Dagur - 08.06.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 08.06.1933, Blaðsíða 2
90 D AGUB 23. tbl. immmimmmym farmar, WillH. Enn stórkostleg verðlækkun á timbri. E Kaupfélag Eyfirðinga. I|| Byggingarvörudeildin. mmmmmmmmm Myndastofan Oráaufélagsgötu 21 er opin alla • daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. >Fundurinn leggur til að 14. grein laga um barnavernd, sem hljóðar svo: »Að þvf leyti sem framfærslu- maður greiðir eigi meðlag, eða hluta þess, samkvæmt framanskráðu, geldur sveitarsjóður, eða bæjar það, og telst þá það af meðlaginu, sem aðilja var skylt að greiða, sveitar- styrkur til hans«, breytist þannig, að niðurlag greinarinnar verði, » — og telst það af meðlðginu, sem að- ilja var skylt að greiða, ekki sveitar- styrkur«. 5. Námsskeið. Málshefjandi Snorri Sigfússon. ( þvi máli var samþykkt svobljóðandi tillaga: »Fundurinn óskar eftir þvf, að stjórn félagsins leitist við að koma hér á fót nokkurra daga námsskeiði i barnavinnu i haust. 6. Lestrarkennsla. iMáishefjandi Svafa Stefánsdóttir. í þvi máli var gerð svohljóðandi fundarsamþykkt: »Fundurinn skorar á barnakenn- ara: 1. Að kynna sér eftir getu nýjustu aðferðir við lestrarkennslu, og taka þær upp í skólum þar sem það er hægt. 2. Að vinna af alefli að þvi að skólaskylda sé færð niður i 6 ára aldur, og skólarnir, með þar til hæfum kennurum, ann- ist kennsluna frá byrjun.c 7. Kennslubækur. Frummælandi Hannes J. Magnússon. í því máli var samþykkt svohljóðandi ályktun: »Um Ieið og fundurinn leggur rfka áherzlu á að mjðg verði vand- að til samningar og útgáfu skóla- bóka fyrir barnaskóla, lætur hann það álit sitt i Ijós, að ríkisútgáfa á skólabókum, í sambandi við kenn- arastéttina, myndi tryggja barna- skólum betri bókakost enn þann, sem við eigum nú við að búa.< 8. Lesbókasötn. Málshefjandi Snorri Sigfússon. I þvf máli var samþykkt svohljóðandi ályktun: íFundurinn telur mikla nauðsyn á að koma upp lesbókasöfnum til afnota við lestrarkennslu í öllum barnaskólum, og vill benda á þá leið, sem farin hefir verið við barna- skóla Akureyrar og vfðar, að börn- in leggi fram visst gjald á hverju hausti til lesbókakaupa, og skóla- héraðið jafn mikið, og verði svo lesbækurnar eign skólans.* 9. Handiðja i skólastofunni. Frum- mælandi Arnfinna Bjðrnsdóttir. í sarnbandi við það mál var samþykkt svohijóðandi ályktun: »Fundurinn telur brýna nauðsyn á að leiða meiri handavinnu inn i skólastarfið, en verið hefir, sérstak- lega í sambandi við aðrar náms- greinir, og telur samstarfið milli huga og handar, er hún veitir, hafa svo mikið uppeldislegt gildi, að ekki megi láta sifka þróskamögu- leika ónotaða<. 10. Kennslumálin f sveitunum. Málshefjandi Jakob Ó. Pétursson. í því máli voru gerðar eftirfarandi samþykktir: a) »Fundur f »Félagi barnakenn- ara við Eyjafjðrð« lítur svo á, að það sé með öllu ófært að lítt- læs, eða ólæs börn séu tekin inn f farskólana og lýsa farkennarar sýsl- unnar, sem hér eru mættir, yfir þvf, að þeir muni framvegis ekki sjá sér annað fært, en að láta lög um fræðslu barna, er til þessa atriðis taka, hafa framgang þegar á næsta hausti, og taka engin börn inn í farskólana, sem ekki eru læs við inntökupróf.« b) »Fundur i »Fé!agi barnakenn- ara við Eyjafjörð* skorar á stjórn »Sambands fslerzkra barnakennara< að beita sér fyrir þvl, að ekkert farskólahérað á landinu fái undan- þágu frá því að skólaskyld börn njóti 12 vikna kennslu á vetri (sbr. 7. gr. laga um fræðslu barna frá 1926).« Auk þeirra mála, sem að framan eru talin, var rætt um landsprófin og kom fram allmikil gagnrýni á verkefnum sfðasta landsprófs og tilhögun þess. Ennfremur var rætt um kennara- námsskeið á Norðurlandi, og skipu- lagningu á stéttasamtökunum í Norðlendingafjórðungi og hafði stjórnin undirbúið hvórttveggja að nokkru. í stjórn félagsins fyrir næsta ár voru kosnir, formaður: Snorri Sig- fússon. Meðstjórnendur: Ingimar Eydal og Hannes J. Magnússon, allir endurkosnir. Endurskoðendur reikninga Einar Jónasson og Stein- þór Jóhannsson, einnig endurkosnir. Fundurinn var hinn ánægjulegasti. Miklar umræður urðu um flest mál- in, og öllum kennurum virðist vera Ijós tilveruréttur sinn sem stéttar { þjóðfélaginu, og þá ekki sfður sú mikla ábyrgð, sem þvi fylgir að ala upp syni og dætur handa framtíð- inni. H. J. M. o ■ Skuldir saiub. ísL siinÉlap. Oísli Sigurbjörnsson birti f mái- gagni »Pjóðernishreyfingarinnar< 18. f. m. eftirfarardi „Áskorun til Alþingis. Pjóðernishreyfing íslendinga skor- ar á Alþingi, að hlutast til um, að framkvæmdastjórarnir Jön árnason og Svafar Guðmundsson víki tafarlaust úr stöðum sfnum, sem bankaráðsfor- menn Landsbanka íslands og Út- vegsbanka íslands b.f. Báðir þessir menn hafa fengið stöður þessar vegna stjórnmála- skoðana sinna en ekki af þvf, að þeir hefðu til að bera neina sér- þekkingu, til þess að gegna þeim. Peir eru báðir starfsmenn Sambands fslenzkra samvinnufélaga, sem vitað er um, að skuldar stórfé f ofan- nefndum bönkum og nú á við erfiðan fjárhag að búa. í Lands- banka íslands munu skuldir þess vegna lána og ábyrgða, nema 12 — 14 miljónum króna. Dað er pvl reginhneyksli, aö starfsmenn félagsins séu æðsfu forröðamenn beggja olannefndra banka og mundi ekki veröa polaö i nokkuru siðuðu landi. Verði Jll- Pingismenn eigi við pessari áskorun, mun öll islenzka pjöðin állta pá rúna allri velsæmistilfinningu. F. h. þjóðernishreyfingarinnar Gfsli Sigurb]örnsson.< Næst skeður það f máli þessu að birt er I blaðinu Framsókn eftirfar- andi Vottorð: »Samkvæmt tilmælum Svafars Ouðmundssonar vottast hér með, að Samband ísl. Samvinnufélaga f Reykjavfk er með ðllu skuldlaust við Útvegsbanka íslands b.f., og að Útvegsbankinn stendur íengum ábyrgðum fyrir Sambandið. Reykjavík 18. maí 1933. F. h. Útvegsbanka íslands h.f. Helgi Guðmundsson.< Priðji þáttur þessa máls er sá, að í Tímanum birtist eftirfarandi Yfirlýsing: »{ 2. tölublaði Islenzkrar Endur- reisnar er »Áskorun til Alþingis< undirskrifuð af Oisla Sigurbjörns- syni fyrir hönd þjóðernishreyfingar- innar, þar sera reynt er að gera fjárhag Sambands fsl. samvinnufé- lagatortryggilegan. Segirf »áskorun< þessari, að Sambandið skuldi Lands- banka íslands og Útvegsbanka ís- lands stórfé og að skuld þess f Landsbankanum vegna lána og ábyrgða muni nema 12-14 miljón- um króna. Út af þessu vil eg taka fram, að Sambandið er skuldlaust við Útvegs- banka íslands, en ástæður þesa hjá Landsbankanum eru nú sem hér segir: Skuldir við bankann samtals kr. 3.809.023.93. Ennfremur ábyrgðir Sambandsins fyrir lánum samvinnu- félaga i bankanum og ábyrgðir bankans fyrir Sambandið samtals kr. 572.150 00. Af þessu er Ijóst, að QísliSigur- björnsson hefir farið með stórkost- leg ósannindi um fjárhagsástæður Sambandsins, og hefir þvf verið ákveðin málshöfðun gegn honum. Reykjavík, 26. mai, 1933. Sigurður Kristinssoo.* Oisli Sigurbjörnsson stendur því afhjúpaður ósannindamaður i þessu máli. Hann segir, að Sambandið skuldi stórfé f Útvegsbankanum, þar sem það skuldar ekki svo mikið sem einn eyri, og hann þrefaldar skuldina i Landsbankanum. Ef Ofsli Sigurbjörnsson biðst ekki afsökunar á þessum gífurlega ósannindaþvættingi sínum, þá er það slfkt >reginhneyksli<, að öll íslenzka þjóðin mun álfta hann rú- inn »allri velsxmisti!finningu<, svo að hans eigin orð séu notuð. O -... Minningarorð. Hinn 13. maf s.l. andaðist að heimili sfnu á Akureyri, Ounnlaug- ur Jónsson frá Höfn i Bakkafirði, fæddur 13. október 1876. Foreldrar hans voru merkishjónin Jón Sig- urðsson, er lengi var oddviti f Skeggjastaðahreppi, og Ouðrún Sig- valdadóttir kona hans. Hann aflaði sér meiri sjálfsmenntunar á yngri árum en þá var almennt títt, las og skrifaði öll Norðurlandatungu- málin og var góður frönskumaður. Hann skrifaði prýðilega rithönd, átti gott bókasafn og ias öllum stundum, enda var hann mjög fróður og minnisgóður. Hann var hreppstjóri f Skeggjastaðahreppi 18 ár og sýslunefndarmaður um langt skeið, einnig gegndi hann fjölda- mörgum öðrum trúnaðarstörfum, var sáttasemjari, formaður skatta- nefndar o.fl. Hann var átta ár verzlunarstjóri við verzlun Jakobs Ounnlaugssonar á Bakkafirði, þar til hann lét af þvf starfi vegna heilsubrests og flutti til Akureyrar fyrir rúmu ári siðan; Pað sem ein- kenndi öll störf hans var ná- kvæmni og vandvirkni. Hann var aldrei að flýta sér, en leysti þó öll sfn margbrotnu stört prýðilega af hendi. Hann var prúðmenni hið mesta og bjartagóður, enda vinsæll í héraði. Hann var giftur Oktavfu Jóhannesdóttur, systur Pórhalls Jó- hannessonar fyrv. héraðslcknis á Pórshöfn, og lifir hún mann sinn ásamt fimm börnum. Heimili þeirra var hið prýðileg- asta. Hann var einn af þeim mönnum, sem mikið var gefið, enda var lffs- starfið glæsilegt. Slfkir menn eru gæfumenn og þjóðar sómi. Jósel M. Thorlasíus. ÍVÖ flutningaskíp, hlaðin byggingivörum til Kaupfélags Eyfirðinga, komu hingað f fyrrakvöid. Er nú verið að afieita þau. Timbur Ixkkaði í verði i fyrra hjá K. E. A. um 20% og lækkar nú enn um 15%, Steinlim er aðeint kr. 8,50 tunnán.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.