Dagur - 27.07.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 27.07.1933, Blaðsíða 2
120 D A G U R 30. tbl. fflSfSlifffflllffSfiffSg Sumarkjólaefni | ódýr, í fjölbreyttu úrvaii, Jg — nýkomin. — J® Kaupfélag Eyfirðinga. SS Vefnaðarvörudeild. aftiifiiiiiftiiiiiiiiiiiiiis Jfýa'itant þaMUz Wí aU'ta þeázza, a&m a\\£)5\fya<kn mé't v\natyf\acj ocj, cjióááa \nicj, á '\aa'tcjaa íxáii á oyóiín áza a|mceli aixaa. ^ónxÁúíáaz 3ó fxanneodótU't. My ndastof an Gránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Á viðavangi. Maður i manns stað. Frá Öxnadalshéiði austur og suður um land, alla leið aðjökulsá á Sðlheimasandi, hafa öll sveita- kjördæmi hnigið til fylgis við Fram- sóknarflokkinn við undanfarnar Al- þingiskosningar. Svo varð enn við siðustu kosningar að undantekinni Vestur-Skaftafellssýslu einni; þar náði yfirvaldið kosningu með Iitl- um atkvæðamun fram yfir héraðs- höfðingjann Lárus á Klaustri. Á öllu hinu fyrgreinda svæði voru í kjðri fyrv. þingmenn Framsóknar- flokksins að einum undanteknum. Er það Sveinrt Ólafsson í Firði, aldursforseti Alþingis undanfarin þrjú þing. Sveinn varð sjötugur að aldri snemma á þessu ári, og kaus hann nú að draga sig i hlé við sfðustu kosningar, eftir að hafa setið óslitið á öllum þingum síðan 1916 sem 1. þingmaður Sunnmýl- inga. Hefir hanp jafnan verið einn hinn alira mest virti og vinsælasti meðal þingmanna og jafnan talinn einn af mestu vitmönnum þingsins og vel menntur. Mun þessum aldurhnigna sæmdarþingmanni hafa verið einkar Ijúft að skila kjördæm- inu fyrir sitt leyti f hendur yngsta frambjóðanda Framsóknarflokksins, sem er Eysteinn Jónsson skattsljóri Reykjavfkur, er nú tekur sæti Sveins á þingi sem fyrsti þingmað- ur Suður-Múlasýslu. Eysteinn cr skarpgáfaður maður, ötull og fylg- inn sér og þegar þjóðkunnur fyrir mælsku og rökvísi af þátttöku sinni i útvarpsumræðum um stjórn- mál. Hefir hann sýnt, þótt ungur sé, að engum meðaimönnum og þvf síður aukvisum er hent að etja kappi við hann, enda er fullyrt, að skugga hafi dregið yfir sigurgleði andstæðinganna, þegar það vitnað- ist, að Eysteinn Jónsson væri kos- inn 1. þingmaður Sunnmýlinga. Ut- og innflutningur alls landsins hefir verið sém hér segir sfðan 19201 Innflutt: Utflutt: 1920 kr. 82.3 milj. kr. 60 5 milj 1921 — 46.1 — — 47.5 — 1922 — 520 — — 50.6 — 1923 — 507 — — 58.0 — 1924 63.8 — — 86.3 — 1925 — 70.2 — — 78.6 — 1926 — 51.0 — —- 48.0 — 1927 — 53.2 — 63.2 — 1928 — 64.4 — — 80.6 — 1929 — 77,0 — — 74.2 — 1930 — 72.0 — — 60.1 — 1931 — 42.0 — — 45.4 — 1932 Utan - 35.0 flokka. 44.0 Einn af frambjóðendunum f Norð- ur-Pingeyjarsýslu hefir sent blaðinu eftirfarandi athugasemd: Par sem f siðasta blaði af Degi eru taldir upp þeir, sem í kjðri voru við sfðustu Alþingiskosningar, stendur aftan við nafn mitt F., sem á að tákna það, að eg sé framsókn- armaður, eða sé f Framsóknar- fiokknum. Par sem þetta er ekki allskostar rétt, vil eg taka það fram, að eg hefi aldrei verið i neinum ffokki, enda bauð eg mig fram utan flokka, eins og um var getið f útvarpinu og sumum blöðum. Pó eg væri eindregið fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins, á með- an hann barðist gegn fhaldinu Og afneitaði þvf og öllu þess athæfi, þá hefi eg hlotið að fjarlægjast hann, siðan bann lagðist f þessa pólitísku flatsæng með þeim argasta flokki, sem eg ber kennsl á. Benjamín Sigvaldason frá Giisbakka. Árds Mbl. d Hermann fónasson. Fyrir sfðustu Alþingiskosningar bóf Morgunbl. svæsna árás á H. J. lögreglustjóra og kenndi honum um, að bann hefði látið niður falla saksókn gegn Lúðvik C. Magnús- syni >endurskoðanda< Magn. Guðm. fyrir sviksamlegt gjaldþrot, er hann var við riðinn. Út af þessari árás Mbl. sendi lögreglustjórinn blaðinu eftirfarandi Leiðrétting. í blaði yðar, Morgunblaðinu, 9. þ< m. birtist grein með fyrirsögn- inni: >Hefir Hermann Jónasson van- rækt embættisskyldu sfna? Eða er hann að leika fffl frammi fyrir þjóð- inni?« Greinarhöfundur skýrir rétt frá þvf, að eg hafi sent dómsmála- ráðuneytinu prófin f gjaldþrotamáli Lúðvíks C, Magnúsionar og spurst fyrir um það, hvað gera skyldi f málinu. En út frá þessu er svo i greininni dregin sú ályktun, að eg hafi með þessu sýnt, að eg hafi talið gjaldþrótið ósaknæmt, eða að eg hafi með þvi vanrækt embættis- skyldu mfna, þvi hafi gjaldþrotið verið sviksamlegt, þá sé >dómara skylt að höfða mál til refsingar, án þess að le'ta umsagnar ráðuneytis- ins«. Pelta hyggst svo greinarhöfund ur að rökstyðja með tilvitnun til 8. gr. gjaldþrotalaganna. sem meðal annars segir, að hafi réttarrannsókn leitt f Ijós, að gjaldþrot sé sviksam- legt, >þá skal dómari án þess hann þurfi að leita til dómsmálaráðu- neytisins, höfða mál til refsingar gegn brotamannic. Pað er næsta einkennilegt, ef nokkrum manni er það alvara, að f þetta ákvæði eigi að leggja þann skilning, að dómara sé óheimilt að senda sviksamlegt gjaldþrotamál f dómsmálaráðuneytið til umsagnar áður en hann höfðar mál og það sé jafnvel brot á embættisskyldum hans ef hann gerir það; þvf í grein- inni segir aðeins, svo sem allirsjá, að dómarinn >þurfi< ekki að leita þessarar umsagnar, Gjaldþrotalögín eru þannig í fullu samræmi við þá almennu réttarfars- reglu, að dómaraerætfð heimilt að senda sakamál til umsagnar í dóms- málaráðuneytið áður en mál er höfð- að, þó afbrot sé fullsannað. Svo augljóst er þetta mál, að eg gæti látið nægja að benda á þetta eitt, en skal þó ennfremur benda á hvernig ákvæði greinarinnar hafa verið skilin f framkvæmdinni þann tlma, sem þau hafa verið f gildi. Sannleikurinn er sá, að mái út af flest- um gjaldprotum, pótt sviksamleg hafi reynst við rannsókn, hafa, bæði af mér og öðrum dómurum, verið send dómsmálaróðuneytinu til umsagnar, óður en dómari höfðaði mái og málshöfðun síðan iramkvæmd eftir fyrir- skipun dómsmálaráðuneytisins sjálfs. Eg nefni sem dæmi, þessu til sönnunar, gjaldþrotamál Glsla J. Johnsen og Ingvars Ólafssonar, svo tvö stór gjaldþrot, sem allir munu kannast við, sé talin. Pessi mál vóru send dómsmálaráðuneytinu til umsagnar og var málssókn síðan hafin sam- kvæmt fyrirskipun ráðuneytisins og gjaldþrofar dæmdir sekir, bæði f undirrétti og Hæstarétti, f þvf mál- inu, sem var áfrýjað. Ennfremur má f þessu sambandi nefna gjaldþrota- mál Hansfnu Ingu Pétursdóttur og Björns Gfslasonar, sem einnig var sent til umsagnar f dómsmálaráðu- neytið áður en mál var höfðað, en sektardómur er nú nýlega genginn í þessu máli í Hæstarétti. Skiiningur greinarhöfundarins á umræddu ékvæði gjaldprotalaganna, er pví nákvæm- lega öfugur við pann skilning, sem lagður hefir verið I greinina f framkvæmdinni, enda kemur ekki annað til greina. Ojaldþrotamál Lúðvíks C, Magn- ússonar fékk nákvæmlega sömu afgreiðslu hjá mér og ýms stór sviksamleg gjaldþrotamál hafa feng- ið hjá dómnrum landsins. Pað var sent dómsmálaráðuneytinu til um- sagnar, tll þess, að ráðuneytið f því máii eins og öðrum hliðstæðum fyrirskipaði málshöfðun eða ákvæði að saksókn skyldi falla niður. Árásin á mig er þvf öll byggð á þvf, að greinarhöfundurinn skilur ekki lagaákvæðið, sem hann vfsar til, og þekkir ekki framkvæmd þess. Reykjavík, ii. júlí 1933, Hermann Jónasson. H. J, krafðist þess, að Mbl. birti leiðréttingu sína með skírskotun til 11. gn tilsk. am prentfrelsi frá 9. mai 1855. En Mbl. þorði ekki að láta lesendur sina sjá leiðréttinguna og harðneitaði að birta hana. Mælt er, að H. J. muni þvinga Mbl. með dagsektum til þess að birta leiðrétt- inguna sfðar. -----o----- Nýr íslenzkur dokíor. Hinn 30. júni sl. var Porkell meistari Jóhannesson frá Syðra-Fjalli f Aðalreykjadal sæmdur doktors- nafnbót við Kaupmannahafnarhá- skóla fyrir bók, sem hann hefir rit- að um >Frjálst verkafólk á íslandi til siðaskifta*. Er bók þessi 256 bls. á stærð i 8 blaða broti og gefin út á þýsku. Pegar háskóli veitir doktorsnafn- bót, fer sú athöfn fram opinberiega og oft að viðstöddu fjölmenni. Sér- stakir menn eru af hálfu háskólans til þess skipaðir að gagnrýna f heyranda hljóði efni bókarinnar; erú þeir nefndir andraælendur, en dokt- orsefnið stendur fyrir svörum og ver verk sitt. Sker þá stundum f harðar deilur um ýms ágreinings- efni, er upp koma meðal vísinda- mannanna. Andmælendur Porkels voru þeir Finnur Jónsson fyrv. prófessor f nórrænum fræðum og Erik Arup prófessor f sögu. Margt annara manna var viðstatt, bæði prófessorar og stúdentar við bá- skólann, blaðaraenn, ýmsir íslend- ingar, sem búsettir eru eða staddir voru í Kaupmannahðfn o. fl. Var viðburður þessi talinn merkilegur, ekki sfzt fyrir þá sök, að Porkell er fyrzti fræðimaðurinn af þeim, er eingðngu hafa stundað nám hér heima, sem doktorsnafabót htýtur við Kaupmannahafnarháskóla. And- mælendur Porkels fóru mjög lof- samlegum orðum um verk hans. Vakti prófessor Arup sérstaklega athygli á þeim kafla bókarinnar, er fjaliar um fslenzkar fiskiveiðar á fyrri öldum, og hvatti höf. til að skrifa íslandssögu eflir þeirri fyrir- mynd. Porkell á til gáfaðra manna að telja. Hann er sonur Jóhannesar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.