Dagur - 22.09.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 22.09.1932, Blaðsíða 4
152 DAGUK 38. tbl. teufí 1. október I il U T~ 9 á Sigurhæðum. Vinnustoðvun Sláturhús K. E. A. tók til starfa að þessu sinni á föstudaginn var. Kaup starfsfólksins hafði verið sett á timann 90—110 au. fyrir karl- menn, en kaup kvenna 55—60 au. Var það sett þannig með hliðsjón af horfum um afurðasöluna. Hafði starfsfólkið fallizt á að vinna fyrir þetta kaup. En eftir að vinnan var hafin, tók brátt að bera á óánægju sumra starfsmanna við slátrunina. Leituðu þeir til Verkamannafélags Akureyrar um að fá kaupið hækkað. Alaugardagskvöldið hélt stjórn Vm.- félagsins fund með sláturhúsfólkinu og næsta dag var ákveðið á félags- fundi að stöðva vinnu á húsinu. Var síðan stöðvunin framkvæmd kl. 1 á mánudaginn á meðan á samningum stóó milli stjórnar K: E. A. og stjórnar Verkamannafé- lagsins. Bauðst stjórn K. E. A. til að hækka kaupið nokkuð, en þvi tiiboði var hatnað. Héldu þá samn- ingaumleitanir áfram og komst loks á samkomulag á mánudagskvöldið. Var aðalatriði deilunnar leyst á þann hátt, að félagið greiði öllum félags- bundnum karlmönnum i verkiýðs- félögunum kr. 1.25 á klst., svo og þeim mönnum öðrum, sem rota, rista fyrir, flá og taka innan úr; iágmarkskaup annara fulivinnandi karlmanna verði kr. 1.10 á klst. og kvenna 70 au. Engum dyist að þetta kaup er of hátt, þegar miðað er við það verð, sem nú fæst fyrir sláturfjár- afurðir, En truflun og langvarandi stöðvun á rekstri sláturhússins, myndi þó hafa haft enn meira tjón i för með sér fyrir fjáreigendur, en hið ósanngjarnlega háa kaup, sem nú verður að greiða. ----o---- F rétíir. KJÖTUPPBÓT. K. E. A. hefir nú fært í reikninga manna uppbót á bezta kjöti sem lagt var inn á sláturhúsi fé- lagsins á Akureyri haustið 1931, 10 aura á hvert kíló. — Hafa bændur þá fengið 65 aura fyrir kíló af príma kjöti árið sem leið. — Markaðshorfur á frystu kjöti í Englandi eru nú álíka og í fyrra. Ættu bændur því að varast að selja kjöt sitt mjög ódýrt. , Esja leggur af stað i atrandferð 24, þ.m. og fer þá frá Rvík vestur og norður um land. Samninoar kváðu hafa tekizt milli fa- lenzku sendimannanna, Jóns Árnasonar og Ólafs Thors, og fulitrúa Norðmanna um kjöttollsmálið og fiskiveiðar Norð- manna hér við land. En hvernig þeir samningar eru, verður ekki gert uppskátt, fyr en sendimennlrnir eru komnir heim til Reykjavíkur, en þeirra er heim von um nsstu helgi. Kvöldskemmtun heflr Kvenfélagið Hlíf kl, 8 V* annað kvöld, til ágóða fyrir starf- semi sina. Eins og kunnugt er, starfar fé- lagið að þvi að koma sem fyrst upp sum- arheimili fyrir veikluð börn. Með þyi að ixkja skemmtunlna, atyðja menn gott milcfnl, OáaardæQUr. Siðastl. laugardagsnótt and- aðist hér í bænum Margrét jónsdóttir móð- ir Ouðmuudar Ólafssonar byggingameistara, 89 ára gömul. — Hinn 14. þ. m. andaðist ekkjan Júliana Flóventsdóttir frá Orýtu í Eyjafirði, móðir Jóns Þorleifssonar bónda þar og þeirra systkina. Hún var 76 ára gömul. — Þi er og nýlátin hér í bænum húsfrú Lilja Jóhannsdóttir, kona Jóns Tóm- assonar frá Orund. Fastur kenna/ri við alþýðuskólann á Reykjum í Hrútafirði er Þóroddur Guð- mundsson frá Sandi ráðinn. Námsskeið það, er getið var í síðasta blaði, hefst eftir komu Dettifoss hing- að. Skólastjóri barnaskólans biður þá kennara hér í bænum, sem æskja þess að taka þátt í námsskeiðinu, að hafa tal af sér strax eftir komu skipsins. Látin er hér í bænum Salvör Níels- dóttir, kona Ágústar Jónssonar og móð- ir Ólafs Ágústssonar húsgagnasmiðs. Víffsla fór fram á brú yfir Þverá í Rangárvallasýslu 21. f. m. Brúarvígsl- una framkvæmdi Þorsteinn Briem ráð- herra. Er brú þessi byggð samkvæmt lögum frá síðasta þingi um samgöngu- bætur og fyrirhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts. Brúin sjálf er um 170 m. á lengd og er byggð bæði úr járni og tré. Mannvirki þetta er talið að mimi kosta um 75 þús. kr. Rangæ- ingar hafa lagt fram að láni allan byggingarkostnaðinn. Ennfremur er nú unnið að smíði á brú yfir Affallið; verður sú brú 100 m. á lengd og verður væntanlega lokið í þessum mánuði. Búnaðarmálaatj&ra-staðan hefir verið auglýst laus til umsóknar. Er umsókn- arfrestur til 15. des. næstk., en staðan veitist frá áramótum. Þorgeir Jónsson cand. theol. hefir verið settur skólastjóri við Reykjaskóla í Hrútafirði. Síldaraflinn á öllu landinu var um fyrri helgi orðinn 247 þús. tunnur, þar af 131% þús. tn. saltsíld og 115% þús. tn. sérverkuð síld. Er það 35 þús. tunnum meira en á sama tíma í fyrra. Auk þess er búið að setja í bræðslu 526 þús. hl. og er það 40 þús. hl. minna en á sama tíma í fyrra. Slra Benjamín Kristjánsson og kona hans komu heim til Reykjavíkur með Dr. Alexandrine í síðustu viku. Síra Benjamín er annar umsækjandi um Grundarþing. Helgi Schiöth, sonur Axels Schiöth brauðgerðarmeistara, er nýlega kominn heim frá Ameríku. Skólnefndir Iðnaðarmannafélagsins og Gagnfræðaskóla Akureyrar hafa komið sér saman um að slitið skuli sam- bandi skólanna komandi vetur og hefir bæjarstjórn fallizt á það. Er þetta tal- inn nokkur fjársparnaður fyrir bæinn. Gagnfræðaskólinn starfar þó í vetur £ húsakynnum Iðnaðarmannafélagsins. Síra Knútwr Amgrxmsson á Húsavík hefir sagt af sér prestskap og er flutt- ur til Reykjavíkur. Verður hann kenn- ari við Gagníræðaskóla Reykvíkinga i vetur. Oritannia prjónavélar eru þrautreyndar að gæðum og endingu. Samband ísl. samvinnufélaga. Guðbrandur Magnússon forstjóri á- fengisverzlunar ríkisins hefir dvalið hér í bænum undanfarna daga, en lagði af stað áleiðis suður í morgun. Heyskap mun nú nær allstaðar lokið hér um slóðir og er heyfengur manna almennt með langmesta móti og nýting á útheyi sæmileg og víða góð. Aftur á móti hröktust töður nokkuð víða meira og minna. Látinn er á sjúkrahúsi í Khöfn Ágúst Flygenring fyrv. alþingismaður, Lík hans verður brennt og leifarnar fluttar heim. Ágúst Flygenring var fæddur 17. apr. 1865 á Fiskilæk í Borgarfirði og var því 67 ára að aldri. Hann lærði sjó- mannafræði og tók próf í henni í Noregi 1891; var hann síðan skipstjóri á þilskipum í allmörg ár, en gerðist síð- an kaupmaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði. Árið 1907 var hann kosinn í milliþinganefnd í skattamálum og 1911 £ milliþinganefnd um fjármál landsins. Hann var konungkjörinn þingmaður frá 1905 til 1912 og 1. þing- maður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1924 —1925. ' j Skozka sauðféð, er flutt var inn til sláturfjárbóta £ vor, hefir verið haft i Þerney i sumar og hafzt þar vel við. Er nú verið að flytja það norður að Hall- dórsstöðum i Laxárdal, þar sem það verður undir umsjón Hallgrims Þor- bergssonar fjárræktarfræðings. Grammofónplötur. Aiiar nýjustu harmonikuplöturnar eftir Oellin og Borgstrðm nýkomnar. — Einnig eftir Comedian Harmonist, De fire o. m. fl. Jdn Quðmann. AÐALFUNDUR verður hald- inn að Skiðastöðum sunnudag- inn 2. okt. 1932 kl. 2 e. h. Mætið til jarðabótavinnu n.k. sunnudag og takið spaða með að heiman. Stjórnin. merktur nafninu »Pormóður€, tap- aðist í gær á göt- um bæjarins. Skilist á bæjarfógeta- krifsstofuna. Munið, að NIÐURSUÐUDÓSIR er enn sem fyr beztaðkaupa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, Járn- og glervörudeildin. hefi eg til sölu 14. og 15. okt. Baldvin Sigvaldason. Fimmtíu ára minningarhátíð Flens- borgarskólans verður haldin í Hafnar- firði um næstu mánaðamót. •*—---o sumarbær eða snemmbær. Árni Jóhannsson K.E.A. visar á. Sumarkvæði. Ljómar sunna, landið grær, lofnarsöngva þröstur yrkir. Um fjöll og dali blíður blær blæs, og svalar, skellihlær. Elfa og lækur iða tær. Angan sumars veika styrkir. Ljómar sunna, landið grær, lofnarsöngva þröstur yrkir. Eg er til, að fara á fjöll, frelsis njóta bjarta daga. Jafnt um sand og jöklamjöll jónum hleypa skeiðin öll. Bláar lindir, býsnir, tröll bíða i skjóli heiðadraga. Eg er til að fara á fjöll, frelsis njóta bjarta daga. Skyldi Laugu langa til líka að fara þessa vegi? Eg sem kann á öllu skil, elska og kyssi um næturbill Á öræfum er ekkert þil unnendur sem skilja megi. Skyldi Laugu langa til lika að fara þessa vegi? s. Kr. h. Leir- krukkurnar margeftirspurðu, eru nú komnar aftur. Járn- og glervörudeildin. Bifreiða- fjaðrir .. J nykomnar af öllum tegundum. Mikil verðlœkkun. Járn- og glervörudeild. Ritstjóri: Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 5. "L ..... """...........‘ ' ' ...."'J Prentsmiðja Odds Björnsaonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.