Dagur - 03.11.1932, Side 3

Dagur - 03.11.1932, Side 3
43. tbl. DAGUR 171 leið og slíkt er játað, ber að at- huga það, að viðhorf þessara mála er nokkuð annað nú, en það var fyrir 25 árum. Mennirnir frá 1907 sömdu fræðslulög, sem aðallega voru miðuð við smáþorp og sveit- ir. Þar fengu þá flestir íslending- ar uppeldi sitt. En síðan hefir mikil breyting á þessu orðið. Á þessum 25 árum hefir hér orðið voldug þjóðlífsbylting og ískyggi- leg. Þjóðin hefir svo að segja flutzt úr sveit að sjó, og í þorpum og bíejum fá nú flestir íslending ar uppeldi sitt. Þessum staðreynd- um verður ekki mót mælt þó þær kunni að þykja miður œskilegat. En þær hljóta að vekja alla hugs andi menn til athugunar á þessu mjög svo breytta viðhorfi til upp- eldismálanna yfirleitt, svo sann- arlega sem margviðurkennt er og vitað, að grundvellinum undir þj óðaruppeldinu er af þessum á- stæðum stórum breytt til hins verra. Barnahópurinn, sístarf- andi, hefir verið hrifinn úr faðmi fagurrar og friðsællar sveitanátt- úru, frá göfgandi samlífi við jurt- ir og dýr og varpað í iðjuleysið á möl sjávarþorpanna og götur bæj- anna. En slangrið og iðjuleysið er eitt hið allra versta víti á vegi æskumannsins. Það er nálega undirstaða og orsök alls ills. Það er þess albúið að lama svo fram- tak og siðferðisþrótt þjóðarinnar, að hún eigi sér varla uppreisnar von. Þetta er hið mikla mein sem uppeldismál nútímans eiga ^ að glíma við og reyna að ráða bót á. Það er viðhorf, sem þjóðin hefir varla þekkt áður, tiltölulega mjög nýtt, og því varla von að hún hafi enn áttað sig á því. En henni rið- ur lífið á að skilja, sem allra fyrst, að hún þarf að verja feikna fé og orku til þess að bæta þorpa- og bæjabörnunum, sem mest og bezt, upp það, sem þau misstu við flutninginn úr syeitinni að sjón- um. Og þetta er slík höfuðnauð- syn, að framtíð þjóðarinnar velt- ur að miklu leyti á því hvernig það tekst. Þessu þurftu forráða- menn þjóðarinnar varla að velta fyrir sér fyrir 25 árum, en það verður vafalaust höfuðviðfangs- efni þeirra, er nú skera henni stakkinn, eða ætti að minnsta kosti að vera það. Hér dugar ekki að skera við neglur sér fé og fyr- irhöfn. Við verðum að vera minn- ugir þess og skilja það, að þýðing- armestu málin, sú eiginlega und- irstaða alls annars, má ekki sitja á haka. Fjárskorti er borið við og hann er vitanlega oft og tíðum til- finnanlegur. En það er síður en svo að hann sé aðalmeinið alltaf. Skortur á skilningi og fómfýsi er oftast miklu hættulegri þessum málum en fjárskorturinn, einkum þegar sjálfir forráðamennimir eru stundum gegnsýrðir af sama hugsunarhættinum og skilningn- um á rétta meðferð fjár, eins og faðirinn, sem kom til kennarans, ölvaður með 8 króna vínflösku upp á vasann, öskuvondur yfir því, að bamið skyldi þurfa að kaupa bók, sem kostaði kr. 8.50, og sór sig og sárt við lagði, að hann gæti ómögulega keypt þessa bók vegna fjárskorts! Því er og oft haldið fram, að hið opinbera leggi nú orðið svo mikið fé til uppeldismálanna, að það beri vott um tilhneigingu til hóflausrar eyðslu og bmðls, að krefjast meira framlags. Þetta væri má- ske rétt að athuga nánar. Lítum þá til nágrannanna, sem eru að ala sína þegna upp til sömu menn- ingar og menningarstarfs og vér, og sem framtíðar íslendinguri'nn á að hafa skipgöngu við. Hvaða gjöld leggja þeir á sig, til þess að manna sína æsku? Árið 1930 greiddu þessar þjóðir eftirfarandi hundraðstölu til menntamála af öllum gjöldum ríkisins: Danmörk 19,6%, Svíþjóð 15,8%, Noregur 14,8%, Bretland 10,6% og ísland 8,8% eða langsamlega lægst. En vegna þess að þessar þjóðir, sem nefndar vora, hafa ýmsan kostn- að ósambærilegan hér, eiga meiri þjóðarauð, o. fl. sem gæti e. t. v. gert þennan samanburð villandi, er bezt að fara einnig öðruvísi að, jafna öllum fjárgreiðslum ríkj- anna niður á hvert mannsbarn í landinu og síðan athuga, hve mik- ið af þeirri upphæð gengur til menntamála. Hver maður 1 Bretlandi greiðir í ríkissjóð árlega kr. 365.00 Þar af til menntamála — 26.40 Útgjöld Noregs á hvern mann era — 158.00 Þar af til menntamála — 22.20 Útgjöld Svía á hvern mann — 149.00 Þar af til menntamála — 25.00 Útgjöld Dana á hvern mann — 126.00 Þar af til menntamála — 25.00 útgjöld íslendinga á hvern mann — 165.00 Þar af til menntamála — 14.00 Það er því augljóst, hvernig sem reiknað er, að við erum lang- lægstir allra nágrannaþjóða með framlög til menntamálanna, og miklu lægri nú að hundraðstölu við önnur gjöld ríkis og héraða, en fyrir 20 árum. Árið 1910 greiddum við t. d. 19.5% til menntamála af öllum gjöldum ríkisins, en nú aðeins 8.8%. Það er því augljóst hvert stefnir, og þarf nú að fara til laklega mann- aðra þjóða til að ná hliðstæðum tölum. Það leynir sér heldur ekki, hvar sem maður kemur hér á Norðurlöndum og athugar alla að- búð hins opinbera við kennara og skóla, að við stöndum langt að baki i þeim efnum. Og það er víst, að þjóðmenning okkar, sem stund- um er oflofuð, er í stórri hættu eins og málunum er nú komið. En -það er vitanlega lífsspursmál að varðveita hana og efla. íslending- urinn er sízt ver af guði gerður en Daninn eða Svíinn, en hann hlýt- ur að standa ver að vígi í framtíð- inni í samstarfinu við þá, ef hann er ekki mannaður í uppvextinum á borð við þá. Og þann metnað verðum við að eignast, að íslend- ingurinn fari hvergi halloka. Við verðum að fórna á altari helgrar þjóðrækni' og af ást til hins gró- andi lífs miklu, miklu meir af fé og orku, en við gerum nú, veita framtíðinni vöxtinn og máttinn til að leysa úr læðingi skilningsleysis og tregðu þau duldu en dásamlegu öfl, er með hverju' barni búa, og magna möguleika þeirra til mikils andlegs og líkamlegs þroska. Tök- um öll undir með einum mesta uppeldisfræðingí og spekingi sam- tíðarinnar, er hann segir að hver samtíð hafi aðeins eitt verkefni með höndum, sem aldrei megi missa sjónar á, og gefi henni rétt til að lifa, en það sé að skapa batnandi framtíð, — góða menn og batnandi. Og störfum öll í þeim anda.----- —----o---- Á viðavangi. Skýring Islendings. Mbl. sagði nýlega, að sjóðir kaupfélaganna væru hvergi til, »nema á pappírnum«. Nú er það vitanlegt, að kaupfélögin í heild færa nokkurra miljóna kr. sjóð- eignir í reikningum sínum, en þar sem Mbl. segir, að þessar eignir séu hvergi til nema í reikningum kaupfélaganna, þá var hér í blað- inu dregin sú eðlilega ályktun sf þessum ummælum, að forráða- mönnum félaganna væri borin á brýn reikningsfölsun. Allir viti- bornir menn líta svo á, að séu Ljósmagnið — og rétt ending Til eru lampar sem ekkert vörumerki hafa eða eru með ókunnum merkjum. Peir eru oftast nær ódýrir í innkaupum en ekki í notkun. Sá lampi er ódýr- astur í notkun, sem hefir mest ljós- magn miðað við straumeyðsluna. Ef þér viljið fá góðan lampa, þá kaupið Osram, hann er að vísu ekki ódýrastur í innkaupum, en ódýr er hann í notkun. Ólafur ólafsson, fyrverandi bóndi ( Pálmholti, andaðist að heimili sínu þ. 19. þ. m. Jarðar- förin er ákveðin fimmtudaginn 3. nóvember n. k., og hefst með húskveðju á heimili hins látna kl. 11 f. h. Kona, börn og tengdabörn. eignir taldar fram í reikningum, og séu þær eignir hvergi til nema á pappírnum, þá sé um reiknings- fals að ræða. Nú hefir blaðið fslendingur komið með skýringu i þessu máli. Blaðið segir, að það fé, sem ekki sé »handbært« á hverjum tíma, sé hvergi til nema á pappírnum og þessvegna algerlega tapað. Sjóðir kaupfélaganna séu bundnir í fast- eignum, t. d. húsum, og séu því raunverulega tapað fé, því fast- eignir skili ekki fénu aftur. Þrátt fyrir þetta sé reikningsfærslan hjá Sambandinu og kaupfélögun- um í hinu bezta lagi. Þessi skýring ísl. er heldur bág- borin. Samkv. henni eru sjóðir kaupfélaganna »ekki til nema á pappímum«, en þó era þeir í byggingum og öðrum fasteignum félaganna«. Er fsl. að skemmta fólki með því að gera sig nokkru heimskari en hann er í raun og veru? Eða hvað meinar blaðið með því, að húsbyggingar skili ekki fénu aftur? Hafa bankarnir ekkert fengið af því fé, sem þeir hafa lagt í húsbyggingar, t. d. í Reykjavík? Ef til vill man fsl. eft- ir villu-byggingunum í Reykjavík, sem fénu var ausið í á stjómar- tímum íhaldsins. Skiluðu »villur« höfðingjanna í Rvík engu af fénu aftur? íslendingur hefir áreiðanlega gengið feti lengra en hann var fær um, í því augnamiði að bjarga Mbl. frá þeirri skömm, sem það hefir skapað sér með rógskrifum sínum um Sambandið og kaupíé- lögin. En þessi björgunartilraun fsl. hefir algjörlega mistekizt, þó vel. kunni hún að hafa verið meint. Hún gerir Mbl. ekkert gagn og er bara »á pappírnum« í íslendingi. Kœran d MagnúsGuðmundsson. Guðmundur ólafsson málaflutn- ingsmaður birti loks bréf sitt til lögreglustjórans í Reykjavík í Morgunblaðinu 9. þ. m. Bréfið hljóðar svo: >4. júlf 1931. Til lögreglunnar í Reykjavlk. Gjaldþrot C. Behrens. Af útskrift þeirri, sem jeg hefi feng- ið af lögreglurjettarrannsókn 4. maí þ á. út af gjaldþroti C. Behrens, sjest það ekki, sem jeg á annan hátt hefi fengið vitneskju um, að hrm. Magnús Guðmundsson hjer í bænum, hafði á sínum tíma fengið sparisjóðsbók frá Behrens, sem innihjelt kr. 3000.00, lil þess að greiða með þeirri upphæð vænt- anlega nauðasamninga. Þessi nauða- sanrn. tókust ekki og er mjer sagt að

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.