Dagur - 08.12.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 08.12.1932, Blaðsíða 2
“V DAGUR 196 m m m m I u ■m „Krefft' hui eru nú þekktar hér efiir fleiri ára notkun, sem mjög kolasparar og i alla siaði ágœiar eldavélar. Þó er verðið mikið lœgra en á öllum öðrum emailleruðum eldavélum. Kaupfélag Eyfirðinga. fcJygjfinKarvörudeiidin. IHfRHRmHHHRRW Krefrt“emailleraðir elðavélat eru nú komnar aftur. eldavélarnar •m •m aMMMMMHttMHMMMI My ndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin aila daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. stöðumaður hans Heltberg, stór- frumlegur skólamaður. Orti Björnson síðar stór-merkileg erfi- ljóð eftir hann, þar sem hann sendi skólanum, er hann var sagð- ur úr, kveðju sína og »þökk fyrir síðast« á þessa leið: >Jeg gik pá en liten, meget pyntelig skole pá hvilken báde kirke og stat kunde stole. Den drejet helt stillfærdig i stats- maskineriet, og skjönt det kunde höres pá hjule- knirkeríct, at sjælden den smurtes av ándens talg, sá var p& hine kanter slet intet valg: vi m átte gá der, til vi blev store. Jeg gik der ogsá, — men læste Snorre. De samme böker, de selvsamme tanker, som lærer efter lærer pá kongelig forordning i slægt efter slægt selvforsagende banker — og som ene skaffer lærer og lærling befordning«. >De samme böker, de selvsamme tanker, kamraterne át; men jeg tapte appetitten og sá længe vraket kosten, till jeg ændelig blev kvitt ’en — og hoppede glad over hjæmmets skranker*. Þarna í »tossa«-skólanum eignað- ist Björnson skólabræður, sem síð- ar urðu stór-frægir og allir höfðu dregizt aftur úr jafnöldrum sínum á skóla-skeiðinu, t. d. Vinje, Jónas Lie og Henrik Ibsen. Slamraðist Björnson yfir stúdentspróf með skömm, var »nonisti« (hlaut 3. einkunn). Að loknu stúdentsprófi hvarf hann frá skólanámi. Réð hann það af skömmu eftir stúdentspróf, að gerast rithöfundur og lifa á rit- störfum. Var slíkt víst fífl-dirfska á þeim árum. Hann fær fyrst at- vinnu við blaðamennsku, starfar í þágu þriggja eða fjögurra blaða, og gerist hann nú sjónleika-dæm- andi, sem áður getur. Brátt kemur í Ijós þjóðrækni hans, áhugi hans á að efla andlegt og menningar- legt sjálfstæði þjóðar sinnar, og það einmitt í afskiftum af leikhús- málum höfuðstaðarins. Danskir leikendur voru þá í Noregi og kenndu ungum Norðmönnum list- ina. Björnson hélt því fram, að leikhúsið ætti smásaman og bylt- ingalaust að losast við þessa dönsku listamenn, sem sumir höfðu raunar verið ágætir, og fá norska leikendur í þeirra stað. En þá er leikhússtjórnin varð ekki við slíkri kröfu, gerðist hann forsprakki að miklum pípublæstri í leikhúsinu, og tóku um 600 manns þátt í þeim æsingaleik. 25 ára gamall lætur hann Sigrúnu á Sunnuhvoli frá sér fara. Skömmu síðar birtast Árni og Kátur 'piltur. Allar þessar sögur eru þýddar á íslenzku og hafa mörgum skemmt hér á landi. Þær eru sveita- og alþýðusögur og heyra til sömu bókmenntagrein og sögur Jóns Thoroddsens. Var slik- ur skáldskapur þá mikið nýnæmi í norskum bókmexmtum. óx vegur hans nú skjótt og stórum. Hann verður (1857) forstjóri leikhúss- ins í Björgvin. Og þar tekur hann að fást við stjórnmál, og er hinn ákafasti sjálfstæðismaður. Hann var aldrei hálf-volgur né hikandi. Undan arnarvængjum hans stóðu stormar og styrjaldir, hvar sem hann flaug yfir byggðir og bæi. Kenndi þess brátt í stjórnmála- baráttu hans, að hann var áhrifa- maður, sigursæll á vígvöllunum. Var það fyrsta stjórnmála-afrek hans, að honum tókst að fella fjóra þingmenn og koma á þing í þeirra stað fjórum frambjóðend- um, er voru meiri þjóðernis- og sjálfstæðismenn. Fyrir þessa sig- ursæld varð hann pólitískur rit- stjóri í höfuðstaðnum. Gerðist hann nú djarfur og stórorður I sjálfstæðiskröfum fyrir hönd þjóð- ar sinnar. Varð hann brátt að hrökklast frá blaðinu. Eftir þann ósigur fær hann styrk til utanfar- ar, sem einn andstæðingur hans útvegar honum. Vildu móstöðu- menn hans nú fegnir losna við þennan háværa óróasegg úr landi. Er það heldur sjaldgæft, að menn hafi slíkt gagn af andskotum sín- um sem Björnson hafði þá, er honum var veittur rausnarlegur utanfarar-styrkur i slíku skyni. Fer hann nú til Rómaborgar og þroskast mjög í þeirri för. Þá er hann kom heim úr þess- ari suðurgöngu, var honum mjög fagnað. Annars valt á ýmsu um lýðhylli hans. Stundum var hann næstum því dýrlingur eður ástgoði þjóðar sinnar. Stundum tekstaftur að efla þann fjandskap við hann, að kalla má, að honum sé sá einn kostur nauðugur, að flýja land og fara í útlegð. Kom þar brátt, að hann gerðist einhver mesti mælskumður þjóðar sinnar, leið- togi hennar, vökumaður og róm- sterkur vekjandi í sjálfstæðis-, þjóðernis- og menningarmálum. Hann vílar aldrei fyrir sér að hætta virðingu sinni og lýðhylli í baráttu fyrir áhugamálum síuum og stefnu. Felst mikilleikur hans, meðal annars, í því. Einhver hefir sagt, að sá verði að fórna líf- inu, sem vilji vinna það. Á svipað- an hátt má segja, að sá verði að fórna sæmd sinni, sem geta vill sér góðan orðstír. Megið þér, nemendur, þó ekki misskilja þessi orð. Sá misskilningur gæti orðið yður dýr. Hvað eftir annað æsti hann þjóðina upp í móti sér. Aldrei hamaðist þó fjandskapar- og æsingahríðin svo hatramlega á honum sem skömmu eftir 1870. Var það tilefni þess illviðrahamjj, að hann sagði i ræðu, að Dan- ir og Norðmenn yrðu að skoða sameining hins nýja, þýzka ríkis með góðvilja. »f stað merkja haturs verður nú að draga vina- merki við hún« (»maa vi hejse Venne-Signaler«). »Kristnarþjóðir á Norðurlöndum verða, með mætti gagnkvæmrar góðvildar, að endur- vinna Norður-Slésvík. Eg segi mig úr hatur-félaginu« (Jeg mel- der mig ut av Hadets Forening«). Birtist hér í senn barnaleg bjart- sýni hans og göfugmannlegur hugsunarháttur. Gerðist örvahríð- in að honum nú svo hvöss, að hann forðaði sér til útlanda, og flýði í annað sinn til Rómaborgar. 1875 sneri hann aftur heim til fósturjarðar sinnar og settist að uppi í sveit, á Aulestad í Gauts- dal, og bjó þar síðan til æfiloka. Skáldið hafði lengi þráð það, að eignast sveitajörð. Bjuggu ríkir höldar þar í Gautsdalnum, og taldi Björnson til frændsemi við suma þeirra. Hugði hann gott til lögu- neytis við Gautsdæli, og voru það framadraumar hans, að gerast þav héraðshöfðingi. Hann unni bænd- um, sem eðlilegt var um prests- soninn, er í æsku kynntist mest sólarfletinum á sveitalífinu. En hér beið hann vonbrigði. Aldrei komst á fullkominn trúnaður milli hans og þeirra dalaskeggja, og bar margt til þess. Þeir voru í- haldsmenn í stjómmálum, Björn- son var frjálslyndur og framsæk- inn. Þeir virtu mikils trúarbrögðin. Björnson var þeim þá orðinn í ýmsu andvígur og barðist við kirkju-menn og Krists-menn og var af ýmsum talinn »Anti-Krist- ur. Björnson var fasmikill, harð- fara og hraðfara. »Bændur eru alstaðar á öllum tímum dálítið þungir í vöfunum«, segir norakur 49. tbl. Það tilkynnist hérmeð vinum og vandamðnnum, að Lilja Ouðný Halldórsdóttir andaðist 6. þ. m. að heimili sinu, Oddeyrargðtu 12. — Jarðarförin ákveðin 14. þ. m. og hefst með húskveðju kl. 1 e. h. frá heimili hinnar látnu. Akureyri 7. desember 1932. Sigurbjörg Bjarnadótfir. flðalsteinn Bjarnason listamaður, sem ritað hefir minn- ingar um Bjömson og sambúð hans við Gautsdæli. Og loks er ó- talin ein ástæðan: Björnson var, í andlegum skilningi, höfði hærri en sveitungar hans. Þar hafa sannazt orð Stephans G. Step- hanssonar: »Firrist múgur mök við mikilhæfk. Á þessum árum tók Björnson og nýja trú. Hann hafnaði nú kristinni trú, sem hann hafði aðhyllzt frá bernsku, og hallaðist að kenningum Darwins, Las hann feiknin öll í náttúruvísindum, heimspeki, þjóðfélagsfræði, vildi allt af vita meira, skilja fleira. Hann ól í barmi sér djúpa lotning fyrir vísindf unum, uppgötvunum þeirra og rðk- studdum kenningum. Hann sökkti sér ofan í rit um nýjustu rannsóknir og gagnrýni á biblfunni. Hann hafnaði trú á persónulegan ódauðleik. En allt um það týndi hann ekki bjartsýni sinni né trú á sigur hins góða né á dýrmæti mannlegs Iífs. Honum var það fagn- aðarefni, að hlotnist það, að vera skammlífur dropi í mannhafinu, »að vera fræ og afkvæmi eilífðarinnar«, eins og hann kvað. Þá er hann hafði öðl- azt þessa nýju lífsskoðun, þótti honum sem nýjar lindir hefðu runnið upp úr sálardjúpi sínu. sEinstaklingnum ríður mest á að vera sannur*, sagði hann í ræðu til norskra stúdenta. Og hann bætti við: »Þorðu að hugsa! Þorðu að segja það, sem þú hugsar! í fyllingu tímans eignast þúþátrú*. Það var megin-hugs- unin í ýmsum skáldritum hans eftir ,sinna- skiftin', að menn yrðu að grundvalla líferni sitt á sannleika.en ekki,ásjálfsblekk- ingu. Sú er frumhugsunin í einu hinu tilkomu-mesta Ieikriti hans, »En fallit*, sem er ógleymanlegt hverjum, sem les það með nokkurri athygli, eink- um sökum drengilegrar einbeittni og sann-höfðinglegrar skaphafnar Berents mál-færslumanns. í því leikriti má sjá, hve menn geta villt sjálfum sér sýn í efnum, þar sem ætla mætti, að þeir hlytu að sjá, hvað fyrir þeim liggur. En Björnson var uppalandi. Því sýnir hannog, hversu leysa ber mikilhæfan kaupsýslumann, á grafarbarmi gjaldþrots og niðurlægingar, úr álögum hans, bjarga honum frá von-skrökum hans og háskatafli, endurreisa hann og end- urfæða, breyta honum í nýjan mann. Björnson var, eins og eðlilegt er, einatt brugðið um annarlegar hvatir í opinberri framkomu, hégómlyndi, metn- aðargirni, leikara- eða loddarahátt, Oerðust jafnvel vitrir rithöfundar til slfks, og lýstu honum eins og hann væri trúður eða hálf-gerður sjónhverf- ingamaður. En þótt hann kunni að hafa verið metnaðargjarn og þótt Iofið gott, eins og Guðmundi ríka forðum, var mannskjarninn mikill og sterkur, viljinn I senn víðfeðmur, einlægur og mátt- \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.