Dagur - 08.12.1932, Blaðsíða 3

Dagur - 08.12.1932, Blaðsíða 3
. 49. tbl. DÁGUR 197 ugur, vilji hans á að gagna fósturjörðu sinni og þjóð, örva hana til heilbrigðs raetnaðar, sjálfstæðis, drengilegra at- hafna og dáða. Ungur bað hann guð sinn, eitt sinn, er hann var staddur er- lendis: »Drottinn, gættu þess (orðrétt: »safnaðu því«), sem gott er í mér. — — Stækkaðu sífelit í rriér kærleikann. Ger hug minn skýran, svo að í honum speglist dásemd heimsins. — — Láttu mér stöðugt verða hugsað til ástvina minna, sem lifa í minningu minni, svo að eg verði heimili mínu og skyldum trúr og hinu litla föðurlandi mínu, sem eg vil vinna fyrir um æfina. — — Gerðu mig mikinn í þrá minni, en auðmjúkan í starfi mínu (ydmyg i min gerning), og sameinaðu mig að hinu eina nauðsynlega.« — Minnist eg þess ekki, að eg hafi séð né heyrt fegurri bæn. Og forlög hans og jhamingja bæn- heyrðu hann. Honum auðnaðist að berjast langa æfi fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði Noregs og fullkomnu lýðræði í landinu. Saga Noregs getur seint gleymt honum. Það hefir verið sagt, að enginn hafi átt eins mikinn þátt í því, aðrir en andstæðingar Noregs í yfirstétt Svía, að slíta í hugum landa sinna sambandið milli Noregs og Sví- þjóðar. Einhver ágætasti sagnritari Nor- egs, Ernst Sars, sagði eitt sinn í gamni, að hann ætlaði að sknfa sögu Noregs á 19. öld í tveimur bindum . I. bindi Hennk Wergeland, II. bindi Björnstjerne Björnson. Slikt eru auð- vitað öfgar — og orðunum ætlað að vera það. En slíkur maður sem Ernst Sars hefir þar þó ekki farið með einbera fjarstæðu. Pó að hann, sökum hvatfærni ^og óþolinmæði, sí-logandi óróa og óþreyju, hlypi einatt illilega á sig, gæfi á sér bera höggstaði, væri stundum afskifta- samur um of og harður í horn að taka, leikur lengi Ijómi lífsfegurðar og glæsimennsku.skörungs-skapar. og mikil- mennsku um minning hans. Án efa hefir t.d. maður, sem var jafn mikillar náttúru og hann, búið yfir miklum ástríðum. En honum tókst það, sem fáum heppnast, að stýra náttúruöflunum í eigin-brjósti. Hann var hinn mesti hófsemdarmaður f nautnum. Pótt aldrei færi hann í bind- indi, og hann hefði mætur á góðum vínum, er mælt, að hann hafi aldrei sézt kenndur. Hann hugsaði mikið um hófsemi og óhófssemi. Og hann freist- aði að hjálpa vinum sínum, er hneigð- ir voru til áfengisnautna, í baráttu gegn slíku böli. Og glöggvan skilning hafði hann á því, hvílík þroska-hætta ungum hæfileika- og fjörmönnum staf- aði af að komast á slíka braut. Seinni helming æfi sinnar neytti hann eigi tóbaks og var ákaflega illa við reyk- ingar. Taldi hann um fyrir ungum mönnum, að láta af þeirri nautn. En ekki báru þær umtölur hans allt af mikinn árangur. Hann kunni og allra manna bezt að skipuleggja tíma sinn, og er slíkt auðkenni mikilla afkasta- manna. Reis hann jafnan snemma úr rekkju og var bezt fyrir kallaður til vinnu á morgnana. Var vel unnið á Aulestad. Samt höfðu hjúin á honum hið mesta dálæti og ást. Ég varð eitt sinn svo frægur að sjá Björnson í svip, á járnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn. Ég þykist enn muna hann glöggt. Ég hafði hugsað mér hann nokkrn stærri en mér sýndist hann. Samt var einn líkamshluti hans stærri en ég átti von á — brjóstið. Það var furðulega mikið, breitt og hvelft og út þanið. Petta brjóst var . líkamleg jarteikn mann- kærleiks hans eða manngæða, víðáttu þeirra, styrkleiks og blíðu. Sjaldan hafa fleiri líknstafir verið í einu manns- brjósti heldur en í hans. Samúð hans var víð sem askurinn Yggdrasill. Hún dreifðist um allan heim, og var þó alstaðar rík og máttug. Hún iukti faðmi gróandi grösin, dýrin og hjúin á Aulestad, fátæklingana f Gautsdal, kúgaðar konur, kúgaða alþýðu og kúgaóar smáþjóðir víðsvegar um heim. Hann, þessi mikli dýravinur og mannvin- ur, var alltaf boðinn ogbúinnað hjálpa, styðja. Bágstaddir og fátækir í Gauts- dal þekktu vel þenna þátt í fari hans. »í augum smælingjanna var hann hinn væni Björnson í á Aulestad, sem eng- um synjaði ásjár og kunni ávallt ráð við því, sem miður fór«, ritar kunn- ugur í rainningum um hann. í Over æmne II. má sjá, hvílíkan skilning hann hafði á kjörum verkamanna og bar- áttu þeirra fyrir réttindum sínum, hagsmunum og menning. Orð hans þar eru tímabærenn í dag. Skilningurhans á baráttunni, heiftúð hennar og rökréttum afleiðingum er jafn-sannur og þá er hann samdi leikritið. Hann var jafnaðar- stefnunni og jafnaðarmönnum hlynntur, þótt aldrei gengi hann í flokk þeirra, með fram af því, að hann uggði um frelsi einstaklingsins í ríki þeirra. Pó reit hann í bréfi, skömmu áður en hann lagðist banaleguna: »Ógsaa jeg er nærmest socialist*. Einhver frægasti rithöfundur Noregs sagði nýlega,, að rit Björnsons væru nú litið lesin f Noregi. Slikt er, eí til vill, skiljanlegt, bæði af því að mikil er viðkoma.i á bókamarkaðinum, og eins af hinu, að rit hans fjölluðu all-mjög um efni, er voru efst á baugi með þjóð hans á hans tíma. Lát- laust og í sífellu skýtur nýjum við- fangsefnum og nýjura hugsunum upp úr djúpinu mikla. »Videre livstoget drager, tankerne suser som tauer over dets vej« kvað hann sjálfur eitt sinn. Gömul viðfangsefni og hugsanir sogast því furðu fljótt oían í öldurót tímans. En samt er það undarlegt, að rit hans eru lítt lesin, af þvf að enn má græða lífsskilning og mann-skilning á lestri þeirra og njóta þar hinnar unaðslegustu fegurðar. En ein grein skáldskapar hans lifir þó lengi — Ijóðmæli hans. Hvergi sést það, að minu viti, eins vel í skáldskap hans og þar, hvílíkur andans maður hann var. Og harpa hans er einhver hin auðugasta, er nokkur listamaður hefir átt. Ljóð hans geyma grátgljúpa við- kvæmni og hina ástúðlegustu blíðu, há-fleygi, gamansemi og raunsæiskraft í lýsingum, aðdáanlega andagift og stórkostlegar skáidsýnir. Og listin á orðalaginu er víða dásamleg. Þunga- miðja þeirra margra er framþróun og framtíðin, lönd framtíðannnar. Pangað stýrðu þau og stefndu, Ijóð hans og líLssteina, stríð og hugsjónir. í þessari guðsdýrkun á framtiðinni líktust þeir, þjóðhöfðingiun á Aulestad og skáld- bóndinn okkar vestur-íslenzki og stór- vitri, Stephan G. Stephansson. Lesið æfintýri Björnson um eininu og fur- una, björkina og lyngið, hversu sam- vinnu þeirra tókst að klæða fjallið. Björnson er þar allur, viðleitni hans og skáldskapur, lífsskoðun og heimsspeki barátta hans öll, störf hans öll, bæði smá og stór. En sáiar- og listaþróttur Björnsons andleg tign hans og hugargötgi skín þó hvergi skærara en í síðasta kvæð- inu, sem öldungurinn orti í banaleg- únni, mjallhvítur fyrir hærum og matt- laus öðrum megin. Hvergi birtist fag- urlegar umhyggjusemi hans um smáða og þjáða, móðurbliða hans og ást á vorgróðn og vorsöng »á landi og í Iundu« ení þess yudis-fögru vísuorðum, sem urðu »svanasöngur« hans: Og sá kom regnet — ikke med torden og styrtende skrál, som vax et hærverk dets eneste mál. Nej, i det spinkle og vare begynnende hörtc-s melodisk et smámuntert nynnende — som til en dans. Og föræn en sanset det, mere kom til, og sá sang det og danset det. Urád at skjelne, hvor mange der var av svingende, syngende, luft-lette par. Nerover bærget og skogen det bar, bortover elven og utover dalen, lystig var stemningen, stor nok var salen. Der hvor de syngende, dansende svævet, farver der tændtes, det böjde sig hævet, — duftbölger fulgte det dansende kor, og sang flöj tilvejrs av den dans-trádte jord. Men under sin jubel slet intet de glæmme, de hörer den sagteste klagende stemme, Tofraspilið ® YO - YO er komið í Kaupfélag Eyfirðinga. de frælser det usleste græsstrá i klæmme, gár in til det innerste hjærteblads gjæmme«. Sioutður Guðmundsson. ----O----- Leikfélag Afcureyrar. K \Landafrœdi og ást. Sjónleikur í þrem þáttum, eftir Björnstjerne Björnson. Pessi leikur hefir nú verið sýnd- ur þnsvar smnum hér I leikhúsinu. Aðalerindi hötundanns með leikn- um er að ieiða tram þau sannindi, að gott heimilislit er öllu æðra hér á-jöró og fyrir því veróur allt ann- að að þoka, jatnvel svo yndælir blutir eins og uppdrættir af löndum og höfum. Að ooru leyti verður hér ekki farið út I etni leiksins, bezt fyrir menn að kynnast því í leik- húsinu. Attur á móti skal vikið að meðferð leikendanna á blutverkun- um. — Pað er vafasamt að nokkurntíma áður hati hér I leikhúsinu 611 hlulvetk í leik verið jafnvel af hendi leyst sem í þetta smn. Ekkert þeirra er misheppnað, og hver og emn leik- endanna hvertur þvi með fullan sóma af leiksviðinu. Er þetta sjaid- gæft fyrirbrigði á leiksviói hér, og mun leiðbeinandinn, Ágúst Kvaran, ekki eiga lítmn hiut að þvi að svo vel hefir tekizt. Ágúst Kvaran sýnir lyfjesen land- fræd piótessor og terst pdo smlldar- lega trá upphafi til enda; veltur iíka mest á að það hlutverk takist vel. Frú Svava Jónsdóttir sýnir Katen konu prófessorsms, og er leikur hennar að vanda emstaklega smekk- legur og áferðarfagur. Svipað er að segja um leik ungfrú Elsu Frið- finnsson i hlutverki HelQU, dóttur þeirra hjóna; þaó hlutveik er frem- ur lítió en laglega af hendi leyst. Frú Sigurjóna Jakobsdóttir kemur fram sem Malla Rambæk, fóstra Kar- enar, og er leikur nennar frábær- lega náttúrlegur og alstaðar sjálfum sér samkvæmur. Pá er BÍrQÍt RÖmor, æskuvinkona Karenar. Hana sýmr frú Rígína Pórðardóttir, og er leik- ur hennar prýðilega snotur. Turman prótessor er leikinn af Jóni Norð- Ijörð. Fer þar saman fyrirtaksgerfi og afbragðsleikur, svo að áhorf- endur steingleyma þvf, að það sé Jón, sem er innan í gerfinu, svo ólíkur er hann sjálfum sér, en eðli- legur prófessor Turman. HennínQ málara sýnir Ounnar Magnússon og gerir það lagiega. Pá er enn ótalið eitt hlutverkið. F*að er Ane, þjónustustúlka hjá Tyge- sen. Hana leikur fiú Marta Kalman. Hlutverkið er ekki sérlega stórt. Áður en leiksýningar byrjuðu, höfðu einhve jir orð á því, að undarlegt tiltæki væri það af Leikfél. Ak. að vera að sækja nafnkunna leikkonu suður í Reykjavík f ekki stærra eða virðulegra hlutverk. En eftir að þeir hinir sömu hafa séð og heyrt frú M. K. á leiksviðinu sem Ane, skilja þeir, að þetta var ekki ófyrirsynju gert, þvf mála sannast er, að frúin fær mörgum sinnum meira út úr hlutverki Ane, en nokkurn grunar við lestur leikritsins. Slfk eru ein- mitt einkenni listaleikara, einkum þegar um miðlungshlutverk er að ræða. Hálfurannar milljarð glólampa hefir skapað þann reynslunnar sjóð, sem nú er grund- völlur að Osram lampagerðinni, [3ví þessi feikna lampa- fjöldi hefir^allur verið búinn til með stöðugri viðleitni á sífeldum’endurbótum. Þessvegna er Osram lampinn orðinn óviðjafnanlegur að gæðum, og þessvegna eiga allir að nota Osram lampann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.