Dagur - 20.04.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 20.04.1933, Blaðsíða 3
16. tbl. DAGUB 63 1 Framsóknarfélag Akureyrar heldur fund í Skjaldborg laugardaginn 22. þ. m. kl. 81/2 e. h. Efni: Fréttir af flokksþinginu o. fl. STJÓRNIN. Á undanförnum árum hafa norsku heimilisiðnaðarfélögin haft 6—800 vefara í þjónustu sinni árlega víðsvegar um landið og hafa greitt þeim um 200.000 kr. árlega samtals í vinnulaun. Það sem hefir átt einna mest- an þátt í að vekja og glæða skiln- ing og áhuga fyrir heimilisiðnað- inum hin síðari árin eru hinar mörgu sýningar, sem haldnar hafa verið til og frá um landið, handavinnukennslan í húsmæðra- skólunum og verkleg námskeið víðsvegar um landið — og nú síð- ast »íslenzka vikan« með þeim eggjunarorðum, sem henni fylgdu. Sem dæmi um árangur »Vik- unnar« má geta þess, að Kaup- félag Eyfirðinga á Akureyri seldi þá viku og næstu vikurnar frarn eftir vorinu prjónavarning úr ís- lenzkri ull fyrir hátt á annað þús- und krónur í Akureyrarbæ og ná- grenninu. Vörurnar voru að mestu teknar í fastan reikning félagsmanna í kaupfélaginu og seldar við sannvirði og með lítilli álagningu. Sýndi stjórn og fram- kvæmdastjóri góðan skilning og mikinn áhuga fyrir þessu máli. Þeir hyggjast nú í vetur að taka enn stærra átak. Menn hugðu gott til glóðarinn- ar, þegar þessi tilraun gekk svo vel að vinna nú mikið, bæði af prjónlesi og bandi, því K. E. A. gerði það þjóðræknisbragð að panta ekkert útlent ullargarn í haust, en ætlar að selja íslenzkt band eingöngu. Sumir félagsmenn K. E. A. héldu mestallri ull sinni eftir heima síðastliðið vor. Það er vel til fallið, að sam- vinnufélög bænda ríði á vaðið með tilraunir í þessa átt, enginn stendur betur að vígi en þau í þeim efnum. öll stærri kaupfélög landsins voru á síðastliðnu hausti beðin að hafa til sölu í verzlunum sín- um ýms þau efni, sem almenning- ur þarf til heimavinnu, svo sem vefjaraskeiðar, ullarkamba, góð- an lit o. s. frv. (Frh.). Halldóra Bjarnadóttir. o — Flokksþing Framsóknarmanna bófst f Reykjavík miðvikudaginn 5. þ. m. og var lokið þriðjudaginn þ. 11. 8> m. og stóð þannig yfir eina viku. Ýmsir flokksmenn voru hrædd- ir um, að þingið yrði fásótt vegna kreppuvandræðanna og þar af leið- andi máttiítið, og andstæðingarnir vonuðu og trúðu að svo yrði. En raunin varð öll önnur. A þinginu mættu nálægt 200 fulltrúar úr öllum sveitakjördæmum landsins og auk þess fulltrúar frá Reykjavlk og Ak- ureyri. Ennfremur fulltrúar flokksins á Alþingi* Pingið var sett f kaup- þingsalnum f Eimskipafélagshúsinu af formanrii framkvæmdaráðsins, Sgurði Kristinssyni íorstjóra, en brátt kom í Ijós, að þingsóknin var miklu meiri en svo, að það húsrúm nægði, og var þvf horfið að því ráði að útvega stærri fundarsal f íþróttahúsi Knattspyrnuf élags Rey kja- vfkur. Flokksþingið ræddi þjóðmálin af lifandi áhuga og fjöri og gerði um þau djarfiegar ályktanir, Prjú voru þau aðalmál, er þingið hafði til meðferðar: kreppumálið, kjördæma- málið og skipulag flokksins. Fleiri mál hafði það og með höndum, svo sem löggæzlu og launamálið. Fiokksþing Framsóknarmanna kom skipulagi flokksins i fastara og öruggara horf en áður var og samdi og gekk frá ýtarlegum regl- um i þvi efni. í miðstjórn flokks- ins eiga sæti 25 menn og auk þess 10 varamenn, sem þó eiga sæti sem aðalmenn á aðalfundi mióstjórnar. Fimmtán miðstjórnarmenn skulu búsettir í Reykjavik og grend, en 20 aðalmenn og varamenn, i hér- uðum utan Reykjavíkur, og ekki fieiri enn einn af þeim búsettir í sama kjördæmi. f reglunum ersagt fyrir hvernig kosningu miðstjórnar- manna skuli hagað. Formaður mið- stjórnar er jafnframt formaður Fram- sóknarflokksins. Áhuginn og einbeitnin, sem lýsti sér i störfum og starfsháttum full- trúanna á flokksþingínu, er talandi vottur þess, að Framsóknarmenn um allt land eru vel vakandi og ráðnir í þvi að fylkja sér fast um velferðar- og framfaramál þjóðar- innar. Vonir andstæðinganna um fámennt og kraftlaust Framsóknar- þing hafa brugðizt. Síóar verður nánar vikið að störf- um þingsins. ------0----- Dagur móðurinnar, Úti í heimi hefir hin síðari ár eflst og útbreiðst mjög fögur og góð hugmynd. Hún er að helga móðurinni einn helgidag ársins. Pá sé móðirin heiðruð, umhyggju hennar, fórntýsi og ástar minnst — alis þess, sem hún er og starfar. Hugmyndin er upprunnin í Ameriku og þar hef- ir 2. sunnudagur f maf, ár hvert, verið helgaður móðurinni um langt skeið, og það var amerísk kona, Jane Jarvies að nafni, sem innleiddi þennan dag i Englandi árið 1913. Paðan hefir siður þessi breiðst út um Evrópu og hafa nú 10 lönd tekið hann upp, þar á meðal Dan- mörk. Par hefir dagur móðurinnar verið haldinn hátiðlegur í 3 ár. í vor var dagurinn mjög hátiðiegur. Prestarnir töluðu um móðurina i prédikunarstólum slnum. Formaður móðurdags-nefndarinnar flutti fyrir- lestur í útvarpið, sem þennan dag var helgað þessu markmiði. Var lesið upp f því æfintýri H. C. An- dersens >Historien om en Moder* Ódýrir rykfrakkar. RYKFRAKKAR á kvenf. frá kr. 22.00 RYKFRAKKAR á telpur--10.00 RENNILÁS-STAK KAR drg. — 4 50 BRAUNS VERZLUN. Páll Slgurgelrsson. og sungnir I þvi yndistegir rnæðra söngvar. Vió Islendingar þurfum nauósyn- lega að taka upp þennan dag og er kirkjan sjálfkjörin til forystu. Hreyfa þarf málinu við prestafélög in, einkum þó Prestafélag íslands og er hér með skorað á það, að undirbúa málið svo, að framkvæmd geti hafist á tilsettum tíma, 2 sunnu- dag i mai næsta vor (1933). Mér finnst svo kalt i heiminura og að mennirnir kunni ekki nægi- lega að elska — af þvi stafa mein- in mörgu. Menn hafa liklega ekki gætt boðorðsins, sem einn þýzkur heimspekingur gaf: »Elskið eitthvað e i 11, þá lærið þér fyrst að elskac. En mamma er það, sem við eigum fyrst að læra að elska — hún, sem vaggaði okkur litlum og nærði við brjóst sér, lagði svalandi hönd á okkar litla, sjúka höfuð, huggaði okkur blíðmáli á beiskri stund, söng von og vor f sálir okkar. Hún er hið e i n a, sem ást okkar á allra fyrst að helga. Verður sú ást hin mikla, veglega lind, sem sérhver kærleikur tif annara ástvina, meðbræðra, til guðdómsins og móður v o r r a r k i r k j u n n a r á upptök sín f. Fátt verður þvf nauðsynlegra fyrir farsælt Iff ein- stakimgsins, en að hafa svalað and- legum þorsta sínum — Ijósþrá og lifssókn — sem oftast og sem bezt í þessari himnesku lind, alt frá fyrstu dögum sjálfsvitundar, og ekki aðeins það. Koma stöðugt á ný að henni á fullorðinsárunum. Og umgeiin hugmynd vill leiða alla, alla að henni, ákveðinn dag ársins, lyfta öllu mannkym til veg- legrar pílagrimsgöngu til þess stað- ar, þar sem ást og yndi lítsms á upptök sín. íslenzka þjóð! Oetur kirkjan gefió þér nokkra betri gjöf en móðurást, svo að þú verðir ekki i framtiðinni gleymin á hið góða og fagra, sem þú þvi miður vanrækir um of nú. Móðirin bregst aldrei skyldu sinni, gleymir aldrei bami sínu. Og sé hægt að tala um það sem veruteika, að elska náung- ann eins og sjálfan sig, þá er það móðurinni að þakka. Annað betra en móðureinkennin verður ekki gefið þeirri þjóð, sem á við að strfða sundrungu, hatur, léttúð og margskonar upplausn. Ást, tryggð og fórntýsi móðurinnar — þessi öft sett til valda i þjóðlífinu — bæta þau mein. Og vió, einstak- lingar þjóðiélagsins, þurfum að læra að verða góð börn þeirrar móður, sem gefur okkur brauð og björg, Ekki slæm börn, sem blóðga móðurhjartað, gleyma móðurinni og fara vill vegar á refilstigum heimsins. Allt þetta getur það kennt þjóð og einstaklingum að helga móðurinni einn dag á ári hverju — allt hið besta og fegursta getur það kennt oss að segja sem oftast: m a m m a, af öilu hjarta. Pað er falslaus og eilífur hljómur f orðinu. Hvar í heiminum, sem börntn sjá dagsins Ijós, hvort heldur f gyltum vagni eða aumum tötrum, i heiðri eða vansæmd, þá er mamma ætíð h 1 ð bezta. Oetur þá nokkur gleymt mömmu? Já, því miður vill ottsvo verða. Við gleymum henni, sem aldrei gleymir okkur. Pað er íyrsta spor ógæfunnar. Fleira kemur á ettir. Pegar gleymist að elska h i ð eina, gleymist einnig að elska annsð. Pegar gleymist að elska h a n a, sem jafnvei á sjálfri dauða- stundinni heidur oss föstu taki, hvemig förum vér þá að muna annað hið góða? Sem íæsta hendi slíkt. En til fremdar hinu fagra og góða, skul- um við koma með í piiagrímsgöng- una til mömmu. Qefum henni rúm i hjörtum okkar. Reynum að skapa, 2. sunnudag i maí, unað á heimil- unum umhverfis hana, gera daginn að heiðursdeigi hennar, gera bjart og hlýit inni hjá henni. Peir sem eru tjarri henni, sendi henni hjart- anlega kveðju. Peir sem hafa kvatt hana f hmsta sinn hér f heimi, geri daginn að minningardegi hennar. K i r k j a í s 1 a n d s 1 Eg bið þig að taka þetta málefni að þér. 22. sept. 1932. Sigurður Ofslason, P.S. — Allir, sem fjarverandi eru, og eiga móður, senda henni þenna dag skeyti, kveðju, bréf, gjafir o.fl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.