Dagur


Dagur - 06.12.1932, Qupperneq 2

Dagur - 06.12.1932, Qupperneq 2
192 DAGUR 48. tbL MfmRKHKfHffHHIgj K „Krefft“emaillciailar elfaiélar 3 eru nú komnar aftur. w eru nu Krefft" eldavélarnar þekktar hér efiir fleiri ára noíkun, sem mjög kolasparar og i alla siaði ágœiar eldavélar. Pó er verðið mikið lœgra en á öllum öðrum emailleruðum eldavélum. Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingarvörudeildin. laMMMiHMHIMIMMIMi My ndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. að semja slíka bók jafnlítið og ís- lenzkan er þjálfuð við náttúru- fræðilega hugsun. Hygg ég þó höfundi hafi einnig vel tekizt á því sviði. Hann hefir allvíða orðið að búa til nöfn á dýrategundum þeim, er hann talar um, eða grafa upp gömul heiti er nota mætti. Virðist mér þar hafi víðast vel tekizt, enda þótt skiftar kunni að verða skoðanir um sum heitin. Að öllu samtöldu er bókin prýði- leg og á'hið fyllsta erindi til ís- lendinga, jafn ófróð og alþýða manna er um mörg frumatriði míttúrufrseðinnar. Kann ég höf- undi hinar beztu þakkir fyrir rit sitt. En harður áfellisdómur er það um lestrarfýsn og smekk manna, ef bók þessi verður ekki keypt og lesfn, á því sama herrans ári, og menn næstum rífast um að ná í »Leyndardóm Reykjavíkur« og aðrar slíkar ruslbækur, sem mok- að er út á markaðinn. Akureyri 22. nóv. 1932. Steindór Steindórsson. -----o---- Dómur í málinu: Réttvísin gegn: Carsten Behrens, Magnúsi Guðmundssyni og Niels Mancher. (Niðurlag), Ákærður Magnús Guðmundsson. Hin almenna umboðsmennska málafærslumanna liggur venju- lega í því, að færa eignayfirfærsl- una í form og gera aðra samn- inga, án þess að kynnast nákvæm- lega eða að nokkru leyti efnahag umbjóðandans. Hér stóð hinsveg- ar þannig á, að ákærður C. Beh- rens sneri sér til ákærðs Magnús- ar Guðmundssonar og bað hann að ráðleggja sér, hvað hann ætti að gera, er H. Tofte heimtaði eigaiayfirfærsluna. Virðist ákærð- ur C. Behrens hafa talið þess mikla þörf að hafa lögfræðing með sér í ráðum, þar sem ákærður N. Manscher, er gengið hafði frá efnahagsreikningnum taldi eigna- yfirfærsluna vafasama, vegna annara skuldheimtumanna ákærðs C. Behrens er samningaumleitan- ir byrjuðu. En ákærður Magnús Guðmundsson fékk nú efnahags- reikning ákærðs C. Behrens til at- hugunar og ráðlagði síðan ákærð- um C. Behrens eignayfirfærsluna, samkvæmt því sem hann hefir sjálfur játað undir rannsókn málsins. Spurningin er því sú, hvort á- kærður N. Manscher hefir með efnahagsreikningnum 28./10. og skýringum á honum, gefið ákærð- um Magnúsi Guðmundssyni svo ófullnægjandi eða rangar upplýs- ingar um efnahag ákærðs C. Beh- rens, að hann hafi þessvegna ekki haft aðstöðu til að sjá hinn raun- verulega fjárhag og að gjaldþrot- ið var eins og fyrr segir alveg yf- irvofandi. Þetta hefir því verið rannsakað allrækilega. — í því sambandi hefir ákærður N. Manscher lagt áherzlu á það, að efnahagsreikn- ingurinn frá 28./10. sé gerður samkvæmt bókum ákærðs C. Beh- rens, »en jafnframt«, segir ákærð- ur N. Manscher, »var gert allt, sem hægt var, eftir beiðni þeirra Magnúsar Guðmundssonar og H. Tofte, til þess, að þeir kæm- ist að raun um hið rétta ástand efnahagsinsc. Viðvíkjandi útistandandi skuld- um hefir ákærður N. Manscher meðal annars sýnt fram á, að skrá hafi verið samin yfir skuldirnar og lögð fyrir þá Magnús Guð- mundsson og H. Tofte, til þess að þeir gætu sjálfir myndað sér skoð- un á því, hvers virði skuldirnar væru í raun og sannleika. Þetta hefir ákærður Magnús Guðmunds- son kannast við. Ákærður N. Manscher hefir upplýst, að þannig hafi verið at- hugaður nákvæmlega hver ein- stakur eignaliður, sem nokkru máli skifti, til þess að sjá, hvers virði hann væri í raun og veru. Hann kveðst hafa verið á mörgum fundum með þeim H. Tofte og á- kærðum Magnúsi Guðmundssyni, einmitt til þess að athuga og út- skýra efnahaginn, Ákærður Magnús Guðmundsson hefir í aðalatriðum játað þetta rétt vera, en kveðst ekki minnast þess að þessar athuganir á efna- hagsreikningnum hafi breytt neitt heildarniðurstöðu hans. Af því sem að framan segir, er það upplýst, að ákærður Magnús Guðmundsson fékk áður en hann ráðlagði eignayfirfærsluna full- komna aðstöðu til þess að vita um hinn rétta efnahag ákærðs. Á- kærður Magnús Guðmundsson hlaut því af sömu ástæðum og á- kærður C. Behrens sjálfur að sjá, að eignirnar á efnahagsreikningn- um 28./10. voru færðar með svo háu verði, að það var ekki sann- virði þessara eigna. Má þar nefna fasteignina og útistandandi skuld- ir, og liggur að nokkru fyrir í málinu, hvemig ákærður Magnús Guðmundsson hefir metið þessar eignir, sbr. ummæli hans um fast- eignina í bréfinu til skuldheimtu- manna vorið 1930 og að hann skömmu síðar hjálpaði ákærðum C. Behrens til að selja þessa fast- eign fyrir kr. 53200.00. Úrvalið af útistandandi skuldum ákærðs C. Behrens gengur ákærður Magnús Guðmundsson inn á að afhenda með talsverðum afslætti, sbr. samninginn frá 7. nóvember og kr. 10454.56, sem er aðallega hluti sömu skuldanna, sem taldar eru í efnahagsreikningnum 28./10., tcl- ur hann samkvæmt upplýsingum frá ákærðum C. Behrens, um 2000 króna virði. — Ákærður Magnús Guðmundsson sá það því, að ákærður C. Behrens skuldaði raunverulega mikið um- fram eignir, er hann gerði samn- inginn 7. nóvember og það þó að þær skuldir, er hinir ákærðu telja að hafi mátt sleppa og gefnar hafi verið eftir af H. Tofte f. h. C. Höepfner séu ekki taldar á- kærðum C. Behrens til skulda. En það er og upplýst, að hús- gögn ákærðs C. Behrens, sem talin eru til eigna á efanhagsreikningn- um 28./10., kr. 1458.15, voru veð- sett Ivar Behrens fyrir skuld, sem haldið er fram að ekki hafi þurft að taka tillit til, og versnaði fjár- hagur ákærðs C. Behrens enn við það frá því sem efnahagsreikning- urinn sýnir. Eins og upplýst er áður, gekk ákærður Magnús Guðmundsson frá samningnum 7. nóvember og undirbjó hann, og hann vissi því, að 6000 króna eftirgjöfin var að- eins á yfirborðinu, þar sem jafn- framt voru færðar ákærðum til skuldar ýmsar nýjar upphæðir, sem voru samtals talsvert hærri og versnaði þvf efnahagurinn hjá ákærðum C. Behrens svo, að skuldir hans umfram eignir urðu talsverðar, þótt gengið sé út frá efnahagsreikningnum 28./10. og eignirnar færðar með hinu óeðli- lega háa verði eins og þar er gert. En þó verður mismunur eigna og skulda að sjálfsögðu ennþá meiri, ef litið er á eignirnar með því sannvirði, er ákærður Magnús Guðmundsson hlýtur eftir fram- angreinda athugun að hala gert, sbr. og athugasemdimar í bréfi hans og var þá gjaldþrotið yfir- vofandi, þótt skuldum við skyld- mennin og bankafirmað Bruhn & Baastrup væri sleppt. Eins og nú hefir verið sýnt, skiftir það ekki afgerandi máli, hvort skuldimar við skyldmennin og bankafirmað Bruhn & Baastrup eru taldar ákærðum C. Behrens til skuldar 7. nóvember, er eigna-yf- irfærslan fór fram. — En rétt þykir þó að athuga þetta nánar, þar sem hér er um að ræða aðal- varnarástæðu ákærða Magnúsar Guðmundssonar. — Ef tekinn væri trúanlegur fram- burður ákærðs Magnúsar Guð- mundssonar sjálfs um það atriði að hann hafi verið í góðri trú (bona fide) og álitið, að rétt væri að sleppa framangreindum skaid- um 7. nóvember, er það þó sann- að, með bréfinu, er hann sendi skuldheimtumönnum ákærðs C. Behrens, vorið 1930, að hann þá hefir álitið, að taka ætti fullt til- lit til þessara skuida og þannig hefir hann í slæmri trú (mala fide) haldið áfram að aðstoða á- kærðan C. Behrens í þeim verkn- aði sem hann drýgði með eigna- yfirfærslunni 7. nóvember, með því að reyna að koma því til leið- ar, að skuldheimtumenn ákærðs C. Behrens kepptu nú um greiðslu- hluta við skyldmennin og Bruhn & Baastrup, en sjálfur hefir á- kærður Magnús Guðmundsson játað, að hagsmunum skuld- heimtumanna hefði því aðeins verið borgið og eignayfirfærslan 7. nóvember hefði því aðeins verið heimil, að ekkert tillit væri tekið til þessara margnefndu skulda við skyldmennin og Bruhn & Baa- strup. , Það er því sannað, að þótt fram- burður ákærðs Magnúsar Guð- mundssonar væri tekinn trúanleg- ur um þetta atriði, hefir þó ásetn- ingur hans um að veita ákærðum C. Béhrens aðstoð við brot hans verið fyrir hendi ekki síðar en er hann sendi skuldheimtumönnum bréfið og er þá um eftirfarandi á- setning (dolus superveniens) að ræða og getur því staðhæfing hans um góða trú 7. nóvember ekki leyst hann undan refsingu fyrir þessa síðari aðstoð hans við að halda áfram broti ákærðs C. Beh- rens gagnvart skuldheimtumönn- unum. En eins og upplýst er í málinu hafði það við engin rök að styðj- ast, að telja ekki með til skulda á- kærðs C. Behrens 7. nóvember skuldir skyldmennanna og skuld- ina við Bruhn & Baastirup. Fyrir þessu liggur aðeins eigín staðhæf- ing hinna ákærðu, en hinsvegar sannað, að engin loforð eða vil- yrði lágu fyrir um eftirgjöf frá skuldareigendum. Sú staðreynd, að ákærður C. Behrens og Magnús Guðmundsson telja skuldina ekki niður fallna er þeir skrifa skuld- heimtumönnunum og bjóða 25% upp í skuldirnar sensi fullnaðar- greiðslu, sýnir, að þefr hafa jafh*

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.