Dagur


Dagur - 10.08.1933, Qupperneq 3

Dagur - 10.08.1933, Qupperneq 3
r 32. tb!. DAGUR 129 og 2 hrúta, en 13 hrútar voru fyrirfratn seldir einstökum bændum og félögum bænda, er ætla sér að framleiða kynblend- inga af islenzku fé. Eftir að féð hafði verið skoðað af dýra- lækni var það flutt út í Þarney, en þar á það að verá einangrað í 2—3 mán., þar tii fullvíst þykir, að eigi leynist með þvi sjúkdómar, er hér séu óþekktir. Afurðaverðmæti karakúlfjárins liggur aðallega í lambskinnunum. Lömbunum er slátrað nær nýbornum, eða 1—3 daga gömlum. Skinnin eru notuð í ioðkápur, kraga og húfurs í fullsíða kvenkápu þarf 22 —24 lambskinn. Slikar kápur úr vöid- um skínnum kosta nú sem stendur 1 Pýzkalandi frá 2800 til 3900 kr. Dr. Siflíús Blöndal yfirbókavörður við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, er staddur hér í bænum, með frú sinni. Stelán Stefánsson hreppstjóri á syðri Varðgjá átti sextugsafmæli í gær. Heim- sóttu hann þá raargir af kunningjum hans, til þess að árna honum heilla, og þágu rausnarlegar veitíngar bjá þeim hjónum. IðUnn 1.-2. hefti þ. á., er nýkomin út. Efni ritsins er sem hér segir: Jóhannes úrKötlum: Olókollur (kvæði). — Poul-Louis Cauchoud: >Eizta guð- spjallið*. H. K. Laxness býddi. — Sveinn Faxi: í öngþveiti (saga). — Jóhannes úr Kötlum: íslenzk heimspeki. — Jónatan Sigtryggsson: Tvær stökur. — Johannes V. Jensen: Nauta-atið (saga). — Pórberg- ur Þórðarson: Á guðsríkisbraut, — W. Múlhausen: Hún (kvæði). — Hjalmar Söd- erberg: Misgáningssónatan (saga). — Jón Leifs: Kveðja. - Sigurður Einarsson: Undir krossi velsæmislns. — Kristinn E. Andrésson: Eins og nú horfir við, — Guð- mundur Daníelsson: Útsýn (kvæði). — Skúli Guðjónsson: Kirkjan og þjóðfélag- ið; — Frönsk spakmæli. - Steinn Stein- arr: Gönguljóðj — Oddný Guðmunds- dóttir: Eldhúsið og gestastofan. — Orðið er Iaust: Bergsteinn Kristjánsson: Söfn- un örnefna. Benjamín Sigvaldason: Bóka- markaðurinn. O. R.: Um rimnakveðskap; - Bækur, eftir Jónas jóntson frá Efttabæ og Á. H. Lög um Kreppulánasjóð. (Pramh.). 1. Sundurliðaða skrá um eignir lánbeiðanda og mat héraðsnefndar á þeim, byggt á siðasta skattafram- taii. Sé þar nákvæmiega fram tekið hverjar fasteignir hans eru, hve mikið hann á af hverri tegund bú- penings, véiar og verkfæri, krðfur á aðra og annað, sem máli skiptir. 2. Sundurliðaða skrá yfir lánar- drottna lánbeiðanda, og skal þar greina skuldarupphæð, hvort skuld er tryggð með veði eða ábyrgð, og hver tryggingin er, gjalddaga, skilmála, greiðslukjör o. fl. 3. Sundurliðaða skrá yfir ábyrgð- ir lánbeiðanda, og skal þar greina. hverjar aðrar tryggingar eru fyrir ábyrgðarskuldunum, og þess getið hverjar likur eru fyrir, að ábyrgð- irnar falli á lánbeiðanda. 4. Vottorð hreppstjóra um, hve lengi lánbeiðandi hefir rekið búskap, og hvar. 5. Drengskaparyfirlýsing lánbeið- anda um, að allar upplýsingar séu gefnar eftir beztu vitund. 6. Rðkstutt álit héraðsnefndar um aðstððu lánbeiðanda til búreksturs þar á meðal fjðlskyldustærð og fram- færingatöiu, fólksafla og afkomu- mðguleika. 7. Upplýsingar um aðstððu til markaðs fyrir bú >afurðir hans og um hlunnindi. fr. Alit héraðsnefndar um það, undir hve háum greiðslum vaxta og afborgana lánbeiðanda sé unnt að standa samhliða iifvænlegum bú- reksri. 9. Aðrar upplýsingar, setn sjóðs- stjórnin kann að óska eftir, 8. gr. Pegar eftir að sjóðstjórnin hefir fengið tillögur héraðsnefndar, tekur hún ákvörðun um það hvort lán- beiðandi getur komið tii greina við lánveiting. Skai hún þá láta birta þrisvar í Lögbirtingablaðinu áskorun til allra þeirra, sem fjárkröfur eiga á lánbeiðanda, þar með taldar á- byrgðir, um að iýsa kröfum sfnum fyrir stjórn sjóðsins, með sex vikna fyrirvara frá síðustu birtingu aug- lýsingarinnar. Skal í auglýsingunni tekið fram, að allar ótryggðar kröf- ur falli niður ógildar, ef þeim er ekki lýst innan hins tiltekna frests. Ef skuldareigandi, 'sem eigi hefir lýst viðurkendri kröfu innan hins tiltekna frests, síðar meðan á samn- ingaumleitunum stendur færir Ifkur fyrir, að hann hafi eigi átt kost á að sjá auglýsinguna, svo sem vegna fjarveru, sjúkdóms o. s. frv., er sjóðstjórninni þó heimilt að taka kröfu kans til greina. Að öðru leyti falla niður þær kröfur, sem eigi er lýst innanhins tiltekna frests. Sé ekki lýst öllum þeim kröfum, sem taldar eru fram samkvæmt 7. gr. 2. iið, skal sjóðstjórnin sannprófa, hvórt fram- talið er rétt, 9. gr. Að liðnum innkðllunarfresti skal sjóðstjórnin svo fljótt sem þvl verð- ur við komið taka ákvörðun um hvort hún telur fært að veita lán- beiðanda lán úr Kreppulánasjóði. Telji hún að umsækjandi geti eigi komið til greina, skal honum þegar i stað tilkynnt það, annaðhvort bréflega eða með símskeyti. 10. gr Nú telur stjórn Kreppulánasjóðs, að umsækjandi uppfylli þau skil- yrði, sem lög þessi setja fyrir lán- veitingum úr sjóðnum, og skal hún þá svo fljótt sem auðið er semja frumvarp til skuldaskila fyrir hann, ef hún .telur að hann þurfi að fá eftirgjöf á skuldum. í frumvarpi skulu taldar sér f flokki þær skuld- ir er samningnura er eigi ætlað að ná til, og getið trygginga fyrir þeim, og í öðrnm flokki þær skuldir, er ætlast er til, að samið sé um. Pá skal og skilmerkilega getið, hve háan hundraðshluta skuldunaut er ætlað að greiða af skuldum þeim, er samningar ná til. 11. gr. Þegar eftir að samningsfrumvarp það, sem I 10 grein getur, er full- samið, skal sjóðstjórnin með ábyrð- arbréfi eða sfmskeyti tilkynna það öllum þeim lánardrottnum, er kröfu hafa lýst í búið, og boða þá á fund með hæfilegum fyrirvara. Sam- timis skal skuldunaut sjálfum til- kynnt efni samningsins, og skal hann innan fimm daga frá þvi að tilkynning barst honum I hendur segja til um, hvort hann treystist að ganga að honum. Sé svar neií- andi, skal fundarboð afíurkallað I tæka tid. Þangað til fundurinn er haldinn, skal frumvarp eða staðfest afrit af því Iiggja skuldheimtumönn- uru nl sýnis I skrifstofu sjóðsins. 12. gr. A skuldheimtumannafundi þeim, er í ll.grein getur, skal sjóðsstjórn- in leggja fram samningsfrumvarp, svo og nákvæman efnahagsreikning skuldunauts, staðfestan af stjórn sjóðsins. Skuldheimtumenn eiga heimting á að fá sérhverjar upp'ýs- ingar um hag skuldunauts, er sjóðs- stjórnin getur í té látið. Þeim er og heimiitað bera fram breytingartíllög- ur við frumvarpið, og skulu þær ræddar og bornar undir atkvæði sérstaklega. Verði þær samþykktar, hefir sjóðstjórnin heimild til að taka frumvarpið aftur, ef hún telur þær verulega máli skifta. Að öðrum kosti ber stjórnin frumvarpið und- ir atkvæði skuldheimtumanna þegar að loknum umræðum og atkvæða- greiðslum um breytingartillögur. 13. gr. Hljóti frv. atkvæði svo margra skuldheimtumanna, að þeir hafi ráð yfir meira en helming þeirra krafna, er samningnum er ætlað að ná til, hefir sjóðstjórnin heim- ild til að staótesta það, og er það þá bmdandi einnig fyrir þá skuld- heimtumenn, er greitt hafa atkvæði móti þvi eða eigi mætt á fundi. Leysir það þá skuldunaut undan skyldu til að greiða þann huadraðs- hluta hverrar samningskröfu, sem undan er skilin í samningnum, bæði gagnvart lánardrottni sjálfum, ábyrgðarmönnum og öðrum, er annars hefðu átt endurgjaldskröfu á hendur honum fyrir greiðslu skuldarinnar. 14. gr. Pegar eftir að samningur er stað- festur skal sjóðstjórnin ganga frá lánsskjðlum og sjá um, að form- lega sé gengið frá öliu þvi, er samningurinn kveður á um. 15. gr. Samningur haggar eigi heimiid lánardrottins til að ganga að trygg- ingu eða ábyrgð, sem þriðji maður hefir sett fyrir kröfum á skuldu- naut. 16. gr. Samningurinn hefir engin áhrif á þær kröfur, er hér greinir. 1. Skuldir tryggðar með fasteigna veði, þó þvi aðeins, að skuldar- upphæð nemi eigi meiru en verð- mæti veðsins. Sé skuldin hærri en verðmæti veðsins samkvæmt mati þvf, sem lagt er til grundvallar við samningsgerðina, ná samningar til þess hluta skuldarinnar, sem fer fram úr verði veðsins, enda óski veðhafi ekki eftir kaupum á hinni veðsettu eign fyrir að minnsta kosti 15>/o hærra verð en matsverð. Herbergi til leigu á góðum stað I bænum. Ingimundur Árnason. (BÚÐ vantar mig frá 1. okt. n, ki — Sími 45. Sigurður O. Björnsson. 2. Skuldir tryggðar með hand- veði. Gildir að öllu hið sama um þær og hinar, sem taldar voru undir 1. lið. 3. Forgangskröfur samkvæmt 8. kap. skiftalaganna, að svo miklu leyti sem eigur skuldunauts teljast hrðkkva fyrir þeim. 4. Skuidir tryggðar með lausa- fjárveði, stofnaðar fyrir 1. jan. 1933, að svo miklu sem veðið hrekkur fyrir þeim. Komi það hinsvegar f ljós, að skuldin sé hærri en verð- mæti veðsins samkvæmt mati því á eigum skuldunauts, sem lagt er til grundvallar við samningsgerðina, ná samningar til þess hluta skuldar- innar, sem fer fram úr verði veðs- ins. 17. gr. Frá þvi að skuldunautur hefir sent lánbeiðni til sjóðstjórnarinnar og þangað til samningaumleitunum endanlega er lokið, má skuldunaut- ur eigi greiða skuldheimtumðnnum skuidir, sem áður voru stofnaðar, hvort sem þær eru faiinar I gjald- daga eða eigi, nema um veðkröfur eða ótvíræðar forgangskröfur sé að ræða. Hann má ekki selja eign- ir sinar umfrarn venjulega afurða- sölu og ekki veðsetja þær, nema fyrir nauðsynlegum rekstrarlánum, og yfirleitt ekki gera neinar þær ráóstafanir, er veruleg áhrif geti haft á efnahag hans. Komi i Ijós, eftir að samningur hefir verið stað- festur, að skuldunautur hefir brot- ið ákvæði greinar þessarar, er sjóð- stjórninni heimilt að ógilda samn- inginn og endurheimta lánið án fyrirvara, ef útborgað hefir verið. Paó fé, er skuldheimtumenn þegar hafa tekið á móti, verður eigi end- urheimt. 18. gr. Frá þvi að skuldainnköllun er út gefin og þangað til samninga- umleitunum er lokið, má enginn af skuldbeimtumönnum gera aðtör hjá skuldunaut, né heldur verður bú hans tekió til gjatdþrotaskifta á sama tlma. Nú takast eigi samning- ar og bú skuldunauts er tekió til gjaldþrotaskifta áður en sex mán- uðir eru liðnir frá því samninga- umleitunum lauk og við skittin kemur það í ljós, að skuldunautur hefir biotið gegn ákvæðum 16. gr., og má þá með málssókn ritta þeim samningum eða greiðsium, er ólög- iega hafa fram farið, samkv. regium gjaldþrotaskiftalaga, enda sé máls- sóknin hafin innan sex vikna frá því búskifti byrja. Tímabilið frá því að skuldainnköllun er útgefin og þangað til ssmningsumleitunum er lokið telst ekki með fyrningartíma skuldar, víxilréttar né neinna réttar- gerða' Framhald, ----—fl------

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.