Dagur - 31.08.1933, Blaðsíða 4

Dagur - 31.08.1933, Blaðsíða 4
142 DAGUR 35. tbl. Júgursmyrsl J Ú g u r s gera spenana mjáka, ver júgur-sjúkdómum, græðir júgur og spenasæri á stuttum tíma, eru mjög ódýr í daglegri notkun, eru gerð úr hreinustu og beztu efnum, halda sér jafnt sumar og vetur, ppj eru algerlega bragð- og litarlaus, y hafa ekki í sér nein skaðleg efni, eru íslenzk framleiðsla, eru framleidd af efnagerðinni Sjöfn Ak., ættu allir kúaeigendur að nota. Biðjið kaupfélag yðar eða kaupmann um JÚGURSMYRSL frá r S i | EFWAGERÐIN H\ S JÖFN \r V agnar og Vagnhjól bezt — ódýrast. Samband isl. samvinnufélaga. LÍndbergh-hjÓnÍIl flugu fyrra miðvikudag frá Eskifirði til Færeyja og þaðan til Eng- lands. Haft er eftir Lindbergh að honum lítist vel á norðurfiugleiðina. Dánardægur. Hinn 23. þ. m. andaðist á Steðja á Þelamörk Marinó Sigtryggsson bóndi þar, ungur dugnaðarmaður. Skemmtiför. Siðastl. sunnudag fór margt af börnum héðan úr bænum í bilum til berja vestur á Þelamöik á vegum skáta- sveitarinnar »Fálkar«. Veittu þeir börnun- um brauð og mjólk, en B. S. A. lánaði bilana endurgjaldslaust. Veður var hið bezta, og létu börnin ágætlega af ferð- inni. — Tvær kennarastöður víö bamaskóia Ak- ureyrar hafa verið til umsóknar. Úmsókn- arfrestur var útrunninn 25 þ. m. Alls höfðu þá skólanefnd borizt 19 umsóknir. Prír af fimm skólanefndarmönnum hafa nú mælt með Marinó Stefánssyni f aðra stöðuna, en tveir með Kristjáni Frlðriks- syni. í hina itöðuna mæltu tveir með Eiriki Sigurðssyni, tveir með Tryggva Porsteinssyni og einn með Knúti Por- steinssyni. Sker þá yfirstjórn fræðslumál- anna úr, Bæjarstjóm samþykkti á síðasta fundi sfnum, samkvæmt tillögu veganefndar, að hleðsluveggurinn austan Hafnarstrætis, milli húsanna nr. 25 og 41 verði hlaðinn vandlega upp á þessu haustl. Á grjót- hleðslan að vera steinlimd og á þann hátt gerð örugg fyrír sjávargangi, en nú er garðurinn á þessum stað orðinn mjög hrörlegur og getur legið undir eyðilegg- ingu í miklu austanbrimi. Ennfremur samþykkt að leggja holræst í Hafr.arstræti á þvi svæði sem fyrirhleðslan verður gerð. Sundkennslu verður haldið áfram f sundstæði bæjarins fyrst um sinn, þó að hinn venjulegi sundkennslutími sé nú úti. Er aðsókn mikil að sundinu, siðan heita vatnið kom í pollinn. Áttræður öldungur. jóhanu Rist svein- bjarnarson fyrrum bóndi á Botni í Hrafna- gilshreppi er áttræður í dag. Þrátt fyrir aldurinn lifir hann énn við allgóða heilsu, nema hvað sjónin er mjög biluð. Jóhann er einn þeirra manna, sem jafnan hefir notið fullra vinsælda allra, er honum hafa kynnzt á hlnni löngu æfi hans, og munu því hugheilar óskir um friðsamt og ánægjulegt æfikvöld streyma frá vinum og kunningjum til áttræða afmælisbarns- ins. — Hjónaband. Þann 17. þ. m. voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík ungtrú Margrét Jónsdóttir Kristjánssonar kennara og Jónas Lilliendahl símritari. Náttúrufræðingarnir Pálmi Hannesson rektor, Steindór Steindórsson kennaii og Magnús Björnsson kand. phil. eru ný- lega komnir úr rannsóknarférð austan af öræfum. Einnig var Finnur Jónsson list- málari í för með þeim. Hafði Pálmi með höndum jarðfræðisrannsóknir, Steindór rannsakaði gróðurinn og Magnús dýralífið. Rannsökuðu þeir svæðið frá Jökulsá á Fjöllum, austur að Jökulsá á Brú og suður að Vatnajökli, Öræfaflokkur landmælinga- manna var og að starfi á þessum sömu slóðum á sama tíma. Innbrot 00 jljólnnður. Á þriðjudagsnóttina var brotist inn i sölubúð E, Mölleri hér í bæ og látið greipar sópa um ýmsan sölu- varning þar. Mestallt þýfið fannst daginn eftir úti á Tanga, og tveir menn úr Reykja- vík teknir fastir, sem talið er að hafi framið verknaðinn, en hvorugur þeirra mun þó hafa meðgengið þegar þetta er ritað. Blómadagar. l-linir árlegu blóma- dagar Hjálpræðishersins verða í ár i. og 2. sept. Styrkið starf >Hersins< hér í bænura með því að kaupa blóm. X -----0 Ársrit Laugaskóla 7. ár. A'þýðuskóli Pingeyinga að Laug- um er efalaust einn besti aiþýdu- skóli landsins. Ekki svo að skilja að íslendingar eigi ekki aðra skóla góða en alþýðuskólana, en þeir eru flestir að ýmsu leyti ekki í samræmi við hinn nýja tíma, þ. e. koma stundum alveg ófyrirgefanlega f bága við fjör þeirrar æsku, sem temja á til drenglyndis við leit að guði í sjálfri sér og náttúrunni. Laugaskóli var stofnaður af rót- tækum hugsjónamönnum, aðdáan- lega skyggnum á þörf þjóðar sinn- ar og — verðmæti alls hins mikla lífs. Gæfa skólans hefir hingað til líka verið mikil þó að brestir kunni þar i að vera, eins og gengur. Al- þýðan fann og skyldi aðdráttaraflið. Og það er ólíkt meira virði, en að- köst apakatta, sem i byrjun töfðu á alian hátt fyrir stofnun skólans og i þvi sambandi rægdu og svik- ust um. Pegar Nemendasamband Lauga- skóla var stofnað, var ákveðið að eitt af verkefnum þess skyldi vera að gefa út »Ársrit<, fyrst og fremst tii að halda uppi kynningu milli félagsmanna, en er fram liðu stund- ir, verða vopn til sóknar. Ársritið hefir nú komið út i 7 ár og jafnan verið hið vandaðasta og tvímæla- laust meðal bezt skrifuðu rita á ís- ienzku, jafnt um efni og málfar og æskubragð allt. Pað er siðasti ár- gangur ritsins sem mig langar til aðskýia hér litið eitt frá, ef þaðsvo mætti verða til þess að bjá fólki utan Nemendasambandsins, og þá sérstaklega kennurum og æskulýð, vaknaði forvitni á að kaupa og kynna sér Ársrit Laugaskóla. Árgangurinu byrjar með ræðu eftir skólaráðsformann Jón í Yzta- felli. Pað er sönn nautn að lesa hana, svo mikla list i framsetningu og mátt í hugsun, sem þar er að finna. Fyrir munn kynslóðarinnar, sem er ung og starfandi i landinu, segir höfundurinn meðal annars: >Við tókum við landi, sem enginn trúði á, landi þjóðar, sem var á flótta til annarar heimsálfu. Við eigum að skila landi, sem allir vifa að hefir þúsund kosti, óþrjótandi náttúruauðæfi og menningarskil- yrði*. Petta hiutverk er afreksmönn- um ætlað, mönnum, sem eiga jprúttum alit að þakka, vöskum mðnn- um og batnandi, drengjum góðum. Pað eitt má finna að ræðnnni, að hðfundurinn virðist þrátt fyrir allt leggja ailtof mikið upp úr fþrótta- kappi, sem setur met, og að vfsu er gott, en þó ekki einhlýtt nema mýkt, fegurð og ýtrasta drenglyndi fylgi. >Um dauðann*, heitir skýrlega rituð grein eftir Bjðrn Sigfússon frá Múla. Efnið er skemmtilega rakið og gáfulega. En eitt líkar mér ekki. Hðfundurinn talar um, að þegar Adam hafi gripið Evu í faðm sinn, til að finna lífsþrá sfna ósundraða, þá hafi hann ekkért fundið nema kitlandi nautn dauðans. Hvaðan kemur manninum vald til að tala svona um Adam? Hver hefir sannað honum þessa nautn Adams? Nú er það vitanlegt, að nautn dauðans er hvergi að finna f ástum, nema hjá þvi fólki, sem aldrei getur um þær fjallað öðruvfsi en með flissi og hvii og jafnvel grimmd. En að svo hafi verið með Adam og Evu, þegar i upphafi, álft eg róg. Þau kunnu hvort með annað að fara. (Framh.), Siflurður Kristinn Harpann. Agæt tegund aíENSKU CEMENTI nýkomin. Kaupfélag Eyfjrðjnga Byggingavörudeildin. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Laugfaveg: 10. Sfmanúmer »Tímansc. Reykjavík Mlöstjórnfn. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.