Dagur - 08.12.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 08.12.1932, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 6rg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Ami Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. / Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XV. ár. Akureyri 8. desember 1932. 49. tbl. Björnstjerne Björnson. 8. dec. 1832 — 8. dec. 1932. (Flutt í Menntaskólanum á Akur- eyri á aldarafmæli hans). »Alt saa du dig Tid til: at rydde, at hegne, at nære, og alt tok du paa dig, din Bredde var skabt til at bære<r. »Her var han Landets Hyrde, hist de Forsaktes Tolk, han stod under Vaabenbyrde for alla de Trængte i Verden var og alle kjæmpende Folk«. (Knut Hamsun). Björnstjerne Björnson á aldar- afmæli í dag. Án efa er nú mikið um dýrðir með frændum vorum, Norðmöun- um. Ef önd hans má nú skynja, hvað fram fer í Noregi þessa dimmu desemberdaga, þá sér hún, að honum hefir nú orðið að þeirri trú sinni, að »den kulde de gav, smælter hen p& min grav«. Sú var tíðin, að Björnson átti ekki vinsældum að fagna með þjóð sinni. Eitt sinn lögðu Kristjaníu- búar svo mikið hatur á hann, að hann kveinkaði sér við að ganga um aðalgötu bæjarins, Karl Johan. Um sömu mundir hliðraði hann sér hjá að láta skera hár sitt á rakarastofu, sökum ónota-athuga- semda og sáryrða, sem hann mátti eiga von á þar. Varð hann því að láta konu sína klippa sig. Nú syngja þeir honum lofið og dýrð- ina, niðjar þeirra manna, sem fjandsköpuðust við hann og sví- virtu hann í lifanda lífi. Nú tigna þeir hann og vegsama, margir, sem æpt hefðu að honum og haft um hann óvirðingar- og háðungar- orð, ef þeir hefðu verið samtíðar- menn hans. Löngum átti hann átaka-snarpastan þátt í að kljúfa þjóð sina í öndverðar hersveitir, hverja annarri fjandsamlega. Nú sameinar hann þjóð sína látinn í lotning fyrir lífsstarfi hans. Nú telur fósturjörð hans það einn sinn dýrsta hróður, að hafa getið og fóstrað slíkan son. Það er vel, að minnzt er mikilla manna, ef slíkt er gert á heilbrigð- an hátt, o: án þjóðarrembings og án dýrra veizluhalda á alþjóðar- kostnað handa fáeinum »útvöld- um«, sem sumir hafa slíks, ef til vill, sízt þörf. Hitt er hollt og hamingjuvænlegt, að rifja upp minning þeirra og æfistarf, ekki sízt er slíkir menn sem Björnstjer- ne Björnson eiga í hlut. Æfi hans er án efa skemmtilegasta skáld- saga hans. Allir islendingar víta, að hánil var stór-skáld, eitt hið mesta, sem Noregur hefir eignazt. Hinu hafa þeir fráleitt allir gert sér grein fyrir, hve afskaplega fjölhæfur hann var í skáldskapnum. Ibsen orti ekki nema leikrit og Ijóð, Lie ekki nema skáldsögur og kvæði. Alexander Kielland samdi aðallega skáldsögur og varð frægastur fyr- ir þær, þótt hann fengist einnig nokkuð við leikritagerð, en Ijóð orti hann engin, að minnsta kosti ekki svo að orð sé á gerandi. Eftir Björnson liggja bæði skáldsögur, leikrit og Ijóð. í öllum þessum greinum skáldlistarinnar hefir hann ort eitthvað frábært og af- burða-fagurt. En skáldskapur hans er ekki nema einn hluti starfs hans. Hann var leikhússtjóri, hann var blaðamaður og ritstjóri, pólitískur ritstjóri oftar en einu sinni, hann var stór-bóndi. Og al- staðar sópar að honum. Svo segja sumir, að leikhússtjórn hans hafi borið svo af, að þar hafi Noregur engan átt snjallari. Gerðist hann ungur tannhvass og andríkur leik- listar-rýnandi. Hann var og ein- hver hinn mesti mælskumaður, sém sögur fara af í Noregi. Hann var sá áhrifamaður í ræðustól, sem allt af vakti áheyrendur á ein- hvern hátt, um hvað sem hann talaði, annaðhvort hreif þá eða hneykslaði, stælti þá til fylgis við málstað sinn eður æsti þá til ofsa- fenginnar andstöðu og fjandskap- ar við sjálfan sig. Allt lét hann tjl sín taka, öll hin helztu landsmál og stjórnmál, sem á döfinni voru í Noregi um daga hans. Barátta hans var vígð sjálfstæði Noreg3, bæði stjórnarfarslegu og þjóðernis- legu. Flestum nægiraðberjastþar. Enþótthann værri einnig frjósamt stórskáld,varð hannaðberjastvíð- ar en á vettvangi stjórnmála og þjóðernismála. Þá er hann ummið- bik æfinnar hafnaðiýmsumhöfuð- kenningum kristinnar trúar, hóf hann hvassar deilur við klerka og kennimenn. Og enn berst hannvíð- ar. Bæðiíræðu og riti barðisthann með þeim eldmóði og því afli and- ans, sem honum var lagið, fyrir þvi, sem hann taldi heiibrigt sið- erni í hjúskapar- og kynferðismál- um. Gekk hann þar ódeigur á hólm við einhvern hinn vígfim- asta ritdeilu-kappa, sem þá var uppi á Norðurlöndum, Georg Brandes. Hann var í einu brjósti heill mið-flokkur, sem vó, varðist og sótti á tvær hendur. Annars vegar var sókn háð við íhaldístjórnmál- um og trúarefnum, hins vegar við róttækt frjálslyndi í siðferðis- og kynferðismálum, þar sem flestir listamenn og rithöfundar á Norð- urlöndum voru í andskotaflokki hans. Og allt af barðist hann fyrir fieira og fleira. Hann lét sig miklu skifta alþjóðarmál. Og svo viða fór hróður hans og frægð um lönd, að orð hans máttu sín mikils þar. i L- ... -Jw Þetta mikla skáld og landshöfð- ingi var prestssonur, eins og margir afburðamenn Norðurlanda, og ólst fyrstu ár æfinnar upp í afskekktu byggðarlagi. Kennir prestablóðsins í ritum hans og lífs- baráttu. Annars varhannaðmestu af bændum kominn, að nokkru af stór-bændum. Honum var 12 ára komið i skóla, en sóttist námið næsta treglega. Samt var hann þar ekki aðgerðalaus. I skólanum kynntist hann Heimskringlu Snorra, og varð hugfanginn al ritsnilld hans og frásögum. Sætti hann þar áhrifum, sem honum entust æfilangt. Gaf hann út skrifað blað í skólanum. Þá voru ekki skólablöð vélrituð eða fjöl- rituð, því síður prentuð, eins og nú er gert hér í skólanum. Þetta skólablað sitt kallaði hann »Frels- ið«. En svo er að sjá, sem kenn- urum hans hafi lítt getizt að blaðamennsku hans og lestri »utan hjá« og annarri starfsemi hans í skólanum (hann stofnaði þar félag, sem hafði mikinn áhuga á frelsisbaráttu sumra Norður- álfuþjóða). Og með því að faðir hans virðist hafa örvænt um stú- dentspróf hans í skólanum, tók hann sonsinnþaðanogvistaðihann í nafnkunnum »tossa«-skóla í höfuðstaðnum, sem kallaður var »stúdenta-verksmiðjan« Hét for-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.