Dagur - 22.09.1932, Blaðsíða 3
151
DÁGUR
38. tbi.
Gagniræðaskóiamál
Norðlendinga fyrir 30 árum.
(Framh.).
Þá er frumvarpið kom þangað,
tók nefndin i því þegar að hressa
við hið hrjáða fósturbarn sitt. f
breytingar-tillögu hækkaði hún
heimavistir úr 24 upp í 45—55 og
húsgerðarkostnað upp í 67 þús.
kr. En nú skarst eini Reykvíking-
urinn í nefndinni, Hannes Þor-
steinsson, algerlega úr leik. Hann
vildi samþykkja frumvarpið ó-
breytt og ekki »hrekja« það lengur
»milli deildanna«. Kenndi í því
engrar ósamkvæmni. Hann skrif-
aði í fyrstu »með fyrirvara« undir
nefndarálit neöri deildar um mál-
ið. Og hann gat þess í umræðun-
um, að hann vildi helzt byrja með
‘heimavistarlausum skóla, sem áð-
ur segir. En nú í þinglokin 1903
tekur að bera á enn meiri tvístr-
ingi um tölu heimavista. Einn
hinn atkvæðamesti sam-flokksmað-
ur Stefáns skólameistara, Skúli
Thoroddsen, sem þá bjó rétt hjá
Reykjavík, á Bessastöðum, flytur
breytingartillögu um að þær séu
35—40. Hinn mikli andstæðingur
Skúla, Hannes Hafstein, þingmað-
ur Eyfirðinga, svarar þeirri tillögu
með nýrr-i breytingar-tillögu um,
að heimavistir séu 45—50. Sú til-
laga fór miðja leið milli efri deild-
ar og neðri deildar, enda var hún
samþykkt. Kvað Stefán Stefáns-
son tillögu Hannesar Hafsteins
gerða til enn meira samkomulags
við efri deild. Hefir Stefán unað
því illa, að verða að slaka nokkuð
til við efri deild. »Nefndinni hér í
deild hefði verið kærast að halda
fast við fyrri tillögu sína um, að
heimavistirnar skyldu vera 60—•
70«, segir hann.1) En til sam-
komulags fór nefndin hér lengra
engóðu hófi gegndi«.2) VarStefán
þess fullvís, að skólinn myndi þeg-
ar full-skipaður, þótt ætluð væru
þar rúm handa 100 nemendum,1)
sem hann varð skemmtilega sann-
spár að. Hér reyndist menningar-
trú og bjartsýni raunsærra og
réttsærra heldur en svartsýni og
vantrú á vaxandi menning og
menntaþörf íslenzks æskulýðs.
Samþykkt var og í neðri deild
sú tillaga, að hækka féð til skóla-
hússins upp í 67 þús. kr.
Nú hefði mátt búast við, að efri
deild hefði ekki átt meira við
frumvarpið, heldur látið svo búið
standa. En slíku var ekki að
heilsa. Menntamálanefnd hennar
flutti breytingar-tillögu um fækk-
un heimavista ofan í 35—40, með
öðrum orðum um 10 rúm, og um
lækkun húsgerðarkostnaðar úr 67
þús. kr. í 60 þús. kr., og var hvort-
tveggja samþykkt. Hér eru það
því ekki nema 7 þús. kr., sem ber
í milli. Fyrir þessar 7 þúsundir
króna vildi nefndin stefna málinu
til sameinaðs þings. En slíkt var
sama sem að stofna málinu í
hættu, þvf að þá voru ekki nema
i) Alþt. 1903, B. d. 887*
») Alþt. 1903, B. d. 885,
tveir sólarhringar til þinglausna.
Skýrara sést, hve sparnaðurinn
var lítill, ef þess er gætt, að fjár-
lögin fyrir árin 1904 ogl905áætla
tekjur landssjóðs rúmlega V/2
million króna. Hér fylgdi Júlíus
Havsteen samnefndarmönnum
sínum að máli. En hefði hann
stutt slíkar tillögur, ef hann hefði
þá verið amtmaður á Norður-
landi ?
En þessa athugasemd má fyrir
hvern mun eigi misskilja. Mér er
mjög fjarri skapi að gera hinu
látna prúðmenni nokkrar getsakir
í þessu efni. En sannfæring vor
og áhugaefni eru, oss ósjálfrátt og
óafvitandi, löngum komin undir
stað og stund. Vér erum allir
hreppa-»pólitíkusar«, ef vér ann-
ars fáumst nokkuð við nokkra
»pólitík«. Eftirver og »col-
lega« Júlíusar Havsteens nyrðra,
Páli Briem, var og áreiðanlega
annara um skólann nú heldur en
fyrir 13—14 árum, er hann var
málflutningsmaður í Reykjavík.
Þá barðist hann fyrir því á al-
þingi 1889, með því kappi, sem
honum var lagið, að flytja hann
til Reykjavíkur. Nú studdi hann
að því, að hann' væri efldur með
heimavistum á Akureyri. En bæta
ber því við, að nú var hagur og
hylli skólans í öðru horfi heldur
en 1889.
Það var 24. ágúst, sem efri deild
samþykkti frumvarpið með 35—
40 heimavistum. Voru horfur nú
eigi sem beztar á að breyta frum-
varpinu, eins og það kom frá efri
deild. Samt var ekki í það horft,
að freista slíks. En svo vandlega
var þess gætt, að tefla frumvarp-
inu ekki í tvísýnu, með slíkri til-
lögu, að slíks eru víst fá dæmi í
sögu alþingis. Nú fór frumvarpið í
sameinað þing. »Forvígismenn
skólans höfðu þá vaðið fyrir neð-
an sig og fengu 18 þingmenn til
að gerast flutningsmenn að breyt-
ingartillögu, sem kom málinu í
þolanlegt horf, svo að þar með
var meiri hlutinn tryggður«, reit
»Norðurland« í gagnrýndargrein
um meðferð alþingis á þessu máli'.
Og blaðið bætir við: »En ekki
þorðu þeir að reisa bogann hærra
en svo, að fjárveitingin var látin
vera 67 þús. kr. og heimavistimar
45—50«. (»Norðurland« III. 1903,
7. blað).
Með slíku ákvæði var frumvarp-
inu kippt í sama horf, sem það
var samþykkt í við eina umræðu i
neðri deild.
Fremstir á blaði við flutning
þessarar tillögu voru þeir Hannes
Hafstein og Stefán Stefánsson.
Var það lán skóla vors, að Hannes
Hafsteinvarnúþingmaður Eyfirð-
inga.1) Tveir Reykvíkingar voru
í flokki átjánmenninganna, er
fluttu breytingartillöguna í sam-
einuðu þingi, Jón Magnússon,
gamall prófdómandi Möðruvalla-
skóla, og Björn Kristjánsson.
Tillögurnar voru samþykktar f
Stefán kvað hann verið hafa sér
»fyllilega sammála um fyrirkomu-
lag skólans« (»Norðurland« 2. apríl
1904).
sameinuðu þingi, hin fyrri, um
hækkun upp í 67 þús. kr., með 19
atkvæðum gegn 11, og hin síðari,
um fjölgun heimavista upp í 45—
50, með 20 atkv. gegn 12.1)
En rás atburða og örlaga er
stundum skrýtin. Menntamála-
nefnd efri deildar 1903 var skóla
vorum hin óþarfasta, er hún af
þrálátu kappi barðist fyrir fækk-
un heimavista. Henni tókst að
fækka þeim um 20 rúm. En þessi
sama virðulega nefnd vann skóla
vorum einnig óbeinlínis hið mesta
þarfa-verk. Fyrir tillögur hennar
og atgerðir vann skólinn þar lang-
þráðan sigur, sem í raun réttri
hafði verið barizt fyrir um 20 ár,
og Hjaltalín átti upptök að, þó að
hugmyndin verði, að mestu, að
teljast eldri. Og þeim sigri var
þannig háttað, að hann varð
menningarsigur og menntabót.
Sambandið milli skólanna var lítt
eður ekki nefnt á þessu þingi, ekki
fremur en á seinasta þingi. En
menntamálanefnd efri deildar
flutti nú aftur þingsályktunar-til-
lögu seinasta þings um, að skorað
væri á stjórnina að minnka stór-
kostlega kennslu í gömlu málun-
um, hætta algerlega við latneskan
stíl og fækka »að mun« kennslu-
stundum í latínu, en auka í þess
stað kennslu í móðurmálinu, nýju
málunum (einkum ensku) og eðl-
isfræði. Var tillagan, að kalla,
samhl j óða þingsályktunar-tillögu
auka-þingsins 1902 (smbr. 35. tbl.
»Dags«). Var Jón Jakobsson
framsögumaður hennar. Horfði nú
sigurvænlegar á en nokkru sinni
áður um framgang máls þessa, er
rætt hafði verið um á alþingi síð-
astliðin 12 ár (síðan 1891). Nú
var hægrimannastjórnin danska
fallin, landið að fá innlenda stjórn,
og loks hafði ríkisþingið danska
þá samþykkt, að bæta skyldi einni
deild, þriðju deildinni (»den tredje
Retning«), sem kölluð var, í stú-
dentaskóla-kerfi Dana. Var það
einmitt svipað fyrirkomulag og al-
þingi 1897 hafði hugsað sér. Upp
áf einskonar gagnfræðadeild tók
við menntadeild (»Gymnasium«),
þar sem engin gríska var kennd,
en latína aftur að nokkru, en
miklu minna en áður. Gat Jón
Jakobsson þess, að nefndin ætlað-
ist til, að svipað fyrirkomulag yrði
hér. Var tillagan samþykkt í einu
hljóði í efri deild. Hallgrímur
biskup Sveinsson mælti nú einnig
með tillögunni. Hann hafði' áður
verið slíkri breytingu mótfallinn,
af því að hann var þess »full-
viss«, að Dönum myndi »mótfallið,
að vér íslendingar, hin fámenna
og afskekkta þjóð, höldum okkar
eigin menntunarleið og gerumst
forkólfar í því að afnema hina
klassisku menntun«, eins og hann
komst að orði á alþingi 1897
(Alþt. 1897, A., d. 240). En nú
var stórkostleg skerðing klass-
iskrar menntunar orðin að lögum
með Dönum. Og virtist honum
þá ekki ísjárvert, að vér íslend-
ingar vorpuðum forntungunum,
!) Alþt. 1903 A, d, 612, smbr. C., bls.
842.
að mestu, fyrir borð. Eftirver
Hallgríms biskups, ÞórliaUur
Bjamarson, gat þess í neðri deild,
að oft hefði það verið sagt okkur
íslendingum »til hnjóðs«, að vér
»dependeruðum af þeim dönsku«.
»í þetta sinn er oss ánægja að
gera það, í þessu lærða skóla
máli«, bætti hann við.1) Tillagan
var, pieð lítils háttar breytingu,
samþykkt í einu hljóði í neðri
deild. Var nú komið svo, að forn-
tungurnar áttu engan formælanda
á alþingi. Nú sat enginn Halldór
Friðriksson á þingbekkjum til að
halda fyrir þær hlífiskildi, eins og
10 árum áðui’, á alþingi 1893, þá
er Jón Jakobsson hóf leiðangur
gegn þeim.
Brottvísun forntungnanna úr
latínuskólanum og gagnfræða-
skólalögin norðlenzku urðu því
samferða á alþingi 1903.
Frumvarpið um gagnfræða-
skóla á Akureyri hlaut konunglega
staðfesting 10. nóv. 1903 (nr. 38).
Frh.
Sigurður Guðmundsson.
o
fessi ágæta söngkona, sem veitt
taefir Akureyrarbúum svo margar
gleðistundir, er nú á förum úr
bænum til Reykjavíkur, þar sem
hún taefir meira starfssvið en hér.
Pótt við öll hljótum að sakna
hennar, verður það að teljast vel
farið, að hún fær þar viðfangsefni,
og þó eigi fullnægjandi, því
að gáfur hennar vísa henni hiklaust
til sætis í háborg sðnglistarinnar,
og þar væri hún llkleg til að gera
þjóð sinni hina mestu sæmd. Ef
til vill verður henni fært síðar raeir
áð halda áfram sönglistarnámi t. d.
f Pýzkalandi eða ítaliu.
Sfðastliðið föstudagskvöld hélt
hún hljómleika, og aftur á sunnu-
daginn (kveðjuhljómleika). Staðfesti
hún þar enn betur en áður, að hún
á allt það hrós skilið, er hún hefir
fengið hér. Hún nær tökum á öllum
viðfangsefnum, og þó er lifsgleðin
og sólskinið það, er hún túlkar best
af öiiu. Rðdd hennar virðist vera
að aukast að hljómmagni, og var,
t. d. f »Ave Maria«, afarmikil. Er
það auðvitað góður kostur, þótt
aðrir kostir, sem ungfrú Jóhanna
hefir til að bera, séu enn meira
virði: mýkt raddarinnar, blæfegurð
og leikni, en þó einkum skilningur
hennar og hjartahlýja, er söngur
hennar túlkar svo vel.
Frú Porbjörg Halldórs frá Höfnum
lék undir á báðum þessum hljóm-
Ieikum. Er óhætt að fullyrða, að
enginn hefir leikið hér jafn vei
undir, síðan Kurt Haeser var hér,
en hann er bezti undirleikari, sem
heyrst hefir á fslandi.
Hér er eigi rúm til að gera grein
fyrir viðfangsefnum, en af nýjum
lögum mun >Hirðinginn« eftir Karl
Ó. Runólfsson bafa vakið einna
mesta eftirtekt.
Úskell Snorrason.
*) Albt. 1903, B. d. 911.