan hátt
verið óhagstætt, bæði nemendum
og kennurum.
Næst gerist það í skólamáli
voru, að leitað er umsagnar skóla-
meistara og samkennenda hans
um ályktun aukaþings, er áður
er skýrt frá. Það hefir áður verið
gefið í skyn, að Hjaltalín hafi
verið heimavistum mótfallinn.
Hann minnist á það í fyr-getnu
bréfi 9. maí ’02 til Stefáns Stef-
ánssonar: »Þú stingur upp á því
að hafa heimavistir í þessum nýja
skóla. Því er eg alveg mótfallinn,
og hefi eg nægar ástæður móti
því. Þó skal eg ekki tilfæra hér
aðra en þá, að eg þykist alveg viss
um, að þingið fæst aldrei til að
veita það stórfé, sem til þess þarf
að láta 100 nemendur hafa hús-
næði, hita og ljós og svo að kosta
alla þá umsjón, sem því verður
samfara«.-------»Þó að þið leggið
báðir saman, þið Páll,1) þá fáið
þið ekki því framgengt«. Eftir
orðanna hljóðan varð Hjaltalín
sannspár um þetta. En í raun
réttri ganga honum hér þunglega
spádómarnir, enda spáði hann eft-
ir ósk sinni. í tillogum kennar-
anna 30. okt. 1902 um fyrirkomu-
lag gagnfræðaskólans ritar hann
ágreiningsatriði við samkennend-
ur sína, þá Halldó» Briem og
Stefán Stefánsson. Kveðst hann
vera verða þeirrar skoðunar, »af
22 ára reynslu, að heimavistir sé
alls ekki heppilegar«. Farast hon-
um svo orð um þetta mikilvæga
efni: »Þar sem heimavistir eru,
verður ekki hjá því komizt, að
talsvert haft sé á daglegu frelsi
manna, og kemur það sér illa við
vaxna menn, einkum þá, er hafa
*) Páll amtmaður Briem.
Öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt auðsýndu okkur að-
stoð og hluttekningu, við jarðar-
för Guðmundar Halldórssonar,
vottum við alúðarfyllstu þakkir.
Aðstandendur.
að öllu leyti átt að sjá fyrir sér
sjálfir og ráða sér sjálfir, en ein-
mitt allur þorri nemenda, er sóttu
til Möðruvallaskólans, voru af
þessu tæi, og líkindi eru til, að
líkt verði framvegis. Mér er það
kunnugra en nokkrum öðrum og
miklu betur en meðkennendum
mínum, að slíkt band, sem þurftí
að vera á heimavistarpiltum á
Möðruvöllum, leiddi oft til alvar-
legs sundurþykkis, milli skóla-
stjóra og nemenda, sem stundum
hafði talsverð áhrif á námið og
gott samkomulag milli skólastjóra
og piltanna. Og þó að margir nem-
endur hafi síðar kannazt við, að
þetta hafi verið ófyrirsynju, þá
hafði það talsverða þýðingu, með-
an á því stóð. Einnig kvörtuðu
ýmsir piltar yfir því, að ónæði og
skarkali væri oft svo mikill á
Möðruvöllum, að það hindraði
nám sitt, og kváðust mundu nema
betur, ef þeir væru út af fyrir sig.
Hins vegar er það eigi svo lítið
þroskunarmeðal fyrir unga menn
að eiga að sjá fyrir sér sjálfir.
Margur maður hefir lítt orðið að
manni, meðan allt var lagt upp í
hendur honum, og*hann þurfti
enga stjórn að hafa á sjálfum sér
né fyrirhyggju fyrir lífi sínu,
heldur önnuðust það aðrir fyrir
hann, svo að hann var í nokkurs-
konar reifum vafður og gat ekki
hreyft sig. Og þetta kölluðu menn
uppeldi! Að binda fjöruga æsku-
menn á klafa ætla eg, að sé hið
versta uppeldi, sem menn geta
gefið þeim. Menntun, og meina eg
með því að gjöra manninn að
manni, þróast ekki, svo að til
nytja verði, nema í frelsi, og eigi
síður við það, að sá, er menntast
vill, hefir við nokkra örðugleika
að berjast.
Þetta er nú mitt álit á uppeldis-
gildi heimavista, sem sumir þeir,
er litla eða enga reynslu hafa,
gjöra svo mikið úr« —.
Að öðru leyti voru þeir kennar-
arnir þrír, Hjaltalin, Halldór
Briem og Stefán Stefánsson, sam-
dóma um þá þrjá liðu tillögunnar,
að skólinn tæki 80—100 nemend-
ur, að skólinn verði jafnt fyrir
konur og karla, og námstiminn
verði þrír vetur, og mæltu ein-
dregið með öllum þessum ákvæð-
um.1)
J) Bréfabók Hjaltalíns, bls. 174—181.