Dagur - 31.08.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 31.08.1933, Blaðsíða 2
140 DAGUR 35. tbl. •- • •• • •••••• ••••••••••• ••• • •-•* •• ( aHHWWmiWHHWHWI in *m Hýkomið ímiklu úrvali: S8 Ullartau, •§ Káputau, Kvenpeysur, m o. m. fl. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeildin. mmmmmmmmm Myndastofan Oránuféiagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6. Guðr. Funch-Rasmussen. varnarféiaginu vex fiskur um hrygg. Frá aldaödli höfðu menn víðsvegar um heim mátt horfa upp á skips- strönd nærri landi, þar sem voru brim og boðar svo ðflugir að eng- um var faert að veita skipverjum hjálp. Skipin brotnuðu og rugguðu til og frá á skerjunum og f brim- rótinuog menn héngu í reiðanum, lðrrdust af bylgjunum, króknuðu úr kulda, urðu lémagna og týndust smám saman niður f bylgjurnar. Pað var fyrst fyrir rúmum 100 ár- um síðan, sem að Englendingar síofnuðu björgunarfélag til að hjálpa mönnum úr slíkum háska og það félag hefir síðan elfst að viti og manndómi og hefir nú glæsilega sögu að segja af þvf hvernig tekist hefir með ýmsum ráðum að bjarga sk'pbrotsmönnum í tuga þúsunda tali. í öðrum lðndum hefir verið farið að dæmi þessa ágæta félags með að koroa upp bjðrgunarstöðv- um vfðsvegar við strendur landanna þar sem hættur eru miklar við strandið. T. d. eru nú kring um Englandsstrendur hátt á 3ja hundr- að bjðrgunarstððvar. Fyrst fraroanaf voru þau ráðin helst notuð að gera út sérlega sterka og vandaða bjðrgunarbáta, með úrvals- liði, og tókst oft með þeim að komast út á vettvang til björgunar, en oft var eigi unt að kúma þessum bátum að fyrir brimrótinu. Stund- um kom fyrir, að skip strönduðu svo nærri landi, að harðskeytur maður gat kastað Ifnu út til skips- brotsmanna, en þetta tókst aðeins sjaldan. Pá tóku menn púðrið sér til bjálpar og notuðu svo nefndar rakettur eða eldflugur til að skjóta lfnunni út til skipanna. Enn fremur komust menn uppá að nota byssur. Pað hðfðu verið fundin upp ágæt skúttæki til að skutla hvali með og draga þá síðan á Ifnunni til lands. í llkingu við slikar byssur voru fall- byssur gerðar til að skjóta ffnu út til skipa, en slfkar byssur voru erf- iðar til meðferðar og til flutninga og raketturnar gátu oft reynst hættu- legar þeim, sem með þær fóru. Fyrir framför f tækni, hér sem víðar, hafa menn nu litlar og léttar byssur, sem sameina það tvent að vera rakettur og byssur og auðvelt að miða þeim og skjóta úr þeim. Mjór rnálmstrengur þýtur með rak- ettunni um leið og skotið er langar leiðir út að skipinu, sem er að stranda, og fer yfir skipið. Skips- verjar ná í ifnuna en f landi er digur kaðall bundinn við hana og draga síðan skipverjar kaðalinn til sío, festa hann f reiðann og má sfðan iáta björgunarstói renna á hjóli eftir kaðlinum til skips og landsf Ifkingu við kláfferju á vötnuro; sfðan má draga til lands f björgunar- stólnum hvern skipsbrotsmanninn á fætur öðrum uns öllura er bjarg- að. Með þessum og þvílikum tækjum hafði Englendingum tekist að bjarga Hfi 12 þúsund sjómsnna á tfmabil- inu 1875 1927. Við Islendíngar þekktum strönd öld fram af öld meiri en margar aðrar þjóðir og höfum orðið að horfa upp á menn hanga í reiðan- um og kveljast og deyja við land- steinana án þess að geta veitt þeim nokkra björg. Þá var það sem nokkrir góðir sjómenn vorir og þar á meðal Jón Bergsveinsson stofnuðu Slysavarna- félag íslands í byrjun ársins 1928. Pessu félagi hefir tekist að útvega okkur sömu tækin og reynst höfðu svo heillavænleg f höndum annara þjóða. F*að er f minni margra, sem á horfðu 1906, hvernig skipshafn- irnar á þremur skipum fórust, þil- skipunum Emelfu, Soffíu Vetlf og Ingvari, uppi f fandsteinum við Faxaflóa. Þar fórust sama daginn 71 maður, sem héldu sér lengi dauðahaldi við siglutrén og uppi f reiðunum en týndust smám saman niður, rotuðust og druknuðu. Og jafnvel sama árið og Slysavarnafél. var stofnað 1928 vildi sviplíkt slys til með togarann »Jón forseta* og dóu 15 menn, án þess að væri gert. S'ysavarnafél. var þá enn of ungt til þess að geta komið mönnum að nokkru verulegu liði. En árið 1931 strandaði franskur togari f Qrindavík, Cap Fagnet. Par tókst fyrir atbeina Slysavarnafél. f fyrsta skifti, með bjálp fluglfnutækja, eins og þeirra, sem nú verða sýnd, að bjarga allri skipshöfninni, 38 mönn- um. Og seinast ( vetur sem leið tókst á llkan bátt að bjarga 24 mönnum af skipshðfninni á togar- anum >Skúla fógeta*. sem einnig strandaði í Orindavík. En þar fór- ust þvf miður 10 menn. Var það bæði vegna þess að fréttin kom of seint um slysið og vegna náttmyrk- urs og aftakaveðurs. Tæki þau, sem Jón Bergsveins- son ætlar að sýna okkur, heita Schermuhy Pistol Rocket Apperatus, kosta 1600 kr. og byssan dregur 300 metra. Petta sýnir að það kost- ar fé að koma upp björgunarstöðv- um og Slysavarnafél. þarf á miklu fé að halda til að geta staðið vel i sinni veglegu stöðu. Hér á Akur- eyri er deild Slysavarnafél. og ættu allir góðir borgarar bæjarins að ganga f deiidina. Pað kostar aðeins 2,00 kr. á ári og geta menn snúið sér til okkar Ounnars Schraros og Halldórs Ásgeirssonar, sem höfum þann heiður að vera f stjórninni. »En þar kýs eg landnám, sem langflestir stranda, ef liðsint eg gæti eg byggði þar heizU, sagði Stephan Klettaf jallaskáld og er aldrei góð vfsa of oft kveðin. Væri vel að sem flestir væru gæddir slíku hugarfari sem Stefán lýsir þar. En nú skal eg ekki orðlengja þetta meir úg skulum við láta »verkin tala*. Við skulum sjá Jón Bergsveinsson skjóta úr sinni forláta byssu, sem ekki er gerð til mann- drápa heldur til að bjarga lifi manna*. -....<8---— Sundsýning. Sfðastliðinn sunnudag var sund- sýning hér við sundpollinn. Var þar saman komið allmikið fjölmenni til þess að sjá unga fólkið leika f vatninu. Sýningin bófst með þvf, að fyrverandi sundkennari, LárusJ. Rist, flutti þar brot úr menningar- sögu íslendinga. Sundkunnátta ís- lendinga, sem var viðfrægtil forna, hafði týnst niður um langt skeið og það svo rojög, að þegar jón Kjærnested frá Skriðu í Hörgárdal byrjaði að kenna sund fyrstur manna hér á landi, f Skagafirði 1820, höfðu ekki verið nema svo sem 6 menn á öllu landinu, sem voru það sund- færir,að þeir gætu bjargað sér úr polli, sem þeir náðu ekki niðri f. Minntist ræðumaður hans óg Jónasar skálds Hallgrímssonar, sem fyrstur manna skrifaði um sund og hvatti menn til dáða, auk annara Fjölnismanna, sem með áhuga og ósérplægni hafa unnið þvi máli gagn. Fjöldi unglinga synti þarna, bæði drengir og stúlkur á ýmsum aldri. Var unun að þvi að sjá fólkið neyta léttleikans f vatninu, sem nú er silfurtært, sfðan lauginni uppi i Olerárgilinu hefir verið veitt í sund- stæðið. Margt var þarna góðra sundmanna eftir ísler.zkum mælikvarða og fjöldi unglinga á góðri frarofaraleið, en mikið vantar á að nokkur jafnist á við þá, sem beztir eru f nágranna- Iðndunum. En við erum á góðu framfaraskeiði, og strsx næsta sumar munum við að sjálfsögðu fá að sjá ennþá betur þjálfað fólk við sund- æfingu. Einn úr hópnum. Á viðavangi. „Oldn“. Frá þvf var skýrt í næst-síðasta blaði að Einari Einarssyni fyrver- andi skipherra á varðskipinu Ægi hefði tekizt að bjarga af grunni þýzkum togara, er strandaði f vet- ur nálægt Skaftárós. Um strandið og björgunina er hið helzta þetta að segja: í sfðastl. febrúar hitti varðskipið Óðinn togarann i nánd við Ingólfs- hðfða, áleit hann vera f landhelgi og setur varðmenn yfir i togarann. Bæði skipin halda siðan vestur með landi, en innan skamms strandar togarinn meðal annara með hinum íslenzku varðmönnum um borð. Óðinn reynir að bjarga skipinu, en það mistekst og varðskipið siglir á burt eftir að bafa náð mönnum sfn- um, og togarinn er eftir f söndun- um Málið út af landhelgisbrotinu var látið niður falla og er það einkenni- legt, þvi hafi togarinn verið sekur, átti að dæma hann, en hafi hann verið saklaus, er óliklegt að landið geti sloppið við skaðabótakröfu frá eigendum togaransi Vetður ekki annað sagt en hér sé heldur ómynd- arlega að verið á alian hátt. Togarinn Oustav Meyer lá nú óbrotinn og óskemmdur uppi i mjúkri sandfjörunni. Yfirmaður land- helgisgæzlunnar, Magn. Ouðro,, fór fram á það við nýja skipstjórann á varðsk'pinu Ægi, að hann reyndi að ná togaranum út, en hann sá engin ráð til þess. Nokkrir Skaftfell- ingar keyptu svo strandið fyrir 560 kr. Peir voru ekki vonlausir um að ná mætti skipinu á flot, snerti sér þvf til Einars Einarssonar, af þvi þeir höfðu trú á þvf, að hann væri slyngastur við að finna ráð til þe?s. Hann varð vel við þeirri málaleitan. Síðan var allt undirbútð. Einar lét sökkva tveimur akkerum 500 m. frá skipinu frammi á grunnsævi, og lágu sterkir virar þaðan upp á stafn togarans og þaðan á vindurnar. Slðan var beðið eftir stórstraum og hægri hafátt. Öllu vatni var dælt úr skipinu, vélin sfðan sett af stað, þegar flóðið hafði lyft skipinu á réttan kjöl. Skrúfan var látin sópa sandinum frá skipinu, eftir að það var umflotið af sjó; þá var hert á vfrunum, og drógst þá skipið hægt aftur á bak þannig, að skrúfan gerði djúpa rák i sandinn, sem um leið varð farvegur fyrir skipið. Einar var um 40 roínútur að þoka skipinu þessa 500 m. út að akkerunum. Síðan vatt skipið akkerin upp, og Einar sigldi þvf til Vestmannaeyja, áttavita- og Ijóslaus, með 5 manns um borð, og gékk sú ferð vel. Pann mann, sem þetta þrekvirki hefir unnið, að bjarga skipi af grunni áhaldalaus, eftir að tvö varð- skip undir stjórn íhaldsins eru frá því gengin, rak íhaldið frá bjðrgun og gæzlu fyrir ári sfðan. í sambandi við björgun þýzka togarans talar Mbl. um >ólán< Ein- ars Einarssonar. Flestum mun þó fýnast, að þessi sfðasta þrekraun E. E, hafi á hinn átakanlegasta hátt flett ofan af óláni Morgunblaðs- manna sjálfra í landbélgisgæzlu- og björgunarmálunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.