Dagur - 08.06.1933, Blaðsíða 4

Dagur - 08.06.1933, Blaðsíða 4
92 DAGUE 23, tbl. Tannlækningasfofa mín verður lokuð frá 15. júní til 1. júlí, vegna fjarveru minnar. Engilbert Guðmundsson tannlæknir. Sameiginlegur FUNDUR verður haldinn í IÐNAÐARMANNAFÉLAGI AKUREYRAR og IÐNRÁÐI AKUREYRAR, sunnudaginn 11. júní, ld. 4 e. h., í Iðnaðarmannahúsinu í Lundargötu. — ÝMS IÐNMÁL Á DAGSRÁ. — Prófnefndarmenn í hinum ýmsu iðnfögum eru beðnir að mæta. Stjórn Iðnaðarmannafélags Akureyrar. Framkvœmdanefnd Iðnráðs Akureyrar. Speglanir. Sumir eiga háar hallir — heiðra drauma glæsta borg. — Fagnandi með fulla sjóði fara um lifsins stræti og torg. Og flestir þeirra fyrirlita fátæklingsins djúpu sorg. Aðrir sínar leiðir leggja löngum yfir grýtta storð, þó að stundum blíðu bresti bænir, eða hugljúf orð. — Neyta þess, sem neyðin gefur — naktir, við sitt lagaborð. — Auðnulausir þreytu þola, það er ný og gömul sögn. Er fátæklingar falla, — deyja, felast þeir sem lítil ögn. Yfir gröfum einstæðinga alltaf rfkir — dauðaþðgn, — Pó á lífsins heljar hafi heyjum stranga sókn og vörn, og okkur kannske af mildi mælist misjafnt sáld úr Hfsins kvörn, erum við í innsta eðli öllusömun drottins bðrn. — Valdimar Hólm Hallstað Ekki á vetur setjandi. »Vísir* stympast eins og höfuð- sóttarkind gegn innflutningshöftun- um. Segir, að þau »séu þjóðinni i heild til tjóns og ófarnaðar*. Ekki er sá á vetur setjandi, er sliku held- ur fram. Peirri þjóð, sem aldrei notaði innflutningshöft á erfióurn tímum, væri keimlíkt farið og söng- listamönnum, sem héldu æfingar sínar fyrir óluktum dyrum, svo að hrekkjalimir sæju leik á borði að ganga inn og gera þeim súrt f broti. S. Námsterð fullnaðarprófsbarna hefst á sunnudaginn. Skólastjóri biður þau börn sem ætia að taka þátt í henni, að koma til viðtals í barnaskólann kl, 8.30 í kvöld. Hjónaband: Ungfrú Björt Einarsdóttir og jón Eiríksson skipsstjórl i Lagarfoss. Villa er í nlðurstöðutölu í 19. tölublaði Dags, þar sem skýrt er frá innstæðum í sjóðum K. E. A. og innieignum félags- manna i reikningum. Niðurstöðutaian á að hækka um 100 þús, kr. Jólianna Jóhannsdóttir söngkona er stödd hér í bænum um þessar mundir og ætlar að halda söngskemmtun innan ikamms. Aluminíum hrífur hrífuhausar fást í flestum kaupfélögum norðan- og austanlands. — IÐJA — Akureyri. Tilkynning. Svarðarútmæling verður fram- kvæmd af sömu mönnum og í fyrra og verður hagað þannig: Útmæling í Eyrarlandsgröfum á Iaugardðgum kl, 6 — 8 eftir hádegi. — Útmæling i Naustagröfum á mánu- dögum kl. 7 — 8 eftir hádegi. — Út- mælt í Kjarnagröfum á þriðjudðg- um kl. 7 — 8 eftir hádegi. — Útmælt í Bandagerðisgröfum á laugardög- um kl. 6 — 8 eftir hádegi. Eins og að undanförnu, verða kýr ekki hafðar f pðssun á þessu sumri, — En aftur bæjarbúum skylt að hafa þær kýr í félagspössun, sem ganga eiga í högum bæjarins. — Peir kúaeigendur, sem brjóta á móti þvf, verða að greiða aukahaga- toll til bæjarins, sem svarar pöss- unargjaldi. Kýr má ekki hafa ann- arstaðar í bæjarlandinu en kúahög- unum i fjallinu og Kjarnalandi. Hestaeigendum er skylt að til- kynna um þá hesta, sem þeir ætla að hafa í högum bæjarins, og hve langan tima. Sjáist hestar bæjarbúa f högunum, sem ekki er beðið fyr- ir, verður litið svo á, sem þeir eigi að vera þar og krafið um hagatoll fyrir þá. Ferðamannahestum má ekki sleppa í bæjarlandið. Sauðfé og geitum ber að halda til búfjár- haga, og skorað er á garða og tún- eigendur að girða lönd sín ijárheld- ura girðingum eins og bera ger eftir bæjarreglum. Bæjarstjórlnn á Akureyri, 1. júní 1933, Jón Sveinsson. Nýlátín er Margrét Þórðardóttir hús- freyja að Hlöðum í Olæsibæjarhreppi, gömul kona. innbrot var gert í Mjólkursamlagið i fyrri nótt. Litlu var hægt að stela, en munir skemmdir á skrifstofunni. Orunur féll á starfsmann (>búrmann<) á skipinu Lagarfoss, og bar hann ekki á móti því, að hann væri valdur að verkinu, en þótt- ist ekkert muna vegna ölvunar. Var hann aettur i gæzluvarðhaid. Akureyringarl Krefjist af kaupmanni eða kaupféiagi yðar, að skifta eingöngu við framleiðslufyrirtæki bæjarins. KAUPIÐ AÐEINS AKRA-Smjörlíki, AKRA-jurtafeiti, Úi AKRA-Smiörlíki blandað með Rjómabússmjiiri. Munið — Akureyri fyrir Akureyringa. Húsmædur! ■ ATHUGIÐ A Ð ÞETTA MEBKI sé á öllum kaffipökkum, sem — =þið kaupið= .= Ekkert annað merki tryggir ykkur nýbrennt og ■■ malaö kaffi DEERING rakstrarvélar. Mikilverðasta nýungin, á sviði heyvinnuvélanna, sem hér hefir verið reynd á síðustu árum, eru hinar nýju Deering rakstrarvélar með stífum tindum. Þær eru nú notaðar á nokkrum tugum heimila víðsvegar um land, og eiga tvímælalaust skilið sömu útbreiðslu eins og sláttuvélarnar. Samband ísl. samvinnufélaga. Hænsnafóður. »0 N Ý« ungafóður og »0 N Ý« eggfóður eru einhverjar hinar allra beztu tegundir af hænsna- fóðri sem fáanlegar eru. — »Q N Ý« er sett saman eftir reynslu æfðustu hænsnaræktarmanna í Danmörku. Reynið »GNÝ<(, Samband íst. samvinnufélaga. lónping ísiands verður háð í Reykjavík um næstu mánaðamót og hefst 1. júlí. Eiga sæti f þinginu allir iðnráðsfulltrúar kaupstaðanna og stjórnir iðnaðarmannafé- laganna. Par sem þjóðin er f miklum íðn- aðar- og framleiðsluhug má búait við að þingíð verði fjölmennt. Ben Húr. Nýja -Bíó hefir sýnt þessa ágætu hljðmmynd undanfarið við mikla aðsókn. Myndin verður sýnd í kvöld kl. 9 og í síðasta sinn sunnud. n. þ. m. kl. 5 e. h. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.