Dagur - 12.01.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 12.01.1933, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ&r, U ppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- ^reiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. XVI. ár. | Akureyri 12* janúar 1933. I 2- tbl. Hnetaréttarslefnan. bLjórnmálaílokkar hér á landi skapast. eins og annarstaðar, eftir viöhorfi manna til hinna stærri máleína jpjóóarinnar. Þeir, sem liafa sömu eða svipaða afstöðu til þjóðmálanna, skipa sér saman í flokk. Á þessum grundvelli hafa mynd- azt og eru nú starfandi fjórir stjórnmálaflokkar á landi hér: Framsóknarflokkurinn, íhalds- flokkurinn (»sj álfstæðisflokkur«), Alþýðuflokkurinn og Kommún- istaflokkurinn. Framsóknarflokkinn mynda að- allega bændalýður landsins og samvinnumenn til sjávar og sveita. Máttarstoðir íhaldsflokks- ins eru stórútgerðarmenn og kaupmenn; honum fylgir og meiri hlutinn af hinum »æðri« embætt- islýð landsins. Hinir aðrir tveir flokkar eru mestmegnis skipaðir af verkamönnum í kaupstöðum og sjávarþorpum. Það, sem þessa flokka hefir einkum greint á fram að síðustu tímum, eru tvær ólíkar leiðir að sama marki. Al- þýðuflokksmenn hafa viljað stefna að takmarki sínu eftir lög- legum leiðum, en kommúnistar eru óþolinmóðir að bíða og pré- dika uppreist og ofbeldi. Flokkar geta jafnt og einstakl- ingar og heilar þjóðir útkljáð deilumál sín á tvennan hátt. Þeir geta barizt með vopnum skyn- samlegra raka á ritvellinum, mannfundum og í almennum við- tölum, en það er líka hægt að út- kljá misklíðarefnin með hnefa- rétti, handaflinu, bareflum, svo sem stólfótum, byssum og fleiru. Fyrrnefnda aðferðin hefir tíðk- azt á landi hér allt fram undir síð- ustu tíma. Hún ein hefir þótt hæfa sæmilega upplýstum og siðuðum mönnum. Við þurfum að leita langt aftur í aldir til þeirrar sið- venju, að vopnin eða hnefaréttur- inn væri látinn skera úr um það, sem á milli bar. Eitt slíkt dæmi má nefna frá 17. öld. Það er erfðahyllingarfundur- inn í Kópavogi árið 1662. Á þeim fundi lagði höfuðsmaður fram einveldisskrána og krafðist þess, að landsmenn afsöluðu sér fyrir hönd sína og niðja sinna öllum réttindum og fæli konungi fullt einveldi. Tók þá Brynjólfur bisk- up til máls og tjáði höfuðsmanni, að landsmenn væri ófúsir á að selja af hendi réttindi sín, sem þeir hefðu haldið frá fornu fari, en tíenrik Bjelke benti honum þa a uanska hermenn vopnaóa, sem stóóu þar umhverfis. Á þenna veg kugaði hinn danski höfuðsmaður íslendinga til að afsala sér frelsi sinu- Þessi kúgunaraðferð Bjelke höfuðsmanns hefir allajafna síðan vakið andstyggð í hugum alira frjálsborinna íslendinga. Nú er þessi Bjelke-aðferð, hnefaréttarstefnan, íarin að skjóta upp kollinum meðal íslend- inga á nýjan leik. Hlýtur það að vera mikið áhyggjuefni öllum sönnum þjóðvinum. Á þingi 1925 gerði íhaldiö kröfu um að stofnaður yrði her til að skera úr vinnudeilum milli at- vinnurekenda og verkamanna. Framsóknarflokkurinn taldi þetta óheppilegt og eyddi málinu. Síðan hafa kommúnistar borið fram stefnu sína, sem boðar uppreist og byltingu og krefst þess, að hnefa- rétturinn ráði niðurstöðum mála, en ekki röksemdir. Þeir hafa og við og við fylgt þessum kenniug- um sínum fram í verki. Með þessu framfel'ði sínu styðja þeir mjög að því, að draumur íhaldsmanna um ríkisher kunni að rætast. Auð- sýnilegt er, ef að tiltölulega fá- mennur hópur ofbeldismanna ætl- ar sér að vaða uppi og bjóða lög- um og rétti birginn, þá verður nauðugur einn kostur að grípa til örþrifaráða til varnar því, að þjóðfélagið leysist upp. Því meir sem hnefaréttarstefnan lætur á sér bæra, því betri skilyrði fást fyrir ríkishershugmyndinni. En það er öðru nær en komm- únistar séu þeir einu seku um hnefaréttarstefnuna. ’ Undirrót spillingarinnar er að finna í í- haldsflokknum- íhaldsmenn héldu uppi skrílræði í heila viku vorið 1931. Þeir höfðu ekki þolinmæði til að bíða eftir löglegum úrslitum í deilumáli um fárra vikna skeið. Þess vegna gripu foringjarnir til »sinna ráða«, eins og þeir orðuðu það, og ætluðu að brjóta undir sig ríkisvaldið með ofbeldi hnefarétt- arins; þeir söfnuðu hundruðum manna kvöld eftir kvöld að stjórn- arbústaðnum í þeim tilgangi að gera fólki ólíft þar. Ætlun þeirra var að koma á stjórnarskiftum með uppreist. Þeim tilgangi sínum til eflingar vitnuðu þeir í löngu liðna, sögulega atburði um hermdarverk og manndráp, sem framin hefðu verið. Þá kváðust þeir mundu rjúfa milliríkjasamn- ing, sem segja má upp á löglegaa Laus jorð. Höfuðbólið Espihóll í Hrafnagilshreppi, er laust til ábúðar í næstkomandi fardögum. íJeir, sem óska eftir að fá ábúð á nefndri jörð, sæki um það bréflega fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi, til undirritaðs, sem hefir umboð til að byggja jörðina, og gefur upplýsingar um leigukjör og annað, er að ábúðinni lýtur. Kroppi i Hrafnagilshreppi, 4. janúar 1933, Davíd Jónsson. hátt eftir einn áratug. Þessar að- farir íhaldsmanna sýndu það og sönnuðu, að þeir eru reiðubúnir að grípa til ofbeldis og lögbrota, láta hnefaréttinn ráða, ef þeir geta ekki komið áformum sínum frarn á löglegan hátt. Náskyld þessari hnefaréttar- stefnu íhaldsmanna er kraía þeirra um það, að lögin séu ekki látin ná til »heldri mannanna« í flokki þeirra. Þeir heimta, að toll- svik, skjalafölsun, atkvæðafölsun, smyglun, sala á veðsettum fiski, sjóðþurrð, vaxtataka úr dánarbú- um, aðstoð við sviksamleg gjald- þrot, miljóna fjársukk af fé bank- anna og fleira því líkt sé látið óá- talið og kallað saklaust, ef framið er af »heldri mönnum« íhalds- flokksins. Nærri má geta hvaða . vérkanir þetta hefir á upphlaups- gjarna byltingamenn eins og kommúnistar eru; þess er heldur ekki langt að minnast að þeir neit- uðu að svara fyrir rétti, af því að breitt væri yfir afbrot »höfðingj- anna« í íhaldsflokknum. Dóms- málaráðherrann, Magnús Guð- mundsson, sýnist hafa tekið þessa afsökun kommúnistanna til greina, því hann lét sleppa þeim úr fangelsi, og þeir eru ódæmdir enn. Er þetta eitt átakanlegasta dæmi um þá réttarfarslegu spill- ingu, er grær í Skjóli íhaldsins. Loks er að minnsta kosti einn af foringjum Alþýðuflokksins farinn að tala svo sem handaflið eigi að ráða niðurstöðum áhuga- mála hans fremur en rök. Það er Héðinn Valdimarsson. Af þessu fyrirbrigði er hægt að draga þá á- lyktun, að einhver smitun hafi átt sér stað í Alþýðuflokknum frá þeirri sýki, er svo mjög hefir bor- ið á meðal íhaldsmanna og komm- únista, en hve mikið að þessi sjúk- dómur hefir gripið um sig í Al- þýðuflokknum verður ekki vitað með vissu. ' Framsóknarflokkurinn einn er frá því bitinn að sækja áhugamál sín eftir leiðum hnefaréttarstefn- unnar. Honum einum virðist vera það ljóst, að hér er um óheilla- stefnu að ræða, sem geti riðið þjóðfrelsi voru að fullu, ef veru- legur hluti þjóðarinnar veitir henni fylgi sitt. Hann er því eini flokkurinn, sem víst er um, að í nútíð og framtíð neytir allrar orku til þess að kveða þessa háskalegu stefnu niður. Þess vegna er það skylda allra þeirra, sem virða lög og rétt meira en handalögmál, að fylkja sér undir merki Framsóknarflokksins. Regnboginn. Er friðarboginn hátt við himin Ijómar af hiýjum geislum ofinn regns í ský, þá nálgast jörðu duldir æðri ómar, sem eiga ei skylt við storm né þrumugný. Þú mannleg sál, sem skynjar Ijós og liti, ei Ijá þitt eyra heimsins tryllta glaum. í heigri þögn frá æðra geisla gliti má greina nið af lifs- hins æðra straum. En friðarboginn festing himins undir er fagurt tákn um drottins sáttargjörð, sem varir aldir, ár og allar stundir, er andinn þroskast hér á vorri jðrð. Því æðri máttur stillir Ijóssins strengi og slær á hörpu i veldi stjörnurans, sern nær frá hæsta sólar-sigurvengi að signdri jörð ífegurð regnbogans. Sigfús Ellasson. Calvin Coolidge, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, andaðist 4. þ. m., 61 árs að aldri. Hoover forseti fyrirskipaði 80 daga landssorg í tilefni af dauða hans.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.