Dagur - 24.08.1933, Side 4

Dagur - 24.08.1933, Side 4
138 D AGUR 34. tbl. Landspítalinn. Nýlega er komin út skýrsla um Landspltalann frá þvi hann hóf starfsemi sína í árslok 1930 og til ársioka 1932. Margskonar fróðleik- ur er í skýrslu þessari og skal hér drepið á nokkur atriði. Landspitalinn tók til starfa 20. des. 1930, þá komu fyrstu sjúk- iingarnir á spitalann. Stjórn spital- ans var skipuð yfirlæknunum og ráðsmanni; yfirlæknir O. Ciaessen var formaður hennar þangað til 1. nóv. 1931, að Vilmundur Jónsson landlæknir var skipaður f stjórnina og gerðist formaður hennar, sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Um miðjan aprilmánuð 1931 voru sjúkiingarnir orðnir 92, öll hin áætluðu sjúkrarúm fullsetin, og í lok aprflmánaðar voru sjúkling- arnir orðnir 100, þá farið að bæta við rúmum og þrengja á stofunum. Siðan hefir sjúklingatalan enn auk- izt og eins eftirspurn eftir sjúkra- rúmum, svo oft hafa sjúklingar órðið að bíða eftir spitalavist. Pvottabús spitalans hefir verið rekið sem sérstök stofnun, enda er þar þveginn þvottur víðar að en frá Landsspítalanum. Landspftalinn starfar i fjórum aðaldeildum: Lyflæknisdeild, hand- læknisdeild, fæðingadeild og Rönt- gendeild. Yfirlæknir i lyflæknisdeild er Jón Hjaltalin Sigurðsson pró- fessor og aðstoðarlæknir Björn Gunnlaugsson. Fyrsti sjúkl. var lagður á þessa deild 21. des. 1930. Til ársloka 1930 komu á deildina 10 sjúkl., 7 konur og 3 karlar, Fyrir árslok var einn sjúkl. farinn albata og einn dáinn. Árið 1931 komu alls á deildina 112 karlar, 141 kona og 31 barn undir 15 ára, samtals 284, Á ár- inu dóu á deildinni 14 karlar, 10 konur og 2 börn. Af deildinni fóru 87 karlar, 111 konur og 20 börn, alls 218 sjúklingar. Árið 1932 komu á deildina 115 karlar (þar af 11 drengir) og 130 konur (þar af 14 telpur). Á árinu dóu 17 karlar og 9 konur. Af deild- inni fóru 89 karlar og 123 konur, og fóru sumir þessara sjúklinga á aðrar deildir spitalans eða önnur sjúkrahús. í handlækningadeild er Ouðm. Thoroddsen prófessor yfirlæknir og aðstoðarlæknir Kristinn Björnsson. Fyrsti sjúklingurinn kom á deild- ina 20. des. 1930; enginn fór af deildinni á þvf ári. Á árinu 1931 komu á deildina alls 479 sjúklingar að meðtöldum þeim, sem komu i árslok 1930. Af deildinni fóru á árinu 410 sjúkl., 24 dóu, en 45 voru eftir við áia- mót. Ouðmundur Quðfinnsson augn- læknir og Ólafur Porsteinsson háls- nef- og eyrnalæknir framkvæma sérfræðingsaðgerðir á handlæknis- deildinni, hver í sinni sérgreim Á árinu 1932 komu alls 571 sjúklingur á deildina, 518 fóru á árinu og 43 dóu. Á skurðstofu voru skráðar alls á árinu 447 aðgerðir. Fæðingadeildin er undir yfirstjórn Bifreiðaeigend url Bifreiðadekk viðgerð með gúmmísuðu (Vulkanisering). Nýtízku vélar. Fyrsta flokks hráefni. Símar 123 & 225. Síeingrímur G. Guðmundsson, Strandg. 23, Akureyri. Sápuverksmiðjan “SJ0FN” framleiðir nú beztu sápur, sem búnar eru til hér á Iandi, og engu Iakari en beztu erlendar sápur. II Styðjið innlendan iðnað. Notið Sjafnar-sápur. Vagnhjól bezt — ódýrust. Samband isl. samvinnufélaga. Guðm. Thoroddsen, en yfirljós- móðir er Jóhanna Friðriksdóttir. Arið 1931 komu 254 konur á deildina, en 12 þeirra fóru án þess að fæða. Fæðingar voru alls 244. Um áramót voru eftir ö konur, 3 dóu á árinu. Árið 1932 komu á deildina 341 kona, 333 fóru á árinu, 2 dóu og 12 voru eftir um áramót. A'ls fæddust á árinu 326 börn. Yfirlæknir Röntgendeildar er dr. med. Ounnlaugur Claessen og að- stoðarlæknir Sveinn Ounnarsson. Fyrstu sjúklingarnir voru skoðað- ir í deildinni 17. janúar 1931 og lækningar byrjuðu nokkrum dögum siðar. Á árinu 1931 fóru alis fram 1774 röntgenskoðanir á 1575 sjúkl. Af þessum sjúklingum voru 346 á Landspitalanum og 1229 utan spít- alans. Árið 1932 varð mikil aukning á starfinu. Á því ári fóru ails fram 2274 skoðanir á 1854 sjúk!., þar af 401 á Landspitalanum óg 1453 utan hans. í byrjun októbermánaðar 1930 fiuttu nemendur Ljósmæðraskólans í spilalann, og þar hófst þá bók- leg kennsla þeirra, en verkleg kennsla í spitalanum ekki fyr en eftir ára- raót, þegar fæðandi konur fóru að koma í spitalann. Kennari skóians var, eins og undanfarin ár, Ouðm. Björnson iandlæknir, enhann veikt- ist f janúarmán. og lét þá af kennslu, en við tók Ouðm. Thoröddsen prófessor. Námstíminn var 9 mán- uðir fyrra árið, en eitt ár síðara árið. 11 Ijósmæður luku prófi hvert árið. Pegar Landspitalinn tók tii starfa, voru teknir 4 hjúkrunarnemar, en þeim fjðlgaði brátt og vorið 1931 voru þeir orðnir 12, og í ársbyrjun 1932 voru 13 hjúkrunarnemar í spitalanum. Verklega hjúkrun kenndi Kristfn Thoroddsen yfirhjúkrunar- kona spítalans. í ap^ílmáni 1932 var Níeis Dungai prófessor ráðinn til þess að veita iíkskoðunarstofu Landspítalans for- stððu. Eftir það voru flestir, sem dóu á spítalanum krufðir. Alis voru krufin 31 Iík árið 1932. Við líkskoðun kom f Ijós, að krabbamein hefir verið aðalbanamein 3. hvers sjúkl., sem dóu á spítalan. um á þessum tfma. Sullir fundust i 5, en aðeins í gömlu fólki, Menjar um berklaveiki fundust i 16 hinna látnu. Sjúklingar á Lsndspltalann eru aðeins teknir samkv. skriflegri beiðni læknis, nema um slys sé að ræða. Daggjöld sjúkl. á sambýlisstofum eru 6 kr. fyrir fullorðna og 4 kr fyrir börn, yngri en 12 ára. A ein- býlisstofum er daggjaldið 12 kr, Utlendingar, að dönskum þegnum undanskildum, greiða tvöfalt gjald. Skurðstofugjald er kr. 15, 30 og 50 eftir aðgerðum. Fæðingastofugjald er 15 kr. Aukagjóld eru engin. Starfsmannafjðídi spítalans var árið sem leið 63 þegar fæst var og 74 er flest var. Aðaltekjur spítalans eru daggjöld sjúkl. og námu þau árið sem leið um 247 þús. kr. Hæstur gjaldliður er laun tii starfs- manna, sem námu rúmlega 124 þús. kr. Reksturshalli spítalans var sem hér segir: Oreiðsluhalli kr. 14984,12 og fyrning kr. 40,315,96, samtals kr. 55,300,08. Ráðsmaður spitalans er Ouðmund- ur Oe3tsson. John Grierson, enski flugmaðurinn, sem getið var um í síðasta blaði að kpmið hefði til Rvíkur með bilaða vél, ætlaði að leggja af stað í flug sitt til New York á sunnudagsmorguninn var, eftir að viðgerð hafði fram farið á vélinni. Vélbátur dró hana út á ytri höfnina, en þegar vélin átti að heijast til flugs, steyptist hún koll- hnýs og brotnaði, en flugmanninum lá við drukknun. Vélbáturinn var þar skammt frá og bjargaði hvorutveggja til lands. Verður fiugvélin nú tekin í sundur og send til Englands og flugtnaðurinn tekur sér far þangað með skipi. Ritstjóri: Ingiioar Eydal. | Lœkkandi verð. | Prentsmiöja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.