Dagur - 10.11.1932, Side 3

Dagur - 10.11.1932, Side 3
44. tb!. . DAGUR 175 þar vorum, höfum allir getað tek- ið undir það með honum. »íslenzka vikan« vakti mjög mikla eftirtekt, blöðin skrifuðu um ísland og »íslenzku vikuna« á degi hverjum frá því mörgum dögum áður en hún byrjaði og þangað til henni var lokið. Þeir menn, er stóðu fyrir »ís- lenzku vikunni« í Stokkhólmi, og staðið hafa fyrir hinum »vikun- um«, tjáðu sig vera sérstaklega vel ánægða með »íslenzku vik- una«, sem í engu hefði staðið »norsku vikúnni« að baki, sem þó hefði verið sú allra bezta af hin- um fyrri »vikunum«. Gu'öl. Rósinkranz. ------o----- Skip sem mœtast á nóttu. ,Ships that pass in the night\ Höfundur sögu þessarar er ensk kona, Beatrice Harraden að nafni. Söguna réit hún fyrir rúmum 40 árum, og hlaut frægð fyrir; síðan hefir hún ritað ýmislegt fleira, en saga sú er nú befir verið nefnd mun tengi halda nafni höfundarins á lofti, þvf hún er þeirrar tegundar að hún verður ætfð eftirsótt til lestrar og á ætfð erindi til hugs- andi manna og kvenna. Pýðinguna hefir Snæbjörn Jónsson dómtúlkur og skjalaþýðari leyst af hendi með sérstakri nákvæmni og alúð, en for- spjail fyrir fslenzku útgáfunni hefir Alexander McGill ritað. Bókaverzl- un ísafoldar hefir annast útgáfuna, og er til hennar vandað meira en almennt gerist. Af heiti bókarinnar mætti ffljótu bragði draga þá ályktun, að hér væri um sjóferðasögu að ræða, en svo er þó ekki. Sagan gerist á heilsuhæli suður f Alpafjöllum, þangað koma sjúklingar í heilsuleit. Skipin, sem mætast á nóttu, eru sálir þessa fólks, sem mætast, kynnast og hverfa svo yfir móð- una miklu. Efnið snertir dýpstu rætur sálarlífsins og rekur lesendur til alvarlegra hugsana um þá hluti, sem hver viti borinn maður hlýtur að taka afstöðu til, fyr eða siðar. í fljótu bragði finnst mér senni- iegt, að þeir, sem enskunám stunda, hefðu mikið gagn af að lesa frum- rit sögunnar með þýðingu Snæ- bjarnar, svo nákvæm hygg eg hún sé. F. H. Berg. AuglýsiO í DEGL Þakkarávarp. Eg get ekki látið hjá Ifða að votta opinberiega mitt innilegasta þakk- læti stjórn U. M. F. »Dagsbrún« f Höfðahverfi, og því félagsfólki, sem kom hingað á heimili mitt 19. ágúst s. I., til þess að vinna fyrirmigvið heyskap f 4 klukkutíma, af kappi miklu, án endurgjalds. Sömuleiðis vil eg þakka nágrönnum minum og fleirum, sem hafa sýnt mér vináttu og hjálpsemi á þessu sumri, þar sem eg gat mjög lítið unnið yfir heyskapartímann. Eg er viss um að hverjum þeim, sem sýnir þurfandi manni vináttu og hjálpsemi, muni Guð endurgjalda góðverk þeirra á einhvern hátt. Þortteinsstöðum 1. október 1932. Kristinn Viihjáimsson. Að utan Bandaríkin. (Frh.) Á einstaka stað í Bandaríkjun- um hafa bændur gert tilraun til að fá hækkað verð fyrir landbún- aðarafurðir, með því að stöðva aðflutning þeirra til borga og bæja. Fyrst bar á þessu í Iowa ríki. Reyndu bændur þar að stöðva mjólkurflutning o. a. til stórborg- arinnar Sioux City. Tókst þeim það nokkurn veginn, svo að til- finnanlegt varð og tókust samn- ingatilraunir. Var sætzt á að bændur skyldu fá 3.6 cent (23 aura fyrir pottmn, en áður fengu þeir 2 cent eða 13 aura, en við það hækkaði potturinn í smásölu í borginni úr 8 í 9 cent (úr 51 í 57.5 aura). En aðrar landbúnað- arafurðir hafa ekkert hækkað í verði. Er það bæði, að þar eiga borgarbúar ekki endilega undir nágrenni sínu með aðflutninga, og svo er aðeins lítill hluti bænda í þessum samtökum. í fleiri ríkj- um hafa svipuð samtök verið reynd á stöku stað, en komið fyrir lítið. Eru amerískir bændur lítt vanir samtökum, og talin lítil von á því að þeir fáist til þeirra, í þessa átt, svo að nokkru gagni komi. * * * Sem kunnugt er, eru háskólar í Bandaríkjunum auðugastir allra slíkra stofnana í heimi, enda nota þeir auðvald sitt m. a. til hinna fullkomnustu bygginga og tækja og þá eigi síður til þess að krækja í sem flesta framúrskarandi vís- indamenn frá öllum löndum, a. m. k. einhvem tíma árs, ef ómögulegt er að ná þeim að fullu og öllu. T. d. starfar nú prófessor W. A. Craigie, sem flestir íslendingar kannast við, helming ársins í Chi- cago. — Nýlega hefir dr. Albert Einstein, sem líklega er frægastur allra núlifandi visindamanna, ráð- izt fimm mánuði á ári að nýrri vísindastofnun í New Jersey (rétt hjá New York). Hefir sú stofnun þegar úr 5.000.000 dollurum (um 32.000.000 kr.) að spila. Ein- stein á að halda þar fyrirlestra um eðlisfræðiskenningar. Þegar hann var spurður um kaupið sem hann áskildi sér, nefndi hann svo litla upphæð, að Bandaríkjamönnum ó- aði við. Tóku þeir ekki boðinu heldur ákváðu að launa honum höfðinglega, svo þúsundum dala skiftir á ári. Rússland. Um mánaðamótin ágúst—sept- ember var mikið um dýrðir er vígð var mesta raforkustöð heims- ins, Dnieprostroy, við stórfljótið Dniepr í úkranje. Hefir hún verið byggð á fimm árum og kostað um 700.000.000 krónur. Eru nú þegar í gangi fimm aflvélar af níu, er framleiða 800.000 hestöfl, allar. Dniepr er um 2250 kílómetrar á lengd, og verður nú skipgeng nær allan þann veg; gerir flóðstíflan mikla það að verkum. Með þessarl feikna stöð er rafvirkjað svæði, þar sem búsettireruum 16.000.000 manns. Yfirmenn við þetta starf hafa vérið Alexander Winter, prófes- sor, verkfræðingur sovjetstjórn- arinnar og einn af frægustu verk- fræðingum Bandaríkjanna, Hugh Lincoln Cooper, hersir. Hefir hann komið fyrir aflvélunum og séð um alla steinsteypu. Lauk hann verk- inu 8 mánuðum fyrr en ákveðið var. Var hann á þessari hátíð sæmdur rauðu stjömunni, helzta heiðursmerki sovjetstjórnarinnar, er aldrei hefir veitt verið áður út- lendingi. Lætur hann, samkvæmt amerískum blöðum, hið bezta af samvinnunni við sovjetstjómina, og kveður »engann sem sér Dniep- rostroy geta efazt um að mestu erfiðleikarnir á vegi stóriðjufram- leiðslunnar séu nú að baki sovjet- stjórnarinnar. # # # Töluvert útlit er á því að Rúss- ar megi búast við meiri nauð- synjaskorti en nokkru sinni áður, síðan í hallærinu mikla, 1921. Fyrir mánuði síðan kom Stalin heim frá Kákasus, þar sem hann hafði dvalið sér til hressingar í tvo mánuði, og tveim dögum síðar var opinberlega tilkynnt að jafn- vel útlendingar þeir, er sérrétt- inda hafa notið, t. d. fréttaritarar og verkfræðingar, yrðu að sætta sig við til tekinn skammt af nauð- synjavörum, a. m. k. matvælum. Grænmeti segja amerískir fregn- ritarar, að enn muni nægilegt í Rússlandi. En margar aðrar eða flestar nauðsynjavörur aðrar munu vera af skornum skammti. Ber ýmislegt til. Fyrst er það, að bændur hafa þverskallazt svo, að þeir hafa sáð gífurlega miklu minna en í fyrra. Þá voru 15.000.000 ekrur sánar 25. ágúst, en á sama tíma í sumar aðeins 7.000.000. Enda hafa drátt- arvélar (»traktorar«) reynzt illa; sennilega missmíði um að kenna. Þá virðist og hafa illa, eða jafnvel sviksamlega, verið unnið í sumum verksmiðjunum, að því er sovjet- blöðin segja. T. d. hafa 15.000.000 metrar af klæði verið ofnir í verk- smiðjunum í Moskva, en 7.000.000 metrum hefir orðið að fleygja sem »ónýtu draslk. Þá er einnig svo að sjá, sem skóverksmiðjurnar í Moskva hafi reynzt iUa; framleitt ónýta vöru. Hallæri hafa alltaf verið mjög tíð í Rússlandi, og helzta orsök þeirra uppskerubrestur á stórum svæðum, ásamt erfiðum samgöng- um, svo að eigi hefir verið unnt að koma matvælum til hallærishérað- anna í tæka tíð, þótt nógar birgð- ir hafi verið annarstaðar í land- inu (eins og oft fer einnig á Ind- landi). Þá hefir einnig haldizt við tregða hjá bændunum frá fomu fari, er þeir lágu undir oki aðals- mannanna, að framleiða til muna meira kom, en þeir gátu sjálfir torgað, eða að vinna mikið meira en nauðsynlegast þurfti. Og nú vilja bændumir ekki framleiða til muna, svo að stjórnin geti ekki lagt hald á það sem fram yfir er lífsnauðsynjar. Til þess að uppræta þenna vana fylkti Stalin sem flestum bændum á samvinnubúgarðana, sem stjórn- in lét í té dráttarvélar o. fl. nauð- synjar. Skipaði ríkið umsjónar- mann yfir hvem búgarð, og hefi'r allt gengið vel að þessu. En af þvi að dráttarvélamar hafa reynzt svo illa, eða gengið svo fljótt úr sér, hefir stjórnin eigi getað staðið svo straum af búgörðunum sem skyldi, og þá þrjózkast bændurnir við sáninguna. Kommúnistar um allan heiim hafa eðlilega fagnað mjög krepp- unni, sem hefir gengið yfir hinn »kapitalistiska« heim. Ensennilega á einmitt útlitið í Rússlandi nú or- sök sína í kreppunni. Sökum hennar hafa Rússar orðið tilfinn- anlega af erlendum viðskiftum, er þeir annars hefðu getað hagnazt á miklum mun meira — sérstak- lega á sölu hráefna, til allskonar iðnaðar. Hagskýrslur frá Moskva, bi'rtar í september, sýna að fyrstu fimm Greinileoasta sönnunin á geeöum Osram lampans er hin mikla og almenna útbreiðslu þeirra í 80 löndum. F*að geta engar nema gæðavörur náð þvílíkri útbreiðslu. Osram lampinn er eftirsóttur vegna hinna framúrskarandi gæða hans og hins mikla ljósmagns í hlutfalli við straumeyðsluna. Jafn- framt hefir hann þá endingu sem er ódýrust notendum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.