Dagur - 12.01.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 12.01.1933, Blaðsíða 3
2. tbl. DAGUR 7 þann dóm, að M. G. hafi aldrei skrifaó skuldheimtumönnum B. um neitt .af þessu. 7. Ef B. hefði orðið gjaldþrota innan 6 mán. frá þvf, að samning- urinn við Höepfner var gerður, þá hefði samningurinn við H. orðið ónýtur. En M. G. dregur gjaldþrot B. þar til í jan. 1931. Pá átti B. eina ritvél handa öllum skuldheimtu- mönnum sinum öðrum en Hðepf- ner, sem var búinn að fá sitt að mestu. ísh segir, að hæstiréttur hafi dæmt það »markleysu«, að samn- ingurinn hefði orðið ónýtur, ef B. hefði orðið gjaldþrota innan 6 mánaða frá því að hann var gerð- ur. Hæstiréttur hefir þá dæmt þvert ofan í gildandi lög eftir þvf, sem ísl. segist frá. Ennfremur segir Isl., að hæstiréttur hafi dæmt það »mark- leysu*, að Behrens hafi að lokum átt eina ritvéi. Mun það þá að lík- indum eiga að skiljast svo að B. hafi enga ritvél átt. Hér hafa nú verið dregnar réttar ályktanir út af þeim orðum ísl., að hæstiréttur hafi dæmt forsendur undirdómsins f máli Behrens og Magnúsar Guðmundssonar >mark- leysu eina<. Mun mörgum þykja þessar dómsmálafréttir frá hæsta- rétti, sem ísl. er að flagga með, allkyndugar og hæstarétti lítið til sóma. Og allra sizt munu þær verða til þess að létta >skugganum< af M. G., eins og tilætlunin mun þó hafa verið ... O -..— YfirlitnokkurraatDyrða1932. Niðurlag. Tilraunir voru gerðar til að fá Þjóðverja til að koma aftur á ráð- stefnuna, en ekki bar það árang- ur. Er sagt að Bretar hafi viljað bjóða þeim að ræða málin í Lon- don, e'n Frakkar ekki verið því hlynntir, og er haft eftir þeim að þeir hafi sagt, að það mundi »einn af hrekkjum Mac Donalds«. Fjórtánda nóvember lögðu Frakkar fram nýtt afvopnunar- »plan«. Þar gætti meira jafnréttis gagnvart Þjóðverjum, en áður. Einnig stungu Frakkar upp á að endurskoðaður yrði fimmti hluti Versala-friðarsamninganna. Ekki guldu Þjóðverjar jákvæði við þessum uppástungum. Sögðu að sýnt væri, að Frakkar vildu hafa öll pólitísk og hernaðarleg völd í Evrópu. Mun lengi reynast torvelt fyrir þær þjóðir að skipa svo málum sínum að báðar uni vel við. Gert er ráð fyrir að afvopn- unarstefnan komi saman 1933. „ Skaðabótardðstefnan “, sem ákveðin var í ársbyrjun, kom saman í Lausanne 16. júní. Mr. Ramsay Mac Donald, forsætisráð- herra Breta, flutti ráðstefnunni óskir um áhrifarík störf. Þótti ræða hans sköruleg. Það sem fyr- ir ráðstefnu þessari lá, var að ræða um skaðabótamálin og end- anlega úrlausn þeirra og ennfrem- ur að taka til athugunar skulda- greiðslur Evrópuþjóðanna til Bandaríkjanna og sem frestað hafði verið þar til eftir að for- setakosningar hefðu farið fram í Ameríku. En aðal viðfangsefnið og hið erfiðasta var að draga saman hugi Þjóðverja og Frakka. Lausanne-stefnan lauk störfum snemma í júlí og þótti þá í svip- inn hafa tekizt allvel. Einkum lof- uðu sum blöð framkomu M. Her- riot fyrir hönd Frakklands. En eins og einhver blaðamaður komst að orði, »þá reisti hinn forni andi höfuð sitt bæði í Frakklandi og Þýzkalandk, og úlfseyru tor- tryggni og þverúðar komu í Ijós undan sauðargærum stjórnmála- manna þessara ríkja. Pólitískar öldur höfðu risið hátt í Þýzkalandi. Hindenburg hafði að vísu verið endurkosinn í úrslita- kosningu, er fram fór 10. apríl. Nazistar höfðu unnið 155 sæti í Prússlandi, en þó ekki náð fullum yfirráðum. Briining kanslari og leiðtogi miðflokksins tók þann kost að segja af sér, og.gerði það í maí. Sjötta maí var forseti Frakka, M. Paul Doumer, myrtur af rúss- neskum lækni er Gorguloff hét. Eftirmður Doumers varð M. Le- brun. Um sama leyti fóru fram kosningar til franska þingsins. Radikalar með M. Herriot sem leiðtoga, urðu hlutskarpastir, en Tardieus stjórnin sagði af sér 10. maí. í þýzkalandi myndaði von Pa- pen nationalista-stjórn, sem þýzk blöð nefndu »Barónaráðuneytið«. Ekki fylgdi miðflokkurinn ka- þólski stjórn þessari. En Nazistar lofuðu hlutbundnum stuðningi. Hindenburg bauð þá Hitler hlutdeild í stjórninni, undir for- ystu von Papens, en Hitler neitaði og þóttist hafa rétt til fyllri valda. Papenstjórnin varð nú nauðug viljug að taka afstöðu til uppi- vöðslu og pólitískra glæpa Hitlers- flokksins, einkum kom þar til greina Bauthen morðmálið. Þegar þingið kom saman 30. ágúst, hafði kanslarinn stuðning aðeins 37 Nazista. Þó tókst honum að halda stöðu sinni á þann hátt að upp- leysa þingið, í umboði forsetans. Ottawa-rdðstefnan starfaði að verzlunar- og við- skiftamálum Bretlands og nýlend- anna: Canada, Suður-Afríku, Nýja-Sjálands og Nýfundnalands, Indlands og Suður-Rhodesia. Hét Bretland nýlenduríkjunum ýms- um ívilnunum á afurðasölu þeirra á heimamarkaði sínum, en nýlend- urnar lofuðu að þær skyldu aðeins halda uppi verndartollum á þeim framleiðsluvörum sínum, sem lík- legar væru til þrifnaðar, og góðra nota, og að jafnvel á þær vörur skyldu ekki lagðir hærri vemdar- tollar en svo, að brezkar vörur gætu við þær keppt. Lauk Ottawastefnan störfum sínum 20. ágúst, eftir fjögurra vikna setu. Nokkurt þref varð á ráðstefn- unni út af verzlunarsamningum þeim, er Bretar og Rússar gerðu með sér 1930. Samningana gerði sósíalistastjórnin brezka. Samkvæmt þeim flutti Rússland inn til Bretlands bæði timbur og hveiti sem, vegna ríkisframleiðsiu Rússa varð ódýrara en vörur sömu tegundar frá Canada. Mr. Bennett, forsætisráðherra Canada, var forseti ráðstefnunn- ar. Bennett heimtaði, að vegna þeirra hlunninda er Canada veitti Bretlandi í verzlun, þá legði Bret- land bann á innflutning timburs og hveitis frá Rússlandi. Þó komst á samkomulag um þessa hluti, án þess vörubann kæmi til greina. Þótti Ottawa-ráðstefnan yfirleitt hafa starfað rösklega. Lyttons-nefndin var skipuð af Þjóðabandalaginu í desember 1931. Hún átti að rann- saka deilumál Kína og Japana, sem nefnd hafa verið »Sino-jap- anska deilan«. Nefndin var skip- uð: Frakka, ftala, Ameríkumanni, Þjóðverja og Englendingi, og var Lord Lytton formaður nefndar- innar. Álit nefndarinnar var und- irritað í Peking 4. september 1932 og lagt fyrir Þjóðabandalag- ið í Geneve, síðast í sama mánuði, og opinberað í október. En 11 dögum eftir að álitið var undir- ' skrifað — eða 15. sept. — undir- skrifuðu Japanar samning við Manchukuo smáríkið, sem þeir höfðu stofnað, í því augnamiði að styrkja völd sín og réttindi í Man- ehuria. Með þeim gjörningi sýndu Japanar að þeir virtu álit Lytton- nefndarinnar að vettugi. En álitið gekk á móti einveldis hugmyndum Japana. Margt er á huldu um gang atburða og mála þarna aust- urfrá, en síðan í september 1931, þegar óeirðir brutust út í sam- bandi við Suður-Manchuríu járn- brautina og orusturnar við Shanghai skömmu síðar, hafa menn verið þess vitandi, að stór- veldin, einkum Bretland og Bandaríkin, voru alvarlega við þessi mál riðin. Japanar hafa brotið skuldbind- ingar sínar, gerðar í sambandi við »Níu-velda samninginn« og »Kelloggs-sáttmálann« og með því steypt verzlunarhorfum Kínverja og annara þjóða í hættu og enn- fremur brotið allsherjarlög Þjóða- bandalagsins í Geneva, sem að vísu hafa lítinn mátt eða hald á vilja stórþjóðanna enn sem komið er. Þrátt fyrir þessar lögleysur Japana, kemur mönnum saman u m að ekki sé auðvelt að skýra málið fyllilega, og Bretland, Frakkland og Ameríka eru heldur ekki á einu máli um ástandið, enda ekkert þessara ríkja tekið á- kveðna stefnu í þessum málum. Má vera að enn dragi til tíðinda um þau. Skuldamdlin komu til umræðu milli Ameríku og Evrópuþjóðanna þegar að af- staðinni forsetakosning í Banda- ríkjunum. Skuldunautar Ameríku vildu fá framlengingu, og fóru ýmsar orðsendingar milli álfanna. En Ameríkumenn vildu ekki gefa þeim gjaldfrest á þann hátt er farið var fram á. Hefir Evrópu- þjóðum þótt Ameríka hörð í kröf- um og ósanngjörn. Ameríkumenn segja aftur á móti að fjárframlög sín til Evrópuþjóða hafi aldrei borið að skoða öðruvísi en sem bein lán, sem að fullu væru aftur- kræf. »Ef Evrópuþjóðirnar greiða ekld þessi lán, hvernig verja þær þá tekjum sínum?« spyr Ameríka og sýnir um leið með tölum hvern- ig þeim muni varið. Brezku fjárlögin áætla 13.6% af útgjöldum til herbúnaðar, en aðeins 4.1% til skuldagreiðslu. í rakkar 27.4% til hernaðar, en 2% til greiðslu. Italir 33.1% til herbúnaðar, en 1.4% til skuldalúkningar. Belgía 11.3% til herbúnaðar en 2% til skuldagreiðslu. Pólland 29.5% til hernaðar en 1.9% til skuldagreiðslu. í stuttu máli. Álit Ameríku er, að hún eigi fyllsta rétt til greiðslu og að Evrópuþjóðunum sé sæmra að greiða lögmætar skuldir heldur en ausa út fé til hernaðar og vig- búnaðar samtímis því sem verið sé að ræða um afvopnun í stærri stíl, ef það sé þá gert í fullri al- vöru. (Eftir ýmsum heimildum). F. H. Berg. -----o----- Hljómleikar. Bæjarbúar hafa átt kost á að heyra hljómleika nokkrum sinnum t vetur. Ber þar fyrst að telja firna Kristjánsson pianoleikara, sem getið hefir verið í blöðunum. Hann má telja einn hinn ágætasta listamann, sem hér hefir nokkurntfma látið til sfn heyra, jafnvfgan á öll viðfangs- efni. Einkenni hans eru mikil leikni, mjög hlýr og fagur »cantabile<-tónn, voldugt »forte« (á stðku stað reynd- ar »þurrir« tónar, sem virtist vera hljóðfærisins sök), og miklir og heitir skapsmunir, sem gera honum fært að túlka hvaða tónverk sem vera skal. Hér skai ekki reynt að gera upp á milli viðfangsefna hans, en þó vil eg sérstaklega benda á, hversu snilldarlega hann lék hina undurfögru sálmaforleiki Bachs. Guflrún S. porsfeinsdóttir héit hijóm- leika með aðstoð Árna Kristjáns- sonar. Þessi unga og prúða söng- mær hefir lært f Þýzkalandi hjá ágætum kennurum og þegar fengið góða undirstöðu. Sðngur hennar á ekki að dæmast, eins og hún væri fullnuma f list sinni. En margt bendir til þess, að mikíls megi vænta af henni, þegar hún hefir náð fullum þroska. Rödd hennar er mjög þýð og blæfögur »sopran«- rödd, fremur veik, ennþá. Hún beitir rðddinni algjörlega rétt, en virðist þurfa, enn sem komið er, að hafa hugann við myndun tónanna og þvf ekki geta sleppt sér til að túlka lðgin, eins og hún myndi gera, ef hún hefði náð fullu valdi á söng- aðferð þeirri, er hún hefir lært. En

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.