Dagur - 23.02.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 23.02.1933, Blaðsíða 3
8. tbl. DAGUR 31 ið hafði fengið dökkgrænni lit en áður. Eg lá í grasi vaxinni brekku, beint upp af bænum mínum, hafði horft á sólina setjast í öllum sín- um töfraljóma og starði nú á ský- in, sem enn báru brot af -ljóma hennar. Himininn var allur ljóm- andi fagur. Syðst inn til dalsins var gulur þámi og blági'á skýja- bönd þvert um himinhvolfið; en guli liturinn dofnaði smátt og smátt. Eg hafði ekki augun af þessu og vaknaði sem af dvala, þegar vellandi spói flaug fyrir of- an mig í brekkunni og hvarf upp aí henni nokkru sunnar, auðsjáan-' lega mjög grunsamur um atferli mitt. Eg stóð upp og horfði yfir. Þá blasti við bærinn í miðju iðgrænu túninu, er með grjótgarðinum fornfálega umhverfis líktist helzt láglendisteikningu á landabréfi. Stór viðarmói tók við skammt sunnan við túngarðinn. Hann gerði sitt til að veita undirlendinu viðkunnaixlegan svip. í mónum lágu nokkrar kindur, sem virtust hafa tekið sér þarna xxæturstað. Eg gat ekki fengið af mér að fara heim og hátta í þessari veð- urblíðu. Itéði það þvi af að ganga lengra upp í fjallið og litast um. í miðju fjallixxu er votlendis- hjalli. Syðst í honum seytlaði lítil lind undan kletti. Hún rennur í mosavöxnum farvegi norður eftir hjallanum og síðan beint ofan brekkurnar, uns hún að lokum breiðir svo úr sér, niðri á engja- teigi, að hún sekkur þar í ljós- græna mosavilpu. Suður á hjall- anum stendur dálítill steinn. Á hann settist ég og renndi augum ' yfir hljóða sveitina. Og nú vottaði fyrir bjarrna miðnætursólarinnai', þar sem hún nxundi koma fram undan bröttu fjallsöxlinni vestan við dalinn, mikið norðar en hún settist. Líða síðan eldrauð til austurs, strá undragliti sínu á dalinn og fjöllin, og ganga að lokum undir, bak við Þórðarstaðaklettana. Upp á brún- ina á Tunguöxl var aðeins fárra mínútna gangur. Lagði ég því aftur á brattann og kleif beint af augum. En það stóð heima, að þegar ég var kominn alla leið, þá var sólin komin framundan Sel- landsöxl. Á jökulhött Herðubreiðar sló sterkum roða. Af því gat ég ekki litið. Elfarniður heyrðist neðan úr dalnum. Eg settist og hugsaði. Allskonar hugmyndir um Háskóla íslands vöknuðu og þróuðust i kollinum á mér. Uppi á Herðu- breið ætti hann að standa. Þar nýtur vel birtu allan sólarhring- inn, um sólstöður. Eg hefi séð aít- anbjax-ma og árroða renna saman á tindinum. Og skólinn ætti auð- vitað að starfa svunarmánuðina. — En ef til vill yrði Vatnajökull þægilegra skólasetur, með járn- braut upp hjarnbreiðurnar! Eg velti mér þarna hugsandi aþa nóttina, teygandi fjallalof tið og óskandi þess, að geta galdrað þessar hugmyndir fastar inn í ís- lenzku prófessorana. Og um mið- morgun reis ég úrillur á fætur og þaut af stað ofan fjallið. Niðri í viðarholtinu, á brekku- brúninni ofan við bæinn, flaug rjúpa snögglega undan fótum mér, blakaði vængjunum og hvarf síðan þegjandi niður í runna skammt frá. Eg laut niður. í ofur- lítilli dæld undir kræklóttri fjall- drapahríslu voru eggin hennar tíu að tölu, öll módökk á litinn. Eg gat ekki stillt mig um að taka eitt eggið og skoða það, áður en ég yf- irgæfi hreiðrið. — Blessuð rjúpan, hugsaði ég urn leið og hljóp af stað niður bi'ekkuna. * * * Fjallasýn! Dagur og björt nótt urn sumar-sólstöður! Það er að lifa heilt líf í voi'öld, þar sem létt er að skilja að það er hreinleiki, hátign og fegurð ósnortinnar náttúru, og fátt annað, sem getur hjálpaðu mönnunum til að verða góðir: einlægir, elskandi. Lyft undir eilífðarþrána, sem stefnir á- valt lengra og lengra. — Lengra út í ljósið og vorið. Sigurður Kristinn Harpan. -----o----- Bréi landlæknis. Af því að fslendmgur er sífellt að japla á því, að Ól. Thors hafi framkvæmt læknaskiftin á Nýja Kieppi samkvæmt tillögu landlækn- is og af þvi að í þéssu felst stór- feld blekking, skal hér birt bréf landlæknis, ritað dómsmálaráðuneyt- inu 17. ágúst sl. sumar. Má af þvi marka hversu ráðvandlega ísl. fer með heimildir i þessu máli. Bréfið er á þessa leið: »Ura samþykkt Læknafélags ís- lands viðvikjandi spitalanum á Kleppi vil eg taka þetta fram: Pað er rétt, að mikið hefir mátt setja út á forstöðu hins nýja spítala á Kleppi, og vísa eg til bréfs mins til dómsmálaráðherra þar að lútandi frá 16. nóv, f. á. þar sem eg lagði til, að yfirlæknirinn væri sem fyrst leystur frá störfum sinum. Pá til- lögu tók ráðuneytið ekki til greina. En við þá rekistefnu, sem í bréfinu getur, skipti svo um, að siðan mun alit ganga hneykslanalaust á spital- anum — og var það raunar meira en eg bjóst við. Dar má nú heita að hvert rúm sé jafnan skipað, og virðist mér öll óánægja vera að sjatna og allt tara viðunandi eins og fer*). Raunar má segja að yfirlæknirinn, sem.að visu er vel skynsamur læknir, hafi ekki þá fyllstu sérfræðimenntun í þessari grein læknisfræðinnar, en litt ætla eg að það þurfi að koma niður á sjúklingunum, með því að lækninga- tilraunir við geðveika sjúklinga munu yfirleitt ekki hafa ýkja- mikið gildi fyrir þá, og er höfuð- atriðið að hjúkra þeim með ná- kvæmni, en á það þarf ekki að skorta. Um lækningar geðveikra sjúklinga er ráðandi mjög mikil hjá- trú hér á landi, og halda menn • Leturbreytingar gerSar hér í blaðinu, Ritatj, jafnvel að þar sé töfralyfjum og aðferðum beitt, sem venjulegum læknum sé með öllu ókunnugt um. Hefir og nokkuð verið alið á þessu hin síðustu ár og jafnvel af þeim, sem sízt skyldi. Má heilbrigðisstjórn- in ekki iáta blekkjast af þvi. Mér virðist sá friður vera um Kieppsspítaiann, að almenningi verði gert valasamt gagn með pví að hleypa öllu á ný I bál og brand, en sú yrði valalaust alleiöingin el Helgi læknir Tómas- son yrði nú settur par inn altur - svo sem allt er I pottinn búið. Verð eg að svo sföddu að ráða frá pvi. Annað mál er þaö — og það hefir jafnan verið mitt álit — að hneykslanleg bruðlun sé að hafa tvo yfir- lækna við jafn litla stofnun og Klepps- spítalarnir eru. Oera þeir báðir ekki betur en aó jafnast á við litla spit- aladeild, sem er fyllilega eins yfir- læknis meðfæri. Náði slíkt vitanlega ekki neinni átt, meðan ekki var hægt að byggja nándar nærri yfir alla geðveika menn f landinu, sem sjúkrahúsvistar þurftu, að reisa yfir- læknisbústað, til viðbótar þeim, sem fyrir var, í stað þess að gera spít- alann þeim mun stærri, auk þess sem reksturinn verður dýrari á þennah hátt og margskonar erfið- leikar samfara sundurskiftingunni. Hygg eg, að sem allra fyrst eigi að gera Kleppsspitalana að öllu teyti einn spítala. Og með þvi að lítið eða ekkert vantar nú á það annað en að setja þar einn yfirlækni, vil eg, að jafnframt þvi, sem breyting verður gerð á læknisskipuninni þar verði horfið að þvi ráði. Á það helzt ekki að dragast lengi. Svo hugsunarlaust og fávislega var unn- ið, þegar nýi spítalinn á Kleppi var reistur, að hann var eingöngu gerður fyrir rólega sjúklinga, sem vandræðalítið er hægt að hafa á öörum spitölum eða i heimahúsum, en enn stendur iólk uppi með óða sjúklinga, sem engin leið er að fá fyrir samastað, nema þá með óheyri- legum kostnaði, jafnvel svo tugum króna skiptir á dag. Mér hefir dott- ið í hug, að ef til vill mætti ráða hér einhverja bót á til bráðabirgða og með litlum tilkostnaði með þvi að leggja annan yfirlæknisbústaðinn niður og nota það pláss, sem þar sparast, beinlínis eða óbeinlínis til þess að hýsa óða sjúklinga. Æskt eg samþykkis ráðuneytisins til þess að mega fá þetta athugað. Verði nú settur einn yfirlæknir yfir allan Kieppsspítalann kemur þar naumast annar til greina en prófessor Pórður Sveinsson og ætla eg bezt fara á, að hann gegndi þessu starfi fyrst um sinn, enda væri hpnum þá fenginn sérstaklega ötutl kandidat til aðstoðar. Helgi læknir Tómasson hefir ær- ið að starfa i bænum í sérgrein sinni, og yirðist ekki vera á það bætandi. Vandræði eru aðeins að þvi, að milli hans og ýmsra starf- andi lækna i bænum annarsvegar og Kleppsspitalans hinsvegar virðist engin samvinna geta verið, og hefir verið kvartað undan því við mig af mörgum, bæði læknum og öðr- um, að pó rúm séu til á spitalanum, sé geðveikum sjúklingum haldið timunum sam- an hér í bænum, jainvel peim sem enga batavon sýnast eiga og í svo dýrri vist að menn sundlar við að nefna þær uppbæðir, ekki sfzt þegar fátækling ar eða lítils megandi sveitarféiög eiga í hlut. Ef til vill má afsaka þetta að nokkru meðan nýi spílalinn — en þar losna helzt rúm — er í hönd- um núverandi yfirlæknis, að þvf at- huguðu með hvaða atburðum hann varð það, en þó einkum því, bversu mikið hefir mátt að honum finna, en eg geri ráð fyrir, að viðunandi samvinna hljóti að takast, ef horfið verður að því ráði um læknaskipun á spítalanum, sem eg hefi stungið hér upp á.t Alþingisfréttir Kosningar f fastar nefndir þings- ins fóru fram á fimmtudaginn var. Jafnaðarmenn tóku ekki þátt f kosn- ingunum og eru þvi í engri nefnd. Nefndirnar eru þannig skipaðar: Fjdrhagsnefnd: Ed. Ingvar Pálmason, Jónas Jóns- son, Jón Porláksson, Nd. Bernharð Stefánsson, Halldór Stelánsson, Hannes Jónsson, Jón A. Jónsson, Ólafur Thörs. Fjdrveitinganefnd: Ed. Einar Árnason, Jón Jónsson, Pall Hermannson, Bjarni Snæ- björnsson, Halldór Steinsson. Nd. Björn Kristjánsson, Ingólfur Bjarnarson, Jónas Porbergsson, Tryggvi Pórhallsson, Porleifur Jónsson, Pétur Halldórsson, Pétur Ottesen. Samgöngnmdlanefnd: Ed. Emar Arnason, Páll Hermanns- son, Halldór Steinsson. Nd. Hannes Jónsson, Sveinbjörn Högnason, Sveinn Ólafsson, Jón A. Jónsson, Jón Óiafsson. Landbúnaðarnefnd: Ed. Jón jónsson, Pail Hermanns- son, Pétur Magnússon. Nd. Bjarni Asgeirsson, Lárus Helga- son, Steingrímur Steinþórsson, Guöbr. ísberg, Pétur Ottesen. Sjdvarutvegsnefnd: Ed. Iagvai Palmason, Magn. Torfa- son, Jakob Möller. Nd. Bergur Jónsson, Bjarni Ás- geirsson, Sveinn Ólafsson, Jó- hann Jóselsson, ÓJafur Thors. Menntamdlanefnd: Ed. Einar Arnáson, Jón Jónsson, Guðrún Lárusdóttir. Nd. Bernharð Stefánsson, Haildór Stefánsson, Sveinbjörn Högna- son, Magnús Jónsson, Pétur Halldórsson. Allsherjarnefnd: Ed. Jónas Jónsson, Magnús Torfa- son, Pétur Magnússon. Nd. Bergur Jónsson, Sveinbjörn Högnason, Steingrímur Stein- þórsson, Guðbrandur ísberg, Jóhann Jósefsson. Iðnaðarnefnd: Ed. Ingvar Pálmason, Jónas Jóns- son, Jakob Möller.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.