Dagur - 24.08.1933, Page 3
34. tbl.
DAGUR
137
sjóds, skal rfkisstjórninni þó heimiit
að veita undanþágu frá að meira
sé útdregið úr þeim flokki en raun
verulega hefir verið borgað af
skuldabréfum þess sama flokks á
umliðnu ári.
4. gr.
Heimilt er rfkisstjórninni að greiða
úr ríkissjóði allt að P/2% af vöxtum
fasteignalána þeirra manna, er land-
búnað stunda sem aðalatvinnuveg,
á gjalddaga lánanna 1933 og 1934,
en þó ekki meira en svo, að lán-
takandi greiði sjálfur 4'/2% á ári.
Heimild þessi er þvf skilyrði bundin
að stjórn Kreppulánasjóðs telj', að
skuldunautur geti ekki að öðrum
kosti risið undir vaxtabyrðinni sam-
fara he lbrigðum búrekstri.
Heimild þessi nær og til sömu
þáttöku f greiðslu vaxta af stofn-
lánum til frystihúsa og mjólkurbúa
á árunum 1833 og 1934,
5. gr.
Heimilt er rfkisstjórninni að greiða
eða taka að sér greiðslu á lánum,
allt að % stofnkostnaðar, er tekin
hafa verið til að reisa frystihús
samvinnufélaga eða sýslufélaga enda
sé aðalhlutverk þeirra að frysta
kjöt til útflutnings.
Sama gildir og um lán sem hvfla
á Sláturfélagi Suðurlands vegna
stofnkostnaðar við niðursuðuverk-
amiðju þess.
6. gr.
Stjórn Kreppulánasjóðs heimilast
að gera nauðsynlegar ráðstafanir til
þess að bönkunum verði fært að
veita afborgunarfresti þá, sera um
ræðir f 1. og 2. gr., og lána til þes fé
úr Kreppufánasjóði.
7. gr.
Lög þessi ððlast þegar gildi.
Samþykkt á Alþingi 30. maf 1933.
------0-----
Draumur burnirótar.
K VÖLD.
Seytlar lind ljóselsk
bergs um bláa stalla,
syngur ljúfust Ijóð,
þráir lög iygnan
í ljósaskiftum.
Piggur koss hver
kaldur steinn,
björtum af munni,
lind er líður
að legi fram.
Unir burnirót,
bergi háð,
ljóð við lindar,
lofar liðinn dag,
fagnar kvöldfriði
og fró nætur,
drýpur höfði döggvotu,
drauma ljúfa þráir.
Falla perlur tára
að fótskör Drottins.
ÖMA F>Ú HARPA.
Óma þú harpa, ég hlusta. — Á him-
ininn bjarma slær.
Burnirót, burnirót, birtan færist nær.
Burnirót, nú birtir. Bergið fellir tár.
Alfaðir, aðe'ns hann einn, kann lækna
sár.
Skynjarðu’ ei skáldsins anda, sem
skoðar þig á ný?
Hljómarnir, þeir berast raeð birtu
gegnum ský.
Hve lygnt er á landamærum og
Ijósbjört himinsins tröf.
Vaggan er máluð á víkingsins gröf. —
Náðin eyðir nökkva. Nótt er engintil,
Skinið kann rjúfa skýjanna þil.
Vegurinn er lagður um lyngmó og
hraun.
Alfaðir, aðeins hann andans skilur raun.
Sjá Ijósið, sem lýsir um nóttu. Ljósið
veitir fró.
Burnirót, burnirót, blunda þú í ró. —
S K Á L D I Ð:
sNú er hljótt í heiða djúpum dölum.
Drúpa fjólur höfði’ í skógarlund.
Fossar hljóðna bergs í bláum sölum,
blunda fuglar rótt um aftanstund.
Nóttin þögul faðmar fjöll og dali.
Festir sóley blund við lækjarnið.
Döggvast laut og blómum skrýddurbali.
Björk og reynir skynja helgan frið.<
M O R G U N N.
Er dagur rís og blóm af blundi vekur,
og birtan laugar fell og heiðardal,
með fuglasöng þá foss hver undir tekur,
sem festi blund í köldum gljúfrasal.
Þá fossabúar stilla hörpustrengi, i
og stuðlabergi ljósið gefur sál,
um haga lagið berst og iðgræn engi.
Hver alnáttúru skilur dularmál?
DRAUMURINN.
»Hver dvaldi hér um döggvar hljóða
nóttu« ?
af draumi vakin, spyr þá burnirót.
»Fær skáldsins andi ennþá okkar vitjað
og innt f draumi ljóða fegurst hót?
Mér birtist hann, sem mælti á máii
blóma
svo milt og hreint, að skilai hver ein sál.
Hann kvað um eik, sem úða fossins
þráði.
Hann alnáttúru skildi dularmáW.
»Mér birtist vinur blóma og burniróta,
hve bjart og fagurt var í kring um hann.
Mér birtist svanur Ijóss og Jjóðahóta,
sem lífsins sælu í einverunni fann.
Hann, sem að unni ljúfum lækjarniði
og lindar hverrar skildi töfrasöng.
Hann, sem að unni bernsku birkiviði
og björtum foss og eik í gljúfra þröngc.
Á morgnnroðans vængjum vék hann
á braut.
Burnirót hjá bergi bjartra drauma naut.
Sigfús Elíasson.
Aokapino, til þess að endursamþykkja
stjórnarskrána o. fl., er sagt að verði kall-
að samau 1. nóv. næstk. Munu þá kosn-
ingar tii Alþingis fara fram á næsta vori
og fjárlagaþing verða næsta sumar.
Meðal oesta í bænum undanfarna daga
hafa verið Oísli Quðmundsson ritstjóri og
Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. Fór Oísli
i gærmorgun áleiðis austur á Langanes til
ættstððva slnna, en Jónas hélt heim á leið
i morgun.
Laugaveitan.
Það er nú bráðum hálfur mánuður
sfðan laugavatnið rann f fyrsfa sinn
f sundþró bæjarins. Síðan hefir hita-
stig sundlaugarinnar verið að jafnaði
22* C, heitast 24° en kaldast 19,5°,
en hiti vatnsins úr leiðslunni hefir
verið um 34° C að jafnaði, varð
heitast 38°, en fór lfka ofan f 30°
í kuldaveðrinu um daginn. Vatns-
magnið er nú 2,6 Iftrar á sek. Hita-
tápið á leiðinni frá þró þeirri, sem
sameinar vatnsæðarnar uppi f gilinu,
mun vera um 10°. Má telja þessa
reynslu, sem þegar hefir fengist af
leiðslunni, mjög sæmilega eftir
ástæðum. Ennþá á að vera hægt að
auka vatnið um þriðjung og þegar
lokið hefir verið að einangra leiðsl-
una, bæði aðalleiðsluna, og þá ekki
siður samleiðslurnar í gilinu, má
gera ráð fyrir að f sundlaugina
renni 3,6 1. af 42° heitu vatni. Með
þvf vatni mundi sundlaugin verða
26°—30° heit á sumrin og sjaldan
kaldari en 20° á veturna. Með upp-
hitun klefanna við sundlaugina, en
þann hita er hægt að fá frá leiðsiu-
vatninu, verður sundlaugin áreiðan-
léga vel nothæf að vetrinum til, þó
ekki sé yfirbyggð.
En ti! þess sundlaugin verði not-
bæf á komandi vetri, verður að
ganga frá einangrun leiðslunnar f
haust, og einnig að safna öllu þvf
vatni saman, sem hægt er að fá
uppi f Glerárgilinu og einangra þær
Ieiðslur, sem sameina vatnið, sér-
staklega vel, þvi þar tapast hlutfalis-
lega mest af hitanum. Ennþá er
aðeins búið að einangra fullkomlega
um 1 km. af aðalleiðslunni, þar af
um 300 m. af þeirri Ieiðslu, sem
unnið hefir verið við með gjafavinnu.
Til þessa hafa verið unnin 347 10
tfma dagsverk sem gjafavinna auk
2V2 mánaðar vinnu verkstjóra, sem
sundlaugarsjóður U. M. F. A. hefir
kostað, eða alls 410—420 dagsverk,
(en ekki ein 800 dagsverk, sem bæj-
arstjórinn og fleiri hafa haldið fram,
og sem undrast hve illa sé stjórnað
vinnu þeirri er þeir hafa látið af
mörkum, eða ætluðu að láta) við að
byggja undir leiðsluna á 2,7 km. og
leggja hana þá leið, auk þess sem
nokkuð hefir verið unnið uppi f
gilinu við að sameina laugarnar.
Verk það, sem eftir er að vinna við
að einangra (hlaða garð yfir) aðal-
leiðsluna, má ætla ein 300 dagsverk.
Síðan heita vatnið rann f pollinn,
hefir verið mjög mikil aðsókn að
honum, sem sýnir það að bæjar-
búar kunna vel að nota þá miklu
framför, sem orðið hefir við upp-
hitun vatnsins og einnig hreinsun.
En þeir, sem sundlaugina nota og
aðrir unnendur þessa fyrirtækis,
verða að minnast þess, að laugin
verður ekki notuð f vetur, nema
að unnið verði áfram að einangr-
un leiðsfunnar og að hvert þeirra
300 dagsverka, sem eftir er að
vinna við leiðsluna, eru alveg jafn
þörf hinum, sem þegar hafa verið
unnin. Menn, sem ekki hafa ástæð-
ur til að kaupa vinnu fyrir sig,
geta notað sunnudagana til að
vinna sjálfir, og það er mjögmikið
undir þvf komið, að þátttakan yrði
sem almennust. Eg befi nokkuð
órðið var við þann skilning, að
Herbergi Q
vantar mig i lok septembermán. n.k.
FRANK HUTER KEA.
STÚLKA,
Ivön búðarstörfum, talar
ensku og skilur dönsku,
óskar eftir atvinnu nú þeg-
ar, (eða frá 1. október).
Ritstj. vfsar á.
menn þykjast eigi hafa tekið þátt f
þessari vinnu vegna þess að þeir
hafi aldrei verið beðnir þess. Það
hefir að vfsu verið gengið með
söfnunarlista, sem hefir þó ekki
náð til nema nokkurs hluta af
bæjarbúum. En þar sem þetta verk
er svo augljóslega unnið fyrir allan
almenning bæjarins, undantekning-
arlaust, þá ættu þeir að geta gert
það upp við sjálfa sig, hvort þeir
vilja styrkja fyrirtækið, án þess ura
það sé beðið.
H. H.
------9.— * 1
Fréttir.
Tfmarit iðnaðarmanna, 1. og 2. hetti p.
á. er komið út. Efni ritsins hefst með
fyrirsöguinni: »Þrír stofnendur Iðnaðar-
mannafélags Akureyrar sjötugir.< Eru það
þair Bjarni Einarsson skipasmíðameistari,
Davíð Sigurðsson húsasmíðameistari og
Sigtryggur Jónsson byggingameistari. Birt-
ast myndir af öilum þessum heiðursmönn-
um og greinar um þá. Að öðru leyti er
efnisyfirlitið sem hér segir: Til lesendanna.
fslenska vikan. Ný iðngrein. Nokkur orð
um húsgögn. íslenska vikan á Suðurlandi.
Vikur (innlent skjóiefni til húsagerðar).
Um stofnun vikurvinnslu á íslandi. —
lðnþingið 1933, Yfirlit yfir byggingar f
Reykjavík, byggðar á árinu 1932, eftlr
byggingafulltrúann í Reykjavik, Sigurð
Pétursson. Frá íslenzku vikunni (með
mynd).
Lindbergli og kona hans, sem dvalið
hafa í Rvík nokkra undanfarna daga, fóru
þaðan í flug/éi sinni á þriðjudagsmorg-
uninn og stefndu í áttina til Borgarfjarðar,
en létu ekkert uppi um ferðaáætlun. Laust
eftir hádegi þenna sama dag sáu menn hér
í bæ til ferða þeirra, og flugu þau hátt í lofti
norðanvert við bæinn til austurs. Um
kvöldið settist flugvélin á Eskifjörð.
BlÚÍn yfir vesturkvisi Skjálfandafljóts er
fullgerð fyrir nokkrum dögum og umferð
um hana byrjuð.
Sundsýning fer fram f sundlaug bæjar-
ins næstkomandi sunnudag. Nánar aug-
lýst siðar.
Messað í Olæsibæ sunnudaginn 3.
september, kl. 12 og á Möðruvölium,
sama dag kl. 4.
Dr. Björn Björnsson prestur frá Winni-
peg og kona hans hafa dvalið hér á landi
í sumar, Eru þau nýlega farin heimleiðis.
Bæði fluttust þau hjón vestur á barnsaldri
og hafa ekki komið heim til íslands fyr
en nú, .
Norö&UStðnátt hæg er um þessar raundir
og sólakinslaust,