Dagur - 20.04.1933, Blaðsíða 4
64
DXGUR
16. tbl.
Frá Iðnskóla Akureyrar.
Kennslu og prófum er lokið f Iðnskólanum og fer skólauppsögn fram
i kvöld, síðasta vetrardag, Fastir nemar hafa ails verið 26 i vetur og
auk þess yfir 20 aukanemar. Að þessu sinni luku 8 nemendur fuilnaðar-
prófi, og taka flestir þeirra sveinsbréf nú með vorinu og eru þar með
orðnir fullfserir iðnaðarmenn. Peir sem burtfararprófi luku voru þessir:
Nafn Iðngrein Meistari Aðaleinkun
Stefán Stefánsson járnsmfði Stefán Stefánsson 8.86
Snorri Áskelsson prentiðn Oddur Björnsson 8.44
Stefán Aðalsteinsson múrsmíði Sveinbjðrn Jónsson 7.79
Stefán Traustason prentiðn Oddur Bjðrnsson 7.19
Kari Einarsson húsgagnafóðr. Jakob Einarsson 7.00
Ouðm, Ounnarsson húsasmíði Ounnl. Sigurjónsson 6.57
Ouðm. Magnússon múrsmiði Tryggvi Jónatansson 571
Björgvin Jónsson málum Vigfús Jónsson 5.62
Bækur og rit.
Bréf frá Ingu og fleirum
handan II. Útgefandi: Soffanias
Tborkelsson. Winnipeg 1932.
Fyrsta bindi af »Bréfum frá Ingu<
kom út fyrir nokkru sfðan og mun
nú að mestu útgengið. Petta siðara
bindi er ekki nema að nokkru leyti
bréf frá Ingu (Ingveldi Jónsdóttur);
meiri hluti bókarinnar er tengdur
við ýms fræg nöfn úr sögu íslands
og verða þau ekki rakin hér og
eigi heldur efni erindanna, sem
segjast vera runnin frá öðrum heimi
fyrir milligöngu sambandsstöðvar-
innar »Sálarvörn< í Winnipeg; öil-
um er innan handar að kynnast
þvf hverjir höfundarnir eru og hvaða
boðskap og fræðslu þeir hafa að
flytja, með þvf að afla sér bókar-
innar, því ekki er hún dýr. Hún
fæst hjá bóksölum og er útsöluverð
hennar kr. 3,75, eintakið. Einnig er
hún send eftir pöntunum burðar-
gjaldsfrftt fyrir það verð út um
land frá aðalútsölum, sem eru póst
hólf 27 Akureyri og pósthólf 608
Reykjavfk. AUt andvirði þessarar út-
gáfu gengur til bókasafna heilsu-
hælanna á Vífilsstöðum og Krist-
nesi. Pað eitt út af fyrir sig ætti að
vera mönnum sterk hvöt til þess
að kaupa bókina.
Ný/ar Kvöldvökur. Útgefandi
og ritstjóri Porsteinn M. |ónsson.
1.—3. hefti 1933.
Ritið hefst á sögu eftir jónas
Rafnar og nefnist hún »Hunde
bades<. Er það spaugileg frásögn
af íslenskum námsmanni i Kaup-
mannahöfn, sem lenti f ástaræfintýri
og lá nærri að slyppi ekki með
heilt skinn út úr því. — Pá er
>Draumur dýravinarins<, eftir A.
Munthe, sænskan lækni. Er þetta
einn kaflinn úr allstóru ritverki, sem
þýtt hefir verið á mörg tungumál
og gert höfundinn frægan. íslensku
þýðinguna á þessum kafla hefir
sira Benjamfn Kristjánsson gert og
sýnist hún prýðilega af hendi leyst.
— Næst kemur framhald sögu
Lars Hansen, >Og hann sveif yfir
sæ<, sem Ouðmundur Hagalin þýðir
og er nú komið að niðurlagi sög-
unnar. — Sfðan er framhald af
Fnjóskdæla-sögu Sigurðar Bjarnasonar
frá Snæbjarnarstöðum, og er það
mikill fengur fyrir lesendur N. Kv.
að fá þessa ágætlega vel rituðu og
skemmtilegu héraðssögu. Erfþess-
um hluta sögunnar meðal annars
sagt nokkuð trá hinum þjóðkunna
manni, Birní i Lundi, óg viðskiftum
hans við Möðruvalla-amtmenn og
Ara Sæmundsen umboðsmann. —
Pá kemur »Saga Ugluspegils<, er
Jónas Rafnar hefir þýtt, sérlega vel
valin til lesturs fyrir börn og ungl-
inga. — Enn er ritfregn um kvæði
Jóhannesar úr Kötlum, eftir síra
Benjamfn Kristjánsson, >Olataðar
dætur<, snoturt kvæði, eftir Jakob
Ó. Pétursson frá Hranastððum og
loks >Skrftlur<.
Samvinnan, 26.árg., 1932. Rit-
stjóri Jónas jónsson. Útgefandi
Samband fsl. samvinnufélaga.
Efnisyfirlit rits samvinnumanna
er að þessu sinni sem hér segir:
Forvfgismenn samvinnustefnunn-
ar. XIX. JðnVfdalfn (mynd). J.J. —
Eftir 50 ár, eftir Jónas Jónsson.
Samvinnan og landið, eftir Ofsla
Ouðmundsson.
Verkefni samvinnufélaganna á
næstu árum, eftir Ouðl. Rósinkranr.
Vetrarskipið, eftir O. M.
Próun og samvinna, eftir Jón
Sigurðsson frá Yztafelli.
Frá Vestur-íslendingum, eftir
Benjamín Kristjánsson.
Hagfræði. eftir Charles Oide.
Héðan og handan.
Skólaskýrsla sam vinnuskólans, vet-
urinn 1931—1932.
Lesmál ritsins er 235 bls. Pað
flytur geysimikla, skemmtilega og
hagnýta fræðslu um samvinnumál
íslendinga og annara þjóða, sem
enginn sá, er telur sig tif samvinnu'
stefnunnar, má án vera. Nú eru
einnig tfmamót í sögu samvinnu-
hreyfingarinnar hér á landi að þvf
leyti, að liðin er hálf öld síðan
frumherjarnir, hinir gáfuðu þing-
eysku hugsjónamenn, mörkuðu
fyrstu sporin á samvinnubrautinni.
t þessi 50 ár hefir samvinnustefnan
unnið marga sigra og mikla, en
mesti sigurinn er þó f því fólginn,
»að andi samvinnunnar hefir gegn-
sýrt mikinn hluta þjóðarinnar<, eins
og jónas Jónasson kemst að orði
f ritgerðinni »Eftir 50 ár<. Sú rit-
gerð hefst á þessa Ieið:
»Nú f vetur sem leið var sam
vinnuhreyfingin á íslandi búin að
starfa f hálfa öld. Hún hafði byrjað
undir erfiðum kringumstæðum, en
vaxið hægt og hægt og er nú ef
til vill áhrifamesta — og að minnsta
kosti farsælasta fjármáiahreyfingin f
iandinu. Samvinnustefnan hefir átt
sömu örlög eins og lítið fræ, sem
er gróðursett f óræktaðri mold, en
festir þar rætur, myndar blöð og
greinar, teygir sig upp f Ijósið og
langt út I moldina, wx faægt en
Gagntræðaskóla Akureyrar
verður sagt upp laugardaginn 22. þ. m., k>. P/2 sfðdegis.
Sigfús Halldórs frá Höfnum skólastjóri.
yfir gjaldendur tekju- og eigna-
skatts í Akureyrarbæ árið 1933
liggur frammi — almenningi
til sýnis — á skrifstofu bæj-
arfógetans á Akureyri, dagana
24. apríl til 7. maí n.k., að báðum dögum meðtöldum.
Kærum yfir skránni sé skilað til formanns skattanefndar inn-
an loka framlagningarfrestsins.
Akureyri, 18. apríl 1933.
SKATTANEFNDIN.
Laugardaginn 6. mai n.k,, kl. 11 f. hád., verður
opinbert uppboð haldið að Miðgerði f Saurbæjar-
hreppi. Par verða seldir ýmsir góðir búshlutir,
svo sem: Eldavél, skilvinda, kerra, rúmstæði, borð
og stóiar, ennfremur talsvert af girðingarefni og
margt fh Einnig verða, ef viðunandi boð fæst, seldar nokkrar ær, 2
hrútar, 2 kýr óg 1 kvfga.
Miðgerðí 17. apríl 1933.
Jakobína Gunnlaugsdóttir.
Skrá
jafnt ár frá ári. Og eftir bálfa öld
er upp af litla fræinu vaxið stórt
tré, sem mætir auga vegfarandans,
sem fer um héraðið<.
Ársrit Rœktunarfélags Norð-
urlands 1932.
f ritinu eru að þessu sinni eftir-
taldar ritgerðir: »Aburður og fóð-
uruppskera<, eftir Ólaf Jónsson.
»Nokkurorðum nýbýli<, eftir sama
höfund. »Ódýr húsagerð fyrir ný-
býli<, eftir Sveinbjðrn Jónsson. <Um
kynbætur<, eftir Björn Sfmonarson.
Auk þessa flytur ársritiö mikið af
skýrslum og reikningum.
Ársrit Hins ísl. garðyrkjufélags
1932 fiytur ritgerð um heimilafegrun,
eftirjón Rðgnvaldsson. EinarHelga-
son skrifar um kartöllusýkina og Ouðm.
Ouðmundsson læknir um blómrækt.
Fleira er f ritinu smávegis.
0
F r éttir.
L. F, A. hafði fimleikasýningu að kveldi
3. páskadags, undir stjórn Magnúsar Pót-
urssonar fimleikakennara. Sýnt var at
tveimur fiokkum, 16 drengir í öðrum en
9 fullorðnir i hinum. Aðsókn var góð og
lokið lofsyrði á fimleikana. Á L. F. A.
ekki lítinn þátt í íþróttalífi bæjarins, og
er sú starfsemi þess verð að hlúð sé að
henni.
30 hestar
af góðri töðu til sölu með
tækifærisverði. — Árni Jóhanns-
son K. E. A. vísar á.
á 10, 15 og 20
aura, nýxomnar
Jón Guðmann.
TIL LEIGU lftið herbergi
fyrir einhleypan.
Inglmar Eydal.
til Ieigu frá 14. maf. —
Upplýsingar gefur
Einar Methúsalemsson.
er laus frá 1. maí n.k. —
Umsóknarfrestur til 29. þ. m.
Akureyri, 18. aprfl 1933.
Bæjarstjórinn.
Bátshöfn bjargad. Vélbáturinn »Frægur<
í Vestmannaeyjum fórst í fiskiróðri á
fimmtudaginn var. Enskur togari bjargaði
skipverjunum, 6 að tölu, og flutti þá til
Vestmannaeyja.
Látill er í Reykjavík skáldkonan Ólöf
Sigurðardóttir frá Hlöðum.
Frá Skíðastöðum: Skfðastaðamenn biðja
þess getið, að þar efra sé nú nægur snjór
og ágætt skíðafæri. Á morgun verður
skálinn opinn allan daginn fyrir skíða- og
göngufólk, sem þar vill koma til að hvfl-
ast eða fá hressingu.
Norsku samningarnir voru samþykktir í
efri deild Alþingis á miðvikudaginn fyrir
skírdag. Greiddu 9 þingmenn atkvæði
með samningunum en 4 á móti. Þeir, sem
greiddu þeim mótatkvæði voru: Jón Bald-
vinsson, Jakob Möller, Bjarni Snæbjörns-
son og Guðrún Lárusdóttir. Halldór Steins-
son greiddi ekki atkveði,
Nýr tannlæknir, Engilbert Guðmundsson
að nafni, er seztur að hérí bænum. Hefir
hann nýlega Iokið prófi í tannlækningum
í Þýzkalandi. Læknisstofa hans er í Kaup-
félagshúsinu-
Skipakomur. Dettifoss kom að sunnan
á páskadaginn. Með skipinu komu full-
trúar af Framsóknarþinginu. — Nova kom
að austan í dag.
Ritstjóri: Ingimar EydaL
Prentsmiója Odds Björnasonar.