Dagur


Dagur - 08.09.1932, Qupperneq 3

Dagur - 08.09.1932, Qupperneq 3
36, tbl. DAGUR 143 að stæla fulltrúa héraðsins til að fylgja skólamálinu fast fram á alþingi. Án efa hefir Stefán Stefánsson, með liðsinni vina sixma, átt mikinn þátt í að skapa slíkan áhuga á því.3) (Framh.). Sigurður Guðmundsson. Misprentast hefir í grein minni 1 næst-seinasta blaði í tilvitnun neðan máls í þingtíðindi þremnr sinnum 1903 í stað 1902 og einu sinni (á 1. dálki á bls. 130) 1901 í stað 1902. En prentvill- an er svo auðsæ, að slíkt ætti ekki að villa neinn. g q ------O----- jóhanna lóhannsdóttir söngkona. Þessi unga og efnilega söng- kona hefir áformað að flytja alfarin til Reykjavikur um næstu mánaða- mót, og svo leitt sem það er fyrir oss Akureyrarbúa að sjá henni á bak, er það hinsvegar eðlilegt að þar f höfuðstað lands vors biði hennar lifvænlegra og vfðtækara starf en hér getur átt sér stað fyrst um sinn, enda mun margur óska þess af alhug. Flestum hér um slóðir mun vera það fullljóst, nú þegar, að hún býr yfir góðum hæfileikum bæði hvað rödd og túlk- andi listgáfu snertir, og það er þeim einnig ljóst, sem skynbærir eru á söng, að hún kann mikið, en það vita aðeins þeir, sem persónuleg kynni hafa af söngkonunni, hve einlæg og vandvirk hún er i starfi sinu og námi, og það er enganveg- inn sist vegna þeirrar kynningar að eg efast ekki um, að hún muni hvar sera er og i hvivetna koma fram sér og æskustððvum sínum til sóma og reynast ötul starfskona i vín- garði íslenzkrar tónlistar. Enginn skilji mig svo, að eg sé að draga úr hælileikum Jóhönnu, held- ur hið gagnstæða. Hæfileikar án atorku eru f reyndinni engir hæfi- leikar, og enginn verðskuidar siður hrós, en gáfumaður, sem ekki nennir að notfæra hæfileika sina. Þaðmætti alveg eins réttilega fara að hrósa þeim hinum sama fyrir að hafa fæðst, en þvf miður njóta oft list- rænisamlóðar álits á þeim vankant- aða hugsunarhætti, að það sé jafnvel hvað ljósastur vottur um afburða listamennsku að vera bæði skap- gerðar- og atorkulaus. En þvf fer svo fjarri, að það mun auk heldur þurfa atorku að meiri, til að ávaxta miklar gáfur en litlar, og fyrir þvf er hún listafólki allra dyggða nyt- sömust. Raunar mun Jóhanna nú þegar vera orðin þjóðkunn fyrir söng ðinn, en þó kunnust hér, enda ná- komnust Akureyri, þar sem hún hefir að miklu eða öllu leyti alist upp. Af aðsókn að hljómleikura ----------- I i) Einn fyrirspyrjendanna um vilja þingmannaefna í skólamálinu var Vinur hans og samherji, Páll Briem, amtmaður. Hinir spyrjendur voru þeir Friðrik Kristjánsson (nú í Vesturheimi) og Friðbjöm Steins- öoh, bóksali. hennar hér s. I. vetur er það iíka auðsætt að hún á hér mjög mikl- um vinsældum að fagna. Vildi eg því mega treysta bæjarbúum til að votta henni farar- og framtfðarheill og þökk fyrir liðnar stundir á þann hátt að skipa hvert sæti að kveðju- hljómleikum, er hún mun halda á næstunnni og nánar verða auglýst- ir. Við óskum henni farsældar f hvívetna. Bjtírgvin Guðmundsson. ----O---- Jarðeitrun. Nýlega birtist grein sú, er hér fer á eftir, í dagbðk danska stórblaðsins »Politiken<. Höfundurinn er Carl Vett, forstjóri. Mér fannst greinin verð athyglis okkar íslendinga og afréði því að snúa henni á íslenzku. Siirfús Halldórs frá Hðfnum. Meginspurningin í þessari kreppu- tíð er: Hvar má sparnaði við koma? Á undanförnum 30—40 árum höf- um vér í Danmðrk litlu komizt það, að nú notum vér árlega hér um bil >/2 miljón smálesta af til- búnum áburði, sem svarar rúmum 100 miljón krónum. Fyrr varð þessa atriðis eigi vart i réikningum vor- um. Pað liggur þvi við garð, að ihuga hvort þar megi ekki sparn- aði við koma. Áður en vér tókum að nota tilbúinn áburð gáfu jarðir minna af sér, en þeim, er þá tíð muna, finnst brauðið hafa þá verið gómsætara og næringarmeira. Munn- tamari voru einnig ætirætur og grænmeti. Eðlilegt, heilsugefandi Ijúffengisbragð fortíðarinnar reynir nútíðin að bæta oss með slung- inni og heilsuspillandi matgerðarlist. Pá má spyrja: Höfum vér orðið að gjalda afhroð menningargildis og gæða með aukinni eftirtekju? Áður en vér gerum þessu við- fangsefni frekari skil, verður oss að skiljast að þjóðfélagshagir i sveitum eru nú mjög á aðra Iund en áður en vér tókum að nota tilbúinn áburð. Aður var nánara samband milli jarðyrkjumannsins og jarðarinnar, sem hann nytjaði. Bóndinn og óð- al feðra hans voru sem eitt, og með hverri kynslóð þroskaðist hár- næmið á náttúruna og öfl hennar. Arfsagnir frá fðður ti< sonar bættu raunvætti á raunvætti ofan, öld eftir öld. Hið harðúðuga bólféstu- haft tjóðraði bóndann við fæðingar- ból hans. En heilbrigður gróandi var bæði f jörð og jarðyrkjumanni. Nú hafa menn jarðakaup, er þeir sjá sér hag f þvf, En hin forna samrýni við áttbagann er á hverf- anda hveli. Við vélræna jarðyrkju hefir bónd- inn helzt úr hinu nána sambandi við náttúruna og arfleifð sína og um leið týnt hárnæmi sfnu á hana, og hrekst nú fyrir skiftandi vfsinda- kenningum, veit hvorki upp né niður, svo hann hefir ekkert hald annað en hið fjárhagslega, eða spurninguna: Hvernig fæ eg, með sem öflugastri rækt, hæsta vexti af þeim höfuðstól, er eg hefi bundið f ábúðarjörð minni? Hagfræðingar eru teknir að rfsa gegn vfgorðinu um hlffðarlausa ræktun, sem befir leitt menn til þess að leggja aðaláherzluna á framleiðslumagnið, án þess að gefa nægilega gaum að gæðunum. Pegar öll kurl koma til grafar, ríður vanda- málið um framfærslu mannkynsins nú á tfmum á gæðum landbúnaðar- afurðanna. Viðunanleg úrlausn þess kemur oss öllum öllu framar við, þvf heilbrigði vor og veilfðan er stórkostlega komin undir viðurværi voru. Eftir því sem notkun tilbúins á- burðar fer vaxandi, verða stór- myllurnar f Evrópp, jafnt og þétt að auka við sig korni frá þeim Iöndum, sem ekki nota hann, til þess að geta framleitt ljúffengt brauð. Stórar, þýzkar myllur verða að blanda heimakornið með meira en helmingi af amerfsku hveiti, til þess að framleiða nýtilegt mjöl, og f barnamjöl, er áður var framleitt af afurðum úr landinu sjálfu, er nú notað rúmenskt hveiti. Mjðl úr ó- blönduðu, þýzku hveiti verður að bæta með efnablöndu, til þess að það verði bökunartækt. Á Þýzka- Iandi, þar sem tilbúinn áburður hefir mest verið notaður, erumenn farnir að nota nýjar aðferðir, af þvf að gæðum korntegundanna fer si- hnignandi. Petta er engin furða. Ekki leikur vafi á því, að efnabland það, sem er í tilbúnum áburði, örvar geysi- lega jurtagróðurinn og knýr hann, sem með svipum, til hamslausrar ofgrósku og óeðlilegs eftirtekju- auka. En Iftum vér á jörðina sem lífsheild — og að mörgu svara lifs- hræringar hennar til llfrænnar veru — má ætla að hún sé svipuðum lögmálum háð og aðrar Iffverur. Vér vitum af eigin reynslu, að eitur er örvandi f smáskömmtum. En vér vitum líka, að ef vér örvum oss um of, fylgir deyfð, sem endað getur með sljóvgun og stytt oss aldur fyrir stundir fram. Hefðum vér einungis gefið jörð- inni eitt staup, með því að strá eða döggva hana með hæfilegum hressi- lyfjum, svo að áhrifin yrðu eigi meiri en sem jafngildir áhrifum þeirn er eitt eða tvö staup hafa á mann- legan lfkama, þá þyrfti engum and- mælum að hreyfa. En vér höfum farið svo að, að iíkja má við nauð- ungarmötun, sem stundum er beitt við fanga er svelta sig, en er þó frábrugðin að þvf leyti að hér er þolandinn fylltur eitri. Notkun til- búins áburðar hefir knúð jarðveg- inn f deyfðarástand, er jafngildir drykkjumannsins, annaðhvort verður að stækka staupið, eða breyta blönd- unni, til þess að jafnt hrffi og áður. Bændurnir i Sviss segja að til- búinn áburður geri ríka feður, en fátæka syni. Vér erum kynslóð hinna fátæku sona í Danmörku nú. í kjöl- far meiri eftirtekju hefir siglt minni veigur afurðanna, meiri hætta á skemmdum, skortur á ljúffengis- bragði; i stuttu máli gæðasnauðari vara. Petta er auðveldlega sannreynt á kartöflum og kálmeti. Pað sem framleitt er án tilbúins áburðar, er bragðbetra, heldur sér betur og er gott til seyðsiu. Pað er álit margra lækna, að jarðeitrun sé orsök efnaskiftinga- sjúkdóma, er fara óðvaxandi. Skyldi ekki raestur hluti maga- og garna- kvilla, slens og þreytu, sem þjáir aðra hvora manneskju nú á tfmum, standa f sambandi við lélegt dag- legt brauð? Skyldi þar ekki vera að finna ástæðuna til þess, að svo margir kaupa dýrum dómum bæti- efnabrauð (Reformbröd), kex og hrökkbrauð? Og skyldu ekki lækn- arnir verða af mestum hluta atvinnu sinnar, ef brauðið yrði jafngott og það var, áður en jörðin var eitruð með efnablöndum? Margir kvillar, er nú þjá oss, þekktust ekki í tfð feðra vorra eða afa. í rannsóknar- stofum í útlöudum hafa menn reynt að sanna að söm sé orsökin til æðakölkunar og óðvaxandi krabba- meina. Pvi tjáir ekki að neita, að náttúran stjórnast af sfnu eiginhorska lögmáli, sem vér höfum aðeins nasa- sjón af, og verður dýrkeypt að ganga á bug við eða breyta. Vér vitum öll, að kalí- og natríum- nitröt, sem eru i tilbúnum áburði, sem og fosfór og kalk, eru eitur fyrir líkamann, og að eiturtegundir þær, sem notaðar eru til þess að bæsa sáðkornið, t. d. blásýru-, kvikasilfur-, kopar-, blý- og arsenik- sambönd eru mönnum banvæn f smáskömtum. Auðvitað breytast á- hrifin við það að þessi efni leysast sundur f jarðveginum, og að jurt- irnar nota sér þau þaðan, en engin ástæða er að ætla, að áhrif þeirra verði gagnlegmönnum eða skepnum. Villibráð gengur úr sér og týnir tölunni á þeim jörðum, þar sem mikið er notað af tilbúnum áburði og mýmðrg dæmi eru þess að villi- bráð, sem kemst á beit á graslendi er nýstráð hefir verið tilbúnum á- burði Iætur fóstrinu skömmu sfðar. Einkennandi er það, að villibráðin, sem hefir óskertar eðlishvatir, Ieitar einkum á beit á þær jarðir, sem ekki er borinn á tilbúinn áburður. Sé jörð, sem ræktuð er samkvæmt hinura nýju áburðarkenningura, um- kringd jörðum sem borinn er á til- búinn áburður, má ganga að þvf visu að hún verður fyrir langt um meiri ágangi af villibráð en hinar. Tilraunir, gerðar i kassareitum, hafa sannað að ánamaðkar flytja sig, fái þeir færi á, úr jarðvegi, sem borinn hefir verið i tilbúinn áburður, eða for,* og þrífast bezt í jarðvegi blönduðum eðlilegum áburði. Aðrar tilraunir hafa sannað, að mýs og rottur, sem jafnt hafa fengið að komazt að afurðum, ræktuðum með tilbúnum og eðlilegum áburði, Ieggj- ast i hinar siðarnefndu, en líta ekki við hinum, fyr en afurðir hins eðli- lega áburðar eru alétnar. Hinar éta þær ekki fyr en hungrið sverfurað þeim. Hér er ein sönnun þess, að heilbrigð eðlishvöt dýranna er ó- brigðull áttaviti. Pvf er það engin furða, að heilbrigði húsdýranna fer hrakandi. Oftast geta þau eigi kosið sér fæðu, heldur verða að éta eftir- tekju tilbúins áburðar. - (Frh.) Ungmennaiélögin í 0nguIstaðahreppi, Arroðmn og Arsól, efna til sundnámsskeiðs í hinni nýju sundlaug sinni að Laugalandi dagana 18. til 27. sept. n. k. éf næg þátt- taka fæst. Kennari verður íþrótta- og sundkennari Hermann Stefánssonj Þátt- taka er öllum heimil og kennslugjald er. aðeins 40 aurar á dag fyrir fullorðna og 30 aurar fyrir börn. Væntanlegir þátttak- endur snúi sér til Hermanns Steíánssonar eða formanna félaganna, Tryggva Sig- mundssonar Ytra-Hóli og Ingólfs Pálsson- ar Uppsölum, sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir 14. þ. m. * Með for er hér einungis ðtt við mannai en eigi skepnutaur eða þvag. Hðf,

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.