Dagur - 09.02.1933, Síða 1

Dagur - 09.02.1933, Síða 1
D A G U R kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júli. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. XVI . ár. ^ Akureyri 9. febrúar 1933. 6. tbl. Baldvin Einarsson. Það eru í dag liðin rétt hundrað ár, frá því er Baldvin Einarsson andaðist af brunasárum suður í Kaupmannahöfn, rúmlega þrítug- ur að aldri. Hann var orðinn sjáifkjörinn foringi íslendinga um alla framfana-viðleitni 28 ára gamall. Hafði hann sitt stutta æfiskeið beitt sér, með kappi og forsjá, fyrir andlegri, verklegri og stjórnarfarslegri viðreisn þjóð- arinnar. Með honum féll í valinn sá maðurinn, er líklegastur. var til stórræða, ættjörðu til eflingar, allra þeirra íslendinga, er þá dvöldu í Kaupmannahöfn. Hann þekkti öllum ungum lær- dómsmönnum þar betur, hvar skórinn kreppti að á fslandi, af því að hann hafði sjálfur á þroskaaldri urmið með bændum og búaliði, heima á Fróni, til lands og sjávar. Kunni hann hin beztu skil á högum þjóðarinnar, andlegum og verklegum, þar sem hann hafði starfað með alþýðu manna á íslandi og þolað með henni súrt og svalt, á æsku- og þroskaárum. Kynnzt hafði hann kauptúnalífi hér, bæði í Reykjavík og á Akureyri, svo að hann kunni glögga grein menntunarástands í landinu, einnig í þorpunum, og sá hann glöggt hvert stefndi um áhrif Dana hér á landi á þjóðern- ismál íslendinga. Góðar gáfur, þekking á högum almennings og menntun sú, er hann hafði öðlazt, beindu brennandi áhuga hans inn á réttar brautir, svo að allmikil trygging var fyrir því, að hann mundi reynast sérstaklega giftu- samlegur foringi í framfarabar- áttu þjóðarinnar. Hann fullnægði flestum skilyrðum til þess að geta orðið að óvenjulega miklu liði um hagnýtar framfarir, þjóðlega við- reisn og stjórnarfarslega. Hann var gæddur fágætu vinnuþreki og var víkingur að hverju, sem hann gekk. Baldvin var »fulltrúi þeirrar þrár, sem enn var ekki vöknuð« með þjóð hans. íslendingar fóru ekki að meta hann að verðleikum almennt, fyrr en sú þrá, sem hann var fulltrúi fyrir, var farin að láta á sér bera í þjóðlífinu. Allir þjóðræknir Sslendingar minnast í dag hinnar »fríðu, full- styrku frelsishetjuc, er hné að velli, fyrir örlög fram, fyrir hundrað árum, suður á Hafnar- m. Ætt og u'p'pruni. Um aldamótin 1800 bjuggu ung, mjög dugandi hjón að Molastöð- um í Fljótum norður, Einar Guð- mundsson og Guðrún Pétursdótt- ir, bæði ættuð úr Svarfaðardal. Var Einaij tæplega hálfþrítugur aldamótaárið, en húsfreyjan nokkrum árum eldri. Faðir hans og afi höfðu báðir búið á Bakka í Svarfaðardal. Voru þau að þriðja og fjórða að frændsemi hjónin, komin af svonefndri Melaætt í Svarfaðardal. Föðurbróðir Guð- rúnar var Jón fjórðungslæknir Pétursson í Viðvík. — Sumarið 1801, 2. ágústdag, fæddist þeim Molastaðahjónum sonur, er í skírninni fékk nafnið Baldvin. Borinn er hann í árroða hinnar nítjándu aldar, og varð afmælis- dagur hans síðar, eftir 1874, lengi þjóðhátíðardagur íslendinga, og var það einkennileg, en skemmti- ieg tilviljun. Baidvin var alinn upp á Hraun- um i Fljótum, því að þangað í'lattu foreldrar hans innan skarams frá Molastöðum. Eru Hraun ein af mestu kostajörðum á Norðurlandi og enn í dag hæst metin að landverði allra jarða í Skagafjarðarsýslu. Faðir Bald- vins var á þessum árum mikill uppgangsmaður. Fór saman hjá honum bæði dugnaður og hygg- indi. Hafði hann nú fengið jörð, sem samsvaraði stórhug hans og var í alla staði samboðin dugnaði hans, útsjón og karlmennsku. Hreppstjóri var Einar lengi í hin- um stóra Holtshreppi og umboðs- maður Reynistaðarklaustursjarða, og gefur Grímur amtmaður Jóns- son honum hinn bezta vitnisburð i bréfi til stjórnarinnar 1826, fyr- ir frábæran dugnað og þolgæði við stjórn fátækramála í Skaga- fjarðarsýslu. Segir amtmaður, að Einar verðskuldi lof og viður- kenningu fyrir það við tækifæri. Eftir fimmtán ár kom viðurkentt- ing stjórnarinnar: Einar var sæmdur heiðursmerki dannebrogs- manna. — Snemma þótti Baldvin afbragð annara ungra manna um alla at- gervi, bæði til líkama og sálar. Var hann hneigður til bókar þeg- ar í æsku. Las hann allar góðar bækur, er hann náði í, og var kapp hans svo mikið um bóklest- ur, að hann mataðist varla öðru- vís en hafa bók við hönd sér. Gerðist hann vel skrifandi, lærði að reikna og komst svo vel niður í dönsku, að hann gat lesið nokk- Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að Hallgrimur Hallgrímsson, fyrv. hreppstjóri frá Rifkelsstöðum, andaðist að heimili sínu, Hafnarstræti 39 hér í bæ, sunnudaginn 5. þ. m. Jarðarförin er ákveðin frá heimili hins látna, mánudaginn 13. þ. m., kl. 1 e. h. Aðstandendur. urnveginn bækur á því máli, allt af eignum ramleik. En hann var ekki sinnulaus bókaormur, sem reyndi að koma sér hjá önnum lífsins og erfiði. Þvert á móti varð hann þegar á unglingsaldri hinn atkvæðamesti dugnaðarmaður, og lék hvert verk í höndum honum, bæði tillands og sjávar. Hákarla- veiðar voru þá mikið stundaðar úr Fljótum, og var ekki heiglum hent að fást við þær, á opnum skipum, eins og þá tíðkaðist. Varð Baldvin formaður á hákarlaskipi, er faðir hans átti, átján vetra gamall, og var hann hin mesta aflakló. Jón Sigurðsson segir um Baldvin: »Hann var mannblendinn og framgjarn, einarður og hreinskil- inn við hvern, sem var að skifta, fjörugur og fimur, öruggur og úr- ræðagóður, glaðlyndur og greið- vikinn«. Þegar Baldvin var nítján vetra gamall, spurði faðir hans hann, hvort hann vildi ekki fara í skóla, þar sem hann væri svo bókhneigð- ur, og tók Baldvin því boði fegins hendi. Hóf hann þegar námið af hinu mesta kappi, jafnframt sjó- sókn og sauðageymslu, og sóttist honum það hið bezta. Naut hann kennslu þá um veturinn aðeins fimm daga hjá uppgjafapresti frá Barði, og um vorið reit Baldvin honum bréf á latínu, og þótti presti það hafa tekizt fram yfir allar vonir. — Hlýtur að vera á- nægjulegt að styðja slíka menn til náms. Heima á Hraunum hefir Bald- vin vanizt dugnaði, fyrirhyggju og verklægni. Faðir hans var ann- álaður atorkumaður. Stundaður er þar bæði landbúnaður og sjávar- útvegur. Þar er æðarvarp, sil- ungsveiði og margskonar hlunn- indi. Æskuheimili Baldvins hefir verið honum ágætur skóli á sína vísu. Þar vaknar áhugi hans til framkvæmda, er síðan fylgdi hon- um til hinnztu stundar. For- mennska á sjó og önnur verk- stjórn hefir skerpt ábyrgðartil- finning hans og verið holl þroska hans. Heima les hann fomsögum- ar, sem haim vitnar svo oft til í Ármanni, þegar hann er aS bera nútíðina saman við fortíðina. Hann hefir vafalaust einnig lesið rit Magnúsar Stephensen, Klaust- urpóstinn og aðrar nytsemdar- og fræðibækur hans. Er hann svo settur í tímanum, að hann hlaut að verða að nokkru leyti barn átjándu aldar og einnig og öllu fremur niður nítjándu aldar, og nægir í því efni að minna á hina þjóðlegu frelsisstefnu, er hann beittist fyrir í tímariti sínu. Aö Mælifelli og Bessastöðum. Tvítugum að aldri er Baldvin komið fyrir hjá Jóni prófasti Konráðssyni á Mælifelli, til þess að læra undir skóla, og var hann þar vetrarlangt. Þótti sr. Jón vera einn hinn bezti ungmenna- fræðari á Norðurlandi um þær mundir. Haustið 1822 fór Baldvin í Bessastaðaskóla og settist efstur i neðra bekk. Gekk námið honum prýðilega. Á sumrin var hann heima á Hraunum og var formað- ur fyrir skipi föður síns. Haustið 1824 veiktist hann og komst ekki suður fyrr en á útmánuðum, en hann heltist ekki úr lestinni fyrir því. Las hann þá langt fram á vor og fékk ágætan vitnisburð hjá kennurum sínum. Að því búnu fékk hann Árna stiftprófast Helgason, hinn lærðasta mann, til pess að útskrifa sig þá um sumar- ið (1825). Hlaut hann góðan vitnisburð. Hugur Baldvins stóð til utanfarar, en flestir Bessa- staðamenn urðu að láta sitja við nám sitt þar og fara svo í hemp- una. Samsumars réðzt Baldvin norð- ur að Möðruvöllum í Hörgárdal og gerðist skrifari Gríms amt- manns, og var hann árlangt í þeirri þjónustu. Ber hann amt- manni vel söguna og kallar hann ógleymanlegan velgerðamann sinn. Hefir Einar á Hraunum sjálfsagt ráðið son sinn til amt- manns, því að þeir voru kunnugir. í öndverðum febrúarmánuði 1826 kviknaði í stofunni á Möðruvöll- um á næturþeli. Baldvin svaf uppi á lofti, og komst hann nauðulega úr eldinum, en stóð slyppur eftir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.