Dagur - 23.02.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 23.02.1933, Blaðsíða 1
D AGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 6rg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son f Kaupfél. Eyfirðinga Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ&r, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dee. Norðurgötu 3. Talsfmi 112. Skuldamál bænda. í siðasta tðlublaði íslendings eru skuldamál bænda tekin til umræðu. Er þar sagt að á það hafi verið »bent«, til bjargráða fyrir bændur, að nú ætti Sambandið og kaupfé- lögin að skila bændum aftur sjóð- eignum þeirra, svo þeir gæti notað þær upp f skuldir sinar. Reyndar láist blaðinu að geta þess, að þessi >bending< er nokk- uð annarar ættar, en hinar aðrar er blaðið nefnir, og ekki minnist eg þess, að hafa heyrt getið um það, að bændur hafi á fundum sinum samþykkt nokkuð I þessa átt. Peir hafa máske ekki verið trúaðir á þetta »bjargráð«. Samt sem áður finst mér ekki úr vegi að athuga þessa »bending< dálitið. Islendingur hefir Iðngum klifað á þvf, að sjóðir kaupfélaganna væru ekki til, nema á pappfrnum, og þvf einskis virði fyrir félagsmenn. En nú virðist hann vera kominn að gagnstæðri niðurstöðu. Nú þykir honum timi til kominn, að félags- menn gangi að þessum innstæðum sfnum, og noti þær upp f skuldir sinar. . Ekki dettur mér f hug að 'neita þvf, að þessi leið sé hugsanleg. Hitt er anpað mál, hvort hún er bændum það heillaráð, sem íslend- ingur vill vera láta. Af þvi að eg þekki Kaupfélag Eyfirðinga bezt af kaupfélðgum landsins, æt>a eg að hafa það aðal- lega f huga f sambandi við þessa bjargráða- »ábending< íslendings. Eins og félagsmenn vita, höfum við sparað saman allmyndarlega sjóði við félag okkar. Fyrir hjálp þessara sjóða, meðal annars, höfum við getað eignast mjög myndarlegt verzlunarhús. Við höfum getað komið upp nýtfzku sláturhúsi og keypt frystihús, og þannig tryggt okkur aðstöðu til þess aðframleiða markaðshæfa vöru og fá fyrir hana það hæsta verð, sem á hverjum tfma er unnt að ná á erlendum markaði. Við höfum eignast fiskmóttöku- hús og bryggjur til hagræðis fyrir útgerðarmenn. Við höfum ennfrem- ur komið upp fullkominni mjólkur- vinnslustöð, og með því gert mjólk- urframleiðsluna mun arðsamlegri en ella. A þessum byggingum öllum hvflir að vfsu nokkur skuld út á við. Samt sem áður eigura við félags- menn þarna mikla innstæðu. En þá er eftir að koma henni f handbært fé. — Pykir mér ekki ó- Ifklegt, að einhverjir kaupmenn reyndust svo góðir að kaupa þetta af okkur, og myndum við þá hafa handa á milli allmikið fé, til þess að grynna með skuldafenið. Auðvitað yrðum við þá, um ó- fyrirsjáanlega langan tíma, að sætta okkur við það verð, sem kaupmenn skömmtuðu okkur fyrir afurðir okk- ar, þar sem við stæðum uppi húsa- lausir, og þar með adstöðulausir um að geta sjálfir farið með vinnslu og verzlun vara okkar, en hinsveg- ar andvirði eignanna — sjóðirnir — eytt upp f skuldir. Oæti þá svo farið, aðokkurþætti koma f ljós, að þessi >bending« hefði ekki reynzt það heillaráð, sem íslendingur virðist halda. Mér virðist að ef nokkur meining liggur á bak við þessa >bendingu< fhaldsins, þá hlýtur hún í framkvæmd að vera þessi, sem hér hefir verið drepið á. — Og því skal ekki neit- að að ef bændur og aðrir kaupfé- lagsmenn ginu við þessari flugu, þá væri það öruggt og skjótvirkt herbragð til þess að koma kaup- félagsskapnum fyrir kattarnef. En það er aðeins eftir að vita, hvort að þeir, sem nefndir hafa verið >mennirnir með mosann f skegginu«, eru jafn gleypigjarnir og höfundar >bendingarinnar< vilja láta þá vera. Við sjáum nú hvað setur. 6. febrúar 1933. Bðndl. ———o----— Ofan úr sveitum. Pað þykir mikilsvert i hverju landi að þeir, sem með dómsmál fara, séu sanngjarnir menn, réttlátir og vfðsýnir f hvfvetna. Pað þykir líka mikilsvert að þeir, sem komast undir refsivönd laganna, séu dæmd- ir, svo sem ástæður og lög standa til, 1 hvert skipti, hvort sem í hlut eiga háttsettir embættismenn eða óbrotnir alþýðumenn. Pað þykir mikilsvert f hverju siðuðu þjóðfé- lagi, að allir séu jafnir fyrir lög- unum. — Pað er þvf stór og þung ábyrgð, sem hvflir á þeim, sem með dómsmálin fara. Mættu dóm- arar, og aðrir þeir er yfir þeim málum hafa að ráða, minnast þeirr- ar miklu ábyrgðar, er á þeim hvilir f hvert sinn og þeir setjast f dóm- stólinn. — Eins og kunnugt er, fór hr. Jðnas Jónsson úr dóms- málastjórn landsins um þinglokin ifðastl, vor, Sennilega hefir hann verið einn hinn réttlátasti og vfð- sýnasti maður í þeirri stððu, um langt áraskeið. Hann var nýi tfm- inn, sem bar f brjósti umbótahug og menning hinnar uppvaxandi kynslóðar f landinu. Samt átti hann andstæðinga, meira en allir aðrir, andstæðinga sem allt til þessa dags hafa varið meirihluta krafta sinna til að ófrægja hann í augum lands- manna, — að visu um krafta fram, en viðleitni þeirra hefir sýnt sig. Pað voru menn af gamla skólan- um, úr ihalds- og apturhalds-skól- anum, sem grfpa vildu f hæla hans, af þvf að hann tók gamla tímanum fram f ýmsum ákveðnum stefnu- málum, og þar á meðal f fram- kvæmd dómsmálanna. Hann vildi fyrst og fremst, að allir væru jafnir fyrir lögunum. En skósveinar gamla timans þoldu það ekki. Pað var meira en þeir höfðu vanist. Peir þoldu ekki birtuna af Ijósi hins nýja og betri tfma. íhaldsflokkurinn lést berjast fyrir >réttlátri< kjördæmaskipun. Hann nefndi það »stærsta réttlætismálið«.* Öll önnur mál áttu að lúta fyrir því. Pað var fyrsta og síðasta mái- ið. — Pað er óþarfi að segja sögu þess máls hér, hún er ölium í fersku minni. Hún endaði með þvf að allir íslenzku ihalds-þingmenn- irnir átu sitt ^eigið fóstur, — eins og hrafninn gerir á vorin, þegar hart er í ári og lítið er um æti. — Þegar um það gat verið að ræða að íhaldið kæmi einum manni í landsstjórnina, þá var þeim lokið. Pá varð >réttlætismálið< að svolitl- um svörtum depli, yst f sjóndeild- arhringnum. — — íhaldið nefndi til mann f dómsmálaráðuneytið, Viku þá úr stjórn landsins hinir glæsilegustu fulltrúar, sem Island hefir átt á þessari öld, þeir Jónas Jónsson og Tryggvi Pórhallsson. Magnús Ouðmundsson varð dómsmálaráðherra. Flestir hafa þann sið, þá er velja á menn í trúnaðar- stöður, að taka af betri endanum. En hvað gerir íhaldið? Pað slítur aptasta liðinn af rófunni. Par var Magnús. Hann stóð undir saka- málsrannsókn, sem hann að lokum þorði ekki að stemma stigu fyrir að gengi til dóms. Tímarnir liðu. Skjótt þóttust menn verða þess varir, að önnur stjórn sat að rfkjum, og að eigi var skipt um til batnaðar á sviði dómsmái- anna, en slfkt voru þó engin von- brigði. — Loks kom fylling tfmans: •) »Réttlætið« var í því fólgið aðrýra á- hrifavald sveitanna á Alþingi, og færa það f hendur kaupstaðabúa og stærrl kauptúna, Höf, Magnús var dæmdur, og sekur fundinn. Eftir undirréitardómi átti bann óstigin örfá skref f >steininn< — sem við f sveitunum köllum bara >tuktbúsið<. — Magnús Guð- mundsson bað um lausn og — fékk hana. Enn kom til kasta ihaldsins að tilnefna eftirmann f embætti Magn- úsar. íhaldið hafði sömu aðferð og fyr og losaði um aftasta liðinn f rófunni. Kom þar f Ijós Olafur Thors f sinni fullu stærð. Hann varð dómsmálaráðherra. — Ólafur stóð f óbættri sök fyrir svikin sfld- armál á Hesteyri. Pað vissi fhaldið. Ólafur var þekktur að þvi að vera viðbragðsknappur og fús til að vinna ýms hin óæðri flokksverk, — með Magnúsi prestakennara. — Pað vissi ihaldið. Pað mátti trúa Ólafi til alls, jafnvel að gera þau flokksverk, er aðrir — og jafnvel ekki Magnús prestakennari — töldu sér ekki samboðin. Pað vissi fhald- ið. Ólafur var flokki sfnum trúr, og vonirnar brugðust ekki. Hann hafði ekki nema stutta stund setið f ráðherrastóli, þegar þvf var >út- varpað«, að Helga Tómassyni væri falin forstaða á Kteppsspítala. Pað var óþrifaverk, sem engir hefðu gert nema Óiafur. Pað vissi fhaldið. En með þeirri >stjórnarathöfn< var skotið handsprengjum út um allt ísiand og vísvifandi stofnað til ófriðar i landinu, sem ætið mun f minnum hatður, og valda mun þrotlausum ófriði unz sú ráðstöfun er aptur- kölluð. Virðist þessi stjórnarráð- stöfun bæði gremjuleg Og sorgleg og draga allverulegan skýflóka á hinn stjörnublikandi friðarhimin iandstjórnarinnar, um þessar mund- ir. — En Adam var ekki lengi í Para- dis. Og Ólafur var ekki lengi f stjórnarráðinu. Magnús Ouðmunds- son hafði skotið máli sfnu til Hæsta- réttar, — það er stofnun, sem fs- lendingar þekkja betur nú, en fyr, sökum vaxandi skólagðngu og menningar á sfðari árum. Pað stóð svo einkennilega vel á, að Einar Arnórsson dómari hafði verið al- þingismaður og flokksbróðir Magn- úsar og að sjálfsögðu áttsinn hlut f þvf að styðja Magnús til ráðherra- tignar. Hinsvegar hafði Magnús skipað Einar tii dómara f Hæsta- rétti á sfðastliðnu sumri. Hvor fyrir sig átti h i n u m dálitlar þakkir að gjalda, eins og gengur. Pað g a t v e rið svona >kaup kaups<, og á það mátti Ifta. >Morgunblaðið< kvað upp dóminn yfir Magnúsi Ouðmundssyni og sýknaði hann af öllum ákærum undirdóms. Og Hæstiréttur stað-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.