Dagur - 22.09.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 22.09.1932, Blaðsíða 2
150 DAGUR 38. tbl. SSfflfllfflffffftiHfffSfSg r viour Pölsku eimkol fáum við um næstu mánaðamót. Verða seld á aðeins 36 krónur smálestin meðan á uppskipun stendur. Pantið í tíma. Kaupfélag Eyfirðinga. æftiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiP Myndastofan Qránufélagsgötu 21 er opin alla daga frí kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Hinn 14. þ.m. andaðist móðir okkar, Júlíana Flóventsdóttir frá Grýtu. — Jarðarför hennar fer fram að Munkaþverá föstudag- inn 23. þ.m. og hefst kl. 12 á hádegi. Börn hinnar látnu. En það er öllum vitanlegt að fagur- gali íhaldsmanna gagnvart núver- andi forsætisráðherra er einungis sprottinn af heimskulegri von, sem þeir ala f brjósti um það, að Ásgeir Asgeirsson og einhverjir fleiri þing- menn Framsóknarflokksins muni s v f k j a stefnu hokksins og ganga á mála hjá íhaldinu. Jón Porláksson hafði reiknað það út, að hvernig sem færi um kjördæmsskipunina, þá kæmist íhaldið aldrei f meiri hluta, og eina björgunin væri því sú, ef hægt væri að fá nokkra Framsóknarmenn til þess að svikja flokk sinn og ganga undir roerki fhaldsstefnunnar. Eru þessar bolla- leggingar J. Þ. og fleðulæti ihalds- blaðanna við Á. Á: einhver sú allra ógeðslega móðgun, sem hægt var að sýna Framsóknarmönnum. >íslendingurc heimtar, að Fram- sóknarblöðin sýni Magnúsi Quðm. hlutleysi á þann hátt að leggja blessun sfna yfir öll axarsköft M.Q. Framsóknarblöðin geta ekki sóma sins vegna orðið við þessari kröfu. Pau munu þvi héreftir sem hingað til telja sér skylt að benda þjóðinni á axarskaftasmíði M. Q. með fullri einurð og algerlega hræsnislaust. I kjÖrí við þingmannskosninguna t Reykjavík í haust verður Sigurjón Á. Ólafs- son, formaður Sjómannafélagg Reykjavíkur, og er hann boðinn fram af Alþýðuflokkn- um, en af hendi kommúniata verður boð- inn fram Brynjólfur Bjarnason, ritstjóri Verklýðsblaðsins. Heyrzt hefir, að óeining sé í íhaldsflokknum um það, hvaða mann flokkurinn skuli bjóða fram. Var reynt að fá samkomulag um Sigurð Eggerz, en það fór allt út um þúfur. Fullyrt er, að helzt sé nú f ráði að flokkurinn bjóði fram þétur Halldórsson bóksala, Landhelgisgœzlan og „snattferðirnaru. Eitt af þvf, sem íhaldsmenn þótt- ust ætla að bæta, ef þeir fengju að riða, var landhelgisgæzlan ; sérstak- lega kváðust þeir mundu taka ræki- iega fyrir kverkarnar á >snattferðun- umc, er þeir svo kölluðu. Magnús Quðmundsson hefir nú fengið þetta mál i sínar hendur. Og hvernig hafa efndirnar orðið? Ekki hefir hann tekið fyrir kverkar >snattferð- annac. Fyrir skömmu var minnzt hér f blaðinu á eina slíka ferð, er farin var að hans undirlagi. >ís- lendingurc færir fram vörn fyrir M. Q. og segir, að Óðinn hafi ekki farið nema >lítinn krókc, sem ekki hafi munað mikið um! Blaðinu finnst ekki mikið til um þó farin hafi verið þessi eina >snattferð«, sfðan M. Q. fékk umráð yfir varð- skipunum, en >snattferðirnar« munu nú hafa verið fleiri, T. d. var Óðinn að >snattac með Svein Benediktsson f sumar og þannig mætti fleira til tina. Er þessa ekki getiðhér vegna þess að nokkuð sé athugavert við þessar »snattferðir undir stjórn M. G,, heldur vegna hins, að íhalds- menn tóku munninn svo futlan út af hinu sama f stjórnartíð Jónasar Jónssonar. Magnús Quðmundsson hefir ekki tekið fyrir kverkarnar á >snattferð- unumc, sem fordæmdar voru af íhaldsmönnum, en hann hefir tekið fyrir kverkarnar á öðru, sem er meira um vert, og það er land- helgisgæzlan sjálf. Tvö varðskipin hafa verið bundin við hafnargarðinn f Reykjavfk i sumar, og annað þeirra, Ægir, hefir verið langduglegast að verja landhelgina að undanförnu. Pessi ráðsmennska M. Q. minnir á atburð, er skeði fyrir Iðngu. Pað var á dögum Iðn- aðarstofnananna f Reykjavík. Verzl- unarfélag það, er þá hafði umráð yfir stofnununum, rak einn starfsmann- inn burtu fyrir það, að hann af- kastaði of miklu við vinnuna. g* ísl. segir, að það sé Jónasi að kenna að tvö af varðskipunum séu bundin við hafnargarðinn i Reykja- vfk! Hann hafi verið búinn að þur- ausa landhelgissjóðinn. Ekki er þetta annað en reykur og rangmæli, enda stendur landhelgissjóður ekki einn undir kostnaðinum við strand varnirnar, þvf rfkissjóður leggur þar fé f móti. Pað sýnist Ifka einkenni- Jarðarför tengdamóður og móður okkar, Margrétar Jónsdótt- ur Reykjalins, fer fram Mánudaginn 26. þ. m. og byrjar kl. 1 eftir hádegi, með húskveðju á heimili okkar, Brekkugötu 29. Svanfríður /ónsdóttir. Guðmundur Ólafsson. Pað tilkynnist vinum og vandamönnum að jarðarfðr okkar ástkæru eiginkúnu, móður og tengdamóður, Lilju Jóhannsdóttur, sem andaðist að heimili sínu, Munkaþverárstræti 16, þann 16. þ.m. fer fram að Qrund laugardaginn þ. 24. þ, m. kl. 12 á hádegi. Fjölskyldan. leg sparnaðarráðstöfun, að Ægir sé bundinn við hafnargarð, en Óðinn látinn annast strandvarnir, þegar litið er til þess, að mismunur á brennslukostnaði Óðins og Ægis var fyrir 2 sl. ár 50 þús. kr., hvað olfan til Ægis kostaði minna en kolin fyrir Óðin. — ísl. bætir þvl við, að það sé Ifka Jónasar sök, að Esja sé látin halda kyrru fyrir. Hann hafi búið svö í haginn með óstjórn sinni. Tíl þess að sýna hvað þetta er á miklum rökum byggt, skal á það bent, að árið 1927 fór Esja 15 hringferðir með 609 viðkomum, og var þá reksturshalli hennar 225 þús. kr., en 1931 voru hringferðir Esju 20 með 641 viðkomu og reksturshalli þá 179 þús. kr. Pó þykir ísl. fyrst kasta tólfunum er Dagur segir: >Siðan hefir Iftið borið á varðskipunum á þeim vett- vangi, er þau eiga sérstaklega að starfa á, og mun veiðiþjófunum vera slfk ráðstöfun mjög geðþekkc. — Petta kallar ísl. >alvarlega að- dróttun í garð M. Q.c. En hvað er rangt við. þessi ummæli ? ís). viður- kennir, >að tvö varðskipanna, >Ægirc og >Pórc, hafi nú um tfma legið bundin við hafnargarðinn i Reykja- vfkc. Auðsætt er, að á meðan svo standa sakir, geta skipin ekki sinnt landhelgisgæzlu. Hítt liggur líka i augum uppi, að veiðiþjófarnir kæra sig ekki mikið um landhelgisgæzlu. Hvi skyldu þeir óska eftir þvf að vera staðnir að verki, hljóta sektir og verða að láta af hðndum afla og veiðarfæri? Auðvitað væri þeim kærast að öll varðskipin væru allan ársins hring bundinn við hafnar- garðinn f Reykjavík. Um það efast enginn. Dagur hefir þvf ekki skýrt frá öðru en ómótmælanlegum stað- reyndum. Hitt skiftir engu máli, þó að >íslendingur« haldi því fram, að sannleikurinn sé alvarleg aðdróttun i garð Magnúsar Ouðmundssonar. -----o------ Staka. Dottar nóttin, dylur þrá, dreymir Ijós i álit> , Kvöld og morgun kvíslast d, kœrleiks geislaymali: , V s. E. ------------- ------------------ Skátasveitin .FJálkai/ eínlr til kvöld- skemmtunar ntwtk. sunnudag. Meðal skemmtiatriða verður erindi, söngur og gamanleikur. Einnig sýnir barnahópur vikivakadansa og flokkur úr L. F. A. sýnir leikiimi undir stjórn Magnúsar Fétursionar. Haldlaus vörn. »íslendingur« hefir tekið sér fyrir hendur að verja stjórnarathafnir Magnúsar Quðmundssonar. Blaðið segir, að það hafi verið Ásgeir for- sætisráðherra, en ekki M. Q., sem heimtað hafi skjölin viðvikjandi sakamálsrannsókn á hendur banka- stjórum íslandsbanka upp f stjórnar- ráð og stöðvað þar með rannsókn- ina. Víst er um það, að krafan um endurheimt skjalanna kom frá dóms- málaráðuneytinu, en ekki frá fjár- málaráðuneytinu, en tæplega fer fsl. að neifa því, að M. Q. sé dóms- málaráðherra. ísl. viðurkennir það, að rfkis- brauðgerðin hafi selt framleiðslu sína ódýrara en önnur brauðgerðar- hús f Reykjavfk, en eigi að sfður hafi M. Q. ákveðið að leggja hana niður, af þvf að á ríkisbrauðgerðinni hafi verið rekstrarhalli. Petta eru til- hæfulaus ósannindi. Pað var fremur hagur en halli af rekstrinum. Ætti ísl. að gæta þess að ganga ekki svo langt í vörnum fyrir M. Q., að af hijótist sannleikshalli á rekatri blaðsins. ísl. spyr, því Degi sé svo um- hugað um að ekki fáist >hreint borð< f reikningum Pórsútgerðar- innar. Par til er þvf að svara, að Degi er ekki kunnugt um neitt ó- hreint borð í því falli. Vigfús Ein- arsson skrifsíofustjóri og Jón Qrfms- son bankaritari voru að fullu búnir að ganga frá endurskoðun þessara reikninga. Yfirskoðun sú, er M. Q. lætur nú framkvæma, er því ekkert annað en óþörf eyðsla á fé, án heim- ildar frá Aipinoi. Og þar sem ísl. gefur i skyn, að ekki hafi fengizt »hreint borð« með endurskoðun þeirra V. E. og J. Q., þá er þar ekki um annað að ræða en aðdróttun um, að þeir hafi ekki verið starfi sfnu vaxnir. Öll er vðrn >fslendings« fyrir M. O. á eina lund: Hún er hald- laus. Misjafnt lmfast þeir að. Daginn eftir að Verkamannafé- lag Akureyrar, með aðstoð Verk- lýðsfélags Glerárþorps, stöðvaði vinnu í sláturhúsi K. E. A., til þess að fá kaupið hækkað, ákvað verklýðsfélagið í Glerárþorpi, að kaup við framskipun í Krossanesi skyldi lækka um 30 au. á klukku- stund, úr 140 au. niður í 110 aura, Annarsvegar eiga f hlut fátækir, íslenzkir bændur, hinsvegar útlent auðfélag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.