Dagur - 19.10.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 19.10.1933, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtm- degi. Kostar kr. 6.00 árg. GJalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son i Kaupfél. Eyfiröinga. Afgreiðslan er hjá Jónx Þ. Þ&r, Uppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Noröurgötu 3. Talsími 113. XVI . ár. j Akureyri 19. októ október 1933. 42. tbl. ¥ Jarðarför Jóns sál. Jónssonar fer fram að heimili hans Möðru- felli þriðjudaginn 24. október, og hefst kl. 12 á hádegi. Aðstandendur. Andbanningar ha'.da því fram, að áfengisneyz'a og áfengisböl sé sitt hvað. Með því eiga þeir vitanlega við það, að svo vel megi fara með áfengi að ekkert böl hljótist af neyzlu þess. Pað er hin svonefnda hófdrykkja, sem andbanningar eru að hampa. Nú skal þvf alls ekki neit- að, að svo hóflega megi neyta á- fengis og svo gætilega hafi ein- stöku menn neytt áfengra drykkja, að það hafi ekkert sýnileot böl haft í för með sér. Pað má þvf ef til vill segja, að f fyrnefndri fullyrð- ingu andbanninga felist sannleikur, en þó ekki nema hálfur sannleikur, en vitrir ménn hafa sagf, að hálfur sannleikur væri oft lygiuni verri, af þvf hann er liklegri til að blekkja grunnt hugsandi menn. Hversvegna er þá staðhæfing andbanninga, um það að áfengis- neyzla og áfengisböl sé sitt hvað, ekki meir en bálfur sannleikur, ef hún er þá það ? Skýr sönnun liggur fyrir í þvf efni. Hún er á þessa leið: El enginn maður I veröld vlöri neylti ðlengra diykkja, pá væri öllu áfengisböli jalnframf úlrýmt Úr heiminum. Neyzlan er ávalt undan- fari og örsök bölsins. Bölið er af- leiðing neyzlunnar. Pað verður naum- ast sagt af rökréttri hugsun, að or- sök og afleiðing sé með öllu sitt hvað. Réttara líkingamál er, að or- sök og afleiðing séu tvær hliðar á sama hlut. Nú skilst mér svo,að bannmenn og bannandstæðingar séu að vissu leyti sammála um það, að áfengisböl hafi átt sér stað og eigi sér enn stað f heiminum og þar á meðai hér á voru landi, Íslandí. Einhver skoðanamunur kann að vera milli þessara tveggja aðila um það, hversu áfengisbölið hafi verið þungt. En það skiftir ekki svo ýkja miklu máli- Böl er böl og áfengisbölið er af verstu tegund, af þvi að það er sjálfskaparviti. Pjóð vor gæti með öliu losnað undan þessu böli, ef hver einstakiingur hennar hefði nægan þroska og vilja til þess að hætta allri áfengisnautn. Par sem það er nú öldungis vfst, að alit áfengisböl hefir allar rætur afnar í áfengisneyzlu, þá er það sið- ferðisleg skylda hvers þess, sem nokkru lætur sig skifta hamingju einstaklinga og þjóðar að firra hvor- tveggja þessu höli, en það verður einungis gert með þ.í að koma i veg fyrir neyzlu áfengis með öllu Ieyfilegu móti. En hver er sá, er trúir því í einlægni, að þessi neyz'a minnki við það að steypa flóði sterkra drykkja inn yfir landið, eins og sumir beita sér nú fyrir að gert verði? Eru ekki mörgum sinnum meiri líkur fyrir að áfengisneyzla vaxi að stórum mun við þá ráðstöf- un og þar með áfengisbölið i iand- inu ? Mikil ábyrgð fylgir þvi að haga svo atkvæði sfnu fyrsta vetrardag, að það böi aukist. Hver er viðbú- inn að leggja hönd á bjarta sér og mæla af einlægum hug og sannfær- ingarkrafti: Eg skal taka pá ábyrgð á mig. Bannvinur. —----0----— Olöggt er pað m, hvað pjir vilja. Allir þeir íslendingar, konur og karlar, sem hafa kosningarrétt í mál- efnum sveita og kaupstaða (eru 21 árs á kjördegi og standa á kjörskrá), hafa rétt til þess að greiða atkvæði á tnorgun um bannmálið. Já og nei. Peir, sem merkja X framan við já á atkvæðaseðlinum á morgun, biðja um afnám núverandi áfengislaga, biðja um brennivín, whisky, koníak og romm I viöbót VÍð Spánaivínin, sem fyrir eru. Hinir, sem merkja X með blýant- inum framan við nei á atkvæðaseðlin- um á morgun, segja löggjafarþinginu skýrt og skorinort, að þeir vilji ekkeft áfengi inn í landið, hvorki brennivín né romm, whisky né koníak. Þeir eru óánægðir með Spánarvínin, en þeir viija ekki bæta gráu ofan á svart, með þvf að bæta nýjum, sterkum drykkjum í skápa vínbúðanna, til sölu raeðal feðra, bræðra, sona, systra, mæðra og unnusta. Pað er mikil ábyrgð, sem fylgir því, kjósandi góður, er þú gerir á morgun f kjörherberginu. Ef þú segir já, þá biður þú um áfengi handa þjóð þinni. Pað ersagt, að hver sé sínum gjöfum líkastur. Viltu bera ábyrgð á því, sem hlýtst af brennivíninu, sem þú ert ef til vill að hugsa um að biðja um handa þjóð þinni? Nei, þú ert ekki maður til að rísa undir henni. Sérðu ekki í anda afleiðingarnar af áfengisverzlun í jal- gleymingi, í hverjum bæ í þessu landi? Með einu jái getur þú orðið þess valdandi, að núverandi hömlur á inn- flutningi, sölu og veitingum áfengra drykkja verði afnumdar. — Það er sannarlega ekkert hégómamál, sem hér um ræðir. Nei-ið er í raun réttri krafa um bann, um ráðstafanir til umbóta, um sterkari hömlur, um leið út úr slæmu ástandi. Já-ið erhinsvegar krafa um brennda drykki handa þjóðinni, krafa um það að slaka til í viðskiftunum við áfengið, um að greiða götu þess sem bezt til manna og kvenna. Já-ið er raunverulega krafa um leið út úr slæmu ástandi í enn verra ástand, úr mýrinni í fenið. Það er mikill vandi að fylgja regl- unni: Játa, þegar játa ber, og neita, þegar neita ber, Eitt já og eitt nei markar iðulega tímamót í lífi okkar. Pessi einsatkvæð- isorð eru örlagaþrungin. Pan bera í sér gæfu og ógæfu. Ef þú segir já á morgun við kjörborðið, þá gerir þú þitt til að opna dyrnar fyrir miklum vágesti. Hann drepur á dyrnar hjá þér og segir: Má eg koma inn? Ef þú opnar með já-inu þínu, þá er það ekki aftur tekið. »Oldruð búsfrú óhamingja inn til þín með prjóna sezt«. Ef þú neitar, þá snautar vágesturinn burtu. Heill þín er bundin við það að hýsa hann ekki. Fínir gestir. Fyrir nokkrum dögum var nýtt blað borið í húsin hér í bænum. Pað var sent út um allt land, á heimili ríkra og fátækra, veikra og vel hraustra, Blaðið heitir Andbanningur og er í stóru broti. Hvað sjáum við? Stóra stafi, feitar undirskriftir 90 Reykvíkinga, 88 herra og tveggja frúa. Finir gestir eru komnir í bæinn. Peir sjást ekki á hverjum degi f kotinu. Hvað vilja þeir? Peir biðja þig »að greiða í haust atkvæði gegn því banni á aðflutningi áfengra drykkja, sem nú er f lögum«, Petta er þá erindið. — Hvað býður þessi gullhálsafylking fólk* inu í staðinn? Að »leggja inn á nýjar og heppilegri brautir í áfengismálinu, með nýrri, skynsamlegri áfengislöggjöf, er miðist við raunverulegt ástand f landinu«2 Við vitura ekki fyrir víst, í hverju þessi »nýrri, skynsamlegri áfengislög- gjöf á að vera fólgin«. Fyrir því er engin grein ger, en við sjáum af greinunum, sem fylgja áskoruninni, að það, sem kallað er að »leggja inn á nýjar og heppilegri brautir í áfengis- málinu«, merkir að leyfa innflutning á brenndum drykkjum til íslands, að því er bezt verður séð, til þess að draga úr drykkjuskapnum og efla bindindis- starfsemina! Pessar kenningar flytja 90 höfðingj- ar í höfuðstaðnum landslýðnum. — Peir ætla fólkinu að trúa þessu. Þeir ætla sér, andbanningar í Reykja- vík, að sannfæra þjóðina, með niannanÖfn- um um eitt hið allra fáránlegasta, sem haldið hefir verið að landsfóikinu langa hríð. Hafa þessir menn nokkurntíma gefið út ávarp tii þjóðarinnar um bindindis- starfsemi, löghlýðni, ráð til þess að fræða fólkið um áfengisbölið og hætt- una, er af því leiðir? Nei. Pað ávarp er ókomið! — En áskor- un er send út um að PíjÓta ílÍÖUf það, sem eftir er af því vígi, sem reist var á sínum tíma, gegu herhlaupum Bakk- usar og þjóna hans á hendur þjóðinni. En varið ykkur á ráðum þessara raanna. Pau eru Lokaráð. Enginn hugsandi maður, sem hefir einlægan vilja á útrýming drykkjuskapar, fæst til að trúa því, að meíta áfengi inn f landið muni ráða bót á drykkju- skapnum. Látum þessa herra og frúr fara bón- ieið til búðar. Brugg og smygi. Pað er sífellt klifað á þvf, að bruggið fylgi hvarvetna banninu, og að það muni væntanlega hverfa, ef bannið verði afnumið. Ennfremur er það látið klingja, að smyglið hverfi úr sögunni, ef bannið verði strikað út úr löggjöfinni. Hversvegna verja Svíar ca. 800 þús- undum króna á ári til þess að reyna að hafa upp á smyglurum og heima- bruggurum, ef brugg og smygl þekk- ist hvergi, nema í bannlöndum? Sví- þjóð hefir þó aldfCÍ verið bannland. Fleiri dæmi mætti nefna f svipaða átt frá þeim rikjum, sem aldrei hafa haft bann,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.