Dagur - 23.02.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 23.02.1933, Blaðsíða 2
30 DAGUR 8. tbl. i Skófatnaður. § SSNí Nýkominn danskur skófatnaður. •€!! pfJJJ Fjölbreytt úrval af kvenskófatnaði. JJjjls WB* Komið og skoðið skófatnaðinn hjd okkur, •H| og pér munuð sjá, að hvergi gerið þér jg® — betri kaup. —- m Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. BUUHMUUUHIUMiHi Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. festi dóm »Morgunb!aðsins i ðllum meginatriðum, með meiri hraða en venjulegt er. Og þar með varð Magnús, á þeim degi, hreinn og saklaus, eins og hann væri ný skroppinn úr móðurkviði. — Og svo gekk Ólafur út af must- erinu, en Magnús fór inn. Hann var orðinn dómsmálaráðherra. Petta er sagan af síðustu ráð- herrum íhaldsins. Hún gæti verið lengri og ítarlegri. En þeir, sem betur geta, betur geri. Það, sem þessir ráðherrar hafa gert, verður geymt á vörum þjóðarinnar, en ekki gleymt. - Pjóðin man hæsta- réttarmálaflutningsmanninn og ráð- herrann Magnús Ouðmundsson. Hún man dómsmálaráðherrann Ólaf Thors í sambandi við innsetning Helga Tómassonar. Og þjóðinman ótal margt fleira i sambandi við þessa menn og flokk þeirra. — Og loks man hún, að til er Hæsti- réttur, og að hann skipa 3 dóm- arar =■• 3 menn. En hvað hefst svo upp úr þvi að muna þetta? Virðingarleysi fyrir dómarastétt landsins, — eða hvað? Trúleysi og virðingarleysi gagn- vart íhaldsflokknum — »í fyrsta, annað og þriðja sinnt. — Bíður nökkur betur? Daniel. Garðyrkja. Norðlendingar hafa lörrgum þótt kappsamir og talsvert metorðagjarn- ir, enda hafa þeir oft verið á und- an öðrum landsfjórðungum með ýmsar nytsamar framkvæmdir f verklegum efnum. Svo hefir verið um garðyrkjumálin á fyrsta fjórð- ungi þessarar aldar. Ræktunarfélag Norðurlands er stofnað með til- raunastöð á Akureyri um siðustu aldamót. Þaðan breiðist svo áhugi nokkur á þessum efnum um um- hverfið, svo að um nokkurra ára akeið þótti Akureyri standa lang- fremst allra staða á landinu, hvað ræktun snerti. En aðallega var það þó trjágróður og skrautjurtir, einn- ig dálítii kartöflurækt. Enda munu ræktunarskilyrði vera betri hér, en á öðrum stöðum. Nú er skift um hlutverk. Reykjavík hefir hlotið heiðurssessinn í þessu efni, og hafa Reykvíkingar verið þar stórstiga siðustu árin, sérstaklega hvað rækt- un matjurta snertir. Enda eru þeir nú að verða grænmetisætur fremur öðrum landsmönnum. Petta er þó ekki af því að ræktunarskilyrði séu að néinum mun bétri á Suðurlandi en hér. Að vísu er þar örlítið hærri meðalhiti árs, en það mun koma meira niður á veturinn en sumarið, og svo eru þar miklu tiðari ofsa- rok, hellirigningar og dimmviðri dögum og vikum saman. Mismun- urinn liggur ekki í skilyrðunum, heldur i þvf, að Reykvíkingar hafa Skilið, að margar góðar nytjajurtir geta vaxið á íslandi með tiltölulega litlurn kostnaði, ef menn hafa dá- litinn vilja og þekkingu á ræktimar- skilyrðunum. Og svo hafa þeir lært að meta gildi pessara nytjajurta. Við fegurstu götur borgarinnar eru vlða mældar út stórar lóðir, sem liggja að framhlið hússins. Oata liggur heim að húsinu um miðju, og öðru megin hennar er skrautgarður með fegurstu blóm- um, en hinumegin er matjurtagarður- nn fram að götu, og þykir það engin óprýði þar. Maður sér þar blómkál, hvítkál, rauðkál, salat, spf- nat, gulrætur hreðkur, næpur, rófur og kartöflur, sem allt þrífst sæmi- lega vel. — Nú mætti spyrja, hvern- ig Reykvíkingar hefðu lært þá list, að rækta þetta og notfæra sér sem fæðu. Tiðari og meiri sambönd Sunnlendinga við Danmörku munu hafa átt sinn þátt i því, að »kenna þeim átið*. En frá garðyrkjustöðv- unum, sem hafa risið upp siðustu árin f umhverfi Reykjavfkur, hefir borist þekking nokkur á ræktunar- aðferðum, og þær hafa einnig selt mikið af plðntum til áframhalds- vsxtar. Eru það sérstaklega blóm- káls- og hvítkálsplöntur og einnig margar tégundir skrautblómaplanta, sem seldar eru Og sótzt mjög eftir, og hefir enn ekki verið hægt að fullnægja þeirri eftirspurn. Pessar plöntur þurfa svo langan vjxtartíma, að ekki er gerlegt hér að sá til þeirra á bersvæði. Jafnvel Danir telja þær þurfa tveggja mán- aða uppeldi, áður en út eru fluttar. Qftast er sáð f vermiskála eða heita reiti seint f marz eða snemma f april. Eftir þrjár vikur tii mánuð er svo plantað í góðan þéttan sólreit, og þar eru plönturnar látnar vaxa og harðna um mánaðartfma við nægilegt loft og sól síðari hlutann. Síðan er þeim plantað á bersvæði. Hægt er lika að sá f kassa f glugg- um inni og láta fræið sþira þar, ef sólreitir eru til, sem hægt er að planta út f sfðar. Flestir Reykvík- ingar, sem gróðri unna, og ein- hvern jarðarblelt hafa við hús sín, eiga nú þessa sólreiti, einn eða fleiri eftir þörfum. Purfa þeir ekki að kosta mikið, en geta gefið góð- an arð og yndi, þeim sem frekar vilja sækja matarbæti út f sinn eig- in garð, heldur en leita langt yfir skammt til sölubúðanna, þó það sé auðvitað gott og blessað, að geta það, þegar annað er ekki fyrir hendi. Til dæmis um hina vaxandi blóm- kálsræktun í Reykjavík má segja, að seint í april síðastl. var allt blómkáisfræ uppselt á staðnum og þegar sala hófst á blómkálsplönt- um siðar, þrutu þær einnig mjög fljótt. Sjálfsagt er ekki of djúpt tek- ið i árinni með þvf að segja að ekki hafi helmingi eftirspurnar ver- ið fullnægt. — Oróðuryrkjustöðv- arnar i umhverfi Reykjavíkur hafa haft torgsðlu á grænmeti siðastlið- in þrjú sumur og hefir það gengið sæmilega vel. En auðvitað selst minna vegna þess, hve mikið er ræktað heima. Torgdagar hafa ver- ið tvisvar i viku og stundum selt frá einni stöð 500 blómkálshöfuð yfir daginn. Pessar garðyrkjustöðv- ar hafa 3 sérverzlanir i bænum og þar að auki er mikið selt frá þeim til annara matvöruverzlana. Og þrátt fyrir þetta fá Reykvíkingar ennþá grænmeti frá útlöndum, jafnvel um hásumarið. Nú segja menn ef til vill að þetta gerist f Reykjavík, en myndi tæp- lega ganga eins vel hér á Akur- eyri. Nægileg reynsla er fengin fyr- ir því, að kál getur vaxið hér all- vel i flestum sumrum, ef þvf eru gefin þau skilyrði, sem nauðsynleg eru. Oróðrárstöð Akureyrar hefir ræktað kál um mörg ár, og nokkr- ir einstaklingar lika, þó þeir séu allt of fáir. Síðasta vor voru send- ar hingað blómkálsplöntur frá Reykjavík og þrifust þær ágætlega og gáfu góð höfuði Kona ein hér f bænum auglýsti f sfðasta tölublaði Dags, að hún ætlaði að setja á stofn gróðuryrkju- stöð i vor, selja blóma- og matjurta- plöntur úr vermireitum og leiðbeina þeim, er þessari gróðuryrkju vildu sinna. Sú auglýsing varð tilefni þessa greinarstúfs. Ættu Akureyr- ingar að færa sér vel f nyt þá gagnlegu og ánægjulegu nýjung, sem hér er á ferðinni, og styðja hana drengilega. O. Hy Ijóöabók, eftlr Valdimar Hólm Hall- stað, er væntanleg á bókamarkaðínn í vor. Bókin verður um 5 arkir að stærð og kostar 2 kr. fyrir áskrifendur. Áskriftar- listar liggja frammi i bókaverzlun Por- steins M. jónssonar og i Kaupfélagi Verkamanpa, Fjallasýn. Upp af Fnjóskadal liggja afdal- ir þrír inn í landið. Austast er Timburvalladalur, þá Hjaltadalur og vestast Bleiksmýrardalur, sem er lengstur og hrikalegastur. Margoft hefi ég gengið upp á fjallið fyrir ofan Tungu. Þaðan er, á vissri hæð, ágætt útsýni yfir Bleiksmýrardalinn, allt inn að Ytra-Landsuðurgili; en þar fyrir innan er enn mjög langt suður í dragið. Frá annari nálægri hæð má einnig sjá Herðubreið í suð- austri og talsvert af Mývatnssveit og vatninu. Svo og Gæsadalsfjöll. Yfir Fnjóskadal sést vel. Og i vestri ofan á hrikalegan fjallgarð- inn milli Eyjafjarðar og Skaga- fjarðar. Ofan í tvo eystri afdali Fnjóskadals sést ekki. Til að fá gott útsýni yfir Hjalta- dalinn, þarf að ganga alveg fram á brúnina, beint upp yfir gömlum eyðibæ, sem er samnefndur dain- um. Þangað fór ég eitt sinn á sól- heiðum vordegi, er ég varágrenja- njósnarferð um fjallið. Veðrið var yndislegt og blámóða yfir landinu. Eg horfði mig drukkinn yfir Hjaltadalinn. Eg sá allt suður að Krókum. Og það er ein af feg- urstu sýnunum, sem ég hefi séð. Dalurinn var svo ljúfur og aðlað- andi, og alstaðar fannst mér hlyti að búa gott huldufólk í fjöllun- um. Eg bar þá saman i huganum, Hjaltadal og Bleiksmýrardal, sem einnig er fagur. Og ég fann, að smærri dalurinn mildaði og lægði þær tilfinningar, sem hinn stærri jafnan hafði örvað og æst í mér. ósjálfrátt varð mér litið á hvass- an Kambf'ellshnúkinn, sem gengur fram á milli eystri dalanna. Hann fannst mér betur eiga heima ein- hverstaðar á Bleiksmýrardal, og í hans stað hefði þarna verið iág Öxl. En ég sá líka, að þá mundi Hjaltadalur hafa verið lítilmót- lega lúpulegur. Hins vegar engin þörf fleiri ógnarmynda í hinn dal- inn. Það var lífsleiðing og lærdómur að horfa yfir sólgyllt landið. Mun meiri en að hlusta á hversdags- ræður kirkjupresta. Þeirra manna, sem fá lífslög þekkja, gera sig gilda meðan hægt er, en strax og áreynir tapa líkama sínum út I veður og vind jarðríkis, og — sál- inni líka. Eg kom heim ánægðari en þótt ég hefði staðið tíu sinnum á Hóla- Byrðu, eða fundið tuttugu verð- mæta tófuhvolpa. * * * Þó að fjallasýn sé litauðug, líf- mikil og unaðslega heillandi um sólríka daga, þá eru heiðskírar nætur um sólstöður • að mörgu leyti unaðslegri: Töfraheimur æfintýra og mynda. Eina mjög laglega minningu frá einni slíkri vornótt á ég. Hún er á þessa leið: Það var júnínótt. Sólin var fyr- ir stundu sigin til viðar. Yfirborð jarðarinnar var aðeins dálítið rakt, en samt nóg til þess, að tún-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.