Dagur - 15.09.1932, Síða 4

Dagur - 15.09.1932, Síða 4
148 Dánardægur. Látnir eru í Reykjavík Gísli Isleifsson fyrv. sýslumaður og skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu og Hannes Blöndal skáld, báðir þjóð- kunnir menn. Frú Hólmfríður Jóhannsdóttir kona Sigvalda Þorsteinssonar kaupmanns andaðist að heimili sínu hér á Akureyri um hádegisbilið síðastl. föstudag. Hún var fríðleiks- og atgerfiskona, en farin að heilsu síðustu árin. Hún varð 54 ára gömul. Hinn 7. þ. m. andaðist hér í bænum öldungurinn Steingrímur Jónsson fyrv. skipstjóri, hálf-níræður að aldri. Síð- ustu ár æfi sinnar var hann blindur. % Kristján Ásmundsson í Víðigerði, sem varð 100 ára 7. þ. m., datt óg meiddi sig daginn fyrir afmælisdaginn og verð- ur nú að liggja rúmfastur. Kaupfélag Eyfirdingá byrjar slátrun gauðfjár í sláturhúsi sínu hér á staðn- um á morgun. Lestramámsskeið fyrir barnakennara er áformað að halda hér í barnaskólan- um, ef nægileg þátttaka fæst, frá 22. þ. m. til 6. eða 8. okt., eða um hálfsmán- aðar tíma. Kennarinn er Sigurður Sig- urðsson frá ísafirði, er kynnt hefir sér rækilega nýtízkuaðferðir við lestrar- kennslu barna erlendis, sem þykja gef- ast mjög vel og taka langt fram gömlu aðferðinni. Ættu þeir, er leggja fyrir sig smábarnakennslu, að nota þetta tækifæri. Dáinn er nýlega Snæbjörn Sigurgeirs- son, bak'ari á Sauðárkróki, maður á góðum aldri, frá konu og fimm börnum. Svafa Stefánsdóttir, frá Skógum á Þelamörk, hefir af kennslumálastjórn- inni verið sett sem kennari við barna- skóla Akureyrar frá 1. n. m., um eitt ár. Halldór Halldórsson, stúdent frá ísa- firði, hefir verið ráðinn kennari í bamaskólanum í vetur, í stað Þorsteins M. Jónssonar, er ekki getur kennt sem stendur vegna heilsubrests. Taugaveiki hefir stungið sér niður á allmörgum heimilum í ólafsfirði í sum- ar. Þrír hásetar af vélskipinu Sjö- stjarnan hafa tekið þessa veiki, og er talið víst að þeir hafi sýkzt í Ólafs- firði; höfðu þeir neytt þar mjólkur frá taugaveikisheimili. Þeir eru einangraðir hér á sóttvamarhúsinu. »Alt Heidelbergx ætlar söngfélagið Geysir að leika í vetur, í tilefni af tíu ára afmæli þess, sem er nú í vetur. Hefir leikur þessi náð dæmalausri hylli hvervetna, þar sem hann hefir sýndur verið, enda ánægjulegur og fagur, full- ur af söng glaðra og áhyggjulausra stúdenta, og þó einnig alvarlegur og tragiskur með köflum. Er nú æft af kappi undir leiðsögn hr. Ágústar Kvar- an, sem sjálfur mun leika eitt aðalhlut- verkið, enda áður leikið sama hlutverk í Reykjavík við mikið lof. Öll karl- mannshlutverkin eru leikin af meðlim- um Geysis, en með kvenhlutverkin fara þær frúmar Regína Þórðardóttir, Sig- urjóna Jakobsdóttir og Svafa Jóns- dóttir. Búizt er við að opinberar leiksýning- ar hefjist um miðjan næsta mánuð. Mjög er vandað til alls undirbúnings, leiktjöld öll ný, máluð af málarameiat” ara Vigfúsi Jónssyni, og annar útbún- aður eftír þvf. DAGUR 37. tW. f Frábarnaskólanum Peir, sem óska eftir að fá undanþágu frá skólagöngu fyrir verður selt á morgun börn sín i vetur, skili umsóknum fyrir 20. sept. n. k. Skóla- og framvegis alla slátur- st,óri veitir umsóknunum móttöku. tíðina í sláturhúsi okkar Akureyri 9. sePt. 1932. við Sjávargötu. Skólanefndin. í 11 sem hirða vill kýr rldnrti°gmíóika.vantar mig næstkomandi vetur frá 1. október. Sömuleiðis vil eg ráða vetrarstúlku. KRISTJAN SIOURÐSSON kennari Dagverðareyri. Mjög ódýr íbúð, með 3 herbergjum, eldhúsi, búri og góðri kjallarageymslu, til leigu i innbænum frá 1. okt. n.k. ^ y g Vil selja 60 hesta af góðri töðu, með vægu verði. Bernh. Stefánsson Pverá. Tímabær kýr óskast til kaups nú á þessu hausti. Upplýsingar hjá Á. Jóh, IK. E. A. Ellistyrkur. Umsóknum um ellistyrk ber að skila á skrifstofu mína fyrir lok þessa mánaðar. Akureyri 13. sept. 1932. Bœjarstjórinn. fáum við á næstunni með vöruskipi, sem er nú á leiðinni hing- að frá Rússlandi. Verðið lækkar stórkostlega. *§* Allt með islenskuin skipum! ■fi Innflutnings- og gjaldeyrisnefnd hef- ir nú tekið við störfum innflutnings- nefndar þeirrar, sem ríkisstjómin skip- aði, og gjaldeyrisnefndar bankanna. Hefir hin nýja nefnd með höndum þau störf, sem báðar hinar nefndirnar höfðu áður. 1 nýjú nefndinni eiga sæti: L. Kaaber bankastjóri, tilnefndur af Landsbankanum, Jón Baldvinsson bankastjóri tilnefndur af Útvegsbank- anum, Bjöm ólafsson stórkaupm. og Svavar Guðmundsson fulltrúi, tilnefndv ir af rfkisstjórninni. Brunabófafélag Islands vekur athyggli vdtryggienda á: 1. Að frá 15. oktöber n. k. verða húseignir i öllum kauptún- um og kaupstöðum utan Reykjavíkur vátryggðar fyrir fullt virðingarverði 2. Að frá sama ttma getur félagið tekið lausafjártryggingar (að undanteknum verzlunarvörum) húseigenda i sömu kaup- túnum og kaupstöðum einnig fyrir fullt verð. 3. Að frá sama tíma getur félagið tekið í brunatryggingu fasteignir og lausafé utan kauptúna og kaupstaða fyrir fullt virðingarverð. 4. Að vátryggingar eru hvergi hagkvœmari eða ódýrari en í félaginu. Menn snúi sér til umboðsmanna félagsins í kauptúnum og kaupstöðum eða iil aðalskrifstofunnar í Reykjavik. Heiðruðu húsfreyjur! Nú þurfið þér ekki lengur að kaupa gamlan kaffi- bæti, sem mettaður er vatni, því að nú getið þér dag- Lega fengið ný-tilbúinn kaffibæti þar sem er kaffibgstisduftið „FREYJA“, sem inniheldur öll ilmefni kaffibætisins óskert, án þess í það sé Iátið nokkurt vatn, til að binda ilmefnin — þess þarf ekki með þar sem kaffibætisduftið er aðeins selt ný-tilbúið. Biðjið því kaupfélag yðar, eða kaupmann, um nýja kaffibœiisduftið „FREYJA“. ALFA LAVAL A. B. Separator i Stokkhólmi er eitt af þeim fyrirtækjum Svfa,ger mest og bezt hefir stutt að því að gera sænskan iðnað heimsfrægan. í meira en hálfa öld hafa ALFA LAVAL vélarnar verið viður- kenndar sem beztu Og vönduðustu skilvindúrnar á heimsmarkaðinum, enda hefir verksmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN. Reynslan, sem fengizt hefir við að smfða meira en 4.000.000 Alfa- Laval skilvindur, er notuð út i æsar til þess að knýja fram nýjar og verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er: Algerlega ryðfríar skilkarlsskálar og algerlega sjálfvirk smurning. Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL skilvindum á boðstólum: Alfa Laval No. 20 skiiur 60 Utra á klukkustund — 21 - 100 - - -»- - 22 - 150 - - -»- - 23 — 525 - - -»—> Varist að kaupa lélegar skilvindur. — Biðjið um ALFA LAYAL. Samband ísl. samvinnufélaga. Ritatjórí: Ingimar Eydal, Frentaíniöja Odds BjömBoaar,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.