Dagur - 20.04.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 20.04.1933, Blaðsíða 2
62 DAGUR 16. tbl, m* m w m 5! Bifreiðagúmmí, *** dekk og slöngur, mikið ódýrara en áður hefir þekkst, kom nú með Dettifossi á páskadaginn. Bifreiðastjórar ættu að bregða við strax og kaupa, þar sem birgðir eru mjög takmarkaðar. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildm. auéuiuuiuiituuuui Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn mánudaginn og þriðjudaginn 1. og 2. maí 1933 og hefst kl. 10 árdegis fyrri daginn. Dagskrá: 1. Athuguð kjörbréf fulltrúa. 2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir s.I. ár og skýrt frá störfum þess. 3. Tekin ákvörðun um ráðstöfun ársarðsins. 4. Utibú félagsins. 5. Breytingar á samþyktum félagsins og reglugjörðum. 6. Erindi deilda. 7. Framtíðarstarfsemi félagsins. 8. Kosningar. Akureyri 15. april 1933. Félagsstjórnin. My ndastofan Oráaufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10-6. Guðr. Funch-Rasmussen. (Grein þessi var rituð í jan. s. 1. og birt í einu sunnanblaðanna. Birtist hún nú hér samkv. ósk höfundar. Á vel við að hún sé lesin í sambandi við »Is- lenzku vikuna«, sem hefst um næstu mánaðamót). Það er gamall og góður siður, að staldra við á tímamótum og líta yfir liðna tíð og skyggnast um leið inn í framtíðina svo sem kostur er á. Um þessi áramót hefir, eins og venja er til, verið birt yfirlit um ástæður helztu atvinnuvega þjóð- arinnar, athugað hvernig hagur þeirra er nú og hvers má vænta af þeim á komandi ári. Einn er sá atvinnuvegur þjóð- arinnar, sem stundaður er í ein- hverri mynd á hverju einasta ís- lenzku heimili, það er kepnilisiön- aöurinn. Hann er jafngamall þjóðinni og henni í blóð borinn. Það er ekki sá íslendingur til, að hann hafi ekki gaman af að sjá fallega handavinnu, og um handa- vinnu má tala við alla menn. Þegar öllu er á botninn hvolft, geri ég ráð fyrir, að þetta sé sá atvinnuvegurinn, sem náð hefir einna mestum þroska hjá okkur. Það er óhætt að fullyrða, að ís- lenzk alþýðulist jafnast fullkom- lega á við það, sem nágrannaþjóð- irnar hafa að bjóða í þeim efnum, og í tóskap skara íslendingar þar langt fram úr. Þótt mjög lítið sjáist í verslun- arskýrslum um þennan atvinnu- veg, þá er hann engu að síður mikils virði fyrir efnalega afkomu þjóðarinnar. Það munaði áreiðan- lega um það í þjóðarbúskapnum, ef allt í einu ætti að fara að kaupa það allt út, sem unnið er á heimilunum af ullarvinnu, saum- um og smíðum. Það er að sínu leyti eins með það og með kjöt, mjólk, egg o. fl., sem til fellur á heimilunum, það er ekki tölum talið, en á sinn stóra þátt í að viðhalda landsfólkinu með holl- ustu sinni. Elzta útflutningsvaran okkar var ull og gærur, og lengi vel hin eina. Það voru fararefnin, sem hinn ungi íslendingur fékk, er hann fór að leita sér fjár og frama í fjarlægum löndum. — Þannig á þá ullin sinn þátt í að varpa ljóma yfir fornaldar- hetjurnar okkar, skáldin og sagnaritarana. Um leið og blessuð ullin vermdi líkama landsmanna, svo þeir króknuðu ekki í köldum húsa- kynnum, rakasömu loftslagi og hríðarbyljum, vermdi hún líka sál þeirra með listinni, sem þeir lögðu í margt það sem þeir gerðu úr ullinni, þegar öll önnur sam- bærileg efni til listiðnaðar voru ófáanleg. Að öllu samanlögðu mætti líta svo á, að við íslendingar hefðum fulla ástæðu til að elska ullina, í stað þess að lítilsvirða hana eða fyrirlíta. Við ættum öll að nota hana margfalt meira en við gerum og vinna hana alla í landinu, svo hún verði landsins gull eins og hún áður var. Sumir amast við íslenzku ullinni, segja hana ó- þjála og ófæra í allan vandaðan iðnað. Þetta mun vera ofmælt. Hún hæfir þó veðurlagi okkar og er allri ull hlýrri, en þann kost kunnum við lítt að meta og tök- um hana því ekki fram yfir aðra ull, heldur þvert á móti. Þessi fjárstofn, sem hér er, mun nú orðinn fágætur, nema í útskerjum nágrannalandanna, en svo mikið þykir þar til ullarinnar koma, að hún er tekin fram yfir aðra ull í sportklæðnað, og til vefnaðar og útsaums og allt gert til að viðhalda fjárstofninum. Um Jcunnáttu islendinga í tó- skap þarf ekki að örvænta, sem betur fer, þar er aldagamalli þekkingu og kunnáttu til að dreifa. Mikilsmetinn Norðmaður lét þau orð falla, er hann hafði skoð- að íslenzka ullarvinnu: »Þið hafið beztu ullina og kunnið bezt að vinna úr henni«. Þetta var vel mælt, en ekki ofmælt. Að fornu og nýju hefir íslenzk húsmóðir farið í ullarpokann sinn, þegar einhvern heimamann hefir vantað flík utan á sig, yzt eða innst, það var hennar gv.ll- náma, Þangað fór vestfirska kon- an, þegar bónda hennar vantaði yfii'höfn (kafíu) á Kollabúðar- fundinn um miðja öldina sem leið, fundinn átti að halda eftir viku. Það var tætt og spunnið, of- ið, þæft, litað, sniðið, saumað, og búin var kafían á tilteknum tíma. í »gullnámuna« var farið, þegar austfirskar konur vildu hérna á árunum gefa Lovísu drottningu skrautgrip, tætt og spunnið, lit- að, ofið, glitofið, hið fegursta á- klæði, þótti sóma sér vel meðal annara góðra gjafa drottningar. Á »hempuna«, sem konur not- uðu almennt fram á síðustu öld fyrir yfirhöfn, var flosaður borði (hempuborði) úr dregnu togi, af hinni mestu snilld, og kniplaður var breiður bekkur á vaðmáls- samfellurnar úr sama efni. Mikið af þessari kunnáttu og leikni er enn til, sem betur fer og það jafnvel hjá yngri kynslóðinni, lengi lifir í kolunum. Nú á seinni árum er komið mikið af áhöldum, sem flýta fyrir við ullarvinnuna, enda er mikið unnið til heimanotkunar og í vinnuskiftum alla vega, á síðari árum, bæði í sveitum og sjávar- þorpum. Þegar lítið er um gjald- eyri og innflutningur takmarkað- ur, kemur það sér vel að fá skild- ing í lófann eða vinnu í skiftum, sem annars þyrfti að kaupa út. Fyrir nokkrum árum (1927—28) var leitað eftir skýrslum um ull- arframleiðslu og ullarverkfæri um land allt. Það sýndi sig, að alveg furðulega mikið var fram- leitt, þó lítið sem ekkert af því væri söluvarningur svonefndur, sem færður er á verzlunarskýrsl- ur. í fimm hreppum Rangárvalla- sýslu (Fljótshlíðarhr., Ásahr., Holtahr., Landhr. og Rangár- vallahr.) voru það ár til 104 vef- stólar og flestir í notkun, nær allir gamlir. Á þessa vefstóla höfðu verið ofnar þann vetur um 100 álnir í hverjum hreppi til jafnaðar, og á eina prjónavél á Vesturlandi voru þennan vetur prjónaðar á fimmta hundrað flík- ur, Það er svo komið, að íslenzk heimili til sveita og í mörgum sjávarþorpum eru að verða sjálf- um sér nóg í þessum efnum, fréttir koma um það úr öllum áttum á síðari árum, og ekki sízt á þessum vetri, að það sé verið »að hamast við tóskapinn«. — Verksmiðjurnar hafa aldrei haft jafnmikið að kemba og aldrei verið unnið þar eins mikið til vefja fyrir heimilin og nú, og þó er mest unnið til vefja heima, því spunavélar eru nú það margar í landinu, að flestir hreppar hafa aðgang að þeim (eitthvað á 2. hundrað). Prjóanvélum hefir fjölgað stórkostlega hin síðari ár og vefstólum nokkuð. Það er alveg furða, hve menn hafa getað klofið það að eignast þessi dýru áhöld. Mörg kvenfélög hafa lagt mjög hart á sig til að geta eignazt spunavélar og vef- stóla. Það hefði áreiðanlega verið vel til fallið, að hjálpa mönnum með kaup á þessum þarflegu verkfær- um með því að láta almenning njóta sömu hlunninda við kaup á þessum verkfærum og jarðyrkju- verkfærum, sem ríkissjóður hefir styrkt svo ríflega undanfarin ár. Það mun verða gert allt sem hægt er til að fá því áorkað, að tóvinnuverkfærin komist á næstu árum inn á þennan lið jarðrækt- arlaganna. Að því verða allir góðir heimilisiðnaðarvinir að vinna. Spunavélum, vefstólum og prjónavélum þarf að fjölga enn mikið í landinu, ef framleiðslan á að aukast. Gömlu vefstólarnir, sem til eru í landinu, eru allir að ganga úr sér, þeir eru ekki til frambúðar, þá þarf að endurnýja. Að því þarf að stefna, að til sé vefstóll á hverju einasta sveita- heimili og á mörgum kaupstaða- heimilum líka. Vefnaðurinn get- ur orðið arðvænleg heimavinna, sem ef til vill getur haldið einni og einni ungri manneskju heima í sveitinni eða kauptúninu yfir veturinn, sem annars yrði að leita burt eftir atvixmu. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.