Dagur - 08.06.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 08.06.1933, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út & hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Ámi Jdhanna- Bon í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, IJppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsími 112. Akureyri 8. júní 1933. 23. tbl. Hnúturinn leystur. Með samkomulagi manna úr ðil- um þingflokkunum er nú stjórnar- skrármálið til lykta leitt á Alþingi þvf, er nú er nýiega lokið. Af sam- þykkt þessari flýtur, að efna verð- ur til nýrra kosninga f sumar og fara þær að Hkindum fram f næsta mánuði. Qera má ráð fyrir að meiri hluti kjósenda fallist á lausn máls- ins, eins og þingið hefir gengið frá henni, og að næsta þing verði þannig skipað að til fullnustu verði gengið frá málinu. Koma þá breyt- ingarnar á stjórnarskránni til fram- kvæmda við kosningar á næsta ári. Aðalbreytingarnar, sem gerðar hafa verið á núgildandi stjórnarskrá, eru sem hér segir: Tala þingmanna verður allt að 49, þar af 32 f kjðrdæmum utan Reykjavfkur, 6 f Reykjavfk og allt að 11 jðfnunarþingsæti, semjafnast milli þingflokkanna eftir atkvæða- magni þeirra við kosningar, þannig að endanleg tala þingsæta hvers flokks verði f sem mestu samræmi við atkvæðatölu hans við almennar kosningar. Heimilt er flokki að setja upp landslista, og er þá kjós- andi sjálfráður um það, hvort hann kýs frambjóðanda f kjördæmi eða landslista flokksins, og eru þá jðfn- unarþingsætin tekin f réttri röð af landslistanum, en þeim lista reikn- ast atkvæði þau, er á hann falla, að viðbættum atkvæðum þeim, er frambjóðendur flokksins hreppa í kjördæmum. Pó skal annarhver frambjóðandi fyrstu 10 frambjóð- enda á landslista vera einnig f kjðri f kjördæmi utan Reykjavíkur. Nán- ari ákvæði verða sett um jöfnunar- þingsætin f kosningalögum. Vara- þingmenn skulu kosnir fyrir Reykja- vfkurþingmenn og jöfnunarþing- menn. Kosningarrétt hafa allir, karlar og konur, sem eru 21 árs aðaldri, þó að þeir hafi þegið sveitarstyrk. Kjördæmamálið, sem verið hefir eitt mesta ágreiningsefnið að undan- förnu, hefir þannig verið til lykta leitt á þinginu. Eins og venjulega, þegar deilumál eru útkljáð á samn- ingagrundvelli, hafa allir aðilar orð- ið að slaka nokkuð til, jafnframt þvf og þeir hafa fengið nokkru af kröfum sfnum framgengt. Par af leiðir, að sambland af ánægju og óánægju mun rfkja f öllumherbúð- um stjórnmálanna yfir málalokun- um. — Aðalsigur Framsóknarmanna er fólginn í þvf, að þeim hefir tekizt að vernda réttindi sveitanna til eigin fulltrúavals með óbreyttri þingmanna- tölu. í stjórnarfrumvarpinu var gert ráð fyrir allt að 50 þingmönnum og allt að 12 uppbótarþingsætum, en i tillögum frá Framsóknarmðnn- um í stjórnarskrárnefndinni hafði verið gert ráð fyrir allt að 48 þing- mönnum og allt að 10 uppbótar- sætum. Hefir þvf að lokum verið farið bil beggja. I þingmannafjölguninni, úr 42 upp í 49, er fólgin sigurvon and- stæðinga Framsóknarf lokksins, þeirra sem vilja rýra vald sveitanna gagn- vart valdi kaupstaðanna. En þess skyldu þeir vera minn- ugir, sem halda vilja uppi valdi sveitanna, að lágmarkstala þing- manna er aðeins 38. Með þvf að fylkja sér fast við kosningar undir merki þess flokks, sem ber hag sveitanna fyrir brjósti, Framsóknar- flokksins, geta kjósendur stutt að því, að þingmannafjöldinn haldist sem næst lágmarkstölunni. Petta ættu allir sveitamenn vel að athuga meðal annars fyrir þá sök, að það er sparnaður þvf samfara að koma f veg fyrir, að þingmenn séu ó- þarflega margir. En út af fyrir sig munu allir sammála um það, að það sé alger óþarfi að þingmenn fjölgi úr þvf, sem nú er, og væri að öllu skaðlaust að þeim fækkaði heldur. -----o—— Viðbótarskatlur á hátekjur og stóreignir. Frumvarp Framsóknarflokksins um viðbótarskatt á hátekjur og stóreignir vegna kreppunnar var ekki með f samkomulaginu milli flokkanna um lausn stjórnarskrár- málsins. í neðri deild gátu Fram- sóknarmenn af eigin ramleik bjarg- að málinu til efri deildar, en þegar þangað kom, gátu fhaldsmenn, með tilstyrk Jóns Baldvinssonar, gengið af málinu dauðu. Er það eftirtektar- vert, að fulltrúi alþýðunnar f efri deild gengur í lið með fhaldsmönn- um, til þess að verja pyngjur há- tekju- og stóreignamanna. Jafnskjótt og frumvarp þetta hafði verið drepið f efri deiid, báru Framsóknarmenn f neðri deild fram annað tekjuöflunarfrumvarp, þar sem álag á allan tekjuskatt var á- kveðið 40%, álag á eignaskatt 100% og auk þess hækkaður tollur á kaffi og sykri upp í það, er hann var 1927. Frv. þetta gekk í gegn- um báðar deildir þingsins. Er gert ráð fyrir, að tekjuöflun rfkissjóðs eftir þessum leiðum verði svipuð og hún hefði orðið eftir frv. því, sem fellt var í efri deild. En sá er munurinn, að samkv. frv, um há- tekjuskatt var ætlast til, að þeir bæru byrðarnar, sem færastir væru til þess, en eftir þeirri leið, er Jón Baldvinsson neyddi Framsóknar- menn til að fara, leggjast gjöldin á fátæka sem ríka. Og auðvitað var það að skspi ihaldsmanna. ------o---- Pjóðaratkvæði um bannmálið. Skömmu fyrir þinglokin sam- þykkti Alþingi (sameinað þing) til- lögu frá allsherjarnefnd um að láta fram fara þjóðaratkvæðagreiðslu um bannmálið á þessu ári. Pétur Ottesen bar fram breytingartillögu þess efn- is að láta atkvæðagreiðsluna fara fyrst fram árið 1934, vegna þess að samkvæmt nýju stjórnarskránni bættust margir kjósendur við, sem nú hefðu ekki atkvæðisrétt, allt niður f 21 árs aldur. Bergur Jónsson og Steingr. Stein- þórsson fluttu þá aðra breytingar- tillögu um það að atkvæðisrétt um þetta skyldu allir hafa, er kosning- arrétt hafa f málefnum sveita og bæja, þar sem aldurstakmarkið er 21 ár. Brtt. P. O. var felld með 22 atkv. gegn 13, en tillaga B. J. og Steingr. St. var samþ. með 22 atkv. gegn 2. Pingsályktunartillagan var síóan samþ. með 22 gegn 2 atkv. Forsætisráðherra lýsti því yfir, að stjórnin myndi láta atkvæðagreiðsl- una fara fram á komandi hausti og ekki i sambandi við kosningar. ------o——* Hœkkun d skemmtanaskatti. Hinn 26. maí var hækkun skemmt- anaskattsins um 80% til 3. umræðu f efri deild. Var hækkunin samþykkt með 8 atkv. og greiddu henni atkv. allir Framsóknarmenn í deildinni og auk þess Pétur Magnússon. Hækkar skemmtanaskatturinn þvf um 80% og hefir það óhjákvæmi- lega f för með sér hækkun á að- göngumiðum að kvikmyndahúsum, leikhúsum og öðrum opinberum skemmtunum. Þingmenn Eyfirðinga komu í bil að sunnan á hvítasunnudag. Lðgðu þeir við- stöðulaust af stað úr Raykjavík, þegar þingi var slitið, og voru 17 klst. á Ieiðinnl hingað að frídregnum viðdvölum, ÚTDRÁTTUR úr fundargerð aðalfundar »Félag:s barnakennara við Eyjafjörð«. Aðalfundur »Félags barnakennara við Eyjafjörð*, var haldinn íbarna- skólanum á Akureyri dagana 21.— 22, maí og voru þar mættir 28 kennarar. Fundarstjórar voru Jakob Pétursson frá Hranastöðum og Frið- rik Hjartar skólastjóri á Siglufirði, en fundarritari Hannes J. Magnússon. Pessi mál voru til umræðu á fundinum. 1. skýrsla stjórnarinnar. 2. Kristindómskennsia; Frummæl- andi Snorri Sigfússon. í því máli var samþykkt svohljóð- andi ályktun: >Fundurinn lítur svo á, að efnis- hyggjuboðskapur, og jafnvel guðs- afneitun, er bólar nú á með þjóð vorri, sé skaðlegur andlegu iífi og menningu einstaklings og heildar, og beri þvf skólunum að vinna gegn því eftir fremstu getu. í þvi sambandi vill fundurinn benda á, að hann telur sigurvænlegra i þessum efnum að minni áherzla sé héðan af á það lögð að binda fræðsluna í kristnum dómi við kerfi, bækur og nám, en áherzlan lögð á það að andi krist- indómsins og innra lif fái að snerta hugi og hjörtu nemendanna f kennslustundunum, til eflingar guðs- trú þeirra og siðgæðisvitund. En þar sem vitanlegt er að allur slikur málflutningur, og áhrif, er undir kennaranum komin, þá telur fund- urinn, að þeir kennarar, sem óljúft er að fara með þessi mál, eigi ekki að gera það. Hins vill hann vænta, að hver barnakennari telji það fyrst og fremst köllun sinni samboðið, og hennar æðsta mark sé, að sá fræ- kornúm guðstrúar og siðgæöis f sálir uppvaxandi kynsióðar.c 3. Nýjir starfshættir. Málsflytjandi Hannes J. Magnússon. Skýrði hann einkum frá tilraun með Dalton- kennsluaðferð í einum bekk barna- skólans á Akureyri. í sambandi við þetta mál var samþykkt svohljóðandi ályktun frá Friðriki Hjartar: . >Fundurinn þakkar Hannesi J. Magnússyni hina itarlegu skýrslu hans um tilraun til nýrra starfshátta við kennslu f vetur. Telur fundur- inn Ijóst af frásögn Hannesar, að tilraun hans hefir tekist vel, og að rétt sé að stefna að þvi að auka sem mest sjálfsnám og sjálfsstarf barna f skólumc. 4i Barnavernd. Frummælandi Krist- björg Jónatansdóttir. í þvf máli var samþykkt svohljóðandi ályktun;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.