Dagur - 08.06.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 08.06.1933, Blaðsíða 3
23. tbl. DAGUR 91 Laugavatnið í Glerárgili. Nokkur félög og áhugamenn á Akureyri bafa gengizt fyrir þvi að hafizt verði handa með að Ieiða heita vatnið úr Glerárgilslaugum niður í sundlaug bæjarins. Undanfarin tvö ár hefir verið unnið að því af þessum sömu mönnum að fá áætlanir um kostnað ogfyrir- komulag þessa verks. — Hefir nú fengizt tilboð frá Höskuldi Bald- vinssyni verkfræðingi um að full- gera leiðsluna í gljúfrunum, sem er erfiðasti hluti leiðarinnar, og að út- vega pípur i leiðsluna frá því gljúfr- unum sleppir og niður i sundlaug- ina. Tilboð hans er tæplega 22 þús. kr., og hefir bæjarstjórn samþykkt að leggja það fé fram gegn þvi, að áhugamenn og félög i bænum út- vegi bænum 11 þús. kr. lán til 10 ára og leggi fram alia vin'nu, sem með þarf, til að koma ieiðslunni frá þeim stað, sem pípurnar koma upp úr gljúfrunum, og niður i sundlaug. Hefir þegar verið útvegað umrætt lán frá ýmsum veiunnurum þessa máls hér i bænum, og hafa um- ræddir áhugamenn og féiög i bæn- um einnig tekið að sér alia fram- kvæmd verksins með þvi skilyrði að boði Höskuldar sé tekið og við það staðið. Tii þess að framkvæma verk það, sem ætlast er til að unnið sé með frjálsum samskotum, þurfa bæjar- búar að leggja fram mikla vinnu, en svo almennur áhugi virðist vera meðal allra bæjarbúa, jafnt yngri sem eldri, fyrir þvi, að verk þetta megi verða framkvæmt sem alira fyrst, að ekki mun þurfa að kvíða þvi, að þvi muni ekki almennt vel tekið að leggja fram vinnu ogpen- inga. Ef bæjarbúar ganga að þessu vérki méð ósérplægni og áhuga, má vænta þess að okkur gefist kostur á að baða okkur í heitri laug hér i bænum nú á þessu sumri. Sameinumst öll um að svo megi verða. Abugamaður. Árbók Fornleifafélagsins 1932. Þó að kynlegt megi heita, virðist fornleifafræða-áhugi íslendinga vera fremur af skornum skammti, þegar frátekin er starfsemi nokkurra ágætra menntamanna i höfuðstað lands- ins. Fornleifafræði er þó næstum þvi undantekningarlaust afbrigða hugnæmt viðfangsefni. Telja má, að meðal menningarþjóða sé hún jafn- vel fremri vegvisir i þekkingu á liðn- um tima, heldur en sjálf sagan. Par fletta fornfræðingar blöðum sinum langt, langt aftur i fornar aldir úg stafa furðu vel. Frá þeirra sjónarmiði mundum við ísiendingar raunar ekki teljast eiga neinar forn- leifar, og þar af leiðandi ekki geta talað um fslenzka fornleifafræði, þar sem við erum að rusla i dóti feðra okkar, sem iifðu aðeins fyrir fáum öldum, að kalla má» Víð gétum að vissu leyti viðurkennt sannindi þeirrar skoðunar. En frá okkar einka-þjóðlega sjónarmiði eru það endemi mikil, að litilsvirða nokkuð það, sem getur aukið þekkingu á lifi og starfi þeirra íslenzku kyn- slóða, sem horfnar eru >inn i blá- móðu aldanna*. Starf, eins og rann- sóknir fornra mannvirkja, söfnun fornminja o.þ.h., er alveg hliðstætt söfnun þjóðsagna og örnefna og varðveislu ísléndingsagna og annara gagna f sögu þjóðarinnar. Pað ætti því að vera hugljúft hverjum sæmi- lega vitibornum íslendingi, að hlynna eftir megni að öllu þvi, sem styður viðgang þessara fræða. Hið íslenzka Fornleifafélag í Reykjavik hefir geíiö út ÁrbÓR í rúmlega fimm- tiu ár. Er þar saman komið allt það helsta, sem ritað hefir verið um ís- lenzka fornleifafræði, og er það hið skemmtilegasta ritsafn, Af rit- gerðum f nýustu árgöngum Arbók- arinnar vil ég sérstaklega nefna langa og afarmerkilega grein eftir Matthías Pórðarson fornminjavörð, sem fjall- ar um manngerða hella á Suðurlandi. Um aldur þessara hella hafa verið skiftar skoðanir, og er sjáifsagt að kynnast þessu máli með því að lesa ritgerð M. P. — Árbókin fyrir 1932 hetir nýlega verið send með- limum Fornleifafélagsins. Er hún vönduð að pappfr og leturgerð og einkar fjölbreyttað efni. Árgangurinn byrjar með Iangri ritgerð eftir M.P. um rannsókn á fornum bæjarrústum á Ðólstað við Alftafjörð. Var rannsókn- in framkvæmd sumarið 1931, og m. a. fyrir tilmæli frá Fornritafélagi í jlands og í tilefni af þvi, að í ráði er að Eyrbyggjasaga komi bráðlega út i vandaðri útgáfu. En Bóistaður er einn af söðustöðum Eyrbyggju, sem kunnugt er. Leiddi rannsóknin ýmislegt i Ijós og fylgja ritgeröinni 18 myndir af rústunum og ýmsum munum þaðan. Einnig fylgja f við- bæti athugasemdir um nokkra staði, sem getið er i Eyrbyggjasögui — Næsta ritgerð Árbókarinnar er athugasemdir við ritgerðir um sögu- staði o. fl. í Njálu, ritaðar af Skúla Guðmundssyni, og flytja mikinn fróðleik. — Porvarður Porvarðsson prófastur ritar smágrein um athug- unarför á Arnarstakksheiði og fylgir athugasemd frá Mattb. Pórðarsyni. — Pá koma tvær smágreinar, önnur um fornleifafund f Úivarsfelli, hin um forn jarðgöng, senrfundust síð- astliðið sumar að Keldum á Rangár- völlum. — Porsteinn Konráðsson ritar Ianga og merkilega skrá yfir eyði-býli -hjáleigur og sel í Húna- þingi. Tekur hann hvern hrepp sýslunnar útaf fyrir sig, og er skrá hans hin ágætasta fyrirmynd, handa þeim, sem semja vildu likar skrár um aðrar sýslur. En slíkt er tnjög æskilegt. — Stutta en gagnmerka grein um örnefni á Gnúpsverja- hreppsafrétti, ritar Porsteinn Bjarna- son frá Háholti. Fylgir sérstök nafna- skrá yfir örnefnin Fleiri svona grein- ar þurfa að birtast. — Um örnefni f Miðfellshrauni og á Miðfellsfjalli í Pingvallasveit skrifar Ásgeir Jón- asson frá Hrauntúni. — >Goðkennd örnefni eystra* heitir ágæt grein eftir Sigfús Sigfússon þjóðsagna- fræðing. >ís!enzka þjóðin má eigi hætta þvf að virða það, sem hún hefir hlotið virðingu fyrir, þ. e. Rinso leysir úr þvottaerf iðinu Erfitt nudd á þvottabrettinu, sem bæði skemmir hendur og þvott, er óþarft nú. Rinso þvær þvottinn meðan þjer sofiö. Það sem þjer þurfið aö gera, er aÖ leggja þvottinn í bleyti í Rinso-upplaustn næturlangt, og skola hann og bengja til þerris næsta morgun. Þvotturinn er búinn án erfiðis og tímaeyðslu. Rinso gerir hvítan dúk skjallhvítan og mislitur þvottur verður sem nýr. Fatnaðurinn endist einnig lengur. Reinið Rinso einu sinni og þjer munuð altaf nota það. Rínso VERNDAR HENDUR, HELDUR ÞVOTTÍNUM ÓSKEMDUM M-R 78-33 IC R. S. TIUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENGLAND sögurnarc, segir S. S. — Um Saur- bæ á Hvalijarðarströnd, ritar Snæ- björn bóksali Jónsson. Fylgir bragur mikiil og forn er nefnist >Kola- gerðarvísurc. — Að lokum er árs- skýrsla Fornleifafélagins og félaga- tal. Hið íslenzka Fornleifafélag er merkt og gagnlegt. Pað er efnalítið og meðlimum þess þarf að fjölga. Æfitillag er 50 krónur, árstillag að- eins 3 kr. Félagar Bókmenntafélags- ins og Sðgufélagsins geta fyrst og fremst ekki verið þekktir fyrir að tilheyra ekki Fornleifafélaginu líka. Öðrum, sem fáar bækur kaupa, má benda á, að fyrir einar þrjár krónur árlega fá þeir ekki betra lestrarefni en Áibók Fornleifafélagsins. Utaná- skrift félagsins er: Hið íslenzka Fornleifafélag, Reykjavík. Einniggela menn snúið sér til undirritaðs. Sigurður Kristinn Harpann. F r éttir. var slitið um miðaftansleyti á laugardaginn fyrir hvítasunnu og hafði þá átt setu í 109 daga, Haldnir voru 94 þingfundir í neðri deild, 91 í efri deild og 10 í satneinuðu þingi, alls 195 þing- fundir. Pingið afgreiddi 89 Iðg og sam- þykkti 25 þingsályktanir. Kosningar til Alþingis eru ákveðnar 16. júli í sumar. Framboðsfrestur er til 16. júní. * Póstbíll fer vikulega milli Reykjavíkur og Akureyrar i sumar. Eru þær ferðir þegar hafnar. BÍISllfS varð á akbrautinni fyrir framan Vil kaupa nú þegar nokkra duglega hrekkjalausa áburðarhesta, er eiga að fara til Græn- lands. — Ennfremur ræð eg mann til Grænlands- ferðar með hestunum og til dvalar þar í sumar. Kemur aftur í septembér. Einar ^rnason Eyrarlandi. Hrafnagil á annan í hvítasunnu. Steyptist billinn um og brotnaði, en fólk, sem f honum var, meiddist, einkum bílstjórinn, Árni Jóhannesson frá Brunná. Maður kastaðist af reiðhjóli hér á göt- unni á annan í hvítasunnu og fékk svo vonda byltu, að hann lá meðvitundarlaus fyrst í stað og var þegar fluttur á sjúkra- hús allmikið meiddur. Maðurinn sem fyrir slysinu varð, heitir Barðl Brynjólfs- son. Samhanú íslenzkra samvinnuíélaga heidur aðalfund sinn hér á Akureyri að þessu sinni, og hefst hann 15, þ, m. Grasspretíutiorfur eru ágætar hér um slóðir. Eru menn i þann veginn að byrja slátt á sáðlandi og er það óvenjulega snemma. hér í bænum er ólíkt fjöi meira nú en það var í fyrra, Mikil fisl vinna er hér í sumar og taisvert ur byggingar. Malbikun er verið að undirbúa í Hafna stræti, frá »SkjaIdborg« og inn að San komuhúsi bæjarins. Einnig er ákveðlð a malbika í sumar suðurhlutann af Brekki götu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.