Dagur - 12.01.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 12.01.1933, Blaðsíða 2
s DAGUR 2. tbl. §Sf»?!!!!!!!!!!f!!!!!!!!fgl i§® Hversvegna þykir £ „Flóra" smjörlíki bezt ? 2 Vegna þess, að það er búið til ur beztu efnum, sem fáanleg eru, og vegna þess, að það er búið til í ný- tízku vélum í vönduðustu smjörlíkisgerð landsiní. „Flóra“ smjorlíki gengur næst ÍSLENZKU SMJ0RI. Kaupfélag Eyfirðinga. Smjörlíkisgerðin. BSiaMUMIMHMMHMa SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstfgf 4 (niðri). Sími 4121. Reykjavík- Landsdrottnar 09 lepliðar. Eftir skýrslum, sem fyrir liggja, er um helmingur af fslenzkum bændum léiguliðar, er hafa við slík kjör að búa, að vart er sæmandi f siðuðu þjóðfélagi. Réttur þeirra er svo gjörsamlega fyrir borð borinn, að heita má, að öll umbótalöngun hjá þeim sé steindrepin. Peir eru tilneyddir að hýrast f lekum mold- arhreysum, sumstaðar eru baðstof- urnar gólflausar og gisnar, og sum- ir bæirnir eru margsósaðir af berkl- um og öðrum sjúkdómum. Peir verða að sætta sig við að vinna með úreltum tækjum upp jarðirnar og standa allt sumarið á kargþýfð- um túnum og engjum. Efnahagur flestra þeirra segir Ifka glöggt til um, hverjir afkomumöguleikarnir eru. Flestir landsdrottnarnir hugsa ekki um annað, en að hirða af- gjöldin og ganga rfkt eftir, að leigu- liðarnir framkvæmi skftverkin fyrir þá, að halda við sfhrynjandi mold- arkofum, þvf varanlegt efni til bygg- inga láta þeir sjaldan leiguliðunum i té. Leiguliðarnir eru ekki frjálsir að þvf, að koma framleiðslu sinni f verð (sbr. hey- og eldiviðarsðlu). Peir hafa litla möguleika til að fá ódýrt rekstursfé, enda myndi það hefna sfn grimmilega, ef þeim lán- aðist að fá sér hagkvæm lán til um- bóta, þvf sumir landsdrottnar hafa leikið þann leik, að birða sjálfir fyrir leiguliða sfna þann jarðabóta- styrk, sem þeir hafa fengið, en leigu- liðarnir fá vanalega einhverjar hunds- bætur, þegar þeir fara af jörðunum, fyrir það, sem þeir hafa gert, og tekst landsdrottnum þeirra vanalega að ná þvf af þeim I álag, þrátt fyrir það, þótt jörðunura hafi verið sæmi- lega viðhaldið. Pannig er hið frjálsa þrælahald dyggilega rekið f landi voru enn þann dag f dag. Það skal tekið fram, að til eru þeir landsdrottnar, er búið hafa vel að Ieiguliðum sfnum, og eiga þeir al- þjóðarþakkir skilið fyrir viðsýni sfna og drenglund. Flestir hafa séð þann órétt, sem leiguliðarnir hafa búið við, en fáir viljað stinga á kýlinu. Fyrir nokkr- um árum sfðan var skipuð milli- þinganefnd til að vinna að breyttri ábúðarlöggjöf. Álit nefndarinnar var mjög ýtarlegt, og lagði bún fram frumvarp til ábúðarlaga, sem i voru miklar réttarbætur fyrir leiguliða, en eftir að búið er að þvæla þetta ábúðarlagafrv. á fímm þingum, er Ifka búið að koma sumum réttar- bótunum fyrir kattarnef Og er hart til þess að vit'a, að sumir af þeira mönnum, sem teljast eiga fulltrúar bænda á þingi, skuli hafa spyrnt fótum gegn slfku réttiætis- og þjóð- þrifamáli. Pað er sannarlega kominn tími til þess fyrir okkur að athuga, hvort við höfum efni á þvf að reka hvert mannsefnið eftir annað á mölina, en slfk hljóta nú örlðg allra þeirra fátækari bænda að verða, er ekki eiga jarðarskika að búa á, og sem ekki vilja beygja sig fyrir hinu seigdrepandi ábúðarlagaréttleysi. Og það er kominn tfmi til þess að at- huga, hversu ótæmandi llfsmögu- leika fslenzka moldin ber í skauti sínu, og hversu margar miijónir manna hún gæti fætt og klætt, að- eins ef hún væri ekki þrælbundin á klafa örfárra, skammsýnna efnis- hyggjumanna, sem virðast láta sér annast um það eitt, að þeir lífs- möguleikar, sem f henni felast, komi engum til gagns. En hvernig á að ráða bót á þessu, svo viðunandi sé? Fyrsta sporið er að setja iög, er heimili engum að eiga fleiri jarðir en þeir nytja sjálfir, hitt sé þeim skylt að selja við sanngjörnu verði, annaðhvort rikinu, eða einstökum mönnum, með afborgunum til 30 ára og vægum vöxtum, þetta yrði til þess, að leiguliðarnir myndu annaðhvort kaupa ábýli sfn sjálfir, eða leita aðstoðar rfkisins, er bæri skylda til að kaupa þær jarðir fyrir þá leiguliða, er fátækastir væru, og leigja þeim þær á erfðafestu með vægum leigumála og með fullum réttindum til umbóta, án þess að féfletta þá um leið. Ef þannig væri tekið fram fyrir hendurnar á þeirri ofrfkisstefnu um eign og afnot jarða, sem rfkt hefir fram á þenna dag og sem skapað hefir algjörða kyr- stöðu á þeim jðrðum, sem hún nær yfir og þannig heft allt framtak og umbótahug um helmings af fslenzku bændastéttinni, þá myndi rfsa hér upp þróttmikil og framsækin land- búnaðarþjóð, er myndi framkvæma á stuttum tfma þá þjóðfélagslegu skyldu, að rækta og byggja landið og beita svo hinni fullkomnustu véltækni við framleiðslu sfna og af- kasta þannig margföldu starfi á við það, sem nú er fyrir hverja vinnu- einingu. Pá er sá hluti íslenzkra sjálfs- eignabænda, sem hafa ræktað og byggt jarðir sinar á dýrum tfma, en eru nú búnir að þrælveðsetja þær fyrir dýrum lánum og geta alls ekki risið undir þeim skuldum, sem þeir eru komnir f. Petta eru I mörg- um tilfellum framtakssðmustu og þróttmestu bændurnir f landinu. Menn, sem hafa verið bjartsýnir og stórhuga, en eru nú að falla f val- inn fyrir dutlungum hinnar frjálsu samkeppni, sem ýmist gerir þeim tylliboð með háu verðlagi, eða slær þá með afurðaverðhruni, svo allt, sem þeir hafa afkastað sér og þjóð sinni til gagns, verður þeim til efnalegs tjóns og íeggst með þvf meiri þunga á þá, sem þeir hafa verið ðtulli að byggja og rækta landið. Pessum mönnum ber þjóð- félaginu alveg sérstök skylda til að hjálpa, þannig að þeir rétti við og geli haldið áfram að taka virkan þátt í nýsköpun iandbúnaðar vors, og það er hægt með þvi að rikið taki að sér veðskuldirnar sem á jðrðunum hvila, og eignist um leið sem því nemur f jörðunum og leigi svo hlutaðeigandi bændum á erfða- festu gegn 2—3®/o af veðskuldar- upphæðinni, sem hvflir á hverri jörð. Pann rentumismun, sem rfkið yrði að gréiða af veðlánunum fram- yfir það, sem jarðirnar yrðu Ieigðar fyrir, yrði það að taka á sig, svo og afborganir lánanna, enda yxi þá hrein eign ríkisins i sömu hlut- föllum og afborguð væru lánin, yrði þá raunverulegur halli fyrir rfk- issjóðinn ekki meiri en rentumis- muninum næmi, og ynnist það margfaldlega við það að gera hlut- aðeigandi bændum mögulegt að framleiða, i stað þess að rffa þá upp af jörðunum. ’ A öllum tfmum er það nauðsyn- legt, og ekki sízt á krepputímum, að draga hreina lfnu milli þess, er talizt geta þjóðnýt störf og annarar starfsemi, sem fer f þveröfuga átt. En það kalla eg meðal annars þjóð- nýt störf, sem miða að því að auka varanleg verðmæti f landinu og efla kaupmátt okkar og fjárhagslega vel- megun; að siíkum störfum ber rík- inu að hlynna. Par myndi íslenzkur landbúnaður bera hátt merki sitt, ef hann væri skipulagður þannig, að sem flestum væri gert kleift að njóta sfn, en sem fæstir væru heft- ir (leiguliðarnir) eða yrðu að eyða mestum hluta æfi sinnar f að eign- ast nokkurn landskika til að búa á, eða biðja um ábýlið sitt til kaups, en altaf árangurslaust, bara af þvf að einhverjum einhverntfma hefir tekist að teyma belju í bandi eða brenna elda kringum stór landsvæði, til að lögfesta yfirráð landsins f höndum ðrfárra manna. Islenzkir bændur mega ekki taka þvf þegjandi, að þingið dragi af- greiðslu nýrra ábúðarlaga, og þeir eiga að krefjast þess, að ábúðarlaga- frumvarpið verði afgreitt f sama formi og milliþinganefndin f land- búnaðarmálunum lagði það fyrir þingiö. lósel M. Iborlacius. Pað er »íslendingurc, sem tekur svo til orða f sfðustu viku, þegar blaðið er að verja Magnús Ouð- mundsson i gjaldþrotamáli Behrens. fsl. segir, að það, sem Dagur til- færði úr sögu máisins f 1, tðlubl. þ. á„ sé tekið upp úr forsendum undirréttardómsins, sem hæstiréttur hafi dæmt »markleysu eina*. >Má af þvf marka, hversu vandur Dagur er að málflutning sfnum<, bætir blaðið við. Pað er nú best að rifja það upp hvaða atriði það voru úr sögu málsins, er Dagur tilfærði eftir forsendum undirréttardómsins og sem ísl. segir, að hæstiréttur hafi dæmt markleysu eina. Má af þvf marka, hversu vandur ísl. er að málflutning sfnum, þegar hann er að reyna að afmá >skuggann< af atferli M. O, Helstu atriðin fara hér á eftir. 1. Behrens var verzlnnarstjóri fyr- ir Höepfnersverziun. Pá var hann eignalaus og skuldaði Höepfner um 14 þús. kr. ($1. segir, að hæstiréttur hafi dæmt þetta »markleysu eina<. B. hafi aldrei verið verzlunarstjóri fyrir Höepfner og aldrei skuldað honum neitt. 2. Behrens stofnar heildverzlun og semur við Höepfner um að greiða honum gðmlu skuldina, en fá aftur hjá honum vörur að láni. ísl. segir, að hæstiréttur hafi dæmt þetta >markleysu<. Behrens hafi aldrei stofnað neina heildverzl- un og aldrei samið um að greiða H. nokkra skuld eða fá bjá honum vörur að láni. 3. Hðepfner sendi Tofte til samn- inga við B., þegar skuld hans var orðin mikið hærri en samið hafði verið um. Tofte hótar B. gjaldþroti. ísl. segir, að hæstiréttur hafi dæmt þetta >markleysu<. Tofte hafi aldrei verið sendur til samninga við Behrens og aldrei hótað hon- um gjaldþrotil 4. í þessum vandræðum sfnum leitaði Behrens til .Magnúsar Ouð- mundssonar. Pá var það að Mans- cher gerði efnahagsreikning B., sem sýndi 26 þús. kr. skuld umfram eignir. ísl. segir, að hæstiréttur hafi dæmt þetta >markleysu<. Behrens hafi aldrei leitað aðstoðar M. O., og Manscher hafi aldrei gert upp efnahag Behrens. 5. Eina vörn M.O. hefir verið f þvl fólgin, að hann hafi álitið, að 23 þús. kr. ættingjaskuldir þyrfti ekki að telja með. Petta hefir hæstiréttur einnig dæmt »markleysu eina<, segir ísl. Samkvæmt því hefir M. O. e n g a vörn fært fyrir því, að hann hafi álitið B. eiga fyrir skuldum, þegar eignayfirfærslan til H. fór fram. 6. Sex mánuðum siðar skrifar M. O. skuldheimtumðnnum B. og telur þá allar ættingjaskuldirnar með nafnverði og upplýsir, að B. muni ekki geta greitt nema í bæsta lagi >/« af skuldum sfnum. Eftir frásögn fsl. hefir hæstiréttur dæmt allt þetta »markleysu<. Hæsti- réttur hefir eftir þvi kveðið upp

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.