Dagur - 05.10.1933, Page 2
160
D AGTJE
40. tbl,
T au-afgangar.
Seljum nœstu daga afganga af
al-ullar fataefnum eftir vigt. —
Ódýrustu kaupin sem hœgt er að
gera i drengjaföt og fleira.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Vefnaðarvörudeild.
jttiiiiiinmmuMmia
•m
My ndastof an
JÖRÐ.
Oránufélagsgötu 21 er opin alla
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
mannafla oglétaöeins eftir sig 200
hesta, meðan ræktunarmálunum var
ekki sinnt af fulium áhuga og þeim
ekki veittur eindreginn stuðningur
af neinum landsmálaflokki. Eftir
þessu að dæma sýnist þá sem augu
Ihaldsins hafi loks opnast fyrir þvf,
sð stuðningur Framsóknarmanna
við ræktunarmálin og styrkurinn til
þeirra bafi borgað sig vel og borið
góðan árangur, en eftirtðlur íhalds-
manna og allt hjal þeirra um >ölm-
usulýð*, »metnaðarmorð< og önn-
ur þvilik slagorð hafi verið óréttmæt
og heimskuleg. Sé það i raun og
veru svo, að ihaldsmenn bafi öðlast
skilning á þessu, má þar um segja,
að blindir hafa fengið sýn.
Kórónan.
Hðfuðdjásn hneykslana og sjálf-
skaparvita íslendinga á sfðustu 10
öldum (nl. síðan þeir leyfðu Ólafi
kóngi Tryggvasyni að kúga sig
lævfslega til að hafna trú sinni á
alþekktan fjörgjafa himins og jarð-
ar, og i hans stað treysta suðræn-
um rakalausura hégíljum) yrði af-
nám þess vínbanns, sem iögleitt
var hér á landi árið 1909, meðal
annars fyrir forgöngu Björns Jóns-
sonar þáverandi ráðherra, til að
vernda alla landsbúa frá þeirri ó-
svinnu að eyða efnum sinum og
sinna i svall og drekka frá sér vit-
ið. Séu nefnd bannlög orðin stór-
gölluð, sfðan svonefnd »Spánarvín«
voru undanþegin og leyft var að
flytja þau, ásamt öðru áfengi til
»lækninga« inn f landið, og auk
þess iðulega brotin bæði leynt og
Ijóst, þvi þá ekki að afnema allra
áfengra vfna og drykkja >undan-
þágu« og hegna fyrir ðli bannlaga-
brot svo rækilega að dugi, með
betra eftirliti, fjársektum og betrun-
arhússvinnu ?
Par, sem er vilji, er vegur.
Að veita áfengum og eitrandi
drykkjum inn f landið er opinbert
hneyksli og pióðarskömm.
Akureyri 4. október 1933.
Frimann B. flrngrfmsson,
(Framh.).
Ritstjóri Jarðar, finnur með réttu
að ofáti, engu siður en ofdrykkju,
við söfnuð sinn (en söfnuður hans
er ekki einasta kringum Brjánslæk
vestra, heldur dreifður víðsvegar
um allt land og telur þúsundir). Eg,
fyrir mitt leyti, reyndi þetta líka,
hér á árunum (með litlum árangri
að vfsu, enda var máske ekki nógu
hófsamur sjálfur), Eg skrifaði bæði
f blöð og timarit og varaði menn
við að eta sig i spreng, og fólk
sagði já, en reyndar amen um leið,
þvi það gjörði ekkert með það og
hélt áfram i syndum sfnum. Nú
vona eg, að séra Birni takist betur,
og eg vil enn taka f sama streng-
inn, segjandi samkvæmt visindaleg-
um heimildum, að fleiri deyi af of-
áti en ofdrykkju og miklu fleiri
sjúkdómar orsakist af ofáti en af
ofdrykkju. Pað veitir því sannarlega
ekki af, þó allir prestar kæmu til
liðs við okkur Iæknana og prédik-
uðu á hverjum sunnudegi móti
þeim aldurtrega og holdsins spill-
ingu, sera ofát orsakar og mætti
gjarnan brýna raustina og berja i
stólinn. Pað er t. d. þetta afarvara-
sama, sem frúrnar gjðra og ýmsar
frökenar, að ota að söddum mönn-
um, seint á kvöldin, sætu kaffi,
með sætum kökum og rjóma-flauta-
fullum pðnnukökum að auki.
Eg man hvað prófessor Ouð-
mundi Magnússyni ofbauð ofát
hinna heidrl manna en þó einkum
kvenna i Reykjavík, hér á árunum.
Pá tiðkuðust dagiega gagnkvæmar
súkkulaði-, kaffi-, sætabrauðs- og
ávaxtaveizlur, rétt á eftir saðsömum
miðdegisverði. Hann kallaði það
»að fara i kviðslit* þegar konan hans
fór i þesskonar boð. Hvort þetta
háttalag tiðkast enn f höfuðstað
vors lands, skal eg láta ósagt, en
mér kæmi það ekki spánskt fyrir,
að spánarvín væri nú komið f ofan-
álag. »Undarlegt er það með tik-
ina«, sagði Vigfús. Pað er eins og
heimurinn vilji engum ráðum fyigja
og sé alveg ótrúlega til með, »að
fara i kviðslit', þó það kostimaga-
pfnu og margar sóttir, fyrir utan
gigtina. Nú skal hér fylgja lesept,
sem vert er að prófa, ódýrt eins
og það er úr Iffsins apóteki. Pað
hljóöar upp á sælgætismáltið ein-
hverja þá beztu, sem völ er &; hún
er samansett ýr venjjulegum dagi-
daglegum (islenzkum) réttum, en
það skilyrði fylgir, nota bene, að
maður komi að borðinu .veJ
svangtir. Sá sem vill gjöra vel
við gesti sfna, hann býður þeim
fyrst á göngutþr upp i fjall eða
upp á fjall, hann þvælir þá m. ö. o.
nokkra hríð á göngu, en þó skemmti-
lega, og gefur þeim siðan góðan,
óbreyttan íslenzkan mat að borða.
Og er þá fált betra til að byrja
með en t. d. soðnar kartöílur, rófur
og annað grænmeti með smjöri.
Sira Ásmundur á Hálsi var svo
elskulegur að bjóða mér á dögunum
með sér og sonum sínum upp á
Háafeli, en það er afarhátt fjall
(þrjú þúsund og nokkur hundruð
fél) upp af Pórðarstöðum f Fnjóska-
dal. Par er víðsýni dásamlegt, um
allt Nörðurland. Veður var yndis-
legt, sólskin og krystaltært loft. Við
riðum gegnum Vaglaskóg og sfðan
upp Kisárdal á gæðingum — og
gengum svo. Við teiguðum ilminn
af okkar jörð - fyrst skógarilm, síð-
an móailm og lyngbrekkuilro. En
uppi i fjallinu barst við óg við að
vitum okkar einkennilega hressandi
áfengur ilmur af rotnandi geitnaskóf
og hellumosa. Við dáðumst að
haustlitunum á landsins fagrakorti,
spegluðum okkur í Mývatni og
Ljósavatni, flugum í huganum f
hendingskasti milli jöklanna 0g
fjallshnjúksnna i heiðisbláma, þar
til við í hálofti hnituðum hringa
marga yfir Ljósavatnsskarði og
Fnjóskadal þar sem Fnjóská bugð-
aði sig f mörgum hlykkjum, eins
og ormurinn Fáfnir, þegar hann
fer til vatns, en Pingmannalækurinn
eins og mjór en prýðilegur silfur-
gormur, og svo skógurinn og
grænar grundir, bændabýlin þekku
og hjarðir á beit með lagði síðum. Pá
lofuðum við guð hljóðlega fyrir, hvað
okkur leið vel f svalandi fjallaloftinu,
og fyrir hvað daglega brauðið úr
nestismalnum smakkaði dásamlega
og betur en nokkur hátíðamatur.
Svona góðgjörðir við sjálfan sig,
að fara á fjali og borða sinn nest-
isbita þekkja allir. smalar og sveita-
menn sem fara i göngur. Kaup-
staðabúar þurfa að kynnast þessu
lika. Og eitt sáum við (sem einhver
glöggur Fnjóskdælingur hafði reynd-
ar áður séð); leiðin upp að hnjúkn-
um er svo greið og hægt atlíöandi,
að með litiili fyrirhöfn má leikandi
gjöra hana bílfæra. Munu þvfifram-
tíðinni allir Akureyrarbilar getaflutt
þangað ótal ferðalanga, en prófast-
urinn á Hálsi mun fara þangað á
sunnudðgum, þegar viðrar vel, með
söfnuð sinn, og messa, og góð
hljómsveit frá Akureyri spilar undir.
Svona traktéringar, eins og sira
Ásmundur veitti mér, og eg mun
lengi búa að, veit eg að sira Björn
á Brjánslæk mundi einnig bjóða
mér upp á, ef eg kæmi vestur til
hans og hlakka eg til að fá að upp-
lifa það. En sira Björn lærði það
ungur af föður sfnum að meta
heilnæmi útilífs og útigðngu. Að
þvi býr Oddur og er óvenjulega
ungur og frár og friskur, að hann
tamdi sér snemma að fara lysti-
göngur um fjöll og móa. Er hann
fyrir það flestum kunnugri öilu hinu
fagra umhverfi okkar bæjar og eg
minnist þess sérstaklega, að það
var hann sem eg heyrði fyrstan
hafa uppgötvað heitu iaugarnar tippi
f Oierárgljúfrum. Hann hefir sannað
það og kennt mér og öðrum, hve
einfalt líf og útivist býður mikla
nautn og ánægju og heilsubót.
{ riti sinu um Tolstoi segir Collin
(hinn ágæti norski ritsnillingur) frá
þvf, og hefir það eftir enskri konu
sem var heimiliskennari hjá gamia
manninum, að þessvegna hafi hann
farið að temja sér likamlega vinnu
og borða aðeins óbrotinn bónda-
mst, að magi hans var orðinn leið-
ur á ðilum krásunum í höllinni.
En Tolstoi var mikill nautnamaður
og fann f þessum einfalda lifnað-
arhætti nýja nautn betri en aðra.
Petta er i rauninni sama og margir
katólskir klerkar hafa löngu fundið
þegar þeir ióru að krossfesta hold
sitt guði til dýrðar, með föstum og
bænahaldi og öðru harðlffi, eins og
þar stendur. Peir hafa i rauninni
gjört það sjálfum sér Ifkamlega og
andlega til gagns og gamans. Peir
fundu þarna nýjar nautnir og nýja
heilsubót, sem kostaði litla fyrir-
höfn og útiát og þyrftu aliir að
þekkja þetta.
Eftir þennan útúrdúr (sem að
visu var nauðsynlegui) skal eg enn
íhuga nokkuð mataræðishugleiðing-
ar sira Björns og hina hvössu
heimsádeilu þeirra feðga, út af nú-
timamenningunni og reyna dálitið
að koma heimsgreyinu til liðs.
(Meira).
Stgh Matth.
------—
Dómsniðurstaðan í máli þvf, er
Lárus Jónsson læknir höfðaði gegn
rikisstjórninni fyrir brottvikninguna
frá Kleppi, er á þessa leið:
„Því dœmist rétt að vera:
Steindur, íjármálaráðherra, fyrir
hönd rikissjóðs, greiði stefnandan-
ura, Lárusi Jónssyni Iækni, laun úr
rfkissjóði frá 1. jan. 1933 að telja
tii 26. nóv. 1934, miðað við 5000
kr. árslaun, auk dýrtiðaruppbótar af
launum þessum eins og hún verð-
ur ákveðin fyrir þenna tfma, uppbót
300 kr. á mánuði fyrir húsnæði,
Ijós og hita fyrir timabilið frá 9.
des. 1932 til 26. nóv. 1934, ásamt
5°/o ársvöxtum af allri hinni til-
dæmdu upphæð frá 17. jan. 1933
tii greiðsludags.
Málskostnaður falli niður. Dómi
þessum ber að fulinægja innan 15
daga frá lögbirtingu hans að við-
lagðri aðför að lögum«.
Ól. Thors var ráðherra í ? vikur.
Pessi var hans allur »frægðarferill<
á þvi tímabili. Með þessari »rögg-
semi« sinni, sem Magnús Ouð-
mundsson fékkst ekki til að sýna,
hefir Ól. Th. bakað rfkissjóði um
20 þús. kr. skaða.
Jafnframt því sem Ól. Th. rak
Lárus frá Kleppi, skipaði hann
Oarðar Porsteinsson frambjóðanda
ihaldsins i Eyjafirði til þess að leita
að sakarefnum á Lárus jónsson
sem var f raun og veru saraa ojj