Dagur - 06.12.1932, Side 3

Dagur - 06.12.1932, Side 3
48. tbl. DAGUR 103 Peningar gefins! Eitt huodrað sjðtíu 09 iimm krónur. Frá 1. des. til jóla fær hver sá, sem kaupir vörur hjá okkur, fyrir minnst fimm krónur í einu, gegn stað- greíðslu, einn tölusettan miða, fyrir kr. 10.00 tvo miða o. s. frv. — Um þrjá vinninga er að keppa og .hljóta þrjár fyrstu tölurnar, er út verða dregnar, þessa vinninga: 1. vinningur kr. IOO.00 í peningum 2. —>— — 50.oo - —>— 3. —>— — 25.oo - —»— Dregið verður um vinningana á milli jóla og nýjárs, undir lögreglu- eftirliti, og þær tölur sem vinna auglýstar í blöðunum. — Virðingarfyllst. p. p. Verslunin »PARIS«, Akureyri. Þórsteinn Sigvaldason. MT Petta gildir einnig fyrir Verzlunin Alaska. TM * Allt með fslenskum skipurn! * an talið skuldirnar í gildi sem aðr- ar skuldir, því ef skuldirnar voru ekki til 7. nóvember gátu þeir heldur ekki álitið þær til í maí- mánuði. Ákærður Magnús Guðmundsson sá því greinilega, að gjaldþrot C. Behrens var yfirvofandi, er hann ráðlagði eignayfirfærsluna 7. nóv. og kom henni í kring, öðrum skuldheimtumönnum C. Behrens til tjóns. En það má og jafnframt benda á það, að ákærður Magnús Guð- mundsson vissi, að H. Tofte var sendur hingað beinlínis til að tryggj a hagsmuni h. f. Carl Höepfner. H. Tofte heimtar að sér sé framselt megnið af og úrvalið úr vörum ákærðs C. Behrens (sbr. 2. gr. samningsins »góðar og ó- sviknar verzlunarvörur«) og úr- valið af útistandandi skuldum hans (sbr. 2. gr. samningsins: »góðar, tryggar kröfur«). Að H. Tofte, eftir að hafa kynnt sér efnahag ákærðs C. Behrens, heimtaði þessi framsöl og þar með greiðslu í svo óvenjulegum gjald- eyri, stafaði vitanlega af því, að hann óttaðist yfirvofandi gjald- þrot ákærðs C. Behrens. Það er og upplýst af ákærðum C. Behrens og N. Manseher, að H. Tofte hafi jafnframt því að heimta þessi framsöl beinlínis hótað kæru og gjaldþroti. Hann stöðvaði og öll lán frá h. f. Carl Höepfner til á- kærðs C. Behrens og heimtaði (sbr. 5. gr. samningsins), að á- kærður C. Behrens greiddi víxlana í gjalddaga, enda fór mikill hluti af því fé, sem hann fékk inn, með- an verzlunin hélt áfram, í greiðslu þessara víxla. Þegar þessar ástæður eru at- hugaðar í sambandi við sjálfan efnahag ákærðs C. Behrens, verð- ur það jafnvel enn augljósara, að það gat undir engum kringum- atæðum farið fram hjá ákærðum Magnúsi Guðmundssyni, að gjald- þrot ákærðs C. Behrens vofði yfir. Þess er getið hér að framan, að ákærður Magnús Guðmundsson hafi, er ákærður C. Behrens var að verða gjaldþrota í byrjun árs 1930, með samningaumleitunum frestað gjaldþrotinu fram yfir riftunartímann, sem ákveðinn er í 19. gr. gjaldþrotaskiptalaganna. Þótt ákærðum C. Behrens og Magnúsi Guðmundssyni hafi ekki tekizt að sýna fram á, að ákærður C. Behrens hafi haft nokkra möguleika til að standa við boð sitt um 25% greiðslu af skuldum, og nauðasamninga væri ekki leit- að, sem þó var heitið, verður þó ekki talið sannað, að tilboðið hafi veri gert í sviksamlegum tilgangi. En það verður ekki komizt hjá að líta á það, að ef ákærður Magnús Guðmundsson hefði gert eignayfirfærsluna 7. nóvember í þeirri trú, að ákærður C. Behrens yrði ekki gjaldþrota og allir fengi sitt, hlaut það að koma honum & óvart, að sá sami maður, sem hefði blekkt hann þannig, kæmi til hans rétt eftir áramótin og segði honum, að nú væri hann að verða gjaldþrota og vildi nú reyna að gx'eiða öðrum skuldheimtumönn- um 25%, sem hann þó ekki gæti, án hjálpar. — Það verður að telja sennilegt, að ákærður Magnús Guðmundsson hefði undir slíkum kringumstæðum ekki látið hjá líða að benda ákærðum C. Behrens á það, að eigi yrði komizt hjá því að leiðrétta það ranglæti, sem öðr- um skuldheimtumönnum hefði verið gert með eignayfirfærslunni 7. nóvember eða minnsta kosti' benda ákærðum C. Behrens á að gefa sig þegar upp til gjaldþrota- skifta, til þess að skuldheimtu- mennimir gætu látið rifta eigna- yfirfærslunni. En ákærður Magn- ús Guðmundsson gerði ekki þetta, heldur hið gagnstæða. Það er því ekki hægt að komast hjá því að líta á þetta sem enn eitt og æði sterkt sönnunaratriði þess, að ákærðum C. Behrens og mála- færslumanni hans, ákærðum Magnúsi Guðmundssyni hafi, svo sem áður er sýnt, verið hið yfir-- vofandi gjaldþrot ljóst 7. nóvem- ber og því ekki komið það á neinn hátt á óvart, að ákærður C. Beh- rens var að verða gjaldþrota eftir áramótin, er ákærður Magnús Guðmundsson afstýrði því. Með því að ráðleggja og stuðla að eignayfirfærslunni til h. f. Carl Höepfner 7. nóv. þegar honum var ljóst, að gjaldþrot ákærðs C. Behrens var yfirvofandi, hefir á- kærður Magnús Guðmundsson brotið gegn ákvæðum 263. gr., sbr. 48. gr. almennra hegningarlaga. Ákærður N. Manscher hefir staðfastlega haldið því fram und- ir í’annsókn málsins, að hann hafi ekki átt neinn þátt í að stuðla að eignayfirfærslunni heldur lagzt á móti henni í upphafi og síðan lát- ið samningana afskiptalausa. Þetta er viðurkennt af ákærðum C. Behrens og ákærður Magnús Guðmundsson hefir ekki mótmælt því. Það er upplýst, að hann hefir látið semja þann efnahagsreikn- ing, sem fyrir liggur í málinu samkvæmt bókum ákærðs C. Beh- rens eins og í efnahagsreikningn- um segir, og það er viðurkennt af ákærðum Magnúsi Guðmundssyni og C. Behrens, að ákærður N. Manscher hafi verið viðstaddur til að gefa frekari skýringar viðvíkj- andi efnahagsreikningnum og efnahag ákærðs C. Behrens í heild og það hefir ekki neitt komið fram við rannsókn málsins, sem bendir til þess, að þær upplýsing- ar hafi verið villandi, heldur virð- ast upplýsingar hans hafa verið ítarlegar, svo sem áður segir. Það verður því að sýkna ákærð- an N. Manseher af ákæru réttvís- innar í þessu máli. Ákærður Carsten Behrens ex- kominri yfir lögaldur sakamanna, fæddur 19. ágúst 1889, og hefir ekki áður sætt ákæru né refsingu og þykir refsing sú, sem hann hef- ir til unnið fyrir afbrot sitt sem greint er hér að framan hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 45 daga og auk þess verður, samkv. 8. gr. gjaid- þrotaskiptalaganna að svifta hann rétti til þess að reka eða stjóma verzlun eða atvinnufyrirtæki í næstu 6 ár frá uppsögn dóms þessa. Ákærður Magnús Guðmundsson ei einnig kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 6. febrúar 1879 og hefir ekki áður sætt ákæru né í’efsingu og þykir refsing sú, sem hann hefir til unnið fyrir að- stoð sína við framangreint afbrot hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi í 15 daga. Ákærður N. Manscher er og kominn yfir lögaldur sakamanna, fæddur 17. janúar 1895. Hann hefir með dómi aukaréttar Reykjavíkur, uppkveðnum 1. ágúst 1932, verið dæmdur skil- orðsbundið fyrir brot á ákvæðum 264. gr. 1. málsgr. sbr. 48. gr. al- mennra hegningarlaga frá 25. júní 1869. Sá dómur er nú fyrir hæstarétti. Eins og fyr segir verð- ur að sýkna hann af ákæru rétt- vísinnar í þessu máli. Ákærðir C. Behrens og Magnús Guðmundsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan sakar- kostnað 1 máli þessu. Á máli þessu hefir enginn óþarf- ur dráttur orðið, en fyrir nokkrum drætti, sem orðið hefir í rannsókn málsins er gerð grein í rannsókn- argerðunum. • Því dærnist rétt vera: Ákærður Carsten Behrens sæti fangelsi við venjulegt fangaviður- væri í 45 daga og skal auk þess sviftur rétti til þess að reka eða stjórna verzlun eða atvinnufyrir- tæki í 6 næstu ár frá uppsögn dóms þessa. Ákærður Magnús Guðmundsson sæti fangelsi við venjulegt fanga- viðurværi í 15 daga. Ákærður Niels Manscher skal vera sýkn af ákæru réttvísinnar í málinu. Ákærði C. Behrens og Magnús Guðmundsson greiði annar fyrir báða og báðir fyrir annan allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Hægilegt Ijósmagn er|fyrsta skilyrði fyrir góðri birtu. Eftir því sem kröfur seinni ára um góða og hentuga birtu hafa vaxið, og notkun rafmagns rutt sét til rúms, hafa einnig kröfur manna um góða ljósgjafa aukist. Hinar heimsfrægu Osram-perur, innanmattar og gasfylltar, fullnægja, svo sem unnt er, þessum kröfum. Pær nota rafmagnsstraum- inn til hins ýtrasta og gefa mest ljósmagn. Biðjið því aðein9 um Osram-perur. 40 og 60 ijó«a erw hinar hentugustu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.