Dagur - 22.09.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 22.09.1932, Blaðsíða 1
t DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. . ár. í Akureyri 22, september 1932. j Heíiög jörð. Axarskaftasmíði M. G. 38. tbl. Þú himneski helgilundur, heimilis blessuðu vé! í ykkar skjóli frá ómunatíð fyrir öllum stormum var hlé. Æskan sem blóm þar brosti, sem brunnur Mímis á jörð ellin um vísdóm þar vitni bar, — allt vóx, er þann snerti svörð. Allt grær af þeim goðhelga sverði. Ó, gæfa, hve anga þfn blóm f heimilis sumarsælu við hinn sæta barnaróm. Visnuð og heillum horfin er sú hrjáða, rótvana eik, sem berst fyrir stormum og þekkir ei þig — sú þöll er í vordýrð bleik. Ei hlýrr hénni barr né börkur, ei ber bún þau eplin góð, sem Iðunn jörðu frá órofi gaf og við elskunnar dafna glóð. Hásumars hiti og blfða og haustsins rólega skin er draumur fyrir þá einmana eik — þá önd, sem ei festi sér vin. Pó ættir þú allan heiminn, en ekki kærleikans gjðf, hve sárfátæk væri, vinur, þin sál, — hún væri sem kölkuð gröf. A meðan að mannleg tunga fsr mælt, er það sannast orð: að sem hljómandi málmur og hvellandi katl er bjartalaus maður á storð. Sem afböggvin grein á öldum, ef enginn kallar hann vin. Skfn blessaða heimilis himinsól, sá hrjáði gleðst við þitt skin; svo djúpt er ei snævi snivin bin snauða einstæðingssál að þiðni’ ei og hlýni, smátt og smátt, við smábarna vinarmál. Faðir og móðir, sem finnið fátækan bróður á leið, gjaldið af ykkar gæfu: hann gleðjið við heimilismeið. og þið sem að fljúgið og fljúgið og finnið ei sælu né skjól: gangið f foreldra vorsvanaver og vermist við þeirra sól. Blessaða heimilishelgi I Pér hlffi Skaparans orð. I æðistormum og straumum æ þitt standi kærleikans borð ávöxtum hollustu hlaðið, hjálpandi ár og síð. Pinn heilagur dómur sé hjartans vörn hér — og um eilffa tíð. Hulda. (Kvæði þetta er niðurlag á löng- uin ljóðaflokki, óprentuðum). >fslendingur«, er út kom 0. þ.m., flytur grein með fyrirsögninni: ,Róg- ur Framsóknarblaðanna um Magnús Guðmundsson'. í grein þessari fár- ast tsl. yfir þvf, hvað Framsóknar- blöðin séu vond við Magnús Guð- mundsson, sérstaklega er þetta tal. ið »lubbalegt« af þeim, af þvf að fyrv. forsætisráðherra, Tr. P., og sá núverandi, Á. A., hafi báðir beðið Framsóknarmenn að vera nú góða við Magnús, á meðan hann væri f samsteypustjórninni, en það sé nú eitthvað annað en sumir þeirra hafi brugðizt vel við þeirri málaleitun. Jónas Jónsson hafi t.d. brugðið sér f ferðalag norður á iand f sumar og átt tal við ýmsa menn; þetta hafi hann ekkert átt með, og með þessu ferðalagi hafi J.J. blátt áfram >svikið<hlutIeysiðgagnvartMagnúsi. Sjá nú allir, hvflikt ódæði það er af hendi J. J. að fara f sumarferða- lag, á meðan M. G. stritast við að sitja f ráðherrastólnum I ís). krefst þess, að J. J. hreyfi sig ekki, á meðan svo standa sakir, og tali helzt ekki við nokkurn mann. Allt annað eru svik við íhaldið og Magnús Guðmundsson! Blaðið bætir því raunar við, að J. J. hafi farið þessa ferð til að róg- bera M. O. En þar sem fullvist er að ísl. er alls ókunnugt um þær orðræður, er farið hafa á milli J. J. og flokksmanna hans út um land f sumar, þá þurfa menn ekki að taka þetta ásðkunarefni í garð J. J. sér- lega hátfðlega. En eitt er dálítið hjákátlegt við þessa mögnuðu spé- hræðslu lsl. fyrir hönd M. G. I- haldsblöðin eru sem sé búin að lýsa yfir þvf, oft og margsinnis, að Jónas Jónsson sé orðinn algerlega áhrifalaus f stjórnmálalifinu, og að enginn trúi nokkru bans orði lengur, Legðu þau sjálf nokkurn trúnað á þetta fleipur sitt, þá ætti þeim að vera nokknrn veginn sama um það, hvað J. J. hefði að segja um Magn- ús Guðmundsson. En blöð íhalds- flokksins eru alltaf að sanna á sig hræðsluna við áhrifavald J. J., þó að þau séu annan sprettinn að reyna að bera sig borginmannlega. Upp- gerðarkarlmenrsska _ skeikaðs litit- mennis fer /'því'.aildrei vei. Pegar tjl /F(ramsóknarblaðanna kemur, er þar.skj&tast af að segja, að þau hafa nvprki verið góð eða vond við M. G\síöan hann fór f samsteypuna. Dagur* skýrði fyrir skömmu frá nokkrufn stjórnarat- höfnum hans og .taldi honum að sönnu hafa verið meira og minna jHugheilar áslúðarþakkir vottum við öllum þeim vinum okkar nœr og fjœr, sem sendu okkur hlýjar kveðjur og sœmdu okkur virðulegri gjöf d 25 dra hjúskaparafmæli okkar 17. þ. m. Suðftnrta og Jngimar Sydal. - s Pökkum innilega öllum hinumjnörgu, sem d einn eða annan hdtt hafa auðsýnt okkur hluttekningu i orðum og gjörðum, eða verið okkur til aðstoðar við andldt og útför móður okkar, fóst- urmóður og eiginkonu, ^íoínvftyidod, ðbhannAdbWwo. Þórsteinn Sigvaldason, Sigvaldi Sigvaldason, Lundfríður Jóhannsdótíir, Sigvaldi E. S. Þorsteinsson. mislagðar hendur. Út af þessu ýfist ísl. eins og reiður hani og kallar það róg um M. G. að sagt sé op- inberlega frá stjórnarstörfum hans. Er þetta vafasamur heiður fyrir M. G. og raunar ásökun af verstu teg- und, ef að frásögn af verkum hans Ifkist rógi. Hlýtur í þvi. að liggja að verk hans séu vond. Hefir þvf vopnaburðurinn tekizt svo ófimlega fyrir ísl. að hann heggur til M. O., þar sem hann ætlaði þó að bregða fyrir hann skildi. Annars situr það herfilega illa á fbaldsblöðunum að brigzla andstæð- ingum sinum um rógburð og ill- mælgi. Ekki hafa Framsóknaiblöðin alið á lygi um það, að M. Guðm. væri ófær til stjórnarstarfa vegna geðveiki. Ekki hafa þau heldur bor- ið honum það á brýn, að hann væri orðinn heilsulausaumingi vegna nautnar eiturlyfja. Ekki hafa þau kallað M. G. >ærulausan I.......... og r...........< En þetta allt og fleira af siiku tagi hefir sorinn úr íhaldsflokknum tamið sér ár eftir ár i pólitiskri baráttu við einn and- stæðing sinn. Á slíkum rógburði hafa fhaldsblððin verið að gæða lesendum sínum á undanfðrnum tímum. En þegar Framsóknarblöðin eru með hógværlega orðaðar að- finnslur út af nokkrum stjórnar- störfum Magnúsar Guðmundssonar, þá blása þessi sömu íhaldsmálgögn sig út og æpa um rógburð. >íslendmgur< státar af þvi, hvað fhaldsblöðm hafi verið einstaklega góð við fulltrúa Framsóknar i sam- steypustjórninni; þau hafi sýnt »hið rétta hugarfar<. Lesendur þess- ara blaða hafa svo sem tekið eftir þvf, að þau hafa verið að nudda sér upp við forsætisráðherrann og kjassa hann, síðan samsteypustjórn- in var mynduð, þó að sömu blöð óvirtu hann i oróum áður, köliuðu hann >súkkulaðidreng< og lýstu honum sem mjög títitsigldum manni. r Odýr matarkaup. | Kjöt frá sláturhúsi okkar á Oddeyri er nú selt I eftirfarandi verði: Kjöt prima og nr. I, kr. 0.70 kilo » » II, » 0.55 » » »III, » 0.40 » I Auk þess seljum við þar daglega: Slátur, hausa, I lungnastykki, ristla, mör, læri, slög og bringur I Öll slátrun og meðferð kjöts og sláturs fer fram I undir strangasta eftirliti hvað hreinlæti snertir, I Allt kjöt er dýralæknisskoðað. — Kaupendur I geta ávalt valið úr fleiri hundruðum skrokka. Kaupfélag Eyfirðinga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.