Dagur - 27.07.1933, Page 1

Dagur - 27.07.1933, Page 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Árni Jóhanna- son í Kaupfél. Eyfirftinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin tíl af- greiðslumanns fyrir 1. des. Norðurgötu 3. Talsími 112. Akureyri 27. júlí 1933. 30. tbl, • •-# -• • •-• • • • • • '• ' •—• •**i XVI. ár. í -•■-• • •-•-• •^•-# •-• •-• • ••-•-• • Kosninyarnar 16. júlí. i. í siðasta blaði var gefið yfiriit urn kosningaúrsiitin, að svo mikiu leyti, sem þau voru þá kunn, en ófrétt var þá um úrslitin úr tveim- ur kjðrdæmum, Eyjafjarðarsýslu og Norður Isafjarðarsyfslu; fór talning atkvæða fram í báðum þeim kjör- dæmum 20. þ. m. Pví var spáð hér í blaðinu, að f þessum tveimur kjördæmum myndu þeir sðmu kom- ast að og áður, en þetta rættist ekki að ðllu leyti. Urslit kosning- anna i þessum kjördæmum urðu sem hér segir: í Eyjafjarðarsýslu hlutu kosningu Bernharð Sielánsson með 829 atkv. og Einar Arnason með 819 atkv., báðir endurkosnir og báðir i Framsókn- arflokknum. Einar Jónasson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, fékk 503 atkv. og Garðar Porsteinsson, frambjóð- andi sama flokks, 483 atkv. Steingrímur Aðaisteinsson, fram- bjóðandi Kommúnislaflokksins, blaut 256 atkv. og Gunnar Jóhannsson, frambjóðandi sama flokks, 253 atkv. Jóhann F. Guðmundsson, fram- bjóðandi Alþýðuflokksins. fékk 114 atkv. og Felix Guðmundsson, fram- bjóðandi sama flokks 105 atkv. í Norður-ísafjarðarsýslu hlaut kosningu Vilmundur Jónsson íandiæknir, frambjóðandi Alþýðufiokksins, með 553 atkv. Jón Auðunn Jónsson, fyrv, þingmaður kjördæmisins og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, fékk 542 atkv. og f é 11. Halldór Ólafsson kommúnisti fékk 3 atkv. Eins og frá var skýrt f siðasta blaði, tapaði Framsóknarflokkurinn 6 þingsætum i kosningunum yfir til Sjálfstæðisflokksins, en Sjálfstæð- isflokkurinn tapaði aftur einu þing- sæti yfir til Alþýðuflokksins. Flokka- skipunin á næsta þingi verður þvi á þessa leið: Sjálfstæðisflokkurinn með 20 þingm. Framsóknarfl. - 17 — Alþyðuflokkurinn — 5 — Skortir Sjálfstæðisfiokkinn þannig eitt þingsæti til þess að hafa réttan helming þingmanna. II. Árið 1916 eða um það ieyti, sem þriggja ráðherra stjórn var mynduð, voru ríkisskuldirnar aðeins 2 mii- jónir, og höfðu þær skuldir aðal- lega myndast vegna sfmalagninga. Pegar ihaldsmenn létu af stjórn árið 1927 var búið að auka rikis- skuldirnar upp f 28 miljónir. Ráðu- neyti Jóns Mígnússonar, Slgurðar Eggerz og Jóns Porlákssonsr höfðu þannig aukið skuldirnar um 26 miljónir. Pessar 26 miljónir fóru í embættiseyðslu, skuldatðp íslands- banka og skrautbyggingar i Reykja- vík. Undir stjórn íhaldsmanna töp- uðu bankarnir 30 — 40 miljónum, og hefir þetta tap bakað atvinnu- vegunum hinar þyngstu búsifjar f okurvöxtum. Undir stjórn íhalds- manna hurfu 70 þús. kr. í Bruna- bótafélaginu, og einn af sýslu- mönnum fhaldsins tók 140 þús. kr. af opinberum sköttum, sem rikis- sjóður átti. Aliir kannast við með- ferð Jóhannesar Jóhannessonar á >sjðði embættisins*. Undir stjórn í- haldsmanna var krónan hækkuð á einu ári úr 50 gullaurum f raeira en 80 gullaura. Með þvi voru eignir hinna riku auknar um 60%. Með þvf voru skuidir hinna fátæku hækk- aðar um 60%. Með þvi var atvinnu- vegunum til sjávar og sveitabund- inn sá baggi, er þeir hafa hálfsligast undir. Landslýðurinn skifdi, að þar sem ihaldsstefnan var, þar var óheiila- stefna á ferðinni. Pess vegna sigr- uðu Framsóknarmenn i kosningun- um 1927 og þó enn meira 1931. En i kosningum þeim, sem nú •éru xiýafstaðnar, snýst þetta við eins og fyr er sagt. Hver er ástæðan P III. Um leið og Framsóknarfiokkur- inn tók við völdunum 1927, hófst viðreisnarstarf á ðllum sviðum meira en nokkru sinni áður. Vegna hins stórfellda umbótastarfs Fram- sóknarfiokksins og vegna þess hvernig í pottinn var búið af íhalds- flokknum, varð að taka erlent lán, ið upphæð um 12 miljðnir, síðla árs 1930. Petta lán var tekið með fuilu samþykki allra flokka. Pessu fé varði Framsóknarflokkurinn til Búnaðarbankans (3,6 milj.), Lands- bankans (3 milj. stofnfé), Útvegs- bankans (1,5 milj.) og margskonar umbóta f landínu f þágu aimenn- ings svo sem sildarverksmiðj- unnar, Landspitalans, Arnarhvols, kaupa á strandferðaskipi, útvarps- stððvarinnar, landssfmastöðvarinnar o. s. frv. Aimenningur lét sér vel lynda þessar miklu tramkvæmdir, en svo skall heimskreppan yfir með ðllum sinum þungaog lagðist eins og mara á atvinnulif iandsmanna. Atvinnurekendur komust í fjárhags- vandræði og atvinnuleysi herjaði f kaupstöðum og sjávarþorpum. Bændur gátu ekki risið undir greiðslu vaxta og afborgana af skuldura sfnum vegna grfðarlegs verðfalls'á framieiðsluvörum þeirra. Árferðið gerir meira en nokkuð annað tii þess að gera landsstjórn fasta eða lausa í sessi. íha'dsmenn spöruðu ekki að nota kreppuna sér til póli- tisks framdráttar og hrópuðu sf og æ hátt urn það, að kreppan væri Framsóknarstjórninni að kenna. Á þinginu 1932 hótuðu ihaldsmenn f bandalagi við fuiltrúa Alþýðuflokks- ins i efri deild að neyta aðstöðu sinnar tii þess að fella fjárlögin og koma þannig i veg fyrir að hægt yrði að halda uppi stjórn i landinu, ef ekki yrði iátið að viija þeirra i kjördæmamálinu. Til þess að bjarga landinu frá stjórnleysi, létu Fram- sóknarmeun undan síga og féllust á að mynduð yrði samsteypustjórn, en ihaidsmenn létu sér lynda að leggja >réttlætismálið< á hilluna gegn því að fá Magnús Guðmunds- son f stjórnina. Petta undanhald Framsóknar- manna á þingi óg samvinna um stjórnarmyndun við íhaidsfiokkinn s!ó óhug á fjöimarga Framsóknar- kjósendur víðsvegar um landið. Hinar pólitfsku fiokkslínur urðu óhreinar og hlykkjóttar. Pessi sam- vinna við ihaldið kann að hafa verið nauðsyn eins og á stóð, en hún var að minnsta kosti 111 nauðsyn og ruglaði hugi ýmsra manna. Peg- ar svo gengið er til kosninga f sumar, eftir þingrofið i vor, er látið heita svo stjórnarfarslega að kosn- ingarnar snúist um stjórnarskrár- breytingu þá, er samþykkt var á siðasta þingi og þingrofinu olli, en raunar er alls ekki kosið um það, þvf kjósendum hafði lítið svigrúm gefizt til rækilegrar athugunar á þvi máli og hinsvegar var vitað, að allir þingflokkarnir voru óánægðir með úrsiit málsins á þinginu, en sáu sér þó ekki annað fært en að láta það fram ganga f þvf formi, er það endanlega hafði á sigfengið. Kjós- endum mun yfirleitt hafa verið það fremur óljóst um hvaða frainlíðarmál verið væri að kjósa að þessu sinni og er þeim það ekki láandi Af öllu þessu leiddi það, að Framsóknar- kjósendur gengu víða hikandi og tvfátta að kjðrborðinu 16. júlí, eða þá að þeir sátu heima hrönnum saman, viidu ekki neyta kosninga- réttar sins. Hinsvegar höfðu fbalds- menn býsna gott lag á þvi að smala sínum kjósendum ákjörstað- ina. Sumstaðar kvað svo ramt að heimasetu Framsóknarkjósenda, að ekki greiddu atkvæði nema 40% þeirra, en 60% sátu hjá. Pess vegna lækkaði atkvæðatala flestra þeirra Framsóknarmanna, er kosningu náðu, stórkostlega hjá því er var 1931, og þess vegna féll meðal annars Framsóknarmaðurinn Guð- mundur i Ási fyrir frambjóðanda íhaldsins í Austur-Húnavatnssýslu. Að ðiiu þessu athuguðu kemur það i ijós, að það er kreppan og hin ytri rás viðburðanna, sem veitt hefir íhaldinu stundarsigur í hinum nýafstöðnu kosningum, en á engan hátt verðieikar þess flokks. En hvað ér framundan? Svo mun nú marg- ur spyrja. IV. Eins og nærri má geta, voru f- haldsmenn ekki iitið kampakátir, þegar þeir þóttust sjá fyrir úrslit kosninganna. Peir væntu þess undir lokin að hafa 21 þingmann úr sfn- um flokki, eða réttan helming þings- ins. Pá var aðstaða þeirra á þingi allgóð. Með þeira liðstyrk gátu þeir myndað stjórn á eigin spýtur og varist vantrausti frá andstæðingun- um. En miklum föiskva sló á sigur- gleðina f lokin. Eins og skrugga úr heiðskfru lúfti kemur sú fregn yfir ihaldið, að Jón Auðunn hafi fallið fyrir Vilmundi Jónssyni. Að- staðan var stórbreytt frá því sem ætlað var. íhaldið skortir einn þing- mann til þess að geta myndað stjórn af eigin ramieik. Aðstaða í- haidsfiokksins á þingi er hin versta. Flokkurinn er að vfsu stærsti flokk- ur þingsins og honum ber þvi skylda til að beita sér fyrir stjórn- armyndun, þegar þar að kemur. En á hinn bóginn er fiokkurinn of veikur tii þess að geta staðið á eigin fótum. Pað verður að teljast alveg útiiokað, að Framsóknarflokk- urinn hér eftir taki nokkurn þátt í stjórnarmyndun með ihaldinu. Fram- sókn mun heldur ekki lofa ihalds- stjórn hlutleysi. Einum rómi mun Framsóknarflokkurinn segja við f- haldsmenn: Myndið ykkar eigin sfjórn, eftir þvf sem fðng eru til og berið einir ábyrgð á stjórn ykkar. Petta er auðvitað eina rétta svarið til íhaldsmanna eftír allt gort þeirra um það, að þeir einir séu hæfir til að koma ðliu á réttan kjöl. Að lík- indura biðla íhaldsmenn þvínæst til jafnaðarmanna, en hvernig þau hrossakaup ganga við Héðin, skal engu um spáð. En ótrúlegt er það að haldgóð samvinna geti tekizt milli foringja alþýðunnar og fulltrúa stórútgerðarinnar og kaupmanna- valdsins f landinu. Trúlegast er, að að þvf reki á næsta þingi, að fhaldið verði að mynda minnlhlutastjórn með sverð vantrausts meirihiutans hangandi yfir höfði sér við hvert fótmál. Af þvf hlutskifti verður f- haldsfiokkurinn ekki öfundsverður,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.