Dagur - 08.09.1932, Qupperneq 4
144
PXEEB/
36. tbl.
Kristján Ásmundsson
i Viðigerði
tírœður.
Jafnt og þétt á víðum vegi
velta tímans renni-hjól. —
Hæru-mjallað hausts á degi
höfuð lýsir aftan-sól.
Fagnar hópur gesta glaður,
guðveig speglar bros og tár,
þá hinn erni' öldurmaður
á að baki hundrað ár.
— Þá var bjart á ungri öldu,
er hann barst á þetta svið.
Fámenn þjóð á Fróni köldu
frelsisradda heyrði nið.
Hendur rétti vinur vini,
vorhlýr gustur fór um lönd.
Glóði mær í morgun-skini
meitluð rúnum Tjörness strönd.
Sumarblær í suðri vakinn
sveipti þoku’ af brún og tind.
Hugir hvessast, hörfar klakinn
hlær í bergi sí-streym lind.
— Tvítugur í tímans róti
traustur stóð vor frægi Jón
mitt í alda fleygi-fljóti,
festi á veðurmerkjum sjón.
Þú varst einn, sem eldinn dáðir,
— afreksmannsins skap og þor.
Þreyttust leikir hetjum háðir,
hló við sveini þjóðlífs-vor.
Merkt var skeiðið manni ungum
manndómslund og frelsisþrá;
treystust vöðvar tökum þungum,
taugar stælti sóknin kná.
Kúguð þjóð í köldu landi
keppti fram um brattan stig;
slíkri fylgdi vegsemd vandi:
— vinna á og bæta sig,
drýgja þrek til dala’ og stranda,
dyggðum styrkja félags-band,
standa í skilum, viðhorf vanda
við sinn Guð og fósturland.
Þín var lik og þjóðar senna
— þolið stríð við efni smá,
hlauzt því oft á köldu kenna,
kaleik römmum bergja á.
Traustum mark til sigurs setur
svitadropa og vöku-fórn;
— andspænis við ísa-vetur
örugg var þín heimastjórn.
Þín var nautn að sælu sveita,
sumardraumi og vetrargljá;
hirtir eigi lengra leita
lukkukjara um fold né sjá.
— Heilnæm angan heiðargrasa,
himi'nblær við jökul-mót,
gæðings skeið og veig í vasa
var þér líf og heilsubót.
— Austan berst úr Eyjarþingi
eftir hundrað rasta skeið
þel-hlý kveðja Þingeyingi
þakkar-ör og trygg um leið.
Fagnaðs-ljóð úr fjarlægð vekur
fossa, hrauns og skóga sál.
Eyjafjörður undir tekur.
ástar-þökk og hylli-mál.
Þér var veitt að lifa lengi,
líða, njóta, unna, þrá,
styðja að þjóðar gæfu-gengi,
græða undir meir en slá.
— Nú við kvöldblik efstu unna
elli-reyndum sveitar-höld
lýsi fögur friðar-sunna
fram á næstu hundraðs-öld.
7. sept. 1932.
Konráð Vilhjálmsson.
•o
Gagnfræðaskóli Akureyrar var
stofnaður, eins og mönnum er
kunnugt, með lögum nr. 48, 19
maí 1930. Þar með var lagður
homsteinninn að helztu framtíðar-
armenntastofnun Akureyrar.
Skólinn tók til starfa þá um
haustið, þann 1. nóvember. Skól-
inn varð þá strax fyrir því happi,
að honum völdust ágætir kenn-
arar.
Skólastjóri varð Sigfús Hall-
dórs frá Höfnum, fyrv. ritstjóri
annars aðalmálgagns íslendinga í
Vesturheimi, Heimskringlu. Fast-
ur kennari varð Jóhann Frímann,
fyrv. skólastjóri Iðnskóla Akur-
eyrar. Svo fyrir utan þessa 2 föstu
kennara hafa verið stundakennar-
ar nokkri'r, þar á meðal: Konráð
Vilhjálmsson fræðimaður frá
Hafralæk, frú Þorbjörg Halldórs
frá Höfnum, Hermann Stefánsson
íþróttakennari og Vigfús Jónsson
málarameistari.
Skólinn hefir haft húsakynni sín
i húsi Iðnaðarmannafélags Akur-
eyrar við Lundargötu, tvo síðastl.
vetur. Þau húsakynni eru of lítil.
111 hitunartæki voru í húsinu fyrri
veturinn, en sl. haust bætti Iðnað-
armannafélagið úr því.
Strax fyrsta veturinn var stofn-
að innan skólans félag, sem hlaut
nafnið Nemendasamband Gagn-
fræðaskóla Akureyrar. Það hafði
það markmið að tengja saman
nemendur og kennara og svo að
reyna að vinna eftir mætti að vel-
gengni skólans á allan hátt. S. 1.
vetur kom það upp dálitlu bóka-
safni, sem það lét öllum nemend-
um í té til afnota, endurgjalds-
laust. Eins og skiljanlegt er, var
það miklum vandkvæðum bundið,
að koma upp þessu safni, þar sem
félagið var algjörlega peninga-
laust, er það hóf bókasafnsstarf-
semi sína. Enda mun félagið hafa
einhverjar skuldir á herðum vegna
safnsins.
Nemendasambandið gaf einnig
út blað s. 1. vetur, er kallað var
Neisti. Kom það út hálfsmánað-
arlega og flutti allskyns fróðleik,
greinar til skemmtilesturs o. m.
fl. bæði í bundnu máli og ó-
bundnu. Var þetta undantekning-
arlítið allt ritað af nemendum
sjálfum. í stjórn Nemendasam-
bandsins eru nú sem stendur:
Stefán J. Reykjalín (form.), Stef-
án Jónsson (féhirðir) og Páll
Helgason (ritari).
Skólalífið hefir ætíð verið hið
skemmtilegasta, félagslegasta og
alúðlegasta, ekki sízt seinni vetur-
inn, og mun það eflaust vera Nem-
endasambandinu að þakka. M. a.
hélt það skemmtun s. 1. vetur, inn-
Höfum til:
Handverkfæri allskonar og garðyrkjuverkfæri.
Samband ísl.samvinnufél.
Hafið þér reynt
„FREYJU"
kaffibætisduft?
Ef ekki, þá kaupið einn pakka strax í dag. — Kaffibætisduftið
»FREYJA« er selt í Nýlenduvörubúð K. E. A. og flestum öðr-
um vel birgum matvöruverzlunum bæjarins. Allir, sem reynt hafa,
Ijúka upp einum munni um, að það sé bezti kaffibætirinn, sem
fáanlegur sé.
ATHUQIÐ, að kaffibætisduftið er aðeins selt ný-tilbúið og
nýkomið frá verksmiðjunni, sem er hér á Akureyri. — Hver
pakki hefir að geyma */« kílo af hreinum ilmandi kaffibæti, sem
ekkert vatn er látið í eða nokkurt annað efni til uppfyllingar.
Verðið er aðeins 55 aura pakkinn.
Mat 09 kaffi
sel eg aðkomumönnum nú í
sláturtiðinni.
Konrdð Vilhjdlmsson
Norðurpól.
Herbergi
til leigu í Ham-
borg. Sími 165.
Tek fé og hross
til slátrunar f haust. Peir, sem ætla
sér að fá slátrað hjá mér, ættu að
tala við raig sem allra fyrst.
Akureyri 4. september 1932.
Zophónias M. Jónasson
Eiðsvaliagötu 9.
an skólans, þar sem smáleikur var
sýndur og tókst ágætlega.
Eins og fyrr er nefnt, hefir
Gagnfræðaskólinn verið í Iðnaðar-
mannafélagshúsinu, sem er alla-
vega illt. Kennslustofur eru of
litlar og fáar. Væri ekki úr vegi að
farið yrði að hugsa um þak yfir
þessa framtíðarmenntastofnun
bæjarins.
Akureyrarbær er að sönnu frem-
ur illa staddur fjárhagslega, nú
sem stendur, en það er áreiðan-
legt, að því fé, sem bærinn veitir
til Gagnfræðaskóla Akureyrar, er
vel varið. Er því þess að vænta, að
vilji og geta bæjarstjórnarinnar
og allra bæjarbúa taki höndum
saman til þess að hlynna sem bezt
að þessari menntastofnun, svo að
hún nái þeim tilgangi sínum að
þroska og bæta æskulýð bæjari'ns.
Á.&R.
á kaffipokunum, tryggir yöur,
að kaffið sé daglega nýbrent
og nýmalað. Pessvegna skuluð
þér altaf biðja kaupmann yðar
um kaffi frá
KdMi Minin.
GJERUR i| HIUSTULL
m tekið í viðskiptareikninga B|
BflH °S gegn vörum.
VERZLUN
Kristjáns Sigurðssonar.
fást hjá undirrituðum á næsta hausti,
með sanngjörnu verði, mót greiðslu
um leið og taðan er tekin.
Syðri-Haga 30. ágúat 1932.
Rósinkar Guðmundsson.
Hægt að fá mig i síma í Fagraskóg.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.
Síldarmjöl fyrirliggjandi í Kaupfélagi Eyfirðinga.