Dagur


Dagur - 24.08.1933, Qupperneq 1

Dagur - 24.08.1933, Qupperneq 1
D AOUR kemur út é hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júil. Gjaldkeri: Árni Jóhaniui- aon I Kaupféi. Eyfirðinga Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þ6r, Uppsögn, bundin við ára- mðt, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. Norðurgötu 3. Talsími 112. ••• • • ••-•i Akureyri 24. ágúst 1933. 34. tbl. f.# # # » + •-# > • • • XVI. ár. t -•-• § -#-»•-• • • • ■• • • Verða innflutningshöftin afnumin? Á næstu þingum er það sýniiegt, að fhaldsmenn og jafnaðarmenn mynda til samans meiri hlutann á Alþingi. Pó að samkomulagið milli þess- ara tveggja flokka sé allt annað en gott, þá lítur þó út fyrir, að þeir geti komið sér saman um eitt, en það er að afnema með öllu höft þau, sem nú hafa hátt á annað ár verið á innflutningi á miður þörfum eða alls óþörfum erlendum varningi. Pað eru þvi allar líkur til að fiokkarnir neyti aðstöðu sinnar f sameiningu og opni dyr fyrir bann- vörunum upp á gátt, þótt það sé allt annað en hyggilegt eða hollt ffyrir þjóðarheildina. Árið 1930 nam innflutningur út- lendra vara samkv. verzlunarskýrsl- unum fyrir það ár 72 milj. kr., en útflutningur sama árs 60 milj., og var það óvenjuléga mikið. Pessi mikli halli á verzlunarjöfnuðinum, um 12 railj. kr., varð til þess, að hðmlur voru settar á innflutning- inn sfðla á árinu 1931. Pessi mikli halli leiddi til þess, að Landsbank- inn, sem íársbyrjun 1930 átti inni er- lendis 10 milj. kr., skuldaði f sept- emberlok næsta ár 8 miljónir kr. Hagur bankans út á við hafði þannig versnað á þessum tfma um 18 milj. kr. Innflutningshöftin gengu f gildi f októbermánuði 1931. Á þvf ári varð verzlunarjöfn- uðurinn hagstæður að þvf Ieyti, að þá nam verðmæti útflutningsins 3.4 milj. meira enn innflutningur- inn. Petta höfðu innflutningshöftin verkað á þvf ári, þó að of seint kæmu þau. Cn betur nutu þóhöft- in sfn á árinu 1932. Á því ári lækkaði innflutningurinn um nálega 8 milj, kr. frá þvf, er hann var ár- ið áður, og útflutningurinn nam á þvf ári nær 10 milj. kr. meira en innflutningurinn, þrátt fyrir fallandi verðlag á islenzkum afurðum. Á þvf sama ári lækkuðu skuldir Lands- bankans erlendis um rúmlega 2lh milj' kr. og voru f árslok 1932 komnar niður i 3.7 milj. Arið 1930 nam innflutningur þeirra vara, er síðar voru nefndar bannvörur, 24 milj. kr., en 1932 nam innflutningur þessara vara 5.36 milj. Sparnaðurinn f þessu falli var þvf, samanborið við árið 1930, allt að 19 milj. kr. Hver hygginn einstakliugur leit- ast við að spara sem mest inn- kaup á erfiðum árum. Að minnsta kosti lætur hann brýnustu lffsnauð- synjar sitja fyrir þvf, sém hægt er að komast af án. Hann reynir að snfða öll innkaup eftir greiðslugetu sinni. Sá, er öðruvfsi fer að, leiðir sjílfan sig út f fjárhagsvandræði og hlýtur ámæli fyrir. En það sem hver hygginn einstaklfngur gerir í þessu efni, það á og þjóðin i heild sinni að gera. Pess vegna er það óráð að afnema innflutningshöftin, ekki sizt þar sem reynslnn talar jafn skýlaust á nióti þvf og hér hefir verið bent á. Allt það, er við kaupum frá út- löndum, þarf að greiðast með framleiðslu atvinnuveganna. Hrökkvi framleiðslan ékki til, myndast auknar skuldir út á við. Peir menn, er nú kenna sig við >sjálfstæði«, hafa verið mjög háværir út af slfkri skuldasöfnun. Pað er mjög torskilið, að sömu mennirnir, sem mest gaspra á móti erlendri skuida- sðfnun, heimta jafnframt, að opn- aðar verði allar gáttir fyrir allskon- ar erlendu glingri og bégóma, heimta að gerðar séu sérstakar ráð- stafanir af þingi og stjórnarvöldum til þess að tryggja þessa skulda- söfnun, sem þeir segjast vilja berj- ast á móti. Pví miður eru margir enn svo hégómlegir og óþjóðræknir aðvilja heldur kaupa útlenda iðnaðarfram- leiðslu en innlenda, þó á engan hátt sé betri eða ódýrari. Af þvf leiðir, að með afnámi innflutnings- haftanna er kippt einni stoðinni undan þeim vfsi til iðnaðar, sem myndaður er i landinu sjálfu. Með algerðu afnámi innflutningshaftanna er þvf beinlfnis verið að vinna á móti eflingu innanlands iðnaðar í stað þess að vernda og hlynna að þessum nýja og þýðingarmikla at- vinnuveg'. Prátt fyrir allt þetta er mikil hætta á þvf, að >sjálfsfæðismenn« og jafnaðarmenn á þingi taki höndum saman um að skera öll innflutningshöft niður, ef nokkuð má marka tal þeirra og blaða þeirra um þetta efni. En það er eitt ráð tll þess að koma f veg fyrir þetta óheillaverk. Kjósendurn- ir eiga að taka til sinna láða og krefjast þess hispurslaust og f fullri alvöru, að þingmenn þeirra láti innflutningshöftin f friði, ella verði séð um að þeir eigi ekki setu á þingi lengur en um sinn. — Pað mundi hrffa. Hjálpræðisherinn. Adjutant Sara Mc. Phail frá Reykjavík stjórnar tamkonium á sunnudag 27. og mánudag 28. ágúst kl. 8'/a siðdegis. — Söngur og hljóðfæraslátt- ur. — Allir velkomnir. Nýr lojslapyr. Morgunblaðið hefur upp raust sína 8. þ. m. ög syngur lofsðng yfir einræðisstjórninni á ítalfu. Stend- ur þessi lofgerð blaðsins í sambandi við fimmtugsafmæli Mussolini. Naer undantekningarlaust hefir verið litið svo á hér á landi allt fram að siðustu tfmum, að þing- ræðið væri eitt hið dýrmætasta stjórn- arfarslegt hnoss, og þvf bæri um- fram allt að vernda það og varðveita frá glötun. í annan stað hefir líf einstaklingsins f augum almennings átt að vera svo friðheilagt, að það hefir verið talinn stórglæpur að blaka bendi við þvf. En úr herbúðura fhaldsflokksins á íslandi gengur nú út nýr boð- skapur, sem kveður við nýjan tón. Mbl. hælir Mussolini einkum fyrir það tvennt, að hann hafi »bjargað þjðð sinni frá< kommúnismanum og þingræðinu. Petta hvorttveggja. nefnir blaðið í sömu andrá og kall- ar »tvðfaldan háska«. Fyrir sjónum aðalmálgagns íhaldsflokksins er þá þingræðið orðin háskaleg stefna. Mun þessi nýi boðskapur Mbl. koma mörgum nokkuð á óvart, þó hinsvegar hafi fyr brytt nokkuð á tilhneigingu i þvf blaði að verja misþyrmingar og morð valdasjúkra einvaldsherra úti f löndum. En Mbl. segir meira en þetta. Pví farast meðal annars svo orð: »Hann (Mussolini) sýndi mðnnum fram á, að þjóðlffið er dýrmætara en Iff einstaklingsins. Facsisminn byggir á framtíð þjóðarinnar, en ekki einstaklingsins, þvf að þjóðin lifir þó að einstaklingarnir falli frá«. Pessi nýi boðskapur, að líf ein- staklingsins sé Iftils virði hjá lffi þjóðarinnar, á auðsjáanlega að af- saka allar ofsóknir, allar misþyrm- ingar, öll hryðjuverk, morð og blóðsúthellingar svartliða Mussolini á ítalfu og Htlers f Pýzkalandi. Öllum þeim mannslífum á auðvitað að vera fórnað á altari æðri hug- sjóna að dómi Mbl. Alþýðu manna hér á landi hefir löngum hryllt við að beyra fregnir af þessum hryðju verkum byltingamanna, en Mbl. segir um Mussolini: »Qæfusöm er sú þjóð, sem eignast slfkan for- ingja á vandræðatfmum». Pegar Mbl. vildi gera Jónasi Jóns- syni sem mesta svfvirðingu, meðan hann var við völd, þá likti það hon- um við Mussolini. Nú telur sama blað fslenzku þjóðina gæfusaraa, ef hún eignaðist slfkan foringjal Hvað veldur þessum miklu sinnaskiftum? Blað yfirstéttarinnar f Reykja- vfk er tekið að vegsama hástöfum útlenda ofbeldis- og einræðisstefnu fyrir það að hafa brotið niður þing- ræðið og virða litils líf einstakl- ingsins. Af þessu getur ekki orðið dregin önnur ályktun en sú, að hin ill- ræmda svartliðastefna sé farin að grípa um sig i hugum foringja fhaldsmanna hér á landi. Og íhugunarvert er það fyrir þá kjósendur, sem eru andvígir hryðju- verka- og ofbeldisstefnunni, en hafa stutt að þvi við sfðustu kosningar að íhaldsmenn yrðu fjölmennasti flokkurinn á Alþingi, að það er einmitt aðalmálgagn þess flokks, sem kveður upp úr raeð hinn nýja boðskap um >gæfusama þjóð«, sem eignist foringja, er ekki lætur sér fyrir brjósti brénna að drepa ekki einungis þingræðið, heldur og stjórnmálaandstæðinga sfna. Svo heillað er Mbl. af Facsism- anum, að það lofar hann fyrir það að byggja ekki á framtfð einstakl- ingsins. Áður hefir blaðið dýrkað >framtak einstaklingsins< sem und- irstððu allra sannra framfara og far- sældar þjóðarinnar og talið það allra meina bót. Pað segir sig sjálft, að þar sem alls ekki er byggt á fram- tið einstaklingsins, þar er framtak einstaklingsins f engum metum, þvi þetta tvennt er óaðskiljanlegt. Mbl. vinnur þannig tii að troða sfna eigin fyrri kénningu niður f saurinn, til þess að geta Iofsungið hina blóði drifnu svartliðastefnu. ■ o Reykholtssamþykktin. Framsóknarmenn f Borgarfirði héldu fund i Reykholti i fyrra sum- ar og samþyktu þar ýmiskonar skorinorðar tillögur. Hafa þær einu nafni hlotið heitið >Reykholtssam- þykktin* f Morgunblaðinu. Nokkru fyrir síðustu kosningar birti Mbl. samþykkt þessa með gleiðgosalegum yfirskriftum, fór um hana mörgum orðum og hlakkaði yfir því, að í henni fælist ádeila á Framsóknarflokkinn á Alþingi. Ennfremur notaði Jón Porláks- son Reykhottssamþykktina sem vopn á Framsóknarflokkinn f út- varpsumræðum um stjórnmál, ér fram fóru skömmu á undan kosn- ingunurn, og fleiri fhaldsmenn er sagt að hafi notað hana sem aðal- uppistððu i ræðum sínum á fram- boðsfundunum f suman Hvað er það þá sem felst f þessari Reykholtssamþykt, er Mbl. liðinu hefir orðið svo tfðrætt um og viljað færa sér f nyt?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.