Dagur - 12.01.1933, Blaðsíða 4

Dagur - 12.01.1933, Blaðsíða 4
6 DAGUR 2, tbl. söngvin er hún, og auðsjáanlega samvizkusötn, þvl að það er hin r é 11 a aðferð, að láta myndun tónanna sitja fyrir öllu öðru. Styrk- ur raddarinnar eykst af sjálfu sér, og fullkomin túlkun laganna kem- ur með auknum þroska. Síðast en ekki sízt vil eg minn- ast á Hljómsveit Akureyrar. Hún héit hljómleika í Nýja-Bió sfðastl.fimmtu- dagskvöld með aðstoð söngfél. »Geysis«. Hljómsveitin er að vfsu ekki nema vísir til þess, sem hún á að verða, en sá vfsir er svo fagur og þroskavænlegur, að ætla má, að hann verði fagur ávöxtur, er hann nær fullum þroska. Okunnugir geta ekki gert sér neina hugmynd um það feikna starf og alla þá þolinmæði, sem þurft heflr til að koma þessari hljómsveit það áleiðis, sem hún er komin og þess- ir hljómleikar báru vott um. Hljómsveitarstjórinn, Karl 0. Run- ÓlfSSOn, er starfi sinu fyllilega vaxinn og ágætur stjórnandi: röskur, á- kveðinn, nákvæmur og hefir góðan skilning á viðfangsefnunum. Einna bézt þótti raér takast Berceuse eftir Armas Jarnefelt. Lag Karls Ó. Runólfssonar: FörU’ mannaflokkar peysa, sem >Oeysir< söng með hljómsveitinni, er eftirtektavert, það er mjög myndauðugt og tákn- andi. Virðíst hðfundinum láta vel sú list, sem kölluð er íðnamðlverk. Pótt sitt hvað megi finna að hljómsveitinni (I. d. vöntun kontra- bassa, »alt<-fiðlu og tréblástur- hljóðfæra), er starf hennar svo þýð- ingarmikið fyrir menningarllf bæj- arins, að bæjarbúar ættu að styðja hana af fremsta megni, t. d. með þvi að sækja hljómleika hennar. Þeir eru einhver bezta og ho'lasta skemmtun, sem hér er fáanleg, og auk þess vottur um menningarvið- leitni, sem er bænum til mikils sóma og þvf aðeins getur náð fullum árangri, að bæjarbúar skilji gildi hennar og hlynni að henni. Akureyri 1. jan. 1933. Áskell Snorrason. Páll Jónsson, bóndi á Sauðanesi, Ásum, Húnavatnssýslu. Fæddur 15. marz 1815 Oáinn 24. okt. 1932. Mig langar að syngja þér saknaðar óð, og safna því bezta er eg á, en ef til vill skynjar þinn andi mín ljóð og afsakar brotin mín smá. Pegar vinabönd slítur helköld hönd, þá hljóðna vor andans gögn — og þá brestur mál, svo að Braga stál er bundið í djúpri þögn. Pó svo oft væri lamandi erfitt þitt pund, var innra hið sólríka vor — Pú áttir svo hreina og Hfsglaða lund, sem að létti þér æfinnar spor. Bæði síðar og fyr gaf þér bjartsýnin byr, sem að bjargaði á torfærri braut, hún var ylur og ijós, hún var ávallt sú rós, sem að andi þinn geymdi og naut Við óðal þitt bundin var umbóta þrá, sem alltaf til framkvæmda brauzt, en skórinn var þröngur og skilyrðin og skrefið því styttra en þú kaust. Pó aðfléttuðu bönd bæði hugur oghönd við heimilis annir og störf, þá var ávalt þitt mið að leggja þeim lið, sem leituðu til þín af þörf. Nú hnípir þitt heimili, og harminum þjáð er þín hjartfólgna kona og börn, eg veit að þú óskar, að alföðurs náð sé öilum þeim framtíðar vörn. Ogþau kveðja þig nú.meður kærleik ogtrú að þau kenni þig hæðum á ofar jarðneskri braut viður skaparans skaut, og þið skiljið ei framar þá. Svo kveð eg þig, vinur, í síðasta sinn, þú svífur úr mannanna byggð. Eg þakka þér viðmót og vinarhug þinn, sem að vottaði einlæga tryggð. Út í ómælisgeim—inn í andanna heim leitar ástvinakveðjan til þín. Lifi andinn þinn æ meður æskunnar blæ, þar sem eilffa vorsólin skín. lómas R. Jonsson. > ' Fr éttir. □ Rún 59331178-Frl/. Atkv. Skip brennur. Fyrir skömmu kom upp eldur í einu af stærstu farþegaskipum Frakka, er það var á ferð í Ermar- sundi. Skipið var farþegalaust, þegar slysið vildi til, én skipsmenn voru 280 að tölu. Björguðust þeir að 16 undan- skildum. Skipið rak logandi í sundinu þegar síðast fréttist og útilokað að því yrði bjargað. Boðberinn nefnist fjölritað mánaðar- blað, sem kennaralið barnaskólans hér er farið að gefa út. Er ætlast til að það verði tengiliður milli skólans og heimil- anna. Af því eru komin út tvö blöð. í síðara blaðinu er grein eftir skólastjór- ann, með yfirskriftinni: »Mjólkin og lýsið í bamaskólanum«. Þar segir meðal annars á þessa leið: »Fyrir jólin drukku daglega um og yfir 280 börn mjólk og luku alls við 750 lítra, og 100—140 börn fengu daglega lýsi. Fjölda mörg börn borguðu sína mjólk sjálf, og ýmsir gáfu fje til styrktar, t. d. tveir borgarar andvirði sinna 200 lítranna hvor. Bærinn hefir því engan eyri þurft enn að borga. En nú verður ekki á annað að ganga cn þessar fáu krónur, er skólinn á yfir nð ráða til þessa máls. En þess er fastlega vænzt, að margir góðir menn og konur í bænum láti einhverja litla gjöf af hendi rakna enn, um leið og þcir og þær ganga inn í hið nýja ár með óskir sínar og vonir. í nafni mannúðar og menningar skulum við heilsa nýju ári. — Við þyrftum endilega að geta hald’ð út með mjólkur- og lýsisgjöfina í næstu tvo mánuðina að minnsta kosti. En það er ekki hægt, nema að örlæti borgar- anna verði drjúgt<. Fundi þeim, sem framkvæmdanefnd Umdæmisstúkunnar boðaði ýmsum borgurum bæjarins í gærkveldi, er frest- að til mánudagskvelds 16. þ. m., kl. 8% síðd”. — Fundinum va frestað sakir ó- veðurs. Verður hann haldinn, eins og til var stofnað upphaflega, í Skjaldborg. Menn eru beðnir að mæta stundvíslega á njánudagjim. jlðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar verður haldinn mánudaginn 30. janúar n. k. í Gróðrarsiöðinni á Akureyri. — Fundurinn hefst kl 1 e. h. Stjórnin. LAUS JÖRÐ. Pjóðjörðin Litlihóll hér í hreppi, er laus til ábúðar í næst- komandi fardögum. Þeir, sem óska eftir að fá byggingu fyrir nefndri jörð, sendi skriflegar umsóknir sínar tii undirritaðs fyrir iok febrúarmánaðar næstkomandi, og geri ákveðið tilboð um eftirgjaldið. Hreppstjóri Hrafnagilshrepps, Kroppi 4. janúar 1933. Davið fónsson. Hús til sölu. Húsið Fagrastræti 1 er til sölu og laust til íbúðar 14. maí. Húsið stendur á einum fegursta stað bæjarins, rétt við listigarðinn. Aðgengilegir greiðsluskilmálar — Nánari upplýsingar gefur Vigfús Sigurgeirsson Ijósmyndari. W Allt ineð íslenskniii skipum! Hljómsveit Akureyrar endurtók með aðstoð Geysis hljómleika þá, er fram fóru 29. f. m., í Samkomuhúsinu síðastl. föstudagskvöld. í þetta skifti var að- gangur ókeypis, enda kom svo margt fólk, að frá urðu að hverfa tugir ef ekki hundruð manna. Trúlofanir: Ungfrú Hrefna Hallgríms- dóttir og Jón Sigurgeirsson stúdent. — Ungfrú Sigurlaug Jónsdóttir og Jón Tétursson bflstjóri. Bæjarstjórnarfundur var haldinn í fyrradag. Fyrir lágu umsóknir 24 manna um lögregluþjónastöðumar í bænum. Þessir sóttu: Dúe Benediktsson, Gunnar Jónsson, Gustav Andersen, Bjórn Axfjörð, Friðjón Axfjörð, Arni Ólafssor,, Aðalsteinn J. Bergdal, Bjarni M. Jónsson, Gestur Bjarnason, Guð- mundur Kristjánsson, Jóhann Kristj- ánsson, Jón G. Jónsson, Karl Sigur- jónsson, Páll Guðbjartsson, Pétur Tó- masson, Randver Pétursson, Sigfreður Guðmundsson, Sigurður Hólm Jónsson, Sigurður Magnússon, Sveinn Bjarna- son, Tryggvi Emilsson, Zóphonías Áma- son, Þúrarinn V. Magnússon, Þorsteinn G. Halldórsson. Um heilbrigðisfulltrúastöðuna sækja: Sig. Ein. Hlíðar, Halldór Friðjónsson, Magnús Sigbjörnsson. Um byggingafulltrúastöðuna sækja: Halldór Halldórsson, Sigtryggur Jóns- son, Gunnar Guðlaugsson, Eggert Mel- stað. Frestað aö veita stöðurnar þar til á næsta fmjdi. Vökuvelllr við Akureyri: Tún 8 dagtl, og íbúð, faeit til kaups. Sigtrygqur Jónalansson. jörðin Bláíeigur i Skriðuhreppi fæst til ábúðar i næstu fardðgum. Kaup geta Ifka komið til mála og þá þægilegir borgunarskilmálar. Heyfengur af jörðinni er 400 hestar og þar yfir. Semjið sem fyrst við undirritaðan. Pórður Sigurjónsson, Hvammi í Ariiarneshreppi. ÓDÝR og einkar hent- ug til að skreyta kistur, ávalt til sölu f Odd- eyrargötu 4. Reynið viðskiftin! Aðalfundur Skógrœktarfélags Eyfirðinga verður haldinn í Samkomuhúsinu »Skjaldborg« fimmtud. þann 19. þ.m. og hefst kl. 7.30 e. h.— Dagskrá samkvæmt félagslögum. Akureyri 9. janúar 1933. Stjórnin. týndíst 3. þ. m., á leiðinni frá Stef- ániJónassyniAk., fram að Skálpagerði. — Finnandi skili til Bifreiðastöðvar Oddeyrar, gegn fundarlaunum. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.