Dagur - 27.07.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 27.07.1933, Blaðsíða 3
30. tbl. DAGUR 121 sál. Þorkelssonar bónda á Syðra- Fjalli, sem var kunnur fræði- og gáfumaður og í allra fremstu röð ritfærra manna á landi hér. Hann var bróðir Indriða skálds á Ytra-Fjalli. Þorkell kom þroskaður og ágætlega undirbúinn í skóla. Hann lauk stú dentsprófi við Menntaskólann í Reykjavik og méistarprófi I norræn- um fræðum við háskólann í Reyk- javík vorið 1927. Var saga sérnáms- grein hans. Að loknu meistaraprófi gegndi hann nokkra vetur skóla- stjórn i Samvinnuskóianum, meðan Jónas Jónsson var ráðherra. Nú er bann 1. bókavörður við Lands- bókasafnið. Doktorsritgerð Þorkels er þýðing á ritgerð, er hann samdi og lagði fram við samkeppnispróf um pró- fessorsembættið í sögu við háskól- ann i Reykjavík um áramótin 1930 — '31. Er hinum nýja doktor það mikill heiður, að svo merk vísinda- stofnun, sem Kaupmannahafnarhá- skóli er, skyldi meta verk hans svo hátt sem raun er á orðin. Öll fs- Ienzka þjóðin nýtur og góðs af þeim vísindalega frama, er doktor Þorkeli Jðhannessyni hefir nú hlotn- ast. -- O fréííir. Skriúuhlaup. A sunnudaginn var hljóp stórfelld ikriða úr fjallinu fyrirofan bæinn Jökul í Hólasókn og breiddist yfir tún og engjar jarðarinnar og eyðilagði hvort- tveggja að meitu. Einnig lagði skriðan sumt af bæjarhúsunum á Jökli við jörðu, en skekkti þau, sem uppi standa. Á Jökli hafa búið roskin hjón, Þorsteinn Magnús- son og Sesselja Sigurðardóttir og eitt barn mun hafa verið á vegum þeirra. Fleira var heimilisfólkið ekki, og var það ekki heima er skriðan féll, og ekkert manntjón hlauzt af. Jörðin er óbyggileg eins og stendur, og er fólkið flutt burt þaðan. Leiltflokkurinn úr Heykjavík fór héðan til Húsavíkur og hafði þar leiksýningar vlð ágæta aðsókn. Á vesturleið sýndi leik- ilokkurinn á Sauðárkróki og Blðnduósi og fékk góða aðsókn á báðum þeím stööum. Sjtítugsafmæli átti frú Dómhildur Jó- hannesdóttir, ekkja Magnúsar Kristjánsson- ar ráðherra, 25. þ, m. Ekki lér teljandi ellimörk á henni enn þrátt fyrir aldurinn. Lik Hallgríms Davíðssonar var flutt hingað norður með Oullfossi, er kom hingað á fimmtudaginn var. Jarðarförin fór fram 25. þ. m. að viðstöddu fjölmenni. Bæjatbiuni. Að kvöldi hins 16, þ. m. brann íbúðarhúsið að Búrfelli í Miðfirði til kaldra kola. Enginn var heima, en allt fólkið á heimlcið frá kjörfundarstað. Þegar heim kom, var húsið alelda og ekki hægt að bjarga neinu. Ætlað er að kviknað hafi út frá raflögn. Bæði hús og innbú var óvátryggt. Ensko ferðamannaskipið »Arandora Star* kom hingað á föstudagimorguninn og fór aftur að kvöldi sama dags. Fyrsta mánudag I ágúst, þ. e. 7, dag mánaðarins, verða búðir lokaðar allan dag- jnn, samkvæmt hinni nýju samþykkt um ’okun sölubúða i Akureyrarkaupstað. Maiía Markan söngkona er væntanleg hingað tll Akureyrar innan fárra daga og ætlar að syngja hér fyrripart næstu viku. Er það nýnæmi, sem öllum sóngvinum hæjarins má vera óblandið fagnaðarefni.að fá nú tækiiæri til að heyra þessa glæsilegu söngkonu okkar fslendinga, semsvomikið orð fer af. * Félag verzlunar og sktifslolufólks efnfr tn skemmtifarar f Mývatnssveit, laugardaginn 5. ágúst næstkomandi, um kvóldið. Mánu- dagurinn 7. ágúst er almennur frídagur ver8lunarmanna á þessu sumri, svo þeir hafa yfir að ráða 2 sólarhringum ti! farar- innar. Verslunarmönnunr utanfélags er einnig gefinn kostur á að vera með í för þessari, og verða þeir að tilkynna þátttöku sína til félagsformanns, Stefáns Ág. Krist- jánssonar, eða nefndarformanns Tómasar Stefngrfmssonar, og gefa þeir allar nánari upplýsingar um tilhögun fararinnar. ------------------o------ Bœkur og rii. Fornritaútgáfaru Hinn 22. maí sl. var 800 ára dánarafmæli Sæmundar prests hins fróða. Þann dag sendi Hið íslenzka fornritaiéiag þjóðinni Egils sðgu Skaliagrímsson- ar i nýrri útgáfu. Er þetta fyrsta bindið, er út kemur af fornritaút- gáfu féiagsins, sem Alþingi hefir veitt styrk til í fjárlögum. Sigurður Nordal hefir séð um útgáfu þessa bindis og ritað inngang að sög- unni, rúmar 100 bis. að lengd. Neðanmáls eru orða- og efnisskýr- ingar margskonar. Sömuleiðis eru myndir óg kort af sðgustððum og héruðum. Útgáfan er hin vandaðasta á allan hátt, og hafa íslendingar aldrei eignast slika af fornsögunum. Mun hún verða kærkomin öllum sðgufróðleiksfúsum mönnum og þeim, sem hafa yndi af að eiga vandaðar bækur. Formáli Nordais er prýðilega ritaður eins og vænta mátti og merkilegur á marganhátt. Meðal annars færir hann sterk rök fyrir þvf, að Hafursfjarðarorusta hafi ekki verið fyr en um þrettán árum síðar en áður hefir verið talið, eða ekki fyr en 885, og færast aðrir atburðir aftur samkvæmt þvf. Þá færir Nordal merkileg og sannfær- andi rök fyrir þvf, að Snorri Sturlu- son sé höfundur Egils sðgu. Fyrir áratugum sfðan hélt Björn M. Olsen hinu sama svo fast fram f Árbókum fornfræðafélagsins og f Skirni að nærri stappaði fullyrðingu. Nú þeg- ar hin veigamiklu rök Nordals bæt- ast við, fer varla hjá þvf að alþýða manna sannfærist um, að enginn annar en Snorri hafi getað ritað Egils sögu. En líklega er þetta þó eitt af þvf, sem aldrei verður full- sannað. En þó að skiftar kunni að vera skoðanir um þetta efni, þá orkar hitt ekki tvímælis meðal viti borinna manna, að Egils saga er ein dýr- mætasta perlan I fornbókmenntum okkar, og að snilld ritháttar óg mannlýsinga sögunnar séu ámóta og f Heimskringlu Snorra. Fyrirþvf eiga allir góðir ísiendingar að taka þessari prýðilegu útgáfu Egils sðgu með fögnuði og opnum örmum. Rit Nemendasambands Laug- arvatnsskóla 1933. Þetta er fyrsta ritið, sem Nemendasamband skólans gefur út, og fer það mjög laglega af stað. í því birtist ágrip af sögu héraðsskólamáls Sunnlendinga. Þá sögu rita þeir Bððvar Magnússon Laugarvatni og Jónas Jónsson al- þingismaður. »Hafa báðir þessir menn tekið mjög mikinn þátt í þessu máli og bafa oftsinnis staðið hlið við hlið, þegar þunglegast horfðic, segir I formáia ritsins, er Ouðmmidur Gislason hefir skrifaði Haia þeir skift með sér verkum þannig, að Bððvar segir sögu skóla- málsins I héraði, en Jónas Jónsson þann hlutann, sem sérstaklega snýr að þingi og landstjórn. Forsaga Laugarvatnsskóla á sér lengri aldur en flésta mun gruna. Það eru full 50 ár síðan fyrsta tilraunin var gerð til þess að endurreisa skóia á Suð- urlandi, og 46 ár liðu, þangað til byrjað var á byggingu héraðsskól- ans á Laugarvatni. Er þetta eitt dæmi þess hversu góð raái eiga oft erfiða Ieið og langa til fullnað- arúrslita. Og ekki mundi þessi menntastofnun alþýðu enn á legg komin, ef ekki hefði notið við áhrifa kennslumálaráðherrans, er auðnaðist öðrum fremur að leiða mál þetta til sigurs, Jónasar Jónssonar. Ounnar Eggertsson ritar grein um Nemendasambandið og tilgang þess. Ouðmundur Ólafsson kennari ritar nemendaannál o. fl. Ennfremur birtast I ritinu þrjú kvæði eftirhag- yrðinga skólans. Skólaskýrsla tveggja síðustu ára fylgir og með riti þessu, ásamt stuttri ritgerð eftir Bjarna Bjarnason skólastjóra. Á þeim 5 árum, sem Laugarvatns- skólinn hefir starfað, hafa327nem- 3 Odýrt! Karlm. buxur frá kr. 5,50 Kbakiskyrtur - - 4,90 Karlm. sokkar - — 0,65 — nærskyrtur - — 1,85 — nærbuxur — - 1,85 Eiiskar húfur - - 2,25 Leðurbelti - - 1,75 Gummíbelti - - 0,85 Vinnuvetlingar - - 0,75 Handklæði — - 0,65 Tvisttau - - 0,65 Léreft, hvít - - 0,70 Flónel, röndótt - - 0,85 Rúmteppi, hvít — - 4,90 o. m. tn. 11. Brauns-Verslun Páll Sigurgeirsson. Nýtísku kvensokkar í stóru úrvali — nýkomnir. Brauns-Verslun. Páll Sigurgeirsson, endur notið þar kennslu, og hafa þeir verið úr öllum sýslum og kaupstöðum landsins að ísafirði einum undanskitdum. Sézt af þessu, að þó skólinn sé fyrst og fremst ætlaður fyrir Suðurland, þá er hann jafnframt skóii fyrir ailt landið. „Ekkert veitir stúl- kum eins mikið að- dráttarafl og fagurt hörund“ segir hin fagra Mary Nolan. ,,Jeg nota altaf Lux Handsápu, vegna þess að hún veitir hðrundinu silkimýkt og heldur við æsku- útliti. Hún er dá- samleg." VERNDARENGILL HÖRUNDSFEGUR-, ÐARINNAR Hin yndislega fegurö filmleik-kvenna í Holly- wood, er a'S þakka hinni stöðugu notkunn hvítu Lux Handsápunnar. Þær treysta á hi'Ö mjúka lööur hennar og láta þaö halda viö yndisþokka sínum og æskufegurÖ. Látiö hörund yðar njóta sömu gæða, og J>jer munuö undrast yfir árangnum. LUX HANDSÁPAN TöframeSal stjarnanna UVa« BROTHEVS l-IUITEU, PORT SUNMCHT, ENOfcAHD K-tTS £31.66 ip

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.